Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 33
KARLAKÓRINN Stefnir úr
Mosfellsbæ heldur tónleika
í Njálsbúð á morgun, laug-
ardag, kl. 14 og um kvöld-
ið í Félagsheimilinu á Flúð-
um kl. 20.30. Þá mun
kórinn halda tvenna tón-
leika á höfuðborgarsvæð-
inu, í Langholtskirkju
fimmtudaginn 1. apríl kl.
20 og í Hlégarði Mos-
fellsbæ laugardaginn 3.
apríl kl. 15.30.
Í kórnum eru um 50
söngmenn. Nokkir þeirra
koma fram í einsöngs- og
tvísöngsatriðum og tvöfaldur
kvartett bregður fyrir sig betri
fætinum. Gestasöngvari kórsins að
þessu sinni er óperusöngkonan El-
ín Ósk Óskarsdóttir. Á efnisskrá
kórsins er að finna kunn íslensk
og erlend sönglög. M.a. verða tvö
lög eftir Atla Guðlaugsson söng-
stjóra kórsins frumflutt. „Útreið-
artúr“ við texta eftir formann
kórsins Hörð Björgvinsson og
„Svo mælti sumarnóttin“, við ljóð
Sverris Pálssonar. Undirleikari er
Sigurður Marteinsson.
Á vef kórsins www.stefnir.is, er
ýmsan fróðleik að finna um sögu
og framgöngu kórsins í rúmlega
64 ár.
Karlakórinn Stefnir
á faraldsfæti
Morgunblaðið/Kristinn
Elín Ósk Óskarsdóttir
RAGNAR Kjartansson opnar sýn-
ingu á verki sínu í GUK+ á morgun
kl. 14 í Ártúni 3 á Selfossi, en kl. 15 í
Udhus - Kirkebakken 1, 4320 Lejre,
Danmörku og Küche – Schönhau-
senstrasse 64, 28203 Bremen í
Þýskalandi. Einnig þar sem Hlynur
Hallsson er með fartölvuna sína.
Verkið sem Ragnar sýnir heitir
„Minnisvarði um ást“. Ragnar út-
skrifaðist frá málunardeild Listahá-
skólans árið 2001 og síðan hefur ferill
hans einkennst af tilraunamennsku.
Hann hefur m.a. starfað sem mynd-
listarmaður og tónlistarmaður.
Hann hefur unnið með það form
ýmist einn eða í samstarfi við fleiri.
Myndbandsverk hans hafa ýmist
staðið ein eða verið hluti innsetninga.
Hann hefur einnig sýnt teikningar
og málverk. Sjá meira á: this.is/rassi
og síðar á simnet.is/guk.
Verk eftir Ragnar Kjartansson
Ragnar
Kjartansson
sýnir í GUK+
Listasafn Reykjavíkur
Fjórum sýningum lýkur í Lista-
safni Reykjavíkur á sunnudag.
Í Ásmundarsafni lýkur sýningu
Erlings Klingenberg í Píramídan-
um. Sýningin er annar hluti af
þremur í sýningaröðinni Píramíd-
arnir.
Þriðji og síðasti listamaðurinn til
sýna í Píramídunum er Guðný Guð-
mundsdóttir en sýning hennar
verður opnuð 7. apríl. Ásmundar-
safn er opið daglega kl. 13–16
Á Kjarvalsstöðum lýkur samsýn-
ingu Ragnhildar Stefánsdóttur,
Önnu Eyjólfsdóttur og Þórdísar
Öldu Sigurðardóttur á þrívíðum
verkum. Einnig lýkur einkasýningu
Alistairs Macintyres, Veran í deg-
inum. Kjarvalsstaðir eru opnir dag-
lega frá kl. 10–17.
Einn aðgangseyrir gildir sam-
dægurs í hús Listasafns Reykjavík-
ur; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ás-
mundarsafn.
Sýningum lýkur
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt
www.sokkar.is
OROBLU
ráðgjafi
verður
í dag
kl. 14-18 í
Lyf og heilsu
Mjódd og í
Lyf og heilsu
Austurstræti.
Sokkabuxur
fylgja öllum
Oroblu vörum
sem kaupauki.
DILBERT mbl.is