Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 38
DAGLEGT LÍF 38 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 1 w w w. g u l a VORIÐ ER Vertu vel upplýstur með ljósum frá Ljósbæ Faxafeni 14 s. 568 0850 Fyrir páska og fermingar 50% afsláttur PERLU: JAKKAR, SJÖL TOPPAR og BRJÓSTAHÖLD Mikið úrval fermingargjafa Sigurstjarna Bláu húsin v/Fákafen s. 588 4545 Ný og glæsileg verslun Allir eru góðir í einhverju ogenginn er góður í öllu,“sagði nemandi á kynningu móðurskóla í Reykjavík. Sýningin heldur áfram í dag í Borgarleikhús- inu og á morgun. Einnig eru nokkr- ir skólar með opið hús. Blaðamaður vatt sér á sýninguna í anddyri Borgarleikhússins. Sýn- ingin er litrík og sýnir hugvit kenn- ara, nemenda og foreldra. Hún er hólfuð niður í bása og við einn þeirra sat karlmaður og skapaði muni úr pappír með fíngerðu munstri. Hann er foreldri barns í Austurbæjarskóla og kennir þetta handverk þar. „Ég bý til hluti sem ég finn upp sjálfur og mér finnst gaman að kenna börnum að skapa með papp- ír,“ segir K. Jayantha Lankathilaka og er iðinn við verkið. Bergur Tóm- asson kennari við skólann segir að Jayantha hafi t.d. skreytt Austur- bæjarskóla fyrir síðastliðin jól, t.d. með páfuglum úr pappír. Jayantha og fjölskylda eru frá Sri Lanka þar sem hann kenndi áður dans og krikket og vann á mat- sölustað. Konan hans Irang- ane kom hingað fyrir þremur árum til að vinna á Elliheimilinu Grund, og fyrir ári kom maðurinn hennar og fjögur börn: þrír synir og dóttir. Hún sagðist mjög ánægð að Jayantha hefði fengið vinnu og þakkar það skóla- stjóra og starfsfólki í Austur- bæjarskóla. Á sýningunni í Borgarleikhúsinu býður Irangane upp á gómsætar bollur sem hún bakar eftir uppskrift frá Sri Lanka, gerðar úr kartöflum, fiski, olíu og eggjum. „Við rákum matsölustað á litlu hóteli á Sri Lanka og unnum þar öll,“ segir hún. Dóttir þeirra var með þeim á sýn- ingunni en hún heitir Thejani Lank- athilaka og er í 5. J.M. í Austurbæj- arskóla. „Ég hef verið hér í eitt ár, kom í febrúar í fyrra,“ segir hún en kenn- arinn hennar heiti Jónína Margrét Jóns- dóttir. „Tveir bræður mínir eru í Austurbæjarskóla en sá elsti er í Iðnskól- anum,“ segir hún og bætir við að hún sé að verða 12 ára. „Mér finnst gaman að læra ís- lensku og þakka sérstaklega Lenku og Dagnýju sem kenna mér hana,“ segir hún en henni finnst einnig mjög gaman í stærðfræði. Hún er ánægð í skólanum og segist læra að smíða, syngja og dansa. „Ég dans- aði t.d. á sýningu í Sumarskólanum síðasta sumar, og ég hef einnig dansað fyrir forseta Íslands,“ segir hún. Fræðsla um móðurskólana Þeir sem vilja kynna sér fjöl- menningarlega kennsluhættu í Austbæjarskóla geta farið þangað í heimsókn í dag á opið hús milli kl. 8.05 og 10.30. Eða skotist í Borg- arleikhúsið og kynnt sér móð- urskólana í Reykjavík. Móðurskólar í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2003–2004 eru: Háteigsskóli í list- og verk- greinum, Korpuskóli í þróun kennsluhátta, Melaskóli í nátt- úrufræðum – tækni og vísindum, Hamraskóli í tengslum leik- og grunnskóla, Hlíðaskóli í list- og verkgreinum, Foldaskóli í nýsköp- un, Austurbæjarskóli í fjölmenning- arlegum kennsluháttum, Breiða- gerðisskóli í þróun kennsluhátta, Álftamýrarskóli í tungumálum og Selásskóli í umhverfismennt.  SKÓLAR | Fjölmenning Allir góðir í einhverju Thejani Lankathilaka í Aust- urbæjarskóla tók þátt í sýn- ingu móðurskóla í Reykjavík – sem kynna frumkvöðlastarf sitt fyrir áhugasömum í Borgarleikhúsinu. guhe@mbl.is TENGLAR .............................................. www.grunnskolar.is Í dag kl. 14.30–16.30 í Borgarleik- húsinu kynnir Jenný Harðardóttir nemandi í Háteigsskóla dagskrána.  Kynning frá Foldaskóla – móð- urskóli í nýsköpun: Andrea Burg- herr kennari kynnir Foldaskóla sem móðurskóla í nýsköpun og segja nemendur og kennarar frá nýsköpunarstarfi sínu.  Kynning frá Háteigsskóla – móð- urskóli í list- og verkgreinum. Ása Helga Ragnarsdóttir leiklist- arkennari kynnir Háteigsskóla sem móðurskóla í list- og verkgreinum. Leiklist í kennslu sýnd.  Sigríður Jóhannsdóttir og Ólafur Guðmundsson kennarar kynna Hlíðaskóla sem móðurskóla í list- og verkgreinum. Sýnt verður atriði úr Kardimommubænum.  Opið hús verður í Austurbæj- arskóla (kl. 8.05–10.30), Melaskóla (13.50–14.40), Breiðagerðisskóla (8.30–9.30) og Álftamýrarskóla (s. 570 8100 í samráði) í dag, sjá: www.grunnskolar.is. Dagskrá dagsins M or gu nb la ði ð/ Ji m S m ar t Fjölskyldan sá um sýningarbás Austurbæjarskóla: Jayantha, Thejani og Irangane. Litríkt: Pappablóm í vasa. Bollur Irangane: Að hætti Sri Lanka-búa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.