Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 33 KARLAKÓRINN Stefnir úr Mosfellsbæ heldur tónleika í Njálsbúð á morgun, laug- ardag, kl. 14 og um kvöld- ið í Félagsheimilinu á Flúð- um kl. 20.30. Þá mun kórinn halda tvenna tón- leika á höfuðborgarsvæð- inu, í Langholtskirkju fimmtudaginn 1. apríl kl. 20 og í Hlégarði Mos- fellsbæ laugardaginn 3. apríl kl. 15.30. Í kórnum eru um 50 söngmenn. Nokkir þeirra koma fram í einsöngs- og tvísöngsatriðum og tvöfaldur kvartett bregður fyrir sig betri fætinum. Gestasöngvari kórsins að þessu sinni er óperusöngkonan El- ín Ósk Óskarsdóttir. Á efnisskrá kórsins er að finna kunn íslensk og erlend sönglög. M.a. verða tvö lög eftir Atla Guðlaugsson söng- stjóra kórsins frumflutt. „Útreið- artúr“ við texta eftir formann kórsins Hörð Björgvinsson og „Svo mælti sumarnóttin“, við ljóð Sverris Pálssonar. Undirleikari er Sigurður Marteinsson. Á vef kórsins www.stefnir.is, er ýmsan fróðleik að finna um sögu og framgöngu kórsins í rúmlega 64 ár. Karlakórinn Stefnir á faraldsfæti Morgunblaðið/Kristinn Elín Ósk Óskarsdóttir RAGNAR Kjartansson opnar sýn- ingu á verki sínu í GUK+ á morgun kl. 14 í Ártúni 3 á Selfossi, en kl. 15 í Udhus - Kirkebakken 1, 4320 Lejre, Danmörku og Küche – Schönhau- senstrasse 64, 28203 Bremen í Þýskalandi. Einnig þar sem Hlynur Hallsson er með fartölvuna sína. Verkið sem Ragnar sýnir heitir „Minnisvarði um ást“. Ragnar út- skrifaðist frá málunardeild Listahá- skólans árið 2001 og síðan hefur ferill hans einkennst af tilraunamennsku. Hann hefur m.a. starfað sem mynd- listarmaður og tónlistarmaður. Hann hefur unnið með það form ýmist einn eða í samstarfi við fleiri. Myndbandsverk hans hafa ýmist staðið ein eða verið hluti innsetninga. Hann hefur einnig sýnt teikningar og málverk. Sjá meira á: this.is/rassi og síðar á simnet.is/guk. Verk eftir Ragnar Kjartansson Ragnar Kjartansson sýnir í GUK+ Listasafn Reykjavíkur Fjórum sýningum lýkur í Lista- safni Reykjavíkur á sunnudag. Í Ásmundarsafni lýkur sýningu Erlings Klingenberg í Píramídan- um. Sýningin er annar hluti af þremur í sýningaröðinni Píramíd- arnir. Þriðji og síðasti listamaðurinn til sýna í Píramídunum er Guðný Guð- mundsdóttir en sýning hennar verður opnuð 7. apríl. Ásmundar- safn er opið daglega kl. 13–16 Á Kjarvalsstöðum lýkur samsýn- ingu Ragnhildar Stefánsdóttur, Önnu Eyjólfsdóttur og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur á þrívíðum verkum. Einnig lýkur einkasýningu Alistairs Macintyres, Veran í deg- inum. Kjarvalsstaðir eru opnir dag- lega frá kl. 10–17. Einn aðgangseyrir gildir sam- dægurs í hús Listasafns Reykjavík- ur; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ás- mundarsafn. Sýningum lýkur Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is OROBLU ráðgjafi verður í dag kl. 14-18 í Lyf og heilsu Mjódd og í Lyf og heilsu Austurstræti. Sokkabuxur fylgja öllum Oroblu vörum sem kaupauki. DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.