Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ © DARGAUD Bubbi og Billi Grettir Smáfólk Smáfólk LÍFIÐ ER FLÓKIÐ... MAÐUR FÆÐIST, SÍÐAN ÉTURMAÐUR, SEFUR OG DEYR ...FYRIR SUM OKKAR HUNDAR VITA EKKERT UM BIBLÍUNA ÞIÐ VITIÐ EKKERT UM BÆNIR EÐA SKÍRNINA EÐA MÓSE EÐA NEITT RÉTT... SAMKVÆMT BIBLÍUNNI SLEPPUM VIÐ ALVEG! ÉG MOKA FYRIR 10 KALL! EN EF ÞAÐ SNJÓAR Á MORGUN OG HYLUR ALLT AFTUR? FÁUM VIÐ ÞÁ ENDURGREITT? NEI. ÞÁ VERÐ ÉG BÚINN AÐ EYÐA HONUM Í NAMMI... GLEYMDU ÞVÍ! VEISTU HVAR ÉG FANN ÖLL ÞESSI BEIN BILLI? Í GARÐINUM AUÐVITAÐ. HVAR ANNARS STAÐAR? ÞÚ EYÐILEGGUR ALLT GRASIÐ, GRÆNMETIÐ, BLÓMIN OG TRÉN! GERÐU ÞAÐ SEM ÞÚ VILT VIÐ ÞAU, EN ÉG VIL EKKI HAFA ÞENNAN SÓÐASKAP Í MÍNUM GARÐI! GÓÐUR ÞESSI! HVAR ANNARS STAÐAR FINN ÉG GÓÐAN JARÐVEG FYRIR BEININ MÍN? Í ÞETTA SKIPTI GETUR HANN EKKI SAGT AÐ ÉG SÉ AÐ EYÐILEGGJA GRASIÐ BILLI!! HANN EYÐILAGÐI NÝJU TÚLÍPANANA MÍNA! SÁ SKAL SKO FÁ AÐ HEYRA ÞAÐ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG er haldin leikhúsbakteríu á háu stigi. Ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég kemst ekki reglulega í leik- hús. Ég ætla ekki að lýsa fyrir ykkur einkennum en ég er viss um að ég er ekki sú eina sem haldin er þessum „kvilla“. Ég hef farið á margar leiksýn- ingar bæði hjá áhugaleikhópum og atvinnumönnum. Ég hef séð sýningar úti um allar sveitir á Suðurlandi og í Borg- arfirði, hjá litlum leikfélögum og skólum og síðan þónokkuð af sýn- ingum stóru leikhópanna hér á höf- uðborgarsvæðinu. Nú um síðustu helgi fór ég einmitt á tvær sýn- ingar, aðra í Þjóðleikhúsinu og hina hjá leikhópi í framhaldsskóla. Áhugaverður samanburður reynd- ar en ég ætla nú kannski ekki að fara nánar út í það hérna. Tilgang- urinn með þessum skrifum mínum er nefnilega að vekja athygli á sýn- ingu Fjölbrautaskólans í Garðabæ á Litlu hryllingsbúðinni sem sýnd er í glæsilegum salarkynnum skól- ans. Þarna er hreint út sagt glimr- andi sýning á ferðinni, hraði, kraft- ur, músík og söngur svo hrein un- un er að njóta. Ef þessi sýning er dæmigerð fyrir kraftinn í unga fólkinu okkar í dag eru góðir tímar framundan. Það er stór hópur ungs fólks sem þarna kemur að, sumir búnir að læra söng, hafa tekið þátt í leiksýningum áður, sumir búnir að læra dans, eða fimleika eða eitt- hvað annað sem kemur þeim til góða á sviðinu og skilaði sér í reynslu og sjálfstrausti. Aðrir voru að stíga sín fyrstu spor og nutu þá góðs af hinum reynslumeiri og byrja að safna í sinn reynslubrunn. Fyrst ber að nefna að sjálfsögðu aðalleikarana og þar fer fremstur Pétur Rúnar í hlutverki Baldurs og fer á kostum. Hann er ótrúlega sannfærandi sem feiminn og hrif- inn búðardrengur sem lætur glepj- ast af von um frægð og frama og í von um að ná í draumadísina sína. Alma Guðmundsdóttir í hlutverki Auðar syngur eins og engill og Einir í hlutverki tannlæknisins virðist fíla það hlutverk alveg í botn, hlýtur að hafa verið búinn að stúdera það lengi. Einnig ber að nefna Markús búðareiganda sem leikinn er af Hlyni Hallgrímssyni og ferst það vel úr hendi. Dansarar og söngvarar voru frábærir í hóp- atriðum svo ekki bar á skugga þar. Að lokum verð ég að nefna plönt- una sem leikin er af lifandi stúlku, Hrefnu Bóel. Alveg hreint frábær hugmynd og ótrúlegt gervi, bún- ingur og förðun. Kraftmikil söng- kona þar á ferð og það fór ekki á milli mála að hún á framtíðina fyrir sér. Það er nú svoleiðis á öllum upp- setningum hjá áhugleikhópum að margar hendur koma að og lyfta grettistaki og í þessari sýningu skilar það sér svo sannarlega. Þeir atvinnumenn sem koma að þessari sýningu eru Unnur Ösp Stefáns- dóttir leikstjóri, Selma Björnsdótt- ir danshöfundur, Þorvaldur Bjarni tónlistarstjóri og Margrét Eir söngstýra og ég get ekki annað en óskað þeim til hamingju með þetta sem og öllum þeim sem koma þarna að, leikurum, dönsurum, tæknifólki, sviðsmönnum, förðun- ar- og búningafólki. Til hamingju með þetta, krakk- ar, til hamingju með þetta, kenn- arar og skólastjóri skólans. Þetta er sýning sem á heima í stóru leik- húsunum og ég skora hér með á þau að bjóða þessari sýningu til sín. Ég skora einnig á ykkur öll að fara á þessa sýningu – ef þið hafið gaman af ungu fólki, hraða, músík, söng og dansi – þið eigið ekki eftir að sjá eftir því. Njótið vel og takk fyrir mig. BRYNJA DADDA SVERRISDÓTTIR læknaritari, Bjarmahlíð 6, 221 Hafnarfjörður. Litla hryllingsbúð- in í Garðabæ! Frá Brynju Döddu Sverrisdóttur: ÉG brá mér á sýningu Árna John- sen sem haldin var í Keflavík og er skemmst frá að segja að sýningin kom skemmtilega á óvart. Endurtekningar að vísu nokkuð miklar, en virkilega skemmtileg tök á einstökum verkum. Svo er um nr. 31, „Valkosti“. Þar vaxa þrjár eir- hendur út úr 13 milljón ára gömlum steinhnullungi. Krepptur hnefi, framrétt sáttahönd, og bending vísifingurs. Virkilega eigulegt. Nokkuð er nú um liðið síðan ég leit sýningu félags myndhöggvara. Sú var haldin í Hafnarhúsinu í Rvk. Reyndar afmælissýning. Þar var helsti dýrgripurinn u.þ.b. 9 rúm- metra stæða af dagblöðum. Bleytt var í stæðunni og fræ sett í millum, sem áttu síðan að spíra. Annað verk var þar stórskemmtilegt. Um 200 pappaöskjur dreifðar um gólfið, hvítar, og áprentað: „fullnæging“. Þar var og kvikmynd í gangi sem sýndi nokkra beljurassa! Önnur listaverk voru eftir þessu. Treg var salan, að sögn. Mætti ég heldur biðja um Árna Johnsen en alla myndhöggvaraelítuna ef þetta er getan eftir allar prófgráðurnar. Einar Jónsson frá Galtafelli hefði snúið sér við í gröfinni hefði hann mátt líta þessa algjöru niðurlæg- ingu. SIGURÐUR SIGURÐARSON frá Vatnsdal. Sýning Árna Johnsen Frá Sigurði Sigurðarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.