Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ UM helgina kom út sérstakt blað með Morgunblaðinu á vegum félags- málaráðuneytisins, sem helgað var Evrópuári fatlaðra. Upphaflega átti þetta blað að koma út 3. desember síðastliðinn á al- þjóðadegi fatlaðra í samvinnu við Ör- yrkjabandalag Íslands o.fl. Í ljósi þess að rík- isstjórnin hugðist ekki efna samninginn við Öryrkjabandalagið frá 25. mars í fyrra um ald- urstengingu örorkulíf- eyris, ákváðu öll aðild- arfélög bandalagsins að draga efni sitt út úr blaðinu. Í blaðinu nú um helgina mátti sjá nöfn nokkurra félaga Öryrkjabandalagsins. Flest voru þetta minnstu félög Ör- yrkjabandalagsins. Stærstu samtökin, SÍBS, Gigtarfélag Ís- lands, Sjálfsbjörg, Geð- hjálp o.fl. sniðgengu þetta blað. Á meðal fé- laganna sem birtu efni í blaðinu var Blindra- félagið, eitt af stofn- félögum Öryrkja- bandalags Íslands og reyndar einnig Dauf- blindrafélag Íslands. Þrautseigja banda- lagsins og aðildarfélag- anna skilaði öryrkjum talsverðum árangri um síðustu áramót þótt einungis hafi ver- ið staðið við hluta samningsins áð- urnefnda að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá má ekki gleyma þeim árangri sem náðist í undangengnum tveimur dómsmálum. Birting efnis í þessu blaði sem fé- lagsmálaráðuneytið gaf út er eins og rýtingsstunga í bak móðursamtak- anna. Öryrkjabandalag Íslands hefur marglýst því yfir að samstarf um Evrópuár fatlaðra hafi verið rofið. Þá hefur bandalagið ákveðið að gefa út sérstakt, vandað kynningarrit um fé- lög bandalagsins næsta haust. Ætlar Blindrafélagið að vera með í því blaði? Hvort er Blindrafélagið undir stjórn núverandi formanns hags- munafélag blindra og sjónskertra eða fimmta herdeild stjórnvalda sem margsvíkja gefin loforð? Hvort þjón- ar heldur tilgangi að standa við bakið á samtökum sem ástunda virka hags- munabaráttu eða skríða undir vernd- arvæng ríkisstjórnarinnar? Heitir ekki slíkt þrælsótti? Það er kominn tími til að Sigurjón Einarsson, núverandi formaður stjórnar Blindrafélagsins, svari eft- irtöldum spurningum: 1. Hvað hefur stjórn Blindrafélags- ins gert á síðasta ári til að efla hag fé- lagsmanna? 2. Hvernig hefur stjórnin og þá sérstaklega formaðurinn, stuðlað að aukinni einingu innan félagsins? Vegna ráðstefnu, sem félagsmála- ráðuneytið hyggst efna til á föstudag- inn kemur, 26. mars og á að marka lok Evrópuárs fatlaðra, tel ég rétt að birta bréf sem framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins hefur sent öll- um aðildarfélögum bandalagsins og fleirum. Þessa ráðstefnu bauðst Ör- yrkjabandalagið til að halda með stjórnvöldum ef hún yrði ekki haldin undir merkjum Evrópuárs fatlaðra. Ekki var fallist á það af hálfu stjórn- valda. Ég vona að félagsmenn Blindra- félagsins taki a.m.k. ekki þátt í þeirri ráðstefnu né heldur þeir sem vinna að málum blindra og sjónskertra. Þá yrði höfuðið bitið af skömminni. Eftirfarandi er umrætt bréf fram- kvæmdastjórnar Öryrkjabandalags- ins: Reykjavík, 18. mars 2004. AÐ ÍTREKAÐ GEFNU TIL- EFNI! Vegna Evrópuárs fatlaðra og ráð- stefnuboðunar undir merkjum þess. Vegna ráðstefnu þeirrar sem stjórnvöld hafa boðað til þann 26. mars n.k. undir merkj- um Evrópuárs fatlaðra sér stjórn Öryrkja- bandalags Íslands sig knúna til að minna á eft- irfarandi: Vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að standa ekki að fullu við það samkomulag sem gert var í aðdrag- anda kosninganna s.l. vor samþykkti að- alstjórn ÖBÍ einróma þann 10. desember s.l. að halda ekki áfram samstarfi við stjórnvöld um Evrópuárið nema ákvörðun yrði tekin um að efna til fulls áð- urnefnt samkomulag – samkomulag sem var al- ger forsenda þess að bandalagið treysti sér til að halda Evrópuárið há- tíðlegt með stjórnvöld- um. Í bréfi frá ÖBÍ þann 21. janúar s.l. var skýrt tekið fram að þrátt fyrir þetta myndi bandalagið „eftir sem áður halda áfram fullu samstarfi um öll þau mikilsverðu mál sem nauðsynlegt er að hafa gott samstarf um, einungis með því skilyrði – og því skilyrði einu – að stjórnvöld reyndu ekki að færa sér í nyt nafn Evrópuárs fatlaðra.“ Í stað þess að virða þennan sátta- vilja og efna sameiginlega til áð- urnefndrar ráðstefnu hafa stjórnvöld kosið að hunsa heildarsamtök fatl- aðra og efna einhliða til hátíðlegrar dagskrár undir merkjum Evrópuárs fatlaðra. Þessi afstaða er ekki aðeins umhugsunarverð í ljósi samnings- efndanna sl. haust heldur einnig í ljósi þeirrar staðreyndar að eitt helsta markmiðið með Evrópuári fatlaðra var að tryggja að fullt sam- ráð yrði haft við samtök fatlaðra í allri umfjöllun um málefni þeirra, að rödd þeirra og sjónarmið fengju að njóta sín til fulls, rétt eins og eðlilegt er tal- ið þegar fjallað er um málefni kvenna og annarra frjálsborinna borgara. Á dagskrá þeirri sem dreift hefur verið vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu má sjá nöfn hinna mætustu ein- staklinga, enda mjög ólíklegt að þeim hafi verið að fullu kunnug afstaða fatlaðra þegar þeir léðu máls á þátt- töku sinni. Af dagskránni er augljóst að stjórnvöldum hefur ekki aðeins mis- tekist að rjúfa samstöðu þeirra fjöl- mörgu landssamtaka fatlaðra sem samanlagt mynda 20 þúsund manna bandalag, heldur hefur einnig mistek- ist að finna fatlaða einstaklinga sem reiðubúnir eru til að leggja nafn sitt við þetta illa grundaða uppátæki. Öryrkjabandalag Íslands fer þess vinsamlega á leit við það góða fólk sem léð hefur máls á þátttöku í þess- um svokallaða „lokaviðburði“ að það endurskoði afstöðu sína í ljósi mála- vaxta. Þá hvetur bandalagið alla þá sem fengið hafa boð um að sitja ráð- stefnuna að sýna mannréttinda- baráttu fatlaðra þá virðingu að ganga heldur til sinna daglegu starfa þann 26. mars næstkomandi. Mikilvægast er að það góða fólk sem atvinnu sína hefur af umönnun fatlaðra sýni rétt- indabaráttu fatlaðra þann skilning að fara hvergi. Með vinsemd og virðingu, Öryrkjabandalag Íslands. Er Blindrafélagið að bregðast sem hagsmunasamtök? Gísli Helgason skrifar um málefni Blindrafélagsins Gísli Helgason ’Hvort erBlindrafélagið undir stjórn nú- verandi for- manns hags- munafélag blindra og sjón- skertra eða fimmta herdeild stjórnvalda sem margsvíkja gef- in loforð?‘ Höfundur er ritari stjórnar Ör- yrkjabandalags Íslands og fulltrúi Blindrafélagsins í stjórn þess. SKIPLAGSMÁL Reykjavíkur eru mjög mikilvæg og þarf ekki að rökstyðja frekar. Formaður skipu- lagsnefndar borgarinnar er Stein- unn Valdís Óskarsdóttir (SVÓ), en óvenju tíðrætt hefur verið um þau mál að undanförnu og er það vel, betra en þögnin ein og ákvarðanir fyrir lokuðum tjöld- um. Seinni partinn í febrúar sl. komu þau fram í sjónvarpi, hún og formaður Höf- uðborgarsamtak- anna, Örn Sigurðs- son (ÖS) arkitekt. Til umræðu var fyr- irhuguð færsla Hringbrautar við Landspítala til suð- urs; flestir vita að það hefur staðið til lengi, en ekki er öll- um ljóst hvers vegna. Höfundur þessa pistils hef- ur haldið að það eigi að gera vegna aukinna þarfa á spítalalóðinni; um þau mál deila vart þeir sem ekki til þekkja; heilbrigðismál hafa for- gang. ÖS vill setja Hringbrautina í stokk, en það mun væntanlega þýða, að verulegur hluti bíla- umferðar verði grafinn niður á svæðinu í stokk eða undirgöng af einhverju tagi. Með því móti væri unnt að koma í veg fyrir að Hring- braut færist öll út í Vatnsmýrina og taki hluta besta svæðisins; ÖS bað áheyrendur um að ímynda sér hvað það þýddi ef tekin yrði rák, ígildi Miklubrautar í Kringlumýri að breidd, sunnan megin við Tann- garð, ca 100 metrar að breidd (áætl. höf.) með akbrautum, eyjum, gangstígum og hjólreiðabrautum svo og trjáröðum ásamt graskönt- um. Með þessu færi dýrmætt mið- borgarland til spillis og samband á milli borgarhluta beggja vegna gert bagalegt. SVÓ sagði að þetta mál hefði farið í íbúakynningu. Hver var sú íbúakynning og hverj- ir eru þeir íbúar, sem hafa þar beina grenndarhagsmuni? Málið er flókið skipulagsatriði, sem varðar alla borgarbúa og hjarta miðborg- arinnar. Hún sagði að allt í lagi væri að hlusta á og ræða sjónarmið ÖS, en málið væri komið í útboð; þ.e. of seint. Það var og. Ný sjónarmið Fáeinum dögum seinna birtist grein í Mbl. eftir Stein Jónsson lækni, sem taldi að koma mætti vaxandi þörfum Landspítala fyrir í Fossvogi við hlið eða í grennd við Borgarsjúkrahús. Sameining sjúkrahúsanna breytir öllum for- sendum og sæmst væri að taka málið upp um- svifalaust, þrátt fyrir útboð; stöðva hefði átt það fyrir löngu. Ekki er ljóst í hvaða hlut- verki SVÓ er í raun í þessu máli; hún virðist leika það með flaustri og reigingi. Þann 24.2. sl. var haldinn kynning- arfundur um tónlistar- hús og miðborg- arskipulag í ráðhúsi borgarinnar og hús- fyllir var; þar virtist SVÓ vera í fyrirsvari; ekkert tækifæri gafst fyrir óbreytta íbúa að koma á framfæri spurningum. Að fjalla um skipulag miðborgarinnar er að sjálfsögðu gott mál, en SVÓ tók það fram og ítrekaði, að um væri að ræða aðeins hugmyndir sem sýndar voru; þær virðast hafa ver- ið gerðar af fagfólki utan borg- arinnar. Síðan kom hún fram í þætti á Útvarpi Sögu 3.3. sl. og tal- aði þá um áætlanir og ræddi m.a. um „viðlegukant“ fyrir skemmti- ferðaskip samhliða Sæbraut. Á ráðhúsfundinum mátti sjá á teikn- ingum arkitekts mjóa bryggju þriðjung úr kílómetra að lengd og eina 100 metra frá landi, frá Ing- ólfsstræti að Sólfari. Þau orð sem SVÓ hafði um það atriði voru að með því móti gætu skemmti- ferðaskip lagst að landi í miðborg- inni; einhvern veginn virtist tóma- hljóð í tali hennar um viðlegukant, rétt eins og um smámál væri að ræða, hún ber greinilega ekki skynbragð á það; það snýst um nýja höfn. Benda má henni á að sú bryggja væri úti fyrir þéttustu byggð á öllu Íslandi, með öllum stórhýsunum í Skuggahverfi með íbúafjölda upp á ca tvö þúsund manns; allir Reykvíkingar vita og sjá hvað er að gerast á lóð Eim- skipafélagsins, hæstu íbúðabygg- ingar landsins í smíðum. Í hlut- verki sínu ætti formaðurinn nú að kynna væntanlegum íbúum á þessu svæði rækilega hvað eru hug- myndir, tillögur eða áætlanir áður en þeir kaupa sér íbúðir á svæðinu. „Viðlegukanturinn“ úti fyrir Sæ- braut var teiknaður mjór og nettur með mjórri landtengingu. Þetta er allt í skötulíki og vanhugsað mál. Um væri að ræða risamannvirki á tuga metra dýpi sem yrði að vera miklu breiðari en sýnt var vegna allra rútubílanna sem streyma að skemmtiferðaskipum; þeir þurfa að geta snúið við á bryggjunni og mæst á tengingum við Sæbrautar; svo þarf slaufur og fleira. Einum atvinnubílstjóra, sem hafði velt þessu fyrir sér, varð að orði um þetta mál: „Þetta er bara vitleysa.“ Ætli það væri ekki viturlegra að finna „viðlegukant“ fyrir SVÓ í framhaldi af Sundahöfn til beggja átta, við Skarfaklett og framan við Hrafn Gunnlaugsson í Laugarnesi. Tenging við miðborg? Á kannski að gera landgöngufólki af skemmti- ferðaskipum skylt að sækja tón- leika í tónlistarhúsi í Austurhöfn og kaupa pylsu á Lækjartorgi? Með sama skipulagshraða og er þá verður miðborg Reykjavíkur komin langt í austur þegar til kastanna kemur. Þegar SVÓ talar fyrir borginni, almenningi, fjárfestum og skipu- lagsfræðingum er við hæfi að hafa hluti sæmilega á hreinu og hver á að borga eða líða fyrir og hvaða skipulagsfræði að baki liggi. Hvaða tilgangi þjónaði að tengja bryggj- umálið við kynningu á hugmyndum um tónlistarhöll? Kannski muna einhverjir eftir því hvaða fyrirheit voru gefin í stafni Kvennalistans í viðræðum um myndun R-listans fyrir áratug. Lausatök og steigurlæti Jónas Bjarnason skrifar um skipulagsmál ’Hvaða tilgangi þjónaðiað tengja bryggjumálið við kynningu á hug- myndum um tónlist- arhöll?‘ Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. Í MORGUNBLAÐINU sl. mið- vikudag fer Þórir N. Kjartansson fram með órökstuddar og illa grundaðar yfirlýsingar um nýgerða kjarasamninga Flóabandalagsins og Starfsgreina- sambandsins. Í grein Þóris felst mikill mis- skilningur. Þessir samningar eru fyrst og fremst samningar um aukinn, stöðugan og vaxandi kaupmátt al- menns launafólks á næstu fjórum árum. Þessu til viðbótar er tekið á tveim veiga- mestu málum sem snerta launafólk – ekki síst láglaunafólk en þar er um að ræða að styrkja lífeyri okkar og fræðslumál launafólks til framtíðar. Það sem Þórir kallar samninga um áframhaldandi sjóðasöfnun eru samningar um aukið framlag at- vinnurekenda í lífeyrissjóði og fræðslusjóði launafólks. Til þess að efla réttindin þurfum við sjóði. Þrátt fyrir að Lífeyrssjóðakerfi okkar er almennt talið það besta sem völ er á er þörf á að styrkja það enn frekar og með þessum samningum er verið að tryggja að svo verði áfram öllu almennu launafólki til hagsbóta á efri árum. Með framlagi til fræðslumála er í fyrsta sinn verið að leggja var- anlegan grundvöll að möguleikum á aukinni hæfni og þekkingu launa- fólks, sérstaklega þeirra sem hafa minnsta menntun fyrir og eiga því mesta möguleika á að bæta kunnáttu sína og færni. Starfs- menntasjóðir skapa þannig grundvöll þess að framleiðslufyrirtæki geti þróað tækni sína og framleiðslu, ekki síst til þess að geta skapað betur launuð störf og haldið fram- leiðslufyrirtækjum hér í landi. Fjöldi launa- fólks og fyrirtækja hef- ur notið ávinnings að starfi starfs- menntasjóða á síðasta samningstímabili en með komandi samningi er þessi ávinningur inn- siglaður. Sú gagnrýni að við hlustum ekki á grasrótina er einnig byggð á mikl- um misskilningi. Við höfum bæði í skoðanakönnunum og á fundum með félagsmönnum leitað eftir skoð- unum þeirra á hvora leiðina ætti að velja, háar prósentuhækkanir launa eða hægt stígandi kaupmátt. Fé- lagsmenn hafa ekki verið í neinum vafa. Þeir hafa kosið kaupmáttinn, bæði í samningunum árið 1997 og árið 2000. Þeir samningar sem nú er verið að greiða atkvæði um eru því samn- ingar um stöðugleika, vaxandi kaup- mátt í samræmi við vaxandi hag- vöxt, samningar um bætta hæfni og þekkingu launafólks og samningar um aukna velferð til framtíðar. Þórir leggur áherslu á að við hefðum átt að semja um skattamál. Það er mál sem ríkisstjórnin hefur lofað launafólki og ber að standa við án atbeina okkar. Ég vil skora á Þóri að kynna sér efni samninganna betur. Félög Fló- ans hafa gefið út vandað kynning- arefni um öll helstu efnisatriði en við erum líka tilbúin að bjóða hon- um í heimsókn til félagsins og ræða málin til að eyða þeim mikla mis- skilningi sem hér er á ferðinni. Samningarnir tryggja mikilvæg réttindi Guðmundur Þ. Jónsson svarar Þóri N. Kjartanssyni ’Þeir samningar sem núer verið að greiða at- kvæði um eru því samn- ingar um stöðugleika.‘ Guðmundur Þ. Jónsson Höfundur er 2. varaformaður Eflingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.