Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 9 RANNSÓKNARNEFND flugum- ferðaratvika í Bretlandi telur að flug- stjóri breskrar herþotu hafi ekki gætt að hækkun þotu sinnar meðan hann íhugaði breytta flugleið suð- austur af Prestwick í Skotlandi 30. júlí í fyrra og fór hann því upp í svæði sem hann hafði ekki heimild til. Málið tengist B737-þotu Íslandsflugs, en hæðaraðskilnaður vélarinnar og bresku vélarinnar fór niður í 600 fet og fjarlægðin í eina sjómílu sem er mun minni aðskilnaður en reglur segja til um. Málsatvik eru rakin í nýrri skýrslu nefndarinnar og eru þau í stuttu máli sem hér segir: Þota Íslandsflugs var að komast á lokastefnu í aðflugi að flugvellinum í Prestwick. Var þotan að lækka í 6.000 feta hæð þegar árekstrarvari hennar gefur skipun um að sveigja til hægri og lækka í flugið Flugstjóri þotunnar fer að fyr- irmælunum og í 5.500 feta hæð var hættan liðin hjá og honum gefin heimild á ný til að halda aðfluginu áfram. Herþotur í árásaræfingum Hawk-herþotan var að æfa árás á þrjár aðrar herþotur á tilteknu svæði upp að 4.000 fetum yfir hæðóttu landslagi en í sjónflugi og undir stjórn flugumferðarstjórnar her- stöðvar þotanna. Nokkuð var þó um skýjamyndanir á þessu svæði. Við erfiðar æfingar þar sem reynir mjög á verður flugstjóri Hawk-þotunnar að nokkru fyrir skyntruflunum og ákveður að hækka flugið til að ná átt- um og fer þá upp fyrir 4.000 fet. Er hann kominn í 6.500 feta hæð sem var mun ofar en það svæði sem honum var ætlað og tilkynnti hann ekki flug- umferðarstjórn sinni um breyting- arnar. Var herþotan þar með komin í svipaða hæð og þota Íslandsflugs og stefndu vélarnar hvor móti annarri. Sem fyrr segir beindi árekstrar- vari Íslandsflugsþotunnar flugmönn- um hennar til hægri og hættunni var afstýrt. Flugatvikið er skilgreint sem atvik B sem þýðir að ekki hafi verið hætta á árekstri en fjarlægð milli vél- anna það lítil að hættuástand skap- aðist. Fram koma í bresku skýrslunni nokkur vonbrigði með svör flugum- ferðarstjórnar herstöðvarinnar en hún hafi þó ekki afsakað flug herþot- unnar upp í almennt flugsvæði og hafi upplýst áhafnir sínar um það atriði. Flugmenn Íslandsflugs tilkynntu atvikið Rannsóknarnefnd flugslysa, RNF. Segir Þormóður Þormóðsson rannsóknarstjóri að RNF hafi til- kynnt bresku flugslysanefndinni um atvikið og hún fengið það rannsókn- arnefnd flugumferðaratvika til með- ferðar. Flugatvik þotu Íslandsflugs og herþotu yfir Skotlandi Of lítill aðskilnaður en ekki hætta á árekstri ÞEGAR vetrarveðrin hafa að mestu gengið yfir er nauðsynlegt að huga að því að þvo gluggana. Versl- unarmenn í miðborg Reykjavíkur þurfa þó að þvo glugga í verslunum sínum oftar en flestir aðrir. Óhrein- ir gluggar eru nefnilega ekki til þess fallnir að örva sölu. Það veit þessi stúlka sem var að þvo glugga í Lækjargötu. Hreinir gluggar í Lækjargötu LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur tekið til rannsóknar tildrög þess að bóndi á bænum Pálshúsum í Garðabæ skaut boxer-heimilishund til bana með riffli, en hundinum var sleppt lausum inn á landareign bóndans í fyrradag. Pálshús er innan bæjar- marka Garðabæjar. Að sögn lögregl- unnar urðu vitni að atburðinum. Hundaeigendur hafa oft viðrað hunda sína á opnu svæði sem er við land- areignina og hefur komið fyrir að hundar hafi áður farið inn á tún bónd- ans í óþökk hans. Lögreglan segir málið mjög alvar- legt og varði við lög um ólöglega með- ferð skotvopna. Hún segir að bóndinn hafi þegar viðurkennt verknaðinn. Bærinn Pálshús stendur við bæj- armörk Hafnarfjarðar og Garða- bæjar, skammt frá Hrafnistu í Hafn- arfirði. Banaði heimilishundi í Garðabæ með riffli SAMNINGANEFNDIR sjómanna og útvegsmanna komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara á mið- vikudag og nýr fundur hefur verið boðaður nk. mánudag. Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að viðræðurnar við sjómenn séu í eðlilegum farvegi. Þær hafi í raun gengið ágætlega og samninganefndir hist reglulega á fundum. „Þetta er bara í vinnslu. Ég ætla rétt að vona að við séum að þokast nær samkomu- lagi. Menn eru að vinna sig áfram og ég hef trú á að við klárum þetta. Hve- nær það verður get ég ómögulega sagt til um,“ segir Friðrik. Viðræður við sjómenn í „eðlilegum farvegi“ ♦♦♦ Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af peysum 20% afsláttur í dag og á morgun, laugardag Ný sending frá Síðbuxur - stuttbuxur - sportleg pils o.fl. Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Gallabuxur - Gallajakkar Gallapils - Gallavesti Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Buxur og bolir í ótrúlegu úrvali Laugavegi 84, sími 551 0756 Skóli Helgu Helga Sigurjónsdóttir, s. 554 2337 og 696 2834. 1. Skólinn hefur flutt hluta starfsemi sinnar að Vífilsstöðum, Garðabæ. 2. Skólinn hefur fengið nýtt netfang: helgasd@internet.is. 3. Skráning á næstu lestrarnámskeið er hafin. 4. Unglingadeild/fornám. Mikil þörf er á markvissri og vel skipulagðri kennslu í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku fyrir unglinga sem ljúka grunnskóla með slökum árangri. Skólinn hefur hug á að koma á fót slíku námi í anda fornámsdeildar sem var rekin í MK 1982-1999. Forráðamenn unglinga og/eða fullorðnir sem kynnu að vilja notfæra sér slíkt nám hafi samband við undirritaða sem gefur nánari upplýsingar. www.skolihelgu.is Geymið auglýsinguna. undirfataverslun Síðumúla 3 - Sími 553 7355 „Minimizer“ Skálastærðir C,D,DD,E,F,FF, 34-44 Litir: Svart og kremað Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. stærðir: 36-44stærðir: 42-56 Sími: 568-1626 Sími: 564-1326www.stasia.is Mikið úrval af nýjum sumarvörum Kíktu á nýju heimasíðuna okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.