Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Aaftari hliðarskrúfan á fjöl-veiðiskipinu BaldviniÞorsteinssyni EA misstiafl í mjög skamma stund skömmu áður en skipið fékk nótina í skrúfuna. Þetta kom fram við sjó- próf í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær vegna strands skipsins á Meðallandssandi aðfaranótt 9. mars síðastliðinn. Hliðarskrúfan, sem er rafdrifin frá aðalvél, náði fljótlega fullu afli og ekkert kom fram við sjóprófin sem benti til þess að þetta hafi valdið því að skipið fékk nótina í skrúfuna. Eins og fram hef- ur komið voru aðstæður á miðunum mjög erfiðar þegar óhappið varð. Fjórir af skipverjum Baldvins komu fyrir dóminn í gær, Árni V. Þórðarson, skipstjóri, Leifur Krist- ján Þormóðsson, fyrsti stýrimaður, Kristján Ingi Sveinsson yfirvélstjóri og Brynjar Siguðsson annar vél- stjóri. Nótin fór í skrúfuna á augabragði Árni greindi frá því að skipið hefði siglt frá Seyðisfirði og komið að suð- urströndinni um kvöld. Fjölmörg skip voru við veiðar á þessum slóð- um og var Baldvin að kasta á loðnu á 20 til 25 faðma dýpi, en nótin er 55 faðma djúp. Búið var að kasta 5 sinnum og varð óhappið þegar búið var að draga inn um þriðjung nót- arinnar í 6. kasti. Árni sagði að þá hefði hliðarskrúfa skipsins misst afl, en það hefði einungis varað skamma stund, fullt afl hefði komist á nánast strax aftur. Á augabragði hefði nótin farið í skrúfuna og dregið niður í að- alvél skipsins og hann kallað út á vinnurás hvað væri að gerast. Bjarni Ólafsson AK hafi verið skammt und- an og strax var hafist handa við að undirbúa að koma tóg milli skip- anna. Sagði Árni það hafa gengið til- tölulega vel, en fljótlega eftir að Bjarni byrjaði að toga slitnaði tógin. Þá var reynt að koma snurpuvír á milli skipanna og sagði Árni það hafa gengið erfiðlega. Vegna bilunar í spili um borð í Bjarna Ólafssyni, var ekki hægt að halda við Baldvin með því. Snurpuvírinn var þá settur í fast um borð í Bjarna en hann slitn- aði við átakið. Árni sagðist þá hafa tekið eftir því að skipið var komið upp á fyrstu grynninguna. „Skipið var aðeins farið að taka niðri,“ sagði hann. Hann sagðist strax hafa kallað í Landhelgisgæsluna og verið í sam- bandi við menn þar, sem fylgdust með gangi mála og gáfu ráð. Þegar þarna var komið sagðist hann hafa hugsað um hvernig best væri að stýra skipinu upp í fjöruna, lét setja út toghlerana og reyndi að haga því þannig að stefni skipsins sneri upp í fjöruna, en það hefði m.a. verið að ráði skipherra hjá gæslunni. Grunnhugsunin hefði verið sú að þannig væri betra að hífa menn frá borði. Vildi hann fyrir alla muni reyna að forðast að skipið legðist þvert á fjöruna. Að lokum var akkeri kastað út. Árni sagðist hafa metið það þannig að ekki hafi þótt ástæða til að sleppa akkeri á meðan Bjarni Ólafsson var að toga í skipið, það hefði getað truflað þær aðgerðir sem voru í gangi. Flestir í áhöfn voru komnir upp í brú þar sem þyrlunnar var beðið. Björgun frá borði gekk mjög vel, að sögn skipstjóra. Allt gerðist mjög hratt Jón Ingólfsson frá Rannsókna- nefnd sjóslysa spurði m.a. um atvik- ið þegar hliðarskrúfan missti afl í augnablik. Árni sagði að við slíkar aðstæður mætti lítið út af bera, skip- ið hefði verið að draga þunga nót og allt gerst mjög hratt. Greindi Árni frá því að við skoðun á skipinu í Nor- egi nú í vikunni hefði komið í ljós trosnaður endi í hliðarskrúfunni, en hann vissi ekki hvort hann hafi or- sakað það að skrúfan missti afl. Gunnar Arason skipstjóri, yfirhafn- arvörður og meðdómari s hvort möguleiki væri á að hefðu loðnupokar í nótinni, getað farið undir kjölinn fyrir innsog hliðarskrúfunn stjórinn sagðist ekki geta grein fyrir hvort svo he Fram kom að hliðarskrú ekki misst afl áður. Einnig k í máli skipstjórans að hann skipverjar hefðu ekki verið Í augnablik varð allt m Leifur Kristján Þormó stýrimaður var staddur v blökkina, miðskips, þar s var að draga nótina. Hann við að nótin lá aftur með s farið var að þyngjast í dræt hann eftir að dró niður í augnablik varð allt myrkva Leifur. Ljósin hafi komið á ur og Árni kallað til sín að á, en þá hafi nótin þegar ve Sjópróf vegna strands Baldvins Þorsteinssonar E Hliðarskrúfa mi í skamma stund á nótin fór í skrú Morgunblaðið Gísli Baldur Garðarsson hrl., lögmaður Samherja t.h., ræðir við Á Þórðarson, skipstjóra á Baldvini Þorsteinssyni EA, og Leif Kristj móðsson, 1. stýrimann, fyrir sjóprófin í Héraðsdómi Norðurland Skipverjarnir fjórir á Baldvini Þorsteinssyni EA sem gáfu skýrsl prófunum í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. F.v. Brynjar S son 2. vélstjóri, Kristján Ingi Sveinsson yfirvélstjóri, Leifur Krist móðsson 1. stýrimaður og Árni V. Þórðarson skipstjóri. Sjópróf vegna strands Baldvins Þorsteins- sonar fóru fram á Ak- ureyri í gær. Fram kom hjá skipstjóra að hlið- arskrúfa missti afl í skamma stund áður en nótin fór í skrúfuna. STÓRVELDASLAGUR Í SAMKEPPNISMÁLUM Ákvörðun framkvæmdastjórnarEvrópusambandsins um aðsekta hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft og setja því skorður á Evr- ópumarkaðnum – þ.á m. á Íslandi, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag – markar talsverð tímamót. Fram- kvæmdastjórnin hefur komizt að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi misbeitt ráðandi stöðu sinni á markaðnum fyrir stýrikerfi einmenningstölva til að drepa niður samkeppni á markaði fyrir marg- miðlunarspilara og netþjóna. Fyrirtæk- ið er m.a. talið hafa stælt vörur annarra framleiðenda og fellt þær inn í Wind- ows-stýrikerfið til þess að losna við samkeppni. Sektin, sem Microsoft á að greiða, er sú hæsta sem ákveðin hefur verið í samkeppnismáli, þótt hún sé langtum lægri en evrópskar samkeppn- isreglur heimila framkvæmdastjórninni að beita. Jafnframt verður fyrirtækið að bjóða upp á Windows-stýrikerfið án margmiðlunarspilarans Windows Media Player á Evrópumarkaðnum, þannig að neytendur eigi val um að kaupa forrit frá öðrum framleiðendum. Þá verður fyrirtækið að láta keppinautum sínum í té upplýsingar, sem gera þeim kleift að framleiða netþjóna sem geta haft sam- skipti við tölvur með Windows-stýri- kerfi. Málarekstur framkvæmdastjórnar- innar gegn Microsoft hefur tekið fimm ár. Í tvo áratugi hefur svipuðum mála- ferlum framkvæmdastjórnarinnar gegn tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækjum ævin- lega lyktað með samningum. Samninga- viðræður við Microsoft fóru hins vegar út um þúfur í síðustu viku, að sögn Mar- ios Monti, samkeppnisstjóra ESB, vegna þess að Microsoft féllst eingöngu á að bæta fyrir orðinn skaða, en ekki á að breyta viðskiptaháttum sínum til framtíðar. Samkeppnismáli bandarískra stjórn- valda gegn Microsoft fyrir nokkrum ár- um lauk einnig með samningum. Með ákvörðun sinni verður ESB þannig fyrst til að láta sverfa til stáls gegn fyrirtæk- inu. Ákvörðunin gengur mun lengra en samningur bandarískra samkeppnisyf- irvalda og Microsoft og ekki er útilokað að hún valdi af þeim völdum einhverjum núningi í samskiptum ESB og Banda- ríkjanna á viðskiptasviðinu, þar sem næg spenna var raunar fyrir. Ákvörðun Montis um að láta hart mæta hörðu er vafalaust til þess hugsuð að framkvæmdastjórnin hafi frjálsari hendur gagnvart Microsoft og öðrum markaðsráðandi fyrirtækjum í framtíð- inni. Úrskurður framkvæmdastjórnar- innar hefur verið gagnrýndur fyrir að ganga ekki nógu langt, en þar ber að líta á að Monti vill væntanlega reyna annars vegar að forðast deilur við Bandaríkin og hins vegar að tryggja að úrskurður- inn haldi fyrir Evrópudómstólnum, en Microsoft hefur tilkynnt að fyrirtækið áfrýi ákvörðuninni. Áfrýjunin verður í upphafi tekin fyrir hjá dómstóli ESB á fyrsta dómstigi. Sá dómstóll mun þurfa að ákveða fljótlega hvort áhrifum ákvörðunar ESB verður frestað þar til dómur hefur verið felldur í málinu, eða hvort þær hömlur, sem fyrirtækinu eru settar, taka strax gildi. Enginn þarf að efast um mikilvægi málsins gegn Microsoft. Fyrirtækið hef- ur átt mikinn þátt í þeim gríðarlegu framförum, sem fylgt hafa tölvu- og upplýsingabyltingunni, en varla fer á milli mála að Microsoft hefur beitt stöðu sinni til að veikja keppinautana. Enginn markaður má við slíkri yfirburðastöðu eins fyrirtækis og því er eðlilegt og skiljanlegt að stjórnvöld í einstökum ríkjum reyni að koma böndum á tölvu- stórveldið. Staða Microsoft á heimsvísu er hins vegar orðin slík, að það er aug- ljóst að engir aðrir en hin pólitísku stór- veldi, Evrópusambandið og Bandaríkin, hafa bolmagn til að kljást við risann. NORRÆN KVIKMYNDAVERÐLAUN Mikil gerjun er í kvikmyndagerð áNorðurlöndum og norrænir kvik- myndagerðarmenn hafa margir vakið heimsathygli. Kvikmyndagerð hefur hins vegar hingað til ekki skipað sama sess í samstarfi Norðurlanda og aðrar listgreinar. Nú hefur verið ákveðið að bæta úr því. Ráðherrar menningarmála á Norðurlöndum ákváðu á fundi í Kaup- mannahöfn á miðvikudag að norræn kvikmyndaverðlaun yrðu veitt í fyrsta skipti á þingi Norðurlandaráðs á næsta ári. Kvikmyndin er opið listform og að- gengilegt og með henni er hægt að má út landamæri og múra. Áhrif hennar eru óumdeild í fjöldamenningu nútímans, hvort sem menn telja þau til góðs eða ills. Það er því löngu tímabært að þessi grein njóti sömu viðurkenningar á vett- vangi Norðurlandaráðs og aðrar list- greinar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að verðlaunin mörkuðu ákveðin tímamót: „Þetta hefur lengi verið í umræðunni en ekki orðið úr því fyrr en nú. Þetta er því mikilvæg ákvörðun.“ Þessi ákvörðun er mikilvæg vegna þess að hún mun stuðla að því að auka viðgang og kynningu norrænna kvik- mynda víða um lönd. Hún er ekki síður mikilvæg vegna þess að fyrir vikið munu þjóðir Norðurlanda kynnast kvik- myndagerð hver annarrar betur. Hlutur norræns efnis jafnt í kvikmyndahúsum sem í sjónvarpi verður stöðugt rýrari. Reyndar þarf ekki nema að líta á fram- boðið í kvikmyndahúsunum til að sjá hversu einsleitt framboðið er orðið á bíómyndum. Megnið af þeim myndum kvikmyndahúsanna koma frá ensku- mælandi löndum, flestar frá Hollywood. Íslenskir kvikmyndahúsagestir þekkja vart annað en framleiðslu draumaverk- smiðjunnar í Kaliforníu og fara á mis við það, sem gerist annars staðar í heim- inum. Þó kemur hvað eftir annað í ljós þegar hér eru haldnar kvikmyndahátíð- ir að myndir, sem gerðar eru annars staðar í heiminum geta dregið að áhorf- endur og sem betur fer rata myndir, sem njóta vinsælda á hátíðum, endrum og sinnum í almennar sýningar. En við höfum einnig séð dæmi þess að kvik- myndahúsin hafi ekki tekið mynd til al- mennra sýninga fyrr en þau höfðu verið beitt þrýstingi bæði á Alþingi og af al- menningi og er þar átt við sænsku myndina Lilya 4-ever, sem lýsir mansali á sláandi hátt. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs gætu orðið liður í því að snúa við þeirri þróun, sem hér er lýst, og orðið til þess að auka framboð og fjöl- breytni kvikmynda, sem hér eru sýndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.