Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 45 honum til New York þar sem þau bjuggu í rúm 5 ár. Þar starfaði hún á saumastofu Sak’s á 5th Avenue og sagði mér ungri margar sögur af kvikmyndastjörnum sem lögðu leið sína í það fræga verslunarhús. Þau skildu og Laufey fluttist heim til Ís- lands aftur. Annar eiginmaður hennar var Björn Guðmundsson kennari. Hún var með í för þegar hann fór til framhaldsnáms í Dan- mörku og þar bætti hún við sig menntun í klæðskerasaumi. Það var því ævintýraljómi sem umlukti þessa víðförlu heimskonu í augum okkar ungra barna systur hennar. Síðar giftist Laufey Ólafi Th. Ólafssyni vélstjóra. Hjónaband þeirra var farsælt og hamingjuríkt. Síðustu ár sín átti Óli við erfið veik- indi að stríða og hjúkraði Laufey honum af natni og umhyggjusemi þar til hann lést árið 1989. Þau voru tíðir gestir hjá mér, en eftir lát Óla eyddi hún ásamt móður minni, öll- um jólum, páskum og öðrum stórhá- tíðum á heimili mínu, alveg fram á síðustu ár að hún treysti sér ekki til þess lengur. Við fórum líka saman í löng ferða- lög um landið í sumarfríum mínum, og hlógu þá systurnar mikið, stund- um var Ásta „frænka“ , með í för en hún er ekkja Helga bróður þeirra. Ekki var hlegið minna í þeim ferð- um. Einnig fórum við tvisvar sinn- um í mánaðarferðir til Englands að sumarlagi, heimsóttum fagrar sveit- ir þess lands, kastala, krár, skrúð- garða og strendur. Eftir að Laufey festi kaup á litlu hjólhýsi á Laugarvatni voru ófáar ferðirnar þangað, oft skutlaði ég henni uppeftir og sótti svo nokkrum dögum seinna þegar hún var búin að fá nóg í bili og var farið að langa í bæinn aftur. Svo var skroppið á Hótel Örk í afslöppun á milli, og einn daginn hringdi hún frá Írlandi, hafði þá dottið í hug að gaman væri að skoða sig um þar áður en hún færi á betri stað. Og nú er hún komin á þann góða stað, í faðm þeirra sem henni þótti vænst um, blessuð sé minning henn- ar. Við móðir mín þökkum bróður- syni hennar, Kristþóri Borg Helga- syni, fyrir þá miklu umhyggju og hjálpsemi sem hann sýndi henni síð- ustu árin. Gunnhildur Gunnarsdóttir. Laufey föðursystir okkar hefði orðið 86 ára hinn 10. apríl nk. hefði hún lifað. Okkur langar að þakka henni samfylgdina með nokkrum kveðjuorðum. Við minnumst hennar sem fal- legrar, fágaðrar konu, sem sveipuð var dálítilli dulúð, en máltækið seg- ir: ,,Djúp vötn hafa minnstan gný“. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg og var ekki margorð um eigin líðan. Henni lét betur að tjá sig í verki. Eitt sinn kom hún færandi hendi með myndir af ömmum, öfum og fleiri skyldmennum í fallegum römmum, í farteskinu, eins og til þess að minna okkur á að rækta frændgarðinn og gleyma ekki þeim sem á undan eru gengnir. Hún valdi einatt allar gjafir af alúð og kost- gæfni. Á góðri stundu átti hún það til að segja okkur frá bernskuárum sínum og systkinanna, einkum þótti okkur vænt um þegar hún sagði okkur frá Þórunni ömmu okkar sem lést áður en við fæddumst. Meðal annars að hún hefði unnið sér það til ágætis að syngja inn á litla hljómplötu árið 1934, að eigin frum- kvæði, og senda syni sínum út á land sem brúðkaupskveðju. Þegar Laufey var ung stúlka var ekki algengt að stúlkur gengju menntaveginn. Annars vegar var tíðarandinn sá og hins vegar réð þröngur efnahagur þar um. Á full- orðinsárum reyndi hún að bæta sér það upp með ýmsum hætti og lagði sig fram um að sækja sér marg- víslega menntun. Hún lærði á hljóð- færi, stundaði tungumálanám o.m.fl. Hún var mikil hannyrðakona og var það snjöll að sauma að hún saumaði bæði kápur og kjóla á sjálfa sig og aðra. Einu sinni kom hún og færði börnum okkar stóra jólasveina sem hún hafði teiknað og saumað, þeim til ómældrar ánægju. Eins eigum við frænkurnar gamlar brúður sem hún sendi okkur frá útlöndum þegar við vorum litlar sem við gætum vel. Fyrir nokkrum árum, þá komin vel á áttræðisaldur, dreif hún sig á þýskunámskeið í Þýskalandi og slóst þar í för með ungmennum frá ýmsum löndum, sótti með þeim kaffihús og ýmsa menningarvið- burði. Lýsir það henni betur en mörg orð. Að leiðarlokum stendur okkur fyrir hugskotssjónum, gáfuð kona sem ekki fór varhluta af mótlæti lífsins, en sýndi ótrúlega seiglu og dugnað við að takast á við það. Henni varð ekki barna auðið en við frænkur hennar munum varðveita minninguna um hana og miðla henni til barna okkar, að hennar fordæmi. Blessuð sé minning hennar. Halla, Hildur og Bryndís. þetta stóra hús alveg sjálfur. Öll fagn- aðarlætin sem ég fékk þegar ég kom til ykkar ömmu, alveg óháð því hvort ég kæmi mörgum sinnum á dag eða sjaldnar. Þið voruð flutt á Suður- brautina þegar ég byrjaði í skóla- görðunum. Ég tók ávallt aukakrók á leiðinni heim til að færa ykkur góð- gætið úr görðunum. Það var svo gam- an að gefa ykkur radísur sem voru á stærð við baunir, hálformétið salat og spírur sem ég kallaði stolt gulrætur því áhuginn sem þið sýnduð þessu var einlægur. Mikið fannst mér ávallt gaman að horfa á þig dunda við eitt- hvað í bílskúrnum. Ég gat setið klukkustundum saman og fylgst með þér þar. Ég hafði ávallt tröllatrú á því að þú gætir búið til allt milli himins og jarðar. Það var sjaldnast lognmolla hjá ykkur þegar öll fjölskyldan kom saman. Fullorðna fólkið kom sér vel fyrir í stofunni og við börnin lékum okkur út um allt. Við vorum miklir ærslabelgir og vorum öll í að prakk- arastrikast. Það var alveg sama hversu mikil lætin voru í okkur, aldrei skiptir þú skapi afi minn, þú sast gjarnan í græna stólnum með hönd undir vanga að horfa á okkur, brostir ávallt þínu blíða brosi og klappaðir okkur þegar við komum til þín til að deila einhverju með þér. Þetta fylgdi þér til æviloka, það var svo gaman að fylgjast með þér þegar við komum saman, þú sast gjarnan einhvern tíma út af fyrir þig þar sem þú hafðir góða yfirsýn yfir okkur öll og horfðir bara á okkur með stolti og ánægju sem skein af þér. Þú tókst ávallt á móti mér með þéttu faðmlagi, tveimur kossum á kinnina og orðunum: „Elsku besta stelpan mín, mikið er gaman að sjá þig.“ Svo var ég leidd inn í eldhús, sett við eldhúsborðið, amma smurði handa mér rúgbrauð með kæfu, án smjörs, tíndi til kleinur og annað góð- gæti og svo sátum við og spjölluðum og hlógum. Þú hafðir alltaf ómældan áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur og hvattir mig óspart áfram. Hlýjan og væntumþykjan sem þið amma báruð til okkar barnabarnanna var svo rík og ég fékk að sjá hana á svo margvíslegan máta. Hvenær sem ég leitaði til ykkar voruð þið til staðar til að aðstoða og létta undir, ávallt með orðunum „elskan mín, þetta er svo lítið“, hvort sem um var að ræða smíði heillar hillusamstæðu eða að skutla mér milli húsa. Örlæti ykkar og greiðvikni var svo mikil. Ég átti alltaf öruggt skjól hjá ykkur. Elsku afi minn, þú hefur fengið frið. Með miklum söknuði kveð ég þig að sinni. Takk fyrir allt sem þú varst mér. Þín Hrafnhildur. Elsku afi. Mikið finnst okkur erfitt að vera að skrifa minningargrein um þig, en við getum huggað okkur við það að þér líður vel núna og ert kominn til henn- ar ömmu Mattý. Það hefur verið mjög erfitt að horfa á þig ganga í gegnum þennan erfiða sjúkdóm, Alzheimer, og breyt- ast með honum. En alltaf, þrátt fyrir allt, hélstu þínum ljúfleika og gæsku. Þú varst mikill afi í þér enda var alltaf jafn gaman að koma til þín og ömmu. Þú tókst alltaf á móti okkur barnabörnunum með opnum örmum og passaðir alltaf uppá að okkur van- hagaði ekki um neitt. Við munum þegar við vorum yngri spiluðum við mikið saman og var það þá yfirleitt ol- sen, olsen eða veiðimaður, okkur þótti það svo gaman. En elsku afi, við eigum ótalmargar minningar um þig sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkar, betri afa var ekki hægt að biðja um, jafn ljúfur og yndislegur sem þú varst. Guð geymi þig, elsku afi. Þín Karen og Arnór. Elsku afi minn. Það er sárt að kveðja þótt ég viti að þú sért hvíldinni feginn. Það eru svo margar góðar minningar sem þú skil- ur eftir hjá mér og sammerkt finnst mér vera í þeim öllum að þú ert hæg- látur vinnandi verkin þín sem svo oft voru handa öðrum. Þolinmæði þín gagnvart okkur barnabörnunum var ótæmandi að virtist, hjálpsemi þín og greiðvirkni. Þegar við vorum lítil fórstu svo oft með okkur í bíltúra um helgar, öll í einni hrúgu upp á Skaga eða í Eden. Það fannst okkur gaman. Á sunnu- dögum komum við saman á Bjarn- hólastíg og borðuðum sunnudags- matinn. Síðan sofnaðir þú í sófanum mitt í öllum skarkalanum og látunum. Það finnst mér lýsa þér best. Sama hvað á dundi – þú hafðir alltaf þessa stóísku ró yfir þér. Hana misstir þú aldrei. Það var svo gott að njóta henn- ar með þér þegar þú vaknaðir til vinnu snemma morguns, þá drakk ég með þér te og borðaði rúgbrauð í kyrrðinni, svo fór ég aftur að sofa. Þegar ég varð eldri voruð þið amma alltaf til staðar, alltaf reiðubúinn að hlaupa undir bagga og voruð börn- unum mínum jafngóð og þið voruð mér. Með söknuði kveð ég þig, afi minn, með sömu orðum og þú hvíslaðir að mér svo ótal oft – fyrirgefðu elskan hvað þetta er lítið. Gunnhildur. Elsku afi, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það var á fimmtudaginn 18. mars að ég fékk hringingu um að þú værir orðin það veikur að þú myndir ekki eiga nema nokkrar mínútur eftir með okkur og kom ég til þín og fékk að sjá þig áður en þú færir til himna að hitta ömmu. Ég er svo ánægður að hafa náð að koma til þín. Það hafa komið margar yndislegar minningar upp í hugann á mér und- anfarna daga, þú varst sá besti maður sem að ég hef nokkurn tíma hitt, þú vildir alltaf gera allt sem að þú gætir til þess að aðrir yrðu ánægðir og allt- af varstu svo glaður, ég sá þig aldrei reiðan eða pirraðan og það er ein- stakt. Ég man svo vel þegar þú og amma komuð í Engihjallann og ég og Beggi fengum ný hjól sem þú og amma gáf- uð okkur, það lýsir þér best, afi minn, svo góður og gjafmildur yndislegur maður. Oft fékk ég að sofa hjá ykkur ömmu og svo þegar við vöknuðum þá fórum við í bílskúrinn, þú að vinna og ég að búa til sverð. Ég kveð þig með trega, elsku afi minn, en get huggað mig við allar góðu minningarnar sem ég á um þig, elsku afi. Þinn Brynjar Logi. Ég vil kveðja langafa minn og þakka fyrir alla góðmennskuna og strokurnar. Það var alltaf gott að sitja í fangi þínu, elsku afi. Ég á eftir að sakna heimsóknanna til þín í Sunnu- hlíð. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín Aníta Crystal Finnsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN INGIMUNDARSON kennari, Bárustíg 6, Sauðárkróki, sem lést mánudaginn 15. mars, verður jarð- sunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 27. mars kl. 14.00. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Sigurðsson, Birgir Guðjónsson, Soffía S. Daníelsdóttir, Svanborg Guðjónsdóttir, Sigurjón Gestsson, Ingimundur Kr. Guðjónsson, Agnes Hulda Agnarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir, Björn Sigurðsson, Sigurður Guðjónsson, Steinunn Sigurþórsdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Sigurður Örn Ólafsson og öll afabörnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát okkar ástkæru, BRYNDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR BIRNIR. Sérstakar þakkir færum við Sigurði Björnssyni, lækni, starfsfólki Landspítala við Hringbraut, Álftaneskórnum og öllum sem studdu hana í veikindum hennar. Helgi Björn Guðmundsson, Margrét Þóra Guðmundsdóttir, Davíð Örn Guðmundsson, Brynja Lúthersdóttir, Brynjar Óli Guðmundsson, Margrét Snæbjörnsdóttir, Björn Birnir, Dagur, Anna Lísa, Högni Snær, Snæbjörn Björnsson, Björn Björnsson, Ólafur Björnsson, Sigríður Björnsdóttir. Hann afi var svo sannarlega ein- stakur maður. Hann gaf okkur svo ótrúlega margt. Hann sagði oft við okkur barnabörnin að hann væri of- boðslega ríkur maður og man ég eftir því að við vorum vön að fara og leita að fjarsjóði hans um allt hús hjá honum og ömmu. Það var HANNES ÁGÚST HJARTARSON ✝ Hannes ÁgústHjartarson fæddist á Stóru- Þúfu í Miklaholts- hreppi hinn 8. júní 1924. Hann andað- ist á Sjúkrahúsi Akraness 2. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 9. mars. Í formála minn- ingargreina um Hannes Ágúst, sem birtust í Morgun- blaðinu 9. mars var rangt farið með fæðingarár Þorgerðar Bergsdóttur, eigin- konu hans, sem fæddist 24. maí 1928, og föðurnafn föður hans, Hjartar Líndals, sem var Hann- esson. ekki fyrr en maður fór að eldast að maður áttaði sig á hvað hann átti við. Afi minn var mikið glæsimenni og leit allt- af svo vel út og ef það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma þá er það hans stolta bros sem aldrei vantaði. Fjölskyldan skipti hann mestu máli . Ekkert gladdi hann jafn mikið og að vera meðal þeirra sem hann elskaði. Ég hef verið mjög lánsöm að fá að kynnast honum afa mínum og mun ég aldrei gleyma öllum þeim yndislegum minningum sem ég á um hann. Þegar við spiluðum á spil, gengum Langasandinn og gerðum báta. Nú er víst komið að litla bróð- ur mínum að fá að kynnast okkar yndislega afa. Takk fyrir allt, afi minn. Guð blessi elsku ömmu og fjöl- skylduna á þessum tíma. Megi minningarnar um hann ylja okkur. Þín bátakona Lára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.