Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Holger PeterGíslason fæddist í Reykjavík 15. júní 1912. Hann lést í Holtsbúð í Garðabæ 16. mars síðastliðinn. Foreldrar Holgers voru Gísli Gíslason, f. 31.5. 1884, d. 29.5. 1963, og Ragnheiður Clausen, f. 24.8. 1879, d. 20.9. 1966. Hálf- systir Holgers, sam- mæðra, var Guðrún Olga Benediktsdóttir, f. 12.8. 1899, d. 28.12. 1982. Alsystir Hol- gers var Hólmfríður Gísladóttir, f. 22.4. 1911, d. 17.4. 1986. Hinn 1. febrúar 1936 kvæntist Holger Guðrúnu Pálínu Sæmunds- dóttur frá Vík í Mýrdal, f. 6. júlí 1913, d. 13. janúar 2003. Foreldrar hennar voru Oddný Runólfsdóttir og Sæmundur Bjarnason. Synir Holgers og Guðrúnar eru: 1) Gísli, f. 25.6. 1936, kvæntur Idu Christ- iansen, f. 16.8 1939. Börn þeirra eru: a) Holger Gísli, f. 2.7. 1967, kvæntur Katr- ínu Halldórsdóttur, f. 11.5. 1967. b) Sigríð- ur Dóra, f. 24.5. 1970, gift Páli Ólafssyni, f. 29.3. 1968. c) Erik Hermann, f. 22.7. 1975. 2) Sæmundur, f. 8.5. 1946, kvæntur Guðbjörgu Guð- mundsdóttur, f. 6.5. 1953. Synir þeirra eru: a) Pétur Snær, f. 1.2. 1977, sambýliskona hans Magdalena Margrét Einarsdóttir, f. 10.8. 1976. b) Guðmundur Ágúst, f. 19.6. 1979. c) Holger Páll, f. 23.8. 1988. Lang- afabörnin eru níu. Kveðjuathöfn um Holger verður í Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst hún klukkan 13.30. Lokið er langri og oft viðburða- ríkri lífsgöngu föður okkar. Fólk sem lifði nánast alla 20. öldina fékk að reyna margt og hafði frá mörgu að segja. Hann var góður sögumað- ur sem naut þess að segja frá. Hol- ger fæddist í Vesturbænum og bjó unglingsárin á Vesturgötunni. Allt var nálægt sem skipti máli, fé- lagarnir, fjaran, pabbinn sem vann í Verslun Geirs Zoëga og mamman var oft á basar Thorvaldsensfélags- ins. Hann þakkaði það miklu lýsi að hann tók að braggast vel á ung- lingsárunum og mestalla ævi var hann hreystimenni og léttur á sér þó að hann væri ávallt þéttvaxinn. Alla ævi naut hann ferðalaga og gekk ungur mikið á fjöll og oft um langa vegu fótgangandi og á skíð- um. Ratvísi hans var sérstök hvort sem hann var staddur í borgum er- lendis eða óbyggðum Íslands. Hann mundi ógrynni af örnefnum og ratvísin entist honum alla ævi þó að sjónin væri orðin mjög léleg síðustu árin. Hann vissi ávallt hvar hann var og gat sagt til hvar ætti að fara. Sautján ára hóf hann nám í raf- virkjun hjá Júlíusi Björnssyni. Þar var verkstjóri Johan Rönning sem réð hann síðar með sér þegar hann stofnaði fyrirtæki sitt. Líkaði hon- um vel að starfa þar. Í skíðaferð kallaði Rönning hann afsíðis og spurði hvort hann vildi fara fyrir sig til Djúpuvíkur því þar ætti að reisa síldarverksmiðju. Hvorugur vissi þá hvar Djúpavík var en samt varð pabbi að svara strax. Það hafði Rönning þurft að gera þegar hann var beðinn að fara til Íslands og nú vildi hann líka fá svar strax. Þá var ákveðið að halda til Djúpu- víkur. Á Djúpuvík varð nokkur bið eftir að raflagnaefni kæmi á staðinn og því var ákveðið að skreppa á skíð- um yfir í Ísafjarðardjúp. Bátur flutti skíðafélagana svo um Djúpið til Ísafjarðar þar sem hann tróð upp og söng fyrir gesti skíðavik- unnar sem þar var þá haldin. Þeg- ar skíðakapparnir komu aftur til Djúpuvíkur var skipið með efnið einmitt að sigla inn fjörðinn. Verk- ið við síldarverksmiðjuna gekk mjög vel svo ekki virðist ferða- þreytan hafa setið í mönnum. Þannig hafði hann frá mörgu að segja og naut þess að hafa orðið. Það var ákaflega fróðleg ferð að klöngrast veginn með honum til Djúpuvíkur mörgum árum síðar og fá sögurnar beint í æð af miklum dugnaðarköppum og atburðum sem þar urðu. Nokkru síðar lá leið hans til Hjalteyrar þar sem síld- arverksmiðjan varð hans fyrsta sjálfstæða verk í rafmagni. Fram- haldið varð rafverktakafyrirtækið Rafall hf. í Tryggvagötunni sem hann rak í mörg ár með öðrum uns hann flutti 1957 ásamt fjölskyld- unni til Kaliforníu. Dvölin í Bandaríkjunum átti að verða eitt ár en varð tvö. Þar nýtt- ist vel að hann var ákaflega fjöl- hæfur til verka því ekki var hægt að stunda þar rafvirkjun án þar- lendra réttinda. Dvölin í Banda- ríkjunum fólst í miklum ferðalög- um í frítímum og á leiðinni heiman og heim var ekið um þver og endi- löng Bandaríkin og aðeins kíkt inn í Mexíkó og Kanada. Það var mikill skóli og góður ekki síst fyrir syn- ina. Eftir heimkomuna lá leiðin fyrst á Keflavíkurflugvöll í vinnu fyrir herinn og síðar sem rafmagnseft- irlitsmaður hjá rafveitum Suður- nesja. Auk þessa vann hann á efri árum meðan sjónin entist í vaxandi mæli við rafhönnun og teikningar. Árið 1964 reisti fjölskyldan sér hús í Garðahreppi og í Garðabæ bjó hann síðan til æviloka. Þegar á unglingsárunum fór hann að vekja athygli fyrir óvenju- lega sönghæfileika. Hann lærði nokkuð til söngs hjá ýmsum kenn- urum en eins og hann sagði sjálfur þá glefsaði hann aðeins í námið öðru hverju. Erfitt reyndist að koma námi við því hann varð snemma mjög eftirsóttur til vinnu og viljugur að vinna. Hann stund- aði þó söng með Karlakór KFUM, Kátum félögum og Fóstbræðrum. Hann tók þátt í flutningi Rigoletto, fyrstu óperusýningu á Íslandi, með Þjóðleikhúskórnum og nokkrum öðrum óperum sem fylgdu í kjöl- farið. Þá fór hann söngferðir til út- landa með Fóstbræðrum. Hann naut söngsins mjög og átti til að taka vel undir með stóru tenórun- um þegar þeir heyrðust í útvarp- inu. Þá hafa minningarnar eflaust rifjast upp er honum stóð til boða að verða kostaður til alvörusöng- náms. En hann ákvað þá að ekki vildi hann verða fátækur listamað- ur alla ævi þó að hann langaði rosa- lega að grípa tækifærið. Kominn um nírætt spurði hann dreyminn á svip sitjandi í stólnum sínum. ,,Get- ur þú ímyndað þér hvernig tilfinn- ing er að syngja háa c?“ Þessu fylgdi þögn. Hann var hagleiksmaður sem bjó yfir frjálsri hugsun til að finna sínar eigin leiðir ef þess var þörf. Hann var flinkur teiknari og mál- aði nokkur ágæt málverk um æv- ina. Listamannsferillinn kom eig- inlega í tveim bylgjum, sú fyrri endaði þegar eldri sonurinn fékk nokkurn þroska og ómótstæðilegan áhuga á litunum og vildi gera líka og sú síðari tíu árum síðar er sá yngri fann hjá sér sömu hvöt. Von- andi er betra seint en aldrei að af- saka uppátækið. Pabbi hafði margt á hreinu í lífinu. KR-ingar eru bestir og menn eiga ekki að vera pólitískir, þeir eiga bara að vera sjálfstæðismenn. Svo var það Gunna konan hans hún var bæði besta og fallegasta kona í heimi og það verðum við bræðurnir eigin- lega að taka undir. Þau voru sam- rýnd hjón sem bættu hvort annað upp þó þau hefðu stundum nokkuð ákafan samskiptamáta. Enginn ef- aðist þó um að þau voru ávallt miklir vinir. Þau fengu að vera saman þar til mamma lést snemma á síðasta ári. Eftir það átti pabbi nokkuð erfitt og leið ekki alltaf vel. Pabbi reyndi alltaf að fylgjast vel með sínu fólki og sér í lagi ef hann vissi að einhverjar fram- kvæmdir voru í gangi. Þá hafði hann mikinn vilja til að aðstoða eða sendast eftir einhverju sem vant- aði. Viðbragðsflýtirinn var með ólíkindum hvort sem hann þurfti að fara að nóttu eða degi. Fyrir þenn- an eiginleika var hann stundum góðlátlega nefndur ,,sendiherr- ann“. Nú við leiðarlok þessa lífs viljum við þakka fyrrum nágrannakonu pabba og mömmu Kristínu Egils- dóttur fyrir einstaka ræktarsemi alla tíð sem var okkur öllum mikils virði. Þá viljum við þakka góðu fólki sem starfar í Holtsbúð. Þar eru ýmsir englar á ferð, sérstak- lega þegar á reynir. Mikið geta störf ykkar verið þýðingarmikil og göfug. Pabbi hafði skýra hugsun allt til enda. Hann veiktist að lok- um af lungnabólgu. Þegar bráði nokkuð af honum sagði hann okkur einbeittur að mamma hefði komið að rúminu til hans, haldið í höndina á honum og talaði lengi við hann. Hann varð ákaflega rólegur síð- ustu dagana og hafði greinilega fengið nóg af þessari jarðvist. Bar- áttunni var lokið, andinn frjáls og nú munu þau hvíla saman í Vík í Mýrdal þar sem útsýni er hvað feg- urst. Gísli og Sæmundur. HOLGER PETER GÍSLASON ✝ Magnús Þórissonfæddist á Akur- eyri 9. febrúar 1932. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þórir Jónsson málarameistari og Þórey Júlíana Stein- þórsdóttir klæð- skeri. Systkini hans eru Steinþór Jensen, f. 1919, Vilhelm K. Jensen, f. 1920, d. 1999, Baldur Þóris- son, f. 1926, d. 2000, og Kolbrún Þórisdóttir, f. 1929. Hinn 30. desember 1955 kvæntist Magnús eftirlifandi eig- inkonu sinni, Árdísi Svanbergs- dóttur. Synir þeirra eru: 1) Ragnar flugstjóri, f. 9. ágúst 1954, kvæntur Kristínu Stein- dórsdóttur. Börn þeirra: Árdís Elfa, f. 1975, og Steindór Krist- inn, f. 1983, unnusta hans er Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir, f. 1983. Dóttir þeirra er Emilía fædd 2003. 2) Þórir málara- meistari, f. 25. febrúar 1956, kvæntur Svövu Svavarsdóttur. Börn þeirra: Magn- ús, f. 1983, Anna Karen, f. 1986, og Þórey Sif, f. 1991. 3) Einar Svanberg bifvélavirki, f. 11. október 1959, kvæntur Guðnýju Sigurharðardóttur. Börn þeirra: Ragn- heiður Ásta, f. 1978, og Magnús Örn, f. 1984. 4) Ottó við- skiptafræðingur, f. 2. desember 1964, kvæntur Guðrúnu Gísladóttur. Börn þeirra: Gísli, f. 1986, og Svana, f. 1996. Magnús var lærður bakara- meistari og starfaði við þá iðn hjá Brauðgerð KEA og Kexverk- smiðjunni Lorelei. Einnig starf- aði Magnús hjá gosdrykkjar- verksmiðjunni Sana en frá árinu 1983 starfaði hann ásamt eig- inkonu sinni hjá fyrirtækinu Tindafelli. Útför Magnúsar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á þessari stundu finn ég fyrir gleði og sorg. Gleði yfir því að þján- ingum pabba er lokið en sorg yfir því að við skulum ekki fá að njóta samvista við hann lengur. Rúmlega þriggja ára baráttu er lokið þar sem krabbameinið hafði sigur að lokum, pabbi varð að lúta í lægra haldi, en hann var alls ekki sáttur við þau málalok. Pabbi var ekki vanur að ræða um tilfinningar sínar og um sjúkdóminn vildi hann ekki ræða. Þrátt fyrir það mátti auðveldlega greina á hans framkomu að hann ætlaði að sigra, lífsviljinn var sterk- ur og það var ekki hans stíll að gef- ast upp. Frá haustmánuðum 2003 fór þó að halla undan fæti. Frá þeim tíma hafa starfsmenn Heimahlynn- ingar á Akureyri komið reglulega til pabba og er óhætt að segja að þær yndislegu manneskjur hafi reynst pabba og mömmu ákaflega vel. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar, þakka þeim kærlega fyrir alla hjálpina. Fyrir um tveimur vikum var pabbi fluttur á sjúkrahús. Ljóst var hvert stefndi og erfitt að horfa upp á ná- inn ástvin fjarlægjast og líf hans fjara út. Við tekur annað tilverustig þar sem ég er þess fullviss, elsku pabbi minn, að þér mun líða vel, laus úr viðjum sjúkdómsins. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann í sambandi við persónueinkenni pabba er hversu ríkt var í hans eðli að sjá spaugilegu hliðina á hlut- unum, hann var prakkari sem sleppti sjaldan tækifærum sem gáf- ust til að gera góðlátlegt grín að hlutunum. Pabbi var einnig fljótur til svars og var einstaklega orð- heppinn maður. Fjölmörg dæmi eru um hnyttin tilsvör pabba sem ylja manni um hjartaræturnar. Þar sem pabbi var nálægt, var stutt í hláturinn, svona oftast alla- vega. Annað sem einkenndi pabba var einlægur áhugi á matargerð og bakstri. Hann þurfti alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt og var sífellt að prófa sig áfram með nýjar upp- skriftir, sem voru hver annarri betri. Hann var meistarakokkur og ekki voru kökurnar síðri. Á heim- ilinu var verkaskiptingin skýr, pabbi sá alltaf um matargerðina en mamma um tiltektina. Þau voru samrýnd og unnu síðustu tuttugu árin saman við kryddframleiðslu og pökkun. Mamma hefur staðið sig eins og hetja í veikindum pabba og hefur enn og aftur sýnt að hún er eins og klettur sem stenst álagið þótt mikið bjáti á. Pabbi minn, ég vil að lokum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur bræðurna. Þau at- riði sem þú hefur lagt áherslu á í uppeldi okkar bræðra, hafa og munu reynast okkur vel í lífinu. Þinn sonur Ottó. Elsku afi, núna ertu farinn frá okkur og til guðs eftir að vera búinn að berjast við mjög erfiðan sjúk- dóm. Ég man svo eftir því þegar við fórum saman í berjamó og þú spurðir mig hvað klukkan var en þá átti ég ekkert úr en þú varst svo góður að þú keyptir nýtt úr handa mér strax daginn eftir. Ég man líka eftir því þegar þú gafst mér bangs- ann og hann er enn í uppáhaldi hjá mér. Það var alltaf svo gott að koma upp í Hamró og fá eitthvað gott hjá þér enda varstu nú besti bakari í heimi. Svona get ég talið lengi upp góða hluti um þig elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Elsku afi mig langar til að minn- ast þín með öllum góðu minning- unum, hvað þú varst alltaf kátur og líka með þessu ljóði: Sorg er eins og blóm án blaða söngur án raddar skyggir dökkur fugl heiðríkjuna vorið, sem kom í gær, er aftur orðið að vetri (Magnús Jóhannsson.) Ég bið góðan Guð að vera með okkur og hjálpa okkur í gegnum erfiða tíma. Þín Þórey Sif Þórisdóttir. Elsku afi, nú ertu farinn frá okk- ur eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm, við sem elskuðum þig svo heitt. Þú varst orðinn svo mikið veikur og því var gott fyrir þig að fá hvíldina þrátt fyrir að öllum þyki erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur, þetta er mikil sorg því miss- irinn er mikill en var þér fyrir bestu, elsku afi. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín og þú varst alltaf svo glaður þegar ég kom. Þú varst alltaf hress og skemmtilegur og hafðir alveg frábæran húmor, það leið varla dagur án gríns hjá þér sama hversu veikur þú varst og sem betur fer halda pabbi og bræður hans honum. Þú varst besti bak- arinn enda lærður bakari, já, þú varst sannkallaður bakarameistari, þú varst einnig mjög góður kokkur. Það brást ekki þegar maður kom í heimsókn til þín fékk maður eitt- hvað gott í gogginn, pönnsur, vöffl- ur eða annað góðgæti. Á jóladag var alltaf hangikjötsveisla í Hamragerð- inni þar sem öll fjölskyldan kom og átti góðar stundir saman. Það var ávallt borðað yfir sig af hangikjöti og öðru góðgæti og mikið hlegið þennan dag. Á nýársdag hefur líka verið veisla, enda á amma afmæli þá, fólk var nú að tínast inn í seinna lagi eftir gamlárskvöldið. Ég minn- ist þess sumars sem ég vann hjá þér og ömmu í Tindafelli eða „kryddinu“ eins og við kölluðum það. Ragnheiður frænka og Guðný unnu líka þar. Það var svo gott að vinna í kryddinu, þú og amma hæld- uð mér svo mikið því ykkur fannst ég svo dugleg og ég met það mikils. Mér fannst þú, afi, svo ótrúlega duglegur að vinna þrátt fyrir veik- indi þín. Þú varst svona maður sem gafst ekki upp fyrr en á síðustu stundu, þú varst svo sannarlega baráttumaður og lífsvilji þinn var mikill. Þú varst alltaf duglegur að fara í leikfimi á Bjarg og það hefur eflaust skilað sér í veikindunum hvað þú varst sterkur líkamlega og andlega. Elsku afi, ég sakna þín svo mikið, mig langar til að minnast þín og kveðja þig með ljóði sem mér þykir svo fallegt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt, elsku afi. Ég bið góðan Guð að styrkja ömmu, pabba, bræðurna og aðra aðstandendur á þessum erfiðu tímum. Þín Anna Karen Þórisdóttir. Við viljum minnast þín með nokkrum orðum. Það er sárt að þetta skuli hafa þurft að enda á þennan hátt. En þar sem þú varst mjög veikur var þetta þér fyrir bestu og gott fyrir þig að fá hvíld eftir allt sem þú hefur gengið í gegnum. Auðvitað er sárt að missa þig en maður má ekki bara hugsa um sjálfan sig. Okkur finnst ótrúlegt hvernig þú varst í veikindunum. Þú varst alltaf MAGNÚS ÞÓRISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.