Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 53 MIKIÐ er búið að gera fyrir mið- borg Reykjavíkur en meira stendur til. Öll fögnum við því. Nokkuð er þarna af aflögðum vöruskemm- um og úreltum iðn- aðarhúsum sem að skaðlausu mega víkja fyrir öðru sem fremur er í takt við tímann. Ekki ætlum við að leggja stein í götu þeirra stórhuga manna sem ráða ferð- inni, heldur hitt að slá varnagla ef það mætti verða til þess að fyr- irbyggja leka. Er bandamenn í seinni heimsstyrjöldinni bollalögðu innrás í Evrópu, þá sagði Churchill: „Italy is the soft belly of Europe“, sem sagt „Ítalía er hinn mjúki magi Evrópu“ og mælti fyrir því að þar yrði innrásin gerð. Þessa hugmynd má að vissu leyti heimfæra upp á miðbæinn eða Kvosina í Reykjavík. Ef satt skal segja eru fáar byggðir við Faxafló- ann opnari fyrir ágangi sjávar í hamfaraflóðum en norðurströnd Reykjavíkur frá Laugarnesi vestur að Eiði á Seltjarnarnesi. Má segja að Álftanesið sé ekki betur sett. Jónas Elíasson og Sveinn Valdi- marsson, verkfræðingar við HÍ, unnu 1993 skrá um flóðhæðir í Reykjavíkurhöfn. Þetta er gagnort og greinargott plagg. Í sjálfu sér hef ég engu við það að bæta. Hins vegar er þetta orðið tíu ára gamalt gagn og hefur á þeim tíma frekar hallast á ógæfuhliðina hvað varðar stöðu heimshafanna. Með tilliti til þess er spáð illa fyrir strandbyggð- um víða um heim vegna hækkandi sjáv- arborðs. Þess vegna er ekki óeðlilegt þótt maður verði var við ónotatilfinningu í hnakkagrófinni þegar maður sér hin stór- huga framkvæmdaplön í Kvosinni. Í skýrslum þeirra Jónasar og Sveins telja þeir að átta til tíu sinnum hafi sjávarhæð farið yfir 4,90 metra. Þó segja þeir að ým- islegt bendi til að háflóð gætu verið eitthvað algengari en undangengnir reikningar sýna. Vert er að gefa því gaum að tjón er ekki endilega bundið við hæstu sjávarföll. Vind- álag hefur afgerandi þýðingu. Dæmi eru um að Seltirningar hafi farið á bátum til Reykjavíkur, Austurvöllur hafi verið á kafi í sjó, Valhúsahæðin og umhverfi, Landa- kotshæðin og umhverfi voru eyjar. Í heild er þetta uggvænlegt plagg. Hins vegar má spyrja sig hvort ekki sé unnt að sporna svolítið á móti mestu tjónum sem verða við háa eða hæstu sjávarstöðu. Sagt er að góð ráð séu dýr en við skulum skoða það nánar. Mín hugmynd er sú, að lagðir verði varnargarðar á milli eyjanna Viðeyjar, Engeyjar, Akureyjar og Gróttu. Ef að þessu yrði horfið, þá væri strandlengjan og þar með talin gamla höfnin og kvosin laus við haf- rót, Ytri höfnin og Sundin sem heið- artjörn. Að sjálfsögðu myndi þetta kosta nokkra fjármuni en með nú- tímatækni yrði þetta auðvelt í fram- kvæmd. Enhver mundi segja að þetta yrði ljótt mannvirki. En þá spyr ég: „Hvað hugsuðu menn þegar olíu- tönkunum var plantað niður í Örfir- isey?“ Við þá framkvæmd var eynni raunverulega lokað fyrir almenn- ingi, staðnum þar sem Þórbergur Þórðarson fór í sjóböð og gerði Möllersæfingar, staðnum þar sem unga fólkið trúlofaðist og lagði plön um framtíðina. Ég hef sjálfur góða reynslu af því. Eftir að þessum möguleika var lokað entust ást- arsamböndin verr en áður. Hinn mjúki magi Reykjavíkur Oddbergur Eiríksson skrifar um Reykjavík og fyrirhugaðar framkvæmdir við höfnina ’Ef satt skal segja erufáar byggðir við Faxaflóann opnari fyrir ágangi sjávar í hamfara- flóðum en norðurströnd Reykjavíkur frá Laug- arnesi vestur að Eiði á Seltjarnarnesi.‘ Oddbergur Eiríksson Höfundur er skipasmiður í Njarðvík. ÉG hætti mér ekki út fyrir hússins dyr, því það stara allir á mig. Ég skil það vel, því ég er ljótur og leiðinlegur, illa lyktandi og ómögulegur í alla staði. Fjölskylda mín og vinir segja mér að þetta sé ekki rétt hjá mér, en ég veit betur, ég hef rétt fyrir mér, ég veit hvernig ég er og það er ekki fallegt, ég er ömurlegur. Þetta voru þær hugmyndir sem ég hafði um sjálfan mig fyrir nokkrum árum, og það var alveg sama hvað aðrir sögðu, ég var bara ákveðinn í því að ég væri alveg ómögulegur. Auðvitað sagði ég geðlækninum mínum frá þessu og hann sagði að þetta væri bara ímyndun, ekki var það til að bæta líðan mína, að vera ímyndunarveikur ofan á allt saman. Hugsið ykkur ljót- ur, leiðinlegur, illa lyktandi, ömurleg- ur og ímyndunarveikur, þetta var ekki beysið að burðast með. Ég veit að það eru fjölmargir sem eru að burðast með þessar sömu ranghugmyndir og ég fyrir nokkrum árum. En sem betur fer fyrir mig, þá fór ég smátt og smátt að trúa því sem aðrir sögðu, ég fór að hætta að hanga í þessari ótrúlegu neikvæðni um sjálf- an mig. Ég reyndi að breyta hugsanagangi mínum svolítið. Hvað með það þótt sumir stari á mig? Það er þó tekið eftir mér. Og ef ég lykta svona illa, þá fer ég bara í bað og þvæ mér. Hvað með það þótt sumum finnist ég leið- inlegur? Öðrum finnst ég kannski skemmtilegur. En fyrst og fremst þá reyni ég að hlúa að sál minni, ég reyni að nota allt það jákvæða sem ég hef. Og horfi fram hjá því sem ég hef ekki. Ég þakka fyrir það sem Guð hefur gefið mér. Ég get séð (nota að vísu gleraugu). Ég heyri (þokkalega). Ég get gengið og er ekki líkamlega fatlaður að neinu leyti. Og ég hef hjarta sem slær bara nokkuð vel. Þetta er eitthvað sem ég þakka fyrir á hverjum einasta degi! Ég vona svo sann- arlega að það fólk sem lif- ir og hrærist í sínum nei- kvæðu hugsunum geti fundið sínar jákvæðu hliðar og farið að byggja líf sitt í kringum það. Og reynum endilega að trúa því að við erum betri en við höldum. Ég get lofað ykkur því að við erum miklu betri en við getum ímyndað okkur. Þökkum fyrir það sem við höfum Bergþór Grétar Böðvarsson skrifar um ranghugmyndir Bergþór G. Böðvarsson ’Ég get lofaðykkur því að við erum miklu betri en við get- um ímyndað okkur.‘ Höfundur greindist með geð- hvarfasýki fyrir 15 árum, fyrir 1 ári byrjaði hann að vinna í 50% starfi hjá Múlalundi. Í dag er hann virkur með- limur í notendahópi Hugarafls. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M BL 2 36 28 03 /2 00 4 Kemur næst 31. mars Finndu fimmtíu og fjórar villur Fylgir frítt me› Morgunbla›inu - fæst einnig í öllum helstu bókaverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.