Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 68
ÍÞRÓTTIR
68 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MARCUS Allbäck, sænski landsliðs-
maðurinn í knattspyrnu sem leikur
með Aston Villa í ensku úrvals-
deildinni, hefur fjárfest í íslensku
leikmönnunum Jóhanni B. Guð-
mundssyni og Tryggva Guðmunds-
syni, sem leika með Örgryte í Sví-
þjóð. Allbäck er einn af fjórum
aðilum sem hafa stofnað hlutafélag
og það hefur keypt samninga fimm
erlendra leikmanna af Örgryte fyr-
ir samtals 10 milljónir sænskra
króna, eða um 95 milljónir ís-
lenskra króna. Það eru samningar
Jóhanns og Tryggva og að auki
samningar Brasilíumannsins Paul-
inho Guára og Zambíumannanna
Edwin Phiri og Boyd Mwila.
Anders Lundberg, talsmaður Ör-
gryte, skýrði frá þessu nú í vikunni
á vef stuðningsmanna félagsins. „Ef
einhverjir af þessum fimm leik-
mönnum verða seldir fær hluta-
félagið stærstan hlut af hagn-
aðinum en Örgryte aðeins lítinn
hluta. Þegar að því kemur að hluta-
félagið kaupi unga leikmenn af
okkur snýst þetta við, þá fær Ör-
gryte stærsta hlutann þegar þeir
verða seldir,“ sagði Lundberg.
Allbäck er annar tveggja ein-
staklinga sem stofnuðu hlutafélagið
en tvö sænsk byggingafyrirtæki
eru ennfremur hluthafar. Annað
þeirra er í eigu föður hans, Stefans
Allbäcks. Allbäck, sem lék um ára-
bil með Örgryte, hefði mikinn hug á
að ljúka ferlinum með félaginu.
Allbäck fjárfestir í
Jóhanni og Tryggva
JENS Lehmann, markvörður Ars-
enal, fær að láta ljós sitt skína í vin-
áttulandsleik Þjóðverja og Belga
sem fram fer í Köln í næstu viku.
Rudi Völler, landsliðsþjálfari, valdi
Lehmann og Timo Hildebrand,
Stuttgart, í markvarðarstöðurnar
en fyrirliðinn Oliver Kahn, Bayern
München, fær hvíld að þessu sinni.
Lehmann og Kahn hafa eldað grátt
silfur saman á undanförnum miss-
erum en Lehmann hefur haldið því
statt og stöðugt fram að hann eigi
skilið að vera aðalmarkvörður.
Deilur þeirra í þýskum fjölmiðlum
gengu það langt að Völler varð að
skerast í leikinn og hefur hann rætt
einslega við þá báða. Landsliðs-
hópur Þjóðverja er þannig: Jens
Lehmann (Arsenal), Timo Hilde-
brand (Stuttgart), Frank Baumann
(Bremen), Arne Friedrich (Hertha
Berlín), Philipp Lahm (Stuttgart),
Jens Nowotny (Leverkusen),
Christian Worns (Dortmund),
Christian Rahn (Hamburg), Michael
Ballack (Bayern), Jens Jeremies
(Bayern), Fabian Ernst (Werder
Bremen), Paul Freier (Bochum),
Torsten Frings (Dortmund), Seb-
astian Kehl (Dortmund), Dietmar
Hamann (Liverpool), Carsten Ram-
elow (Leverkusen), Bernd Schneid-
er (Leverkusen), Fabian Ernst
(Bremen), Fredi Bobic (Hertha
Berlín), Miroslav Klose (Kais-
erslautern), Kevin Kuranyi (Stutt-
gart), Oliver Neuville (Leverkusen).
Lehmann fær tækifæri
á kostnað Kahns
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
Snæfell – Njarðvík 91:89
Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi, undanúr-
slit úrvalsdeildar karla, Intersport-deildar,
þriðji leikur, fimmtudaginn 25. mars 2004.
Gangur leiksins: 1:6, 5:10, 10:12, 14:18,
18:24, 22:27, 22:33, 25:38, 27:43, 27:48,
29:50, 31:54, 35:57, 38:61, 40:65, 43:69,
49:69, 55:75, 57:79, 61:81, 68:82, 73:84,
81:85, 84:86, 88:86, 91:86, 91:89.
Stig Snæfells: Edmund Dotson 26, Corey
Dickerson 23, Hlynur Bæringsson 19, Sig-
urður Þorvaldsson 12, Hafþór Gunnarsson
8, Lýður Vigniss. 2, Dondrell Whitmore 1.
Fráköst: 22 í vörn – 18 í sókn.
Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 26,
Páll Kristinsson 21, William Chavis 13,
Brandon Woudstra 12, Halldór Karlsson 9,
Guðmundur Jónsson 4, Friðrik Stefánsson
2, Egill Jónasson 2.
Fráköst: 24 í vörn – 13 í sókn.
Villur: Snæfell 18 – Njarðvík 30.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Aðal-
steinn Hjartarson, dæmdu erfiðan leik
ágætlega.
Áhorfendur: 620.
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Fram – KA/Þór ....................................27:31
Mörk Fram: Kristín Gústafsdóttir 8, Íris
Sverrisdóttir 6, Elísa Viðarsdóttir 3,
Marthe Sördal 2, Anna M. Sighvatsdóttir 2,
Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta B. Gunn-
arsdóttir 2, Arna Eir Einarsdóttir 1, Eva
Harðardóttir 1.
Mörk KA/Þórs: Cornelia Réte 10, Guðrún
Tryggvadóttir 8, Erla Tryggvadóttir 4,
Sandra Jóhannsdóttir 4, Katrín Andrés-
dóttir 2, Guðrún L. Guðmundsdóttir 2, Inga
Dís Sigurðardóttir 1.
Haukar – FH .........................................28:26
Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 9,
Ragnhildur Guðmundsdóttir 4, Anna Hall-
dórsdóttir 4, Ingibjörg Karlsdóttir 3,
Sandra Anulyté 3, Áslaug Þorgeirsdóttir 2,
Tinna Halldórsdóttir 1, Martha Her-
mannsdóttir 1, Erna Þráinsdóttir 1.
Mörk FH: Gunnur Sveinsdóttir 8, Dröfn
Sæmundsdóttir 6, Sigrún Gilsdóttir 3, Guð-
rún Hólmgeirsdóttir 3, Björk Ægisdóttir 2,
Bjarný Þorvarðardóttir 2, Þórdís Brynj-
ólfsdóttir 2.
Valur – Grótta/KR...............................28:22
Mörk Vals: Drífa Skúladóttir 7, Kolbrún
Franklín 6, Árný Ísberg 4, Hafrún Krist-
jánsdóttir 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2,
Díana Guðjónsdóttir 2, Ágústa Edda
Björnsdóttir 2, Elfa Björk Hreggviðsd. 2.
Mörk Gróttu/KR: Eva Björk Hlöðvers-
dóttir 6, Aiga Stefane 5, Eva Margrét
Kristinsdóttir 4, Anna Ú. Guðmundsdóttir
3, Ragna K. Sigurðardóttir 2, Íris Á. Pét-
ursdóttir 1, Hera Bragadóttir 1.
Víkingur – ÍBV .....................................28:23
Mörk Víkings: Natasa Damiljanovic 10,
Anna K. Árnadóttir 8, Eygló Jónsdóttir 4,
Ásta B. Agnarsdóttir 2, Valgerður Árna-
dóttir 2, Margrét Egilsdóttir 1, Guðmunda
Ósk Kristjánsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Sylvia Strass 8, Birgit Engl 6,
Þorsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Guðbjörg
Guðmannsdóttir 2, Edda Eggertsdóttir 2,
Nína K. Björnsdóttir 1, Anja Nielsen 1,
Ester Óskarsdóttir 1.
ÍBV 23 18 0 5 716:587 36
Valur 23 16 1 6 559:481 33
Stjarnan 23 16 0 7 578:521 32
Haukar 23 13 1 9 621:605 27
FH 23 12 0 11 611:570 24
Víkingur 24 10 1 13 559:579 21
Grótta/KR 23 9 3 11 561:585 21
KA/Þór 23 6 1 16 556:660 13
Fram 23 0 1 22 484:657 1
KNATTSPYRNA
UEFA-bikarinn
16 liða úrslit, síðari leikir:
Club Brugge – Bordeaux........................ 0:1
– Marouane Chamakh 84. – 23.717.
Bordeaux áfram, 4:1 samanlagt.
PSV Eindhoven – Auxerre ..................... 3:0
Mateja Kezman 4., 27., Mark van Bommel
73. – 28.000.
PSV áfram, 4:1 samanlagt.
Roma – Villarreal .................................... 2:1
Emerson 10., Antonio Cassano 51. – Sonny
Anderson 66. Rautt spjald: Jonathan Zeb-
ina 89. (Roma). – 29.000.
Villarreal áfram, 3:2 samanlagt.
Barcelona – Celtic ................................... 0:0
78.000.
Celtic áfram, 1:0 samanlagt.
Inter Mílanó – Benfica ............................ 4:3
Obafemi Martins 45., 69., Alvaro Recoba
60., Christian Vieri 64. – Nunu Gomes 36.,
67., Tiago 77. – 27.638.
Inter Mílanó áfram, 4:3 samanlagt.
Mallorca – Newcastle.............................. 0:3
– Alan Shearer 46., 89., Craig Bellamy 78.
Newcastle áfram, 7:1 samanlagt.
Marseille – Liverpool .............................. 2:1
Didier Drogba 38. (víti), Abdoulaye Meite
58. – Emile Heskey 15. Rautt spjald: Igor
Biscan 36. (Liverpool). – 50.000.
Marseille áfram, 3:2 samanlagt.
Valencia – Genclerbirligi ....................... 2:0
Mista 64., Vicente 94. Rautt spjald: Ozkan
86. (Genclerbirligi). 29.000.
Valencia áfram, 2:1 samanlagt.
Í 8 liða úrslitum mætast:
Bordeaux– Valencia
Marseille – Inter Mílanó
Celtic – Villarreal
PSV Eindhoven – Newcastle
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, und-
anúrslit, þriðji leikur:
Grindavík: UMFG – Keflavík...............19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni
Neðri deild karla, C-riðill:
Reykjaneshöll: Víkingur Ó. – KS..............20
Neðri deild karla, B-riðill:
Fífan: Breiðablik – Selfoss ........................21
BLAK
1. deild kvenna:
Digranes: HK – Þróttur N. ..................21.15
Hagaskóli: Þróttur R. – KA.......................21
Í KVÖLD
Alan Shearer, fyrrum fyrirliðienska landsliðsins, skoraði
tvívegis þegar Newcastle brá sér
til Mallorca og lagði heimamenn
3:0. Nescastle vann einnig í fyrri
leiknum, þá 4:1 og komst því
örugglega áfram 7:1.
Fyrri hálfleikur var markalaus
en markvörður heimamanna var
ekki alveg vaknaður eftir hléið
þegar Shearer nýtti sér sofanda-
hátt hans og skoraði. Craig Bell-
amy kom inn á sem varamaður í
liði Newcastle og bætti öðru marki
við á 78. mínútu og Shearer því
þriðja mínútu fyrir leikslok.
Ungur markvörður Mallorca,
Miguel Garro „Miki“ stóð vel fyrir
sínu í fyrri hálfleik og varði þá
nokkrum sinnum vel frá sóknar-
mönnum gestanna. Hann hitti hins
vegar ekki boltann þegar hann ætl-
aði að spyrna frá marki í upphafi
síðari hálfleiks og boltinn fór til
Shearers sem nýtti reynslu sína til
fullnustu og skoraði í autt markið.
Newcastle mætir PSV Eindhov-
en í átta liða úrslitunum og þar
mun Boggy Robson, stjóri New-
castle, hitta fyrir einn af sínum
gömlu klúbbum en hann var við
stjórnvölinn um tíma hjá hollenska
félaginu.
Vonbrigði hjá Liverpool
Liverpool hafði gert sér vonir
um að komast í næstu umferð þrátt
fyrir að ná aðeins 1:1 jafntefli við
Marseille í fyrri leik liðanna. Byrj-
unin lofaði góðu því Emile Heskey
kom liðinu yfir eftir aðeins stund-
arfjórðung, skoraði framhjá Fabien
Barthez, fyrrverandi markverði
Manchester United, sem nú ver
mark franska liðsins.
En þeir rauðklæddu gátu ekki
leyft sér að slaka neitt á og gerðu
það ekki heldur sóttu mun meira
en heimamenn. Owen komst í gegn
en missti boltann aðeins og langt
frá sér og Barthez náði honum.
Liverpool virtist í ágætum málum
allt þar til dómarinn dæmdi víta-
spyrnu á Biscan fyrir að toga í
Steve Marlet. Biscan var aukin-
heldur rekinn af velli. Heimamenn
skoruðu úr vítinu og snemma í síð-
ari hálfleik gerðu þeir annað mark
og þar við sat.
Celtic gerði vel þegar liðið fór til
Barcelona og náði markalausu
jafntefli gegn heimamönnum sem
hafa verið á mikilli siglingu síðustu
vikurnar. Celtic vann 1:0 þegar lið-
in mættust í Glasgow í fyrri leikn-
um og komst því áfram á því
marki. Celtic mætir öðru spænsku
liði í átta liða úrslitunum því Vill-
arreal er næsti mótherji, en liði
lagði Roma 3:2 samanlagt.
PSV lagði Auxerre 3:0 og er
komið áfram eins og Inter sem
vann Benfica 4:3 en fyrri leikur lið-
anna endaði með markalausu jafn-
tefli.Valencia komst einnig áfram í
gærkvöldi með því að leggja tyrk-
neska liðið Genclerbirligi 2:0 í
framlengdum leik, en tyrkir unnu
1:0 í fyrri leiknum.
Reuters
Alan Shearer skoraði tvívegis fyrir Newcastle í gærkvöldi í UEFA-leiknum á Mallorca.
Liverpool úr
leik í UEFA
LIVERPOOL er úr leik í UEFA bikarnum í knattspyrnu eftir 2:1 tap í
Marseille í gærkvöldi. Newcastle var hins vegar ekki í vandræðum
þegar liðið heimsótti Real Mallorca og vann 3:0. Celtic gerði sér lít-
ið fyrir og náði markalausu jafntefli við Barcelona á Nou Camp í
Barcelona og kemst skoska liðið áfram þar sem leikmenn þess
fögnuðu sigri í Glasgow í fyrri leiknum.
Skipt um
markvörð
GUÐMUNDUR Guðmunds-
son, landsliðsþjálfari í hand-
knattleik, varð að gera eina
breytingu á landsliðshópi sín-
um sem heldur í dag til
Frakklands þar sem liðið
mætir heimamönnum í tví-
gang í næstu viku.
Reynir Þór Reynisson,
markvörður Víkings, getur
ekki farið með liðinu vegna
meiðsla og í hans stað valdi
Guðmundur Björgvin Gúst-
avsson, markvörð HK.
JALIESKY Garcia Padron,
landsliðsmaður í handknatt-
leik og leikmaður þýska liðs-
ins Göppingen, er tognaður í
baki og gat því ekki gefið
kost á sér í íslenska lands-
liðið sem mætir Frökkum í
byrjun næstu viku í Frakk-
landi.
Heimildir Morgunblaðsins
herma að Garcia hafi tognað
í baki í síðustu viku. Ekki
hafi verið um alvarlega togn-
un að ræða. Garcia lék með
Göppingen gegn Hamburg á
síðasta laugardag en var
sprautaður í bakið fyrir leik-
inn. Síðan hafi hann verið í
meðferð í vikunni og útlitið
sé gott að hann nái sér á
næstu dögum. Vegna þessa
og veikrar stöðu Göppingen í
þýsku 1. deildinni hafi for-
ráðamenn liðsins ekki viljað
að hann færi til móts við ís-
lenska landsliðið í Frakk-
landi. Þess í stað að hann
héldi sig heima í Göppingen
og safnaði kröftum undir
lokasprettinn í þýsku 1.
deildinni. Göppingen er í 16.
og þriðja síðasta sæti og því í
fallhættu. Falli liðið niður í 2.
deild er talið að það verði af
60 til 70 milljóna króna
tekjum auk þess sem samn-
ingar við sterka leikmenn
verða í uppnámi.
Garcia togn-
aður í baki