Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAMKÓR Mýramanna er að vinna að upptöku á geisladisk og hélt af því tilefni tónleika í Seltjarnarnes- kirkju laugardaginn 13. mars. Starf áhugamannakóra af þessu tagi er og hefur lengi verið stór og ómissandi hlutur af okkar menningu og verður vonandi um ókomin ár og mikið af okkar kórtónlist er einmitt samin fyrir slíka kóra. Samkórinn er nokk- uð stór en styrkleikahlutfall milli raddanna er dálítið ójafnt. Bassinn er fámennasta röddin og jafnframt sú veikasta og átti til að hverfa, sér- staklega í fyrri hlutanum. Altinn var einnig fullhæverskur í tónstyrk sem gerði að sópraninn og tenórinn héldu uppi styrknum og heildarhljómgun kórsins var þess vegna ekki alltaf í góðu jafnvægi. Sópraninn var stund- um fullstífur í tónstöðu sem gerði háu tónana oft óhreina og stífa, en átti líka oft góða spretti. Tenórinn var nokkuð sterkur en því miður ekki alltaf hreinn innbyrðis og átti til að magalenda illa í lokahljómum laga. Þessar tvær raddir hljómuðu stundum eins og þær væru þreyttar. Sennilega hefur nærvera hljóðnem- anna gert kórinn dálítið óstyrkan. Allavega hefur undirritaður heyrt til kórsins áður og þá söng hann mun hreinna og betur afslappaður og einnig betur samtaka. Á efnisskránni voru 16 lög úr ýms- um áttum. Allt voru þetta smálög sem gera ekki miklar kröfur til kórs- ins og efnisskráin kannski aðeins of einlit þannig að kórinn þreytist fyrr. Meiri skerpa í framburði og betri hendingarmótun hjálpar kórnum í tónstöðunni og gerir allan flutning mun ákveðnari. Blíðasti blær eftir Óðin Þórarinsson var fyrsta lagið og var vel sungið af kórnum, hreint og samtaka með undirleik á píanó og harmonikku. Auk þess voru lögin Vegir liggja til allra átta með fallegri dýnamík og Íslandslag Björgvins Guðmundssonar með einsöng Stein- unnar Pálsdóttur þau lög sem kórn- um tókst best upp í fyrir hlé. Eftir hlé tókst kórnum mun betur upp og undirraddirnar komu betur fram og jafnvægið varð betra en nokkur lög voru ennþá mjög óhrein á meðan önnur voru nokkuð góð. Bestu lögin þar voru Alparósin, Þú ert aldrei einn á ferð, Faðmlög og freyðandi vín og Vorið eftir Pétur Sigurðsson þar sem Kristján Magn- ússon söng einsöng sem því miður leið fyrir að kórinn söng með honum, jafnvel sömu laglínu og söng það sterkt að Kristján kaffærðist á köfl- um. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir lék afbragðsvel á flygilinn og gerði sitt til að hjálpa og styðja við bakið á kórnum. Sömuleiðis var harmon- ikkuleikur Steinunnar góður. Jónína stjórnaði af mikilli röggsemi og sló taktinn mjög markvisst, kannski um of þar sem sjarmi sumra laganna liggur einmitt í því að laglínan og tempóið fljóti svolítið frjálst, einnig mætti hjálpa röddunum betur þar sem þær eiga erfitt. Mikil sönggleði kórsins setti sinn svip á tónleikana og skapaði ágæta stemningu. Sinfónískur blástur Það virðist hafa farið framhjá mörgum að sunnudaginn 14. mars var hér á ferðalagi sinfónísk blásara- sveit frá Ameríku sem var á tón- leikaferð um Evrópu. Hér var nefni- lega alls ekki á ferðinni band sem leikur marsa og hefðbundna lúðra- sveitartónlist. Nei, þetta var stór sinfónísk hljómsveit skipuð langt komnum tónlistarnemum úr háskól- anum í Wisconsin-River Fall sem lék mjög fjölbreytta og vandaða efnis- skrá. Hljómurinn var mjög fylltur, hreinn og mjúkur og leikurinn fág- aður en ákveðinn. Tónleikarnir hófust á ástarsöngn- um fræga eftir Bach, If Thou Be Near, þar sem mjúkur hljómurinn gjörsamlega fyllti kirkjuna af hljóm og tónleikagestir voru ekki sviknir í framhaldinu. Af fjölbreyttri efnis- skránni má nefna Tvö fanfare þar sem styrkur og fjölbreytni hljóm- sveitarinnar var kynntur. Rondoið úr Es-dúr hornkonsertinum eftir Mozart í útsetningu eftir Bardeen var hreint frábært en þá komu horn- leikararnir sjö fram fyrir og léku saman einleikinn á móti hljómsveit- inni svo tandurhreint og silkimjúkt. Tilbrigði Rimsky-Korsakovs yfir stef eftir Glinka í útsetningu eftir McAlister var virkilega vel gert með glæsilegum óbóleik Heather Strutt á móti hljómsveitinni. Síðast lék hljómsveitin verkið Praise to the Lord eftir Vaclav Nelhybel sem byggist á þremur þekktum sálma- lögum (Lof sé þér, Guð, þín líkn ei þver, Lofið vorn Drottin og Nú gjaldi Guði þökk) sem öll voru kynnt og síðan leikin og fléttuð saman þar sem stefin hlaupa á milli hljóðfæra- flokka og var þetta stórglæsilegur endir á góðum tónleikum. Það fer ekki á milli mála að unnendur góðrar blásaratónlistar sem misstu af þess- um tónleikum misstu af miklu. Kórsöngur og glæsilegur blástur TÓNLIST Seltjarnarneskirkja KÓRTÓNLEIKAR Samkór Mýramanna. Einsöngvarar: Steinunn Pálsdóttir sópran og Kristján Magnússon tenór. Hljóðfæraleikarar Dóra Erna Ásbjörnsdóttir á píanó og Steinunn Pálsdóttir á harmonikku. Stjórnandi Jónína Erna Arnardóttir. Laug- ardagurinn 13. mars 2004, kl. 15. Langholtskirkja SINFÓNÍSKIR BLÁSARATÓNLEIKAR The University of Wisconsins-River Falls Symphony Band. Stjórnandi Kristin Tjornehoj. Einleikari á óbó Heather Strutt. Sunnudagurinn 14. mars 2004, kl. 20. Jón Ólafur Sigurðsson AÐRIR tónleikar í tónleikaröðinni „Með ungu tónlistarfólki“ sem stendur yfir í Seljakirkju verður í dag kl. 18. Það er organisti kirkj- unnar, Jón Bjarnason, sem stendur fyrir þessari tónleikaröð. Um er að ræða orgel- og söng- tónleika og eru flytjendur 16 manna kór sem kallast kammerkór Selja- kirkju. Hann skipar ungt söngfólk sem hefur lagt stund á söngnám og eru flestir enn að læra. Kórinn syng- ur valda kafla úr mótettunni Jesu meine freude eftir Johann Sebastian Bach ásamt tveimur góðkunnum lögum: heyr himnasmiður eftir Þor- kel Sigurbjörnsson og Friður á jörðu eftir Árna Thorsteinsson í því lagi syngur Hugi Jónsson einsöng. Stjórnandi er Jón Bjarnason. Hugi syngur svo einsöng í Betrachte meine Seel. sem er Aríoso úr Jóhannesarpassíu Bachs. Lára Hrönn Pétursdóttir mun syngja þrjár Aríur úr Stabat Mater eftir Pergolesi. Jón leikur á orgel Prelu- díu í D-dúr eftir Jóhann Sebastian Bach og Orgelsónötu nr 6 sem er um sálminn Vater unser (Faðir vor þú sem ert á himnum). Ungir söngv- arar syngja í Seljakirkju Morgunblaðið/Jim Smart ÁRLEG barnabókaráðstefna hefst í Gerðubergi kl. 10.15 á morgun. Yf- irskriftin að þessu sinni er börn og leikhús en fyrirlesarar eru Silja Að- alsteinsdóttir, Harpa Arnardóttir og María Reyndal. Auk fyrirlestra verður frumlutt örleikrit úr leikrita- samkeppni sem haldin var meðal Sí- ung-félaga í tilefni af ráðstefnunni. Stjórnandi ráðstefnunnar er Jón Hjartarson. Dagskráin stendur til kl. 14 en í lok ráðstefnunnar eru al- mennar umræður um fyrirlestrana. Að ráðstefnunni standa, Ibbý, Sí- ung, Skólasafnamiðstöð Reykjavík- ur, Félag skólasafnskennara, Borg- arbókasafnið. Upplýsing og Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Aðgangur er ókeypis. Ráðstefna um börn og leikhús Snorri Wium tenórsöngvari og Jónas Ingi-mundarson píanóleikari halda tónleika íSalnum á morgun, laugardag kl. 16. Þeirflytja lagaflokkinn „Dichterliebe“, Ástir skáldsins, eftir Robert Schumann við ljóð Heine. Að auki flytja þeir íslensk sönglög og átta lög eftir Tryggva M. Baldvinsson og hafa sum þessara laga ekki verið flutt áður. Lagaflokkur Schumanns er af mörgum talinn eitt fegursta verk tónskáldsins og meðal mest fluttra sönglagaflokka sögunnar. Hefur þú sungið hann áður, Snorri? „Nei ég hef aldrei flutt hann áður og hlakka til að takst á við flutninginn með píanóleikara sem hefur yfir jafnmikilli reynslu og færni að búa og Jónas. Þarna er farið á allan tilfinningaskalann og fékk ég aðeins að kynnast því sl. mánudag á nám- skeiði Jónasar „Hvar ertu tónlist“. Þar var laga- flokkurinn kynntur og vorum við Hjalti Rögn- valdsson leikari gestir Jónasar. Það er alveg dásamlegt að fá að snerta á verkunum fyrir tón- leika, eins og gert var þarna, en það er samt aldrei generalprufa fyrir tónleika. Alveg sama hversu lengi maður æfir, þótt maður vildi þá getur maður ekki gefið allt, fyrr en á lokastund, fyrir framan áheyrendur. Þá fyrst stendur maður frammi fyrir raunveruleikanum.“ Hvers vegna náðu þeir svona vel saman Schu- mann og Heine? „Þeir voru að mörgu leyti líkir persónuleikar og bjuggu yfir svipuðum skapgerðareinkennum m.a. voru báðir ofurviðkvæmir. Þegar Schuman semur lagaflokkinn árið 1840 er ástarsamband hans við Clöru Wieck í fullum blóma, enda gengu þau í hjónaband seinna það ár. Schumann var þá þrí- tugur og hafði þá þegar samið mörg af glæsileg- ustu verkum sínum fyrir píanó. Undir áhrifum af þeim fölskvalausu tilfinningum sem hann bar til hennar sneri hann sér af alvöru að sönglögum. Þessi ósvikna tilfinning fyrir skáldskap gerði hon- um kleift að komast í beint samband við ástríðuna, biturleikann, þunglyndið og tilfinningaauðgina, sem einkenndu skáldskap Heines. Ljóðin eru 16 og spanna ólík svið, allt frá því að vera lítil við- kvæm lög yfir í meiri dramatík. Það sem mér finnst einkennandi við þennan ljóðaflokk er að þarna ríkir fullt samræmi frá upphafi til enda. Það er ekki bara í ljóðunum sem tilfinningum er lýst, heldur segir músíkin jafnmikið, ef ekki meira, um þá tilfinningadýpt sem um ræðir.“ Eru flytjendur ekki uppgefnir eftir svona til- finningaríka tjáningu? „Jú, það er engu um það logið, það tekur á. Til þess að koma í veg fyrir að maður fari grátandi heim eftir tónleikana fetum við okkur eftir hlé út- úr tilfinningahafinu yfir í íslensku sönglögin. Fyrst flytjum við fjögur kunn sönglög eftir Sigfús Einarsson, Gígjuna, Draumalandið, Sofnar lóa og Augun blá. Þau eru samin á svipuðum tíma og eru keimlík en ég hef ekki flutt þau í heild áður. Síðan er skrefið stigið í átt að kómedíunni því við flytj- um í lokin átta ljóð eftir Þórarin Eldjárn við lög Tryggva M. Baldvinssonar. Lögin eru samin á árabilinu 1995–2001 en Tryggvi hefur ekki gefið þau út sem ljóðaflokk, en þau eru öll samin í svip- uðum anda, nokkurs konar revíustíl. Bæði húmor í texta og tónlist, þeir tveir, Tryggvi og Þórarinn, eru miklir húmoristar.“ Auk þess að hafa sína tónlistarmenntun er Snorri einnig fullnuma málarameistari og starfar við það þegar söngnum sleppir. Hvernig ætli það sé þegar hann syngur, sér hann þá liti? „Já stundum. Litir geta kallað á tóna og tónar á liti. Ég myndi t.d. gefa ljóðaflokki Schumans blóð- rauðan tón, en pensillinn er heima, tónalaus,“ seg- ir Snorri og skellihlær. Ljóðaflokkur Schumanns hefur blóðrauðan tón Morgunblaðið/Jim Smart Jónas Ingimundarson og Snorri Wium æfa efnis- skrá tónleikanna sem verða í Salnum á morgun. helgag@mbl.is SIGURÐUR Örlygsson myndlist- armaður opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, kl. 15 á morgun, laugardag. Á sýningunni verða 25–30 nýjar myndir en í verkum sínum beitir listamaðurinn samblandi af ljós- mynd, frjálslega unnu málverki og skúlptúr. Í myndunum má sjá þróun þeirra aðferða og tækni sem eru einkenn- andi fyrir Sigurð enda þótt við- fangsefnið sé annað og nýtt. Nú sækir hann myndefni sitt í úrgang neyslusamfélagsins, sem hlaðist hefur upp og er orðið eitt mesta umhverfisvandamál vestrænnar menningar. Hlutum sem lokið hafa hlut- verki sínu breytt í nýja hluti Með markvissum hætti nýtir hann hluti sem lokið hafa hlutverki sínu í myndirnar, leikur sér með formið og breytir í nýja. Sýningin stendur til 21. apríl. Hún er styrkt af endurvinnslu- og þjóðþrifafyrirtækinu Hringrás. Morgunblaðið/Golli Sigurður Örlygsson hengir eitt verka sinna á vegg Listhúss Ófeigs. Úrgangur verður hvatning til myndverka TÓNLEIKAR Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Neskirkju kl. 14 á morgun, laugardag. Á efnisskrá eru Stúlkan frá Arl- és, Svíta nr. 2 í útsetningu Fritz Hoffmann eftir Georges Bizet, Konsert fyrir fagott og hljómsveit í F-dúr op. 75 eftir Carl Maria von Weber, en þar er einleikari á fagott Sigríður Kristjánsdóttir en hún lýkur burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík á þessu vori. Lokaverkið á tónleikun- um er sinfónía í h-moll (ófull- gerða sinfónían) D 759 eftir Franz Schubert. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Þetta eru seinni tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskól- ans í Reykjavík á þessu skóla- ári þar sem nemendur skól- ans leggja til atlögu við stórmeistara tónlistarsögunn- ar. Lagt til atlögu við stórmeistara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.