Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 10

Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær hálffertugan karlmann, Ágúst Magnússon, í 5 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex drengj- um og brot á barnaverndarlögum. Um er að ræða einn þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í kyn- ferðisbrotamáli hérlendis. Í málinu setti ákæruvaldið fram sjaldgæfa kröfu um öryggisvist að lokinni af- plánun, en henni var hafnað. Ákærði hefur tekið sér 4 vikna áfrýjunar- frest. Brotin voru framin á árunum 1999–2003. Í málinu var ákærði enn- fremur sakfelldur fyrir að hafa í vörslu sinni myndbandsspólur, DVD-mynddiska, ljósmyndir og hreyfimyndaskrár sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Á nokkrum myndbandsspólum sást ákærði í kynferðislegum athöfnum með ungmennum. Ákærði var dæmdur til að greiða- fimm fórnarlömbum sínum 1,7 millj- ónir króna í bætur. Tældi drengina með blekkingum á yfirvegaðan og skipulegan hátt Í dómi héraðsdóms er rakið hvernig ákærði á skipulegan og yf- irvegaðan hátt og með blekkingum, tældi og/eða misnotaði drengina sem flestir höfðu litla sem enga reynslu á kynlífssviðinu. Þrátt fyrir að dreng- irnir stæðu illa félagslega og ættu við persónulega erfiðleika að stríða áður en þeir kynntust ákærða þótti koma skýrlega fram í framburðum þeirra, sálfræðiskýrslum og skýrslum vitna að með háttsemi sinni olli ákærði drengjunum sálrænu tjóni sem hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfsmynd þeirra og þroska, en nokkrir þeirra hafa upplifað mikla skömm og sektarkennd vegna brot- anna. Þótti dóminum aðferðir þær sem ákærði beitti sýna einbeittan brotavilja hans í þeim tilgangi að fullnægja kynlífsórum sínum gagn- vart drengjunum. Greindur með alvarlega barnagirnd og þráláta kynóra Miðað við lengd þeirrar refsivistar sem ákærði var dæmdur til féllst dómurinn ekki á þá kröfu ákæru- valds að nauðsyn bæri til að kveða á um það í þessu máli að ákærði skuli beittur öryggisráðstöfunum að refsi- vist lokinni. Krafan var sett fram á grundvelli þess að ákærði greindist með alvarlega barnagirnd og þráláta kynóra eftir að málið kom upp. Segir í skýrslu sálfræðings að hann ráði ekki við þessar kenndir sínar og sé því hætta á að mál af þessu tagi end- urtaki sig. Ákærða var gert að sæta upptöku á tveimur tölvum ásamt öllum fylgi- búnaði, þar á meðal 5 hörðum disk- um, 54 geisladiskum, 4 tölvudiskling- um, 13 myndbandsspólum, 8 mm myndbandi og 160 útprentuðum ljós- myndum, sem lögregla lagði hald á á heimili hans við rannsókn málsins. Málið dæmdu héraðsdómararnir Valtýr Sigurðsson sem dómsformað- ur, Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir. Verjandi ákærða var Guðmundur Ágústsson hdl. og sækj- andi Sigríður Friðjónsdóttir sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Karlmaður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Sýndi einbeittan brotavilja gagn- vart drengjunum Morgunblaðið/Golli Ákærði leiddur í fylgd lögreglumanna til dómsuppkvaðningar í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gærmorgun. fræðitímaritið Human Molecular Genetics birt grein eftir vísinda- menn ÍE þar sem greint er frá nið- urstöðunum. Rakin aftur til ársins 1540 Langanesveiki, sem fyrst var lýst af Kristjáni Sveinssyni augnlækni árið 1939, hefur mjög skýrt og ríkjandi erfðamynstur. Einstakling- ar sem erfa stökkbreyttan erfðavísi frá öðru foreldri fá sjúkdóminn en aðrir ekki. Í tilkynningu frá Ís- lenskri erfðagreiningu segir að ætt- ir 78 sjúklinga hafi verið raktar aft- ur til eins forföður sem fæddist árið 1540. Einnig sé vitað að einstakling- ar sem greinst hafa með sjúkdóm- inn í Færeyjum, Danmörku, Þýska- landi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og í Bandaríkjunum séu af íslenskum uppruna og tengist þessari ætt. RANNSÓKNIR Íslenskrar erfða- greiningar á Langanesveiki eða arf- gengri sjón- og æðavisnun hafa leitt í ljós að stökkbreyting í erfðavísi á tilteknum litningi sem segir til um samsetningu sk. TEAD1 prótíns, orsakar sjúkdóminn. Langanesveiki lýsir sér í skemmdum á augnbotn- um sem byrja við sjóntaugaenda en breiðast út eftir augnbotnunum með aldrinum og getur sjúkdómurinn valdið blindu. Alls tóku 81 sjúklingur og 107 ættingjar þátt í rannsókninni og fannst stökkbreytingin í öllum sjúk- lingunum en hvorki í heilbrigðum ættingjum né viðmiðunarhópi. Rannsóknirnar voru unnar undir stjórn Ragnheiðar Fossdal líffræð- ings hjá ÍE í samvinnu við Friðbert Jónasson augnlækni á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Hefur erfða- Stökkbreyting í erfðavísi orsök Langanesveiki BJÖRN Brynjúlfur Björnsson, formaður Félags kvikmynda- gerðarmanna, kveðst ánægður með þá ákvörðun Noð- urlandaráðs að efna til nor- rænnar kvik- myndaverð- launahátíðar í fyrsta sinn ár- ið 2005. „Við sem þessu tengj- umst erum auðvitað mjög ánægð með það. Það er lengi búið að ræða um þetta en ekki komist til framkvæmda fyrr en nú. Ég held að það sé alveg rétt sem hefur komið fram í mál menntamálaráðherra að þetta sé mjög mikilvægt og sýni líka þá grósku sem er í norrænni kvikmyndagerð og sé staðfest- ing og viðurkenning á því starfi. [...] Þetta á örugglega eftir að verða mikil lyftistöng, bæði á Norðurlöndum og auðvitað hér, að fá svona norrænan Óskar,“ segir Björn Brynjúlfur. Formaður Félags kvikmynda- gerðarmanna Mikil lyfti- stöng að fá norrænan Óskar Björn Björnsson STJÓRNENDUR fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins (SA) hafa mikinn áhuga á því að koma á annarri skipan á fimmtudagsfrídögum á vor- in. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, segir fyrir- tækin telja að fríin dragi úr framleiðni og afköstum í íslensku efnahagslífi. Hann á von á því að ákvæði um að flytja þessa frídaga til verði sett inn í fleiri samninga en við Starfsgreina- sambandið og Flóabandalagið, sem greint var frá í blaðinu í gær. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, telur það ekki sjálfgefið að svona ákvæði verði í fleiri samningum, þetta sé og hafi ver- ið umdeilt mál. Hannes segir útlendinga og þá sem stunda erlend viðskipti vera mjög undrandi á því fyrirkomulagi að hafa þessa frídaga á fimmtudögum. Þjóð- félagið lamist verulega á þessu tíma- bili á vorin. Einnig sé óánægja meðal fyrirtækja með sumarlokun leikskóla og vetrarfrí grunnskólanna. „Það eru tveir kostir í stöðunni að okkar mati. Annaðhvort að færa frí- dagana að helgi eða að fella þá niður og gera þá að hluta af öðru orlofs- tímabili á öðrum árstíma. Frídögum er ójafnt skipt yfir árið. Þeir eru margir á fyrri hluta ársins en engir á haustin. Rætt hefur verið um orlof á haustin eða fyrri hluta vetrar en þá þyrftu allir að koma að því máli, eink- um stéttarfélög opinberra starfs- manna eins og kennarar. Við höfum viljað færa þessa óvinsælu fimmtu- dagsfrídaga inn í þann farveg en við eigum langt í land með að ná heildar- samstöðu í þjóðfélaginu um þetta. Með því að fá þetta ákvæði inn í samninginn við Starfsgreinasam- bandið erum við að halda málinu á dagskrá. Þarna hafa fyrstu skrefin verið stigin,“ segir Hannes. Mismunandi viðhorf Grétar Þorsteinsson segir ASÍ ekki hafa tekið formlega afstöðu til flutn- ings frídaga. Vitað sé um deildar meiningar innan landssambanda ASÍ. Með ákvæðinu í samningi stærsta landssambandsins sé verið að skapa ákveðið fordæmi en ekki sé sjálfgefið að flutningur frídaganna verði tekinn upp í öðrum samningum. Málið ráðist af viðhorfum manna í hverju lands- sambandi fyrir sig. Áhuginn sé greinilega mikill hjá atvinnurekend- um að knýja þetta í gegn. „Þetta hef- ur borið á góma æði oft undanfarin ár og þá hefur komið í ljós að viðhorfin hafa verið mismunandi. Ég tel að það sé óbreytt,“ segir Grétar. Fyrstu skref stigin með flutning á fimmtudagsfrídögum Fríin sögð draga úr framleiðni og afköstum ar og brást þannig trausti hennar og trúnaðarskyldum sínum. Brotin höfðu djúpstæð áhrif á líf stúlk- unnar og sálarheill og ákærða mátti vera það ljóst. Stúlkan lagði fram kæru á síð- asta ári, þá 19 ára gömul, en í kær- unni kom fram að ákærði hefði mis- notað stúlkuna frá því hún mundi eftir sér og fram að þeim tíma er hún fór að heiman 18 ára gömul. Ákærði neitaði eindregið sök en í tengslum við málið var framkvæmd áttu sér stað á heimili ákærða, í bíl hans og vinnuvélum sem hann hafði lagt á afviknum stöðum, í fjallgöng- um í nágrenni Reykjavíkur og víð- ar. Hæstiréttur vísar til forsendna héraðsdóms sem sagði um ákærða að hann hefði gerst sekur um sér- lega grófa kynferðislega misnotkun gagnvart stúlkunni og við ákvörðun refsingar bæri að líta til þess að hann misnotaði sér freklega vald sitt yfir henni sem stjúpfaðir henn- HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær rúmlega fertugan karlmann í 5 og ½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 28. október 2003. Aðeins einu sinni áð- ur hefur jafnþungur dómur verið kveðinn upp í kynferðisbrotamáli hérlendis. Brotin áttu sér stað margítrekað á 12 ára tímabili og hófust þegar barnið var sex ára gamalt. Brotin húsleit hjá honum og fundust þar klámblöð og myndbandsspólur. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Helgi Jóhannesson hrl. og sækj- andi Ragnheiður Harðardóttir sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Nafn sakborningsins er ekki birt af tillitssemi við þolandann í mál- inu. Dæmdur í 51⁄2 árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni Dæmdur sekur fyrir sérlega grófa kynferðislega misnotkun KONA sem lögreglan í Árnessýslu handtók vegna rannsóknar, sölu og dreifingar fíkniefna í umdæminu og var úrskurðuð í gæsluvarðhald sl. sunnudag var látin laus í gær. Fjórir karlmenn voru einnig handteknir vegna málsins en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan á Selfossi handtók fjóra karla og eina konu vegna rannsóknar sem tengist gruni um sölu og dreif- ingu fíkniefna í umdæminu. Þremur körlum var sleppt að loknum yfir- heyrslum á föstudag. Ekki þótti það þjóna hagsmunum rannsóknarinnar að fara fram á áframhaldandi gæslu yfir konunni. Leitað var í nokkrum húsum vegna rannsóknar málsins. Lagt var hald á nokkurt magn af hassi og lítilræði af amfetamíni. Laus úr gæsluvarð- haldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.