Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 27

Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 27
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 27 Keflavík | Plastbátasmiðjan Sólplast ehf. í Njarðvík sjósetti nýjan bát í smábátahöfninni í Grófinni í Kefla- vík í gær. Er þetta tíu tonna bátur, Grunnvíkingur HF 163, og er eig- andi hans og skipstjóri Gunnar Hauksson. Báturinn er af gerðinni Nökkvi 1000. Í honum er 430 hestafla Cummings-vél og var ganghraði í reynslusiglingu 25 sjómílur. Um borð eru nýjustu siglinga- og fiski- leitartæki, öll frá Elcan. Nýi báturinn er sá þriðji sem ber þetta nafn. Hann leysir af hólmi eldri plastbát. Hann fer fljótlega á grásleppuveiðar og handfæri, að sögn skipstjórans. Grunnvíkingur er fjórða nýsmíði Sólplasts ehf., að sögn Sigurborgar Andrésdóttur framkvæmdastjóra, og hafa margir sýnt áhuga á að kaupa báta af þessari gerð. Nýr Grunnvík- ingur sjó- settur hjá Sólplasti Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Öflugur bátur: Sólplast sjósetti nýjan Grunnvíking. Á myndinni til hægri er Gunnar Hauksson útgerðarmaður. Garður | Bæjarráð Sveitarfé- lagsins Garðs telur að núverandi skipan sveitarstjórna á Suð- urnesjum, með fimm öflugum sveitarfélögum, hafi reynst vel og styður óbreytta skipan mála. Nefnd um sameiningu sveitarfé- laga hefur óskað eftir samstarfi við landshlutasamtök um vinnslu tillagna um sameiningarkosti. Eft- ir umræður í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum ósk- aði stjórnin eftir hugmyndum sveitarfélaganna að æskilegri sveitarfélagaskipan. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs er fyrst til að afgreiða er- indið, eftir því sem næst verður komist, og styður óbreytta skipan. Bókunin var gerð samhljóða á fundi í fyrradag en tveir af þrem- ur framboðum í bæjarstjórn eiga fulltrúa í bæjarráði. Samþykkin fer til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.    Leggjast gegn sameiningu Ofsaakstur | Bifreið sem stýrt var af sautján ára pilti mældist á 149 km hraða á Garðvegi í fyrradag þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Var hann því 59 km yfir leyfilegum hámarkshraða. Pilturinn á von á 50 þúsund króna sekt, sviptingu ökuleyfis í einn mán- uð og fjórum punktum á ökufer- ilsskrá. www.thjodmenning.is Eldavélavari Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Au ka bú na ðu r á m yn d: Ál fe lg ur . GÓÐ HUGMYND SkodaFabia Staðalbúnaður: 65 hestafla 1,2 lítra vél, 260 lítra farangursrými stækkanlegt í 1.016 lítra, ABS hemlalæsivörn, samlæsingar, 4 líknarbelgir, þreföld styrking í hurðum og hvalbak, hraða- og rafeindastýrt stýri og útvarp með geislaspilara. Fáanlegur með ýmsum aukabúnaði. Skoda Fabia kostar 1.290 þús. SkodaOctavia Staðalbúnaður: 102 hestafla 1,6 lítra vél, 528 lítra farangursrými stækkanlegt í 1.328 lítra, ABS hemlalæsivörn, spólvörn (ASR), 4 líknar- belgir, aksturstölva, samlæsingar, tvöföld styrking í hurðum og hvalbak, hæðarstillanlegt bílstjóra- og farþegasæti frammi í og útvarp með geisla- spilara. Fáanlegur með sjálfskiptingu og ýmsum aukabúnaði. Skoda Octavia kostar 1.680 þús. M.v. einkaleigu í 36 mánuði þar sem 20.000 km akstur á ári, þjónustuskoðanir og smurþjónusta eru innifalin. Einkaleiga er háð gengi gjaldmiðla og getur því breyst án fyrirvara. Sýndu snilli þína með því að koma og tryggja þér vel búinn og öflugan Skoda á ótrúlega hagstæðu verði, hvort sem þú vilt eignast hann eða leigja – í allt að 36 mánuði. SkodaSuperb Staðalbúnaður: 115 hestafla 2,0 lítra vél, 16” álfelgur, tölvustýrður loftfrískunarbúnaður, hanskahólf og glasahaldarar með kælingu, fjórir öryggispúðar, aksturstölva, hæðarstillanlegt bílstjóra- og farþegasæti frammi í, krækjur fyrir innkaupapoka í skotti, lýsing í fótaplássi, regnhlíf og vatnsþétt regnhlífarhólf og fleira og fleira. Skoda Superb kostar 2.390 þús. 38.367kr. Á MÁNUÐI 27.440 kr. Á MÁNUÐI 21.437kr. Á MÁNUÐI KRÖFUHARÐIR LEIGJENDUR ÓSKAST, BÖRN ENGIN FYRIRSTAÐA. G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 5 9 9 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.