Morgunblaðið - 26.03.2004, Síða 54

Morgunblaðið - 26.03.2004, Síða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ EKKI er langt síðan fjölmiðla- menn á Íslandi komu sér saman um að þeir byggju yfir guðdóminum sjálfum. Á verk þeirra gæti enginn skuggi fallið, því þeir væru yfir það hafnir að sýna hlutdrægni eða þjónk- un. Þetta hlýtur að vera ástæðan fyr- ir því að þeir eiga svo auðvelt með að greina hismið frá kjarnanum og bera aðeins það á borð sem þeir telja satt og rétt. Ótrúlega mikið af upplýs- ingum virðist þó detta uppfyrir hjá þeim, eins og þeir vita sem aflað geta sér frétta frá erlendum frétta- miðlum. Til að tryggja að umfjöll- unin í þjóðfélaginu sé í takt við fréttaflutninginn hafa margir þeirra komið sér upp hópi viðmælenda, sem baða sig hver í annars sól. Starfs- menn ríkisfjölmiðlanna og þá sér- staklega útvarps ganga þar dyggi- lega fram. Samspil frétta og álitsgjafa tryggir svo að aðeins það sem úrskurðað hefur verið Stóri sannleikur fer út á öldur ljósvak- ans. Fyrir kemur að þeir hnjóta þó um eigin tær, þ.e. gæta ekki að sér og opinbera ein- sýni sína, óbilgirni og skort á sjálfstæðri hugsun. En nú liggur líka mikið við, því nú þarf að ala á andúð við stríðið í Írak. Kosn- ingavél ríkisútvarpsins gegn G.W.Bush er far- in að snúast. Nú um helgina upp- götvuðu dag- skrármenn ríkismiðl- anna nýjan álitsgjafa. Helgin var nánast frá- tekin fyrir formann herstöðvaandstæð- inga. Maðurinn hefur reyndar verið inni á hverju heimili und- anfarin föstudagskvöld sem dómari í spurningakeppni framhaldsskól- anna. Líklega mun sú staðreynd hafa gefið dagskrárgerðarmönnum þá hugmynd að hann hafi eitthvað að segja eða var það kannski bara af því að hann notaði sömu kaffivél eða kló- sett. Kannski hafa þeir sem eiga leið um húsið í Efstaleiti meira að segja en aðrir, en þó ætti að hafa í huga að magn er ekki alltaf sama og gæði. Mér hefði t.d. nægt föstudags- uppljómunin. Á laugardag var ítarleg umfjöllun í hverjum fréttatíma á fætur öðrum af mótmælagöngum gegn stríðinu í Írak. Um könnun vestrænna fjöl- miðlarisa meðal íraks almennings um viðhorf hans til ástandsins og horfur til framtíðar var hinsvegar ekki fjallað. Líklega hafa niðurstöður ekki verið eins og fréttamenn okkar og kaupendur könnunarinnar höfðu vænst. Í það minnsta hlýtur bjart- sýnistónninn að hafa komið þeim á óvart, því 70% Íraka telja líf sitt bara bærilegt – 56% að það væri betra en fyrir stríð á móti 19% sem sögðu að það væri verra, og 80% Íraka trúa að það muni verða enn betra að ári. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir hryðjuverk og aðrar ógnir sem að þessu fólki steðja. Mótmælendurnir við Stjórnarráðið hirtu ekki um þess- ar niðurstöður. Herstöðva- andstæðingurinn sem var mættur í laugardagsþátt rásar 2 hafði greini- lega meiri áhuga á aulabröndurum sínum en lífi fólksins sem hann þótt- ist vera að verja. Kristján Þorvldsson vildi greini- lega ekki vera eftirbátur annarra og kallaði kauða inn í Sunnudagskaffi. Þar er ég þó hrædd um að hann hafi mætt ofjarli sínum, því það er erfitt að slá um sig með slaðgorðum þegar við hlið situr maður með yf- irburðaþekkingu á umræðuefninu eins og reyndin er með Jón Hákon Magnússon, enda var mesta loftið úr herstöðvaandstæðingnum í lok við- ræðnanna. Honum hafði þó tekist að kasta inn nokkrum vel tuggðum tuggum, þar á meðal þessari um for- kastanlegar fangabúðir Bandaríkja- manna í Guantanamo. Hér fetar hann sömu slóð og trú- félaginn Guðrún Helga- dóttir sem sló þessu sama fram í þættinum Í vikulokin fyrr í vetur. Báðum tókst að lýsa fyrirlitningu sinni á þessu atferli Banda- ríkjamanna án þess að hirða um að nefna að handan girðingarinnar um Guantanamostöðina liggja stæstu fangabúð- ir hins vestræna heims. Fangabúðir sem geyma ellefu milljónir manna. Og báðum tókst að líta framhjá þeirri stað- reynd að enn í dag varð- ar það dauðarefsingu að reyna flótta frá þessu draumaríki komm- únismans. Bæði gleymdu þau því að ekki er ár liðið frá síðustu af- tökum vegna þessa. Á Kúbu er ekki um neinn áfýjunarrétt að ræða, refsing fer fram; einn, tveir, þrír um leið og aftökusveitin hefur hlaðið byssur sínar. Það verður að segja Kristjáni til hróss að hann gerði ítrekaða tilraun til að negla niður afstöðu herstöðva- andstæðingsins. En sá varðist fim- lega. Engin svör fengust við aug- ljósum spurningum eins og þeirri hvort þeir (herstöðvaandstæðingar) væru á móti því að þjóðir byggðu upp varnir sínar? Þessari spurningu var svarað með þrugli um gróða her- gagnaframleiðenda. Hvort hann teldi að Evrópuþjóðir gætu varið sig án aðstoðar Stóra bróður (Bandaríkja- manna) svaraði hann með einhverju þokukenndu rugli um sjálfskipaðar löggur. Síðast en ekki síst var hann spurður hvort þessi andúð á Íraks- stríðinu væri ekki bara dulbúið hatur á Bandaríkjamönnum. Nei, það taldi herstöðvaandstæðingurinn af og frá, menn gerðu einfaldlega meiri kröfur til Bandaríkjamanna en annarra. Látum nú vera að menn trúi bullinu í sjálfum sér, en þegar menn geta ekki einu sinni staðið á sannfæringu sinni og látið hana í ljós á opinn og heið- arlegan hátt, þá held ég þeir ættu að íhuga hvort ekki væri bara betra að þegja. Þegar ég svo opnaði fyrir rás 1 tveimur tímum síðar til að hlusta á þáttinn Vald og vísindi var hernáms- andstæðingurinn einnig þar kominn. En þá hafði ég fengið nóg og þakkaði bara Guði fyrir að Víðsjá var ekki á dagskrá þann daginn. Leppur fyrir auga og tróð í eyra Ragnhildur Kolka skrifar um fjölmiðla Ragnhildur Kolka ’Kannski hafaþeir sem eiga leið um húsið í Efstaleiti meira að segja en aðrir…‘ Höfundur er meinatæknir. Í MÁLEFNUM leikskóla hefur gríðarlega margt áunnist á und- anförnum árum. Með lögum frá 1994 er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Áhersla hefur verið á það að auka samvinnu milli leik- og grunnskóla sem byggir á forsendum beggja skólastiganna. Þróunarverk- efni hafa verið unnin og stöðugt er verið að horfa til þess að skilin milli þessara skólastiga verði börn- unum auðveldari. Það er þó ekki þar með sagt að með því að skil- greina leikskólann sem skólastig eigi börn að læra eftir sömu kennsluaðferðum og eru viðhafðar í grunn- skólum. Í leikskól- anum er það leikurinn sem er leiðandi afl og er hann í fyrirrúmi sem námsleið barns- ins. Það sem vekur undirritaða til að fjalla um umönnun í leikskólum er sú umræða sem er í gangi að skoða beri möguleika á því að börn geti hafið nám í grunnskólum fimm ára gömul. Undirrituð telur þann möguleika var- hugaverðan og vill beina umræðunni inn á aðrar brautir þar sem m.a. um- ræðan um lífsleikni verði efld. Umönnun í leikskóla Þrátt fyrir það að börn komi stöðugt yngri í leikskólann í dag á umræðan um umönnun og umhyggju alltaf við hvort sem talað er um yngstu eða elstu börnin í leikskólum eða yngstu börnin í grunnskólum. Rannsóknir sýna að börn þarfnast stöðugt snertingar, það að faðma, knúsa, strjúka, snerta eða setjast í kjöltuna ákvarðar öryggi þeirra í samskiptum við kennara og kemur til móts við þörf þeirra fyrir vellíðan. Þá gefa rannsóknir vísbendingar um að með því að huga markvisst og með- vitað að snertingu í leikskólastarfi hvenær sem er í hinu daglega starfi stuðli það að betri líðan barna og starfsfólks. Talið er að snerting hafi m.a. mikil áhrif varðandi tengsl barns við móður og aðra umönnunaraðila og virki á móti streitu. Þá hefur snerting áhrif á streituhormónið kortisól en það minnkar hjá þeim sem fær nudd og vellíðunarhormónið oxytocin eykst. Það virðist sem nudd hafi sér- staklega góð áhrif á einstaklinga með hegðunarerfiðleika og sýnt hefur ver- ið fram á að börn sýni merki um meiri árás- argirni ef þau fái litla snertingu. Snerting er vandmeðfarinn þáttur og því mikilvægt að starfs- fólk sé meðvitað um gildi hennar. Hafa ber í huga að veita því athygli ef barn er t.d. haldið snerti- fælni og ef verið er að vinna markvisst með létta snertingu þá séu það börnin sjálf sem ákveði hvort þau vilji láta snerta sig eða ekki. Veturinn 2000 – 2001 var unnið þróunarverkefni í tveimur leikskólum hér á landi um snertingu, jóga og slökun. Starfsfólki var kennd aðferð til að vinna eftir sem stuðlaði að því að skapa meira jafnvægi og ró í leik og umhverfi barnanna yfir daginn. Auk þess sem áhersla var á að vellíð- an, traust og öryggiskennd milli barna og fullorðinna. Niðurstöðurnar bentu til þess að ef unnið er mark- visst með þessa þætti geti það stuðlað að aukinni vellíðan og meiri ró í um- hverfinu. Daglegar venjur í leikskóla hafa lít- ið verið til umræðu á opinberum vett- vangi en þeim hafa verið gerð góð skil í skólanámskrám leikskóla þar sem fjallað er um þær sem undirstöðuþátt í leikskólastarfi. Mikið nám á sér stað allan daginn í leikskólanum og eru þær stundir sem teljast til daglegra venja ekki síður dýrmætar en aðrar stundir. Í fataklefanum er markmiðið að börnin læri að klæða sig sjálf og fái hvatningu frá hinum fullorðnu til að gera sem mest sjálf. Þar sem annars staðar er gott tækifæri til málörvunar og að efla félagsþroskann og hjálp- semi. Við matarborðið er lögð áhersla m.a. á stærðfræði og félagsfærni á hverjum degi, börnin leggja á borð og telja í leiðinni hvað eru margir mættir í dag, hvað þurfum við t.d.marga diska og gaffla. Komið er inn á nær- ingarfræði og efnafræði með því að spjalla við börnin um hvað er í matn- um sem þau borða og þannig má halda áfram. Til þess að efla skilning barna á vísindalegum hugtökum þurfa þau m.a. að fá tækifæri í gegn- um daglegar venjur og leik til að upp- götva, telja, mæla, kanna lögun hluta og rannsaka. Hraði – streita Í dag er talað mikið um hraða og streitu og því er gott að staldra aðeins við og kanna hvort leita þurfi jafn- vægis að nýju, er samfélagið komið langt frá hinum upprunalegu sam- mannlegu lífsgildum? Þurfa ekki allir jafnt foreldrar sem og kennarar að leggja í auknum mæli áherslu á lífs- leikni með því að huga markvisst t.d. að umhyggju, virðingu, hjálpsemi, kurteisi, samskiptum, snertingu og slökun? Mikilvægt er að virða leikinn sem námsleið barnsins og velta jafn- vel upp þeirri spurningu hvort ekki megi auka leikinn sem námsleið í yngstu bekkjum grunnskólans. Það er umhugsunarvert að velta því fyrir sér hvaða rök eru fyrir því að færa elsta árgang leikskólans í grunnskól- ann og ef það í raun er vilji foreldra og sveitarstjórnarmanna hvort ekki verði fljótlega lögð fram uppeld- isfræðileg rök fyrir hugmyndinni. Mikið og gott starf er unnið í leik- skólum og ekki hefur verið annað að sjá en að foreldrar séu ánægðir með leikskóla barna sinna, samkvæmt þeim viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir foreldra í Garðabæ, Hafn- arfirði og Reykjavík sl. vor. Það er gefandi og lærdómsríkt að vinna með börnum og í leikskólum falla mörg gullkorn á hverjum degi. Fimm stúlkur fimm ára gamlar voru að tala saman, fjórar þeirra töluðu við undirritaða um að það væri svo gott að fá nudd á bakið í leikskólanum. Það er svo notalegt sagði ein þeirra og hinar þrjár tóku undir. Sú fimmta sagði ekki neitt dálitla stund, horfði á viðkomandi og sagði „ertu góð við börn“. Þessi lokaorð verður hver að túlka fyrir sig. Umönnun og umhyggja í leikskólum Sigurlaug Einarsdóttir skrifar um skólamál ’Það er gefandi og lær-dómsríkt að vinna með börnum og í leikskólum falla mörg gullkorn á hverjum degi. ‘ Sigurlaug Einarsdóttir Höfundur er leikskólaráðgjafi, M.Ed. í uppeldis- og kennslufræðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.