Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 41

Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 41 purði um myndast , sem hafi og lokað nar. Skip- a gert sér fði verið. úfan hefði kom fram n teldi að ð í hættu. myrkvað óðsson 1. við kraft- sem verið n varð var kipinu og tti. Þá tók vél „og í að,“ sagði fljótt aft- fara fram rið komin í skrúfuna. Leifur greindi frá því að skipverjar hefðu aðstoðað þegar Bjarni Ólafsson var að toga í Bald- vin, en farið í var þegar átakið hófst, ef tógin skyldi slitna, svo sem kom á daginn. Skipverjar hefðu svo farið upp í brú og klæðst flotgöllum, en tveir hefðu farið í líflínu og farið fram á til að sleppa seinna akkeri. Eftir það hafi lítið annað verið hægt að gera en bíða og sagði hann menn hafa verið rólega og yfirvegaða þar til þyrla kom á staðinn. „Ég tel okk- ur hafa gert það sem við gátum og hægt var til að bjarga skipinu og reyna að koma í veg fyrir að það strandaði,“ sagði Leifur. Hann tók undir með skipstjóra og taldi menn ekki hafa verið í hættu. Hliðarskrúfan afllaus í nokkrar sekúndur Kristján Ingi Sveinsson yfirvél- stjóri var í brúnni þegar atvik gerð- ust, en fór strax niður í vélarrúm. Áður hafði hann gefið 2. vélstjóra í vélarrúmi fyrirmæli um að setja ljósavél í gang. Þegar hann kom nið- ur kúplaði hann ljósavél inn á kerfi skipsins þar sem aðalvélin hafði misst afl. Fram kom í máli yfirvélstjóra að áður en áhöfnin yfirgaf skipið hafði verið drepið á öllum vélum nema ljósavél, hún var skilin eftir í gangi. Hann kvaðst ekki viss um hversu lengi hliðarskrúfan hefði verið afl- laus, sennilega þó aðeins í örfáar sekúndur. Hann hafði enga skýr- ingu á reiðum höndum um hvers vegna hún hefði misst afl og sagði að slíkt hefði ekki áður gerst. Engir hnökrar í vélinni áður Brynjar Sigurðsson 2. vélstjóri var í vélarrúmi, sat í vaktklefa og fór yfir varahlutalista í tölvu. Hann sagðist hafa orðið var við að dró nið- ur í aðalvélinni, en ekki gert sér grein fyrir hvað var að gerast. Áður en það gerðist hafði hann sam- kvæmt fyrirmælum yfirvélstjóra ræst ljósavél. Hann var spurður hvort það væri regla að ræsa ljósa- vél og sagði hann það ekki starfs- reglu en oft gert þegar verið er að draga nótina. Þegar yfirvélstjórinn kom í vélarrúmið setti hann ljósavél- ina inn á kerfið en skömmu áður hafði rafmagnið farið af stutta stund að sögn Brynjars. Hann sagðist ekki hafa orðið var við hnökra í gangi vél- arinnar áður, ekkert óeðlilegt hefði komið fram og hann einskis orðið var. Sjóprófum lauk í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, dómstjóri er Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðs- dómari en meðdómendur eru Gunn- ar Arason skipstjóri og yfirhafnar- vörður og Sigurður Ringsted skipaverkfræðingur. EA á Meðallandssandi issti afl áður en úfuna Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ð/Kristján Árna V. tján Þor- ds eystra. lu í sjó- Sigurðs- tján Þor- Skipulagsstofnun birtir aðöllum líkindum mats-skýrslu vegna fyrstaáfanga Sundabrautar á næstu dögum. Ekki er enn ákveðið hvernig Sundabrautin verður tengd Kjalarnesinu, en tvær leiðir koma til greina, önnur gerir ráð fyrir þverun Kollafjarðar en hin beinir umferð inn á Vesturlandsveg hjá Mógilsá. Ferlið til mats á umhverfisáhrif- um Sundabrautar er með þeim hætti að framkvæmdaraðilar, Reykjavíkurborg og Vegagerðin, sendu drög til Skipulagsstofnunar að matsskýrslu. Stofnunin hefur þegar farið yfir þær en það er gert með því að bera þau saman við upp- haflega matsáætlun sem og ganga úr skugga um að drögin séu í sam- ræmi við lög og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum. Matsskýrslan, með athugasemd- um Skipulagsstofnunar, hefur verið send til framkvæmdaraðilum og að sögn Ólafs Bjarnasonar hjá borg- arverkfræðingi er von á að end- anleg skýrsla verði send Skipulags- stofnun á næstu dögum. Einungis sé eftir að fara yfir nokkra líf- fræðilega þætti. Skýrslan aðgengileg á Sól- heimasafni og Grafarvogssafni Eftir að Skipulagsstofnun hefur fengið endanlega matsskýrslu í hendurnar verður skýrslan auglýst og gerð aðgengileg almenningi, að sögn Sigurðar Ásmundssonar sér- fræðings í umhverfismati hjá Skipulagsstofnun. Í sex vikur eftir auglýsingu skýrslunnar hefur al- menningur frest til athugasemda auk þess sem lögboðnir umsagn- araðilar verða að skila umsögnum innan þess tíma. Skipulagsstofnun hefur svo frest í fjórar vikur til að úrskurða um málið eftir að frestur almennings og umsagnaraðila rennur út. Alls spannar ferlið frá því skýrsl- an er auglýst og þar til Skipulags- stofnun skilar úrskurði tíu vikur eftir að endanleg matsskýrsla Sundabrautar liggur fyrir. Að þeim tíma loknum er veittur fjögurra vikna kærufrestur. Berist umhverf- isráðherra kærur hefur hann átta vikur til að svara þeim. Heild- arferlið gæti því tekið allt að 22 vik- ur frá því skýrslan er auglýst. Að sögn Sigurðar verður mats- skýrslan til að mynda til sýnis fyrir almenning í Bókasafni Grafarvogs og Sólheimasafni til að þeir íbúar sem næst búa Sundabrautinni eigi greiðan aðgang að henni. Einnig verður skýrslan aðgengileg á Net- inu. Síðari áfangar Sundabrautar ekki verið tímasettir Sá hluti Sundabrautar sem nú gengst undir mat á umhverfisáhrif- um mun ná frá Sæbraut og liggja þvert yfir Kleppsvík í Elliðaárvogi upp í Grafarvog. Þaðan er ætlunin að Sundabraut tengist Hallsvegi, sem liggur ofan við Foldahverfið og að íþróttasvæði Fjölnis. Í framtíðinni er ætlunin að veg- urinn jafnframt um Geldingarnes og Álfsnes og allt upp á Kjalarnes. Tvær leiðir koma til greina, önnur gerir ráð fyrir þverun Kollafjarðar en hin beinir umferð inn á Vest- urlandsveg hjá Mógilsá. „Í þessari framkvæmd er bara verið að tala um fyrsta áfangann sem teygir sig upp á Gufunesið,“ segir Ólafur Bjarnason. Hann segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvenær veglínan verði komin upp á Gunnunes, Álfsnes eða Kjalarnes. Þá hafi ekki verið tekin ákvörðun um það hvort Sundabrautin komi til með að liggja þvert yfir Kollafjörð eða um Mógilsá. „Aftur á móti er landsbyggðin farin að þrýsta meira á þennan kafla Sundabrautar. Hafnartengingin gefur ástæðu til að flýta þessu,“ segir Ólafur. Þverun Kollafjarðar yrði sérstakt verkefni Byggð í Álfsnesi er á Að- alskipulagi Reykjavíkurborgar eft- ir árið 2024 en að sögn Ólafs fer tímasetning framkvæmda við síðari hluta Sundabrautar nokkuð eftir því hvenær það svæði byggist. Hann segir ekki ákveðið hvernig staðið verður að framkvæmdum við Sundabraut frá Gufunesi og upp að Kjalarnesi, ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um hvort sá hluti vegarins verði lagður í einu lagi eða fleirum. Þó sé ljóst að þverun Kollafjarðar myndi verða sérstakt verkefni og kalla á umhverfismat. Rannsaka þurfi lífríki þar með sama hætti og gert var í aðdrag- anda áætlana um þverun Klepps- víkur. Sundabraut verður þjóðvegur númer 450. Framkvæmd við veginn er á hendi Vegagerðar ríkisins og samgönguyfirvalda, en Reykjavík- urborg fer með skipulagsforræði. Skipulagsstofnun birtir matsskýrslu vegna Sundabrautar á næstu dögum Tenging Sundabrautar við Kjalarnes enn óákveðin                                                                   Alnæmisbörn er heiti nýs félags semstofnað hefur verið, en tilgangur þesser að stuðla að bættum hag barna semeiga undir högg að sækja vegna al- næmis. Á hverjum degi smitast sex þúsund ungmenni og tvö þúsund börn af alnæmi í heiminum. Talið er að um 14 milljónir barna undir 15 ára aldri í heim- inum hafi misst annað eða bæði foreldri úr al- næmi. Fjögur af hverjum fimm þessara barna búa í Afríku sunnan Sahara, en líkur eru taldar á að ár- ið 2010 verði 25 milljónir barna munaðarlaus vegna alnæmis. Á stofnfundi félagsins, sem haldinn var í húsi Rauða kross Íslands, sagði Erla Halldórsdóttir frá alnæmisverkefninu „Candle Light Foundation“ sem hún hefur unnið að í Úganda undanfarin tvö ár. Verkefnið miðar að því að styrkja stúlkur á aldrinum 15–20 ára til að þær geti lifað sjálfstæðu lífi og séð fyrir sér. Verkefnið nýtur m.a. styrk frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Stúlkurnar sem njóta góðs af verkefni Erlu eru munaðarlausar og margar smitaðar af HIV-veir- unni en þær fá margskonar aðstoð í gegnum verk- efnið. Þær fá launað starf við kertagerð auk þess sem þær eru studdar til náms. Um 20 stúlkur eru styrktar til sjálfshjálpar með þessum hætti á hverjum tíma. Erla segir að 37 stúlkur hafi notið góðs af verkefninu frá upphafi. „Hugsunin er sú að þetta sé staður sem gerir þeim kleift að hjálpa sér sjálfar. Þær sem geta far- ið í nám fá aðstoð til þess. Sá stuðningur sem við erum að hugsa um héðan, og leitum eftir í gegnum félagið Alnæmisbörn, er t.d. að styrkja stúlkurnar til náms. Það kostar um tvö þúsund krónur á mán- uði að hafa eina stúlku í námi,“ segir Erla. Hún segir líklegt að um helmingur þeirra stúlkna, sem nú stunda nám eða starfa við kerta- gerð á vegum Candle Light Foundation, sé smit- aður af alnæmi. Átta stúlkur af 21 eiga börn og segir Erla að líklega sé helmingur þeirra einnig smitaður af alnæmi. Ekki séu hins vegar til pen- ingar til að útvega alnæmislyf, en hún segir það eitt af þeim verkefnum sem Alnæmisbörn muni beita sér fyrir að safna fé til. Erla hefur farið tvisvar á ári til Úganda und- anfarin ár og dvalið í hvert sinn í um einn og hálfan mánuð. Hún er mannfræðingur að mennt og starf- ar sem aðstoðarmaður við rannsóknir hjá Íslensk- um orkurannsóknum. Erla gerði rannsókn á högum barna í Úganda sem eru munaðarlaus vegna alnæmis árið 2001. Hún talaði við aðstandendur og við börnin sjálf, sem mörg hver voru á götunni. Hún komst í kynni við börnin í gegnum samtök sem gerðu sig út fyrir að aðstoða börnin. „Mér fannst þessi samtök ekk- ert gera í því að reyna að ná þeim af götunni,“ seg- ir Erla en í kjölfar rannsóknarinnar kom hún Candle Light Foundation á koppinn. Meðal hugmynda að verkefnum sem Erla kynnti á stofnfundinum er að setja upp ilmolíu- framleiðslu. Blómaútflutningur sé mikill frá Úg- anda og hráefnið sé því á staðnum. Þórunn Sveinbjarnardóttir var kjörin formaður Alnæmisbarna, Erla Halldórsdóttir varaformaður og gjaldkeri og Helga Túliníus kjörin ritari. Þá voru þau María Jóna Gunnarsdóttir og Bjarni Reyr Kristjánsson einnig kjörin í stjórn Alnæm- isbarna. Á þriðja tug stofnfélaga skráðu sig á fundinum, en á næstunni ætlar félagið að leita eft- ir frekari styrkjum frá fyrirtækjum, samtökum og einstaklingum til áframhaldandi baráttu fyrir bættum kjörum barna sem eru munaðarlaus vegna alnæmis. Vilja stuðla að bættum hag barna með alnæmi Morgunblaðið/Golli Margir hlýddu á frásögn Erlu Halldórsdóttur af starfi sínu með alnæmissmituðum í Úganda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.