Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 52

Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ar til æskuáranna í Eyjum. Við vin- konurnar hittumst fyrst sex ára í stubbó og höfum alltaf haldið sam- bandi síðan. Margs er að minnast frá áhyggjulausum árum bernskunnar enda margt brallað. Það var sama hvað við gerðum: Sveina var alltaf hrókur alls fagnaðar. Hún þekkti alla í bænum enda opin og skemmtileg og átti auðvelt með að umgangast fólk og við hinar nutum góðs af því. Árin í Eyjum liðu við leik og störf og minn- ingarnar þaðan eru allar góðar. En síðan tók alvaran við. Við fórum í burtu til náms og starfa, eignuðumst fjölskyldur og fjarlægðir skildu okk- ur að um lengri og skemmri tíma. Við hittumst þó alltaf á árgangsmótum og við önnur hátíðleg tækifæri. En þó að stundum liði langt á milli samveru- stunda var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Sveina var glaðlynd, dug- leg og skemmtileg og hafði ótrúlega gott minni og skemmtilega frásagn- arhæfileika sem gerði allar okkar samverustundir ógleymanlegar. Eitt árið þegar við vorum á ár- gangsmóti var ákveðið að hittast í Lúxemborg þar sem ein okkar býr. Það leið ekki á löngu þar til Sveina dreif í þessu og hringdi í okkur vin- konurnar og sagðist vera búin að finna góða miða til Lúx. Við hittumst þar allar ásamt mökum og áttum saman ógleymanlegar stundir: Dreyptum á kampavíni og hlógum endalaust. Gleymdum okkur algjör- lega og hurfum langt aftur í tímann. Við héldum að það hlyti að vera kampavínið sem gerði þetta svona skemmtilegt. En það var ekki það. Það var gleðin yfir því að vera saman og rifja upp gömlu góðu dagana í Eyjum. Við vinkonurnar munum sakna Sveinu óumræðilega og sjáum hana fyrir okkur með útbreiddan faðminn, breiða brosið sitt og heyrum dillandi hláturinn. Við erum þakklátar fyrir þær perlur sem hún skilur eftir í minningasjóði okkar. Við sendum þér, kæri Finnbogi, og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveður. Margrét Rósa, Guðrún Helga, Elín Ágústa og Brynhildur. Genginn er góður vinur og trygg- ur, gestrisin kona og hlý, brosmild og björt í minningunni. Við kynntumst fyrst öll fjögur á ár- unum kringum 1980 þegar Finnbogi fékk Þorstein til verka í kringum sig í iðnaðarráðuneytinu, en þeir höfðu kynnst sem nemandi og kennari og í pólitísku starfi í Háskólanum tíu ár- um fyrr. Störf Sveinu sem geðhjúkrunar- fræðings og Sigrúnar sem félagsráð- gjafa tengdu þær fljótt saman og eft- ir að Sveina tók að sér ábyrgðarmikil störf að fjölskyldu- og félagsmálum á landsbyggðinni urðu umræðuefnin seint tæmd. Finnbogi og Sveina voru vinir af því tagi sem eru eins og maður hafi alltaf þekkt þá og það sé þarafleið- andi sjálfsagður hlutur að þau kynni standi af sér allan sjó. Aðeins dauð- inn einn getur slitið slík vináttubönd sem verða til fyrirhafnarlaust eins og af sjálfu sér. Það hefur hann nú gert gagnvart Sveinu og skilið eftir skarð sem aldrei verður fyllt. Við minnumst margra ánægju- stunda við skemmtilegar samræður um svo margt sem var sameiginlegt: lífsskoðanir, viðhorf og verklag, sam- félagsmál og barnauppeldi, vonir og vandamál í störfum, og yfirhöfuð „lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf“. Gestrisni þeirra hjóna var þvílík að það mun seint gleymast þeim sem kynntust henni. Við áttum því láni að fagna að heimsækja þau bæði á Ak- ureyri og á Norðfirði og minningar frá þeim heimsóknum eru grópaðar í hugann; þvílík elskulegheit og örlæti í bland við andlegt fjör af bestu gerð! Sveina og Finnbogi voru afar sam- rýnd og samstillt þó að sjólagið kringum þau breyttist heldur betur á vegferð þeirra, frá tímum bítla og uppreisnar undir merkinu 68 og til gerólíkra strauma og hlutverka á síð- ari árum. Hjónaband þeirra var fal- legt og traust, einkenndist af gagn- kvæmri aðdáun og heilindum gegnum þykkt og þunnt. Við vitum að missir Finnboga er mikill og hugur okkar er hjá honum og dætrunum og fjölskyldum þeirra. Vonandi munu minningarnar og lífskrafturinn sefa sorg þeirra með tímanum. Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. Nú er hún Sveina dáin. Þessi ljúfa og góða kona sem alltaf var svo glöð og hlýleg hefur verið hrifsuð burt í blóma lífsins. Okkur hjónin langar til að minnast þessarar kæru vinkonu okkar með örfáum orðum. Við kynntumst þeim Sveinu og Finnboga þegar á háskólaárunum, fyrir meira en þrjátíu árum síðan. Það fór vel á með okkur. Við áttum samleið í skoðunum okkar á sam- félagsmálum, stjórnmálum og al- mennum lífsviðhorfum. Þessi upp- haflegu kynni voru endurnýjuð á níunda áratugnum, er fjölskyldurnar höfðu báðar snúið aftur til Íslands að afloknu áralöngu námi erlendis. Lífs- starfið var hafið. Við vorum öll upp- tekin við að sinna okkar störfum. Jafnframt fjölgaði í fjölskyldunum og börnin tengdu okkur einnig saman. Það var alltaf svo gaman að hitta Sveinu og Finnboga. Það var sama hvert tækifærið var; formleg heim- boð, veiðiferðir, afmæli eða kokkteil- boð; Sveina var alltaf jafn hjartanleg og innileg. Aldrei brást það að hún breiddi hún út faðminn og faðmaði okkur að sér eins og við værum nánir ættingjar sem ekki hefðu sést í ára- raðir. Í veikindum sínum stóð Sveina sig eins og hetja. Lund hennar var söm og jöfn. Hún var æðrulaus og eins hjartanleg og innileg og hún hafði alltaf verið. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Finnboga, dætranna tveggja, þeirra Estherar og Rögnu, og dótt- ursonarins, hans Finnboga yngri. Þau hafa mikið misst. Nú verða þau eins og við hin að láta okkur nægja minningar um sannkallaða afbragðs- konu. Anna og Ragnar. Sveinborg verður öllum eftir- minnileg sem henni kynntust, hjartahlý, glaðvær og greind. Hún er nú fallin frá á miðjum aldri og verður sárt saknað af þeim fjölmörgu sem áttu með henni samleið. Missir eig- inmanns, dætra og annarra nánustu er auðvitað mestur, en geislunin frá Sveinu náði langt út fyrir kunningja- hóp fjölskyldunnar. Í starfi sínu að félagsmálum og ráðgjöf leitaðist hún sem geðhjúkrunarfræðingur við að létta sem flestum hversdaginn og leita lausna oft á erfiðum málum fjöl- skyldna og einstaklinga. Ég kynntist Sveinu eftir að Finn- bogi eiginmaður hennar réðist til iðn- aðarráðuneytisins 1979 en þá voru þau nýkomin frá námi erlendis. Það duldist engum að þar fóru afar sam- rýnd hjón sem nutu stuðnings hvort af öðru í lífi og starfi. Eftir dvöl á Akureyri um tíma fluttist fjölskyldan til Neskaupstað- ar, þar sem Sveina stóð fyrir fallegu heimili þeirra hjóna og starfaði jafn- framt sem félagsráðgjafi, um skeið bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Bæði áttu þau ættir að rekja á þessar slóðir og það hefur eflaust átt sinn þátt í að þau hösluðu sér lengi völl ut- an höfuðborgarsvæðisins. Ógleyman- legar eru heimsóknirnar til þeirra heima á Norðfirði þar sem saman fór besta atlæti í mat, fallegt borðhald og umræðuefni sem lyftu huganum yfir hversdaginn. Dæturnar áttu þar sín æsku- og uppvaxtarár og heimilisfað- irinn lagði sig fram á vettvangi at- vinnulífs bæjarins með þeim árangri að athygli vakti um land allt. Saman unnu þau hug og hjörtu samstarfs- manna þar í bæ og ræktuðu þau tengsl eftir að haldið var til verka annars staðar fyrir fimm árum. Við Kristín þökkum Sveinu sam- fylgdina og þá gleði og stuðning sem hún veitti öðrum á meðan kraftar frekast leyfðu. Öllum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Eitt líf fer og annað kemur. Sunnu- dagsmorgun 14. mars fengum við hjón tvær upphringingar. Hin fyrri var frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri, dóttursonur var fæddur og við hlustuðum á andardrátt hans, fyrstu andartökin í lífi hans. Nokkr- um andrám síðar hringdi vinur okkar Finnbogi, Sveina hafði skilið við skömmu fyrir miðnætti kvöldið áður. Við kynntumst Sveinu og Finn- boga á 9. áratugnum, en þá fluttu þau með dætur sínar til Akureyrar og bjuggu þar í nokkur ár. Leiðir okkar lágu fyrst saman í bæjarmálapólitík- inni, en að auki unnum við konurnar saman, reyndar aldrei á sama vinnu- stað, en ætíð þó að sömu málefnum og sátum við oft saman á löngum og ströngum fundum. Einmitt þar þró- aðist einlæg vinátta á milli okkar tveggja sem aldrei rofnaði þótt leiðir okkar skildi síðar og margar dagleið- ir yrðu á milli okkar. Sveina virtist búa yfir sjötta skilningarvitinu því hún skildi öðrum mönnum betur svo ótal margt í mannlegu eðli og fram- komu og hjálpaði mér og öðrum að glíma við mörg erfið viðfangsefni. Að leita til Sveinu með sálfræðileg verk- efni var hrein unun, hún hafði óþrjót- andi áhuga og elju og átti alltaf tíma. Við týndum líka stundum tímanum þegar við vorum saman að þræða vegina órannsakanlegu, ég minnist þess t.d. þegar við eitt sinn vorum saman í flugferð til Stokkhólms svo niðursokknar við að leysa lífsþrautir að við fórum í ógáti út úr vélinni á flugvellinum í Ósló þar sem vélin millilenti og vorum komnar hálfa leið inn að húsi þegar við áttuðum okkur. Sem betur fer sátum við aftast í vél- inni og gátum laumast aftur inn að aftan svo lítið bar á. Minningin um þennan atburð og fleiri góða voru oft rifjaðir upp og mátti ekki á milli sjá hvor hló hjartanlegar. Í desember sl. hittumst við í síð- asta sinn, Sveina spaugsöm og hygg- in sem endranær, vissulega lúin, en svo æðrulaus og friðsöm að kveðju- stundin varð falleg og geymist sem minning um einstaka konu. Finnbogi minn, Esther, Ragna, litli Finnbogi og aðrir aðstandendur, við Brynjar og fjölskylda sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur. Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Barátta Sveinu er á enda. Síðustu metrar ævivegarins voru á brattann, torfærir og erfiðir. En þegar veru- lega reynir á menn, eru sumir sem sýna innri styrk og æðruleysi, sem öðrum virðist vera ofurmannlegrar náttúru. Þannig var Sveina. Ég kynntist Sveinu fyrir hálfum öðrum áratug eftir að leiðir okkar Finnboga lágu saman í stjórn Olíu- verzlunar Íslands og vegna lög- mannsstarfa minna fyrir Samherja og Síldarvinnsluna. Sveina var hluti af þeirri tilveru, er tilheyrir því fólki sem á sína kjölfestu í þessum fyrir- tækjum. Þegar dagsstritinu lýkur, er andanum á stundum lyft á æðra plan. Í góðra vina hópi var Sveina geislandi af lífsgleði og smitandi glaðværð. Þannig verður hennar minnst. Margar góðar samverustundir koma fram í minningunni þegar hug- urinn reikar á kveðjustund. Lífið bjart og við í blóma lífsins. En auðvit- að var til mótlæti sem okkur fannst á stundum skipta máli. Það var áður en helgreipar sjúkdóma læstu sig í Sveinu. Eftir það skiptir minni háttar mótlæti ekki máli. Stjórn og framkvæmdastjórn Olíu- verzlunar Íslands minnast Sveinu með virðingu og þakklæti fyrir sam- ferðina á liðnum árum. Við Helga geymum dýrmæta minningu um góðan vin. Við færum Finnboga, Esther og Rögnu hlýjar kveðjur. Megi almáttugur Guð veita þeim styrk í sorginni. Gísli Baldur Garðarsson. SVEINBORG HELGA SVEINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sveinborgu Helgu Sveinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. LAUGARDAGINN 20. mars var haldið Framhaldsskólamótið í brids eftir nokkurra ára hlé. 6 sveitir frá fjórum skólum tóku þátt í mótinu. Spiluð var sveitakeppni, 8 spila leikir, allir við alla. Sveitin Böðvar frá Menntaskól- anum við Sund sigraði með nokkr- um yfirburðum. Í sveitinni spiluðu Þorvaldur Guðjónsson, Ívar B. Júl- íusson, Magnús B. Bragason og Grímur F. Kristinsson. Lokastaðan: Sv. Böðvar/ MS 112 MK 87 Boyfriends/ MK 86 MH 2 65 FSu 56 MH 1 30 Undankeppnin hefst í dag Undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni hefst í dag kl. 13 með fundi fyrirliða en spilamennskan hefst kl. 14. Að þessu sinni er spilað í fjórum riðlum um 12 sæti í úrslitum. Þrír leikir verða spilaðir í dag, fjórir á morog tveir á sunnudag. Spilað er í Síðumúla 35 og 37. Keppnisstjórar eru Björgvin Már Kristinsson og Eiríkur Hjaltason. Stefanía Skarphéðinsdóttir fram- kvæmdastjóri Bridssambandsins verður mótsstjóri. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 21. mars var spilað fyrsta kvöldið í þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Þátttaka hefur jafnan verið meiri í vetur, en að þessu sinni skráðu 9 sveitir sig til leiks. Spiluð voru 32 spil, 4 spil milli sveita og eftirtaldar sveitir náðu besta skorinu, meðalskor 576: Vinir 640 Jón Stefánsson 606 Sigurður 596 Sveitin við sundin 592 Esjugrund 580 Annað spilakvöldið í þessari keppni fer fram mánudaginn 28. mars. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á fjórtán borð- um mánudaginn 22. marz. Miðlung- ur 264. Beztum árangri náðu: NS Heiður Gestsd. – Þórdís Sólmundard. 304 Díana Kristjánsdóttir – Ari Þórðarson 303 Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 301 Auðunn Bergsveinsson – Viðar Jónss. 298 AV Oddur Jónss. – Sigurjón H. Sigurjónss. 314 Guðjón Ottósson – Guðm. Guðveigss. 305 Valdimar Lárusson – Einar Elíasson 300 Viggó M. Sigurðss. – Þórhallur Árnas. 287 Bifrestingar efstir hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar MÁNUDAGINN 22. mars lauk loksins sveitakeppni félagsins. Bi- frestingar leiddu mótið frá upphafi og þótt þeir gæfu heldur eftir í lok- in var sigurinn aldrei í raunveru- legri hættu. Þeir sem spiluðu fyrir Bifröst voru Hlynur Angantýsson, Hörður Gunnarsson, Ásgeir Ás- geirsson og Ómar Ómarsson en þeir nutu jafnframt stuðnings Ragnheiðar, Ólafar og Ingimundar Bifrastarnema. Þetta er í fyrsta sinn sem Bifrestingar taka þátt í starfi Bridsfélags Borgarfjarðar og er óskandi að þeir verði reglulegir gestir í framtíðinni. Annað sætið kom í hlut Kristjáns Axelssonar í Bakkakoti en með honum spiluðu Örn Einarsson í Miðgarði og þeir Varmlendingar Flemming Jessen og Guðmundur Þorsteinsson. Keppnin um þriðja sætið er búin að vera hörð und- anfarin kvöld. Sveit Svanhildar Hall hefur setið það sæti frá upp- hafi en bæði sveitir Steina á Hömr- um og Halldóru í Reykholti hafa verið að snudda í nágrenninu. Þrátt fyrir staðfastan ásetning Svanhild- ar að gefa sætið ekki eftir fór það svo síðasta kvöldið að sveit Hall- dóru skoraði 45 stig og það réð Svanhildur ekki við og gaf eftir sætið. Í sveit Halldóru Þorvalds- dóttur spila auk hennar Unnur Jónsdóttir í Deildartungu, Lárus Pétursson og Sveinbjörn Eyjólfs- son á Hvanneyri og Guðrún Sigurð- ardóttir á Lundum. Lokastaðan var þessi: Sveit Bifrestinga 362 Sveit Kristjáns 356 Sveit Halldóru 309 Sveit Svanhildar 306 Sveit Þorsteins 267 Bridsfélag Kópavogs Hróðmar og Bernódus hafa kom- ið sér þægilega fyrir á toppnum og það verður ekki auðvelt að velta þeim úr sessi nk. fimmtudag þegar síðasta tækifærið gefst í þessarri keppni: Staða efstu para: Bernódus Krist. – Hróðmar Sigurbj. 120.8 Ármann J. Lárusson – Sigurður / Jón Páll Sigurjónss. 111.1 Freyja Sveinsdóttir – Sigríður Möller 104.3 Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 102.5 Magnús Aspel. – Steingrímur Jónass. 102.5 Hæstu skor fengu: NS: Guðlaugur Bessas. – Hafþór Kristjánss. 243 Ragnar Jónsson – Georg Sverrisson 227 Magnús Aspel. – Steingrímur Jónass. 224 AV: Bernódus Krist. – Hróðmar Sigurbj. 270 Ármann J. Láruss. – Sigurður Sigurj. 258 Garðar Jónss. – Loftur Þór Pétursson 232 Bridsfélag Suðurnesja Annað kvöldið af þremur var spilað á mánudaginn. Úrslit: Gunnar Guðbjss.– Randver Ragnarss. 98 Skúli Sigurðss.– Jón Egilss. 96 Arnór Ragnarss.– Óli Þór Kjartanss. 91 Garðar Garðarss.– Kristján Kristjánss. 91 Eftir 2 kvöld standa þessir best: Arnór og félagar 183 Garðar – Kristján 174 Karl – Dagur – Guðjón 169 Síðasta mánudag kom þetta spil upp: Norður: ÁK83/–/ÁKD10862/ Á8 og suður: D6/KG9652/973/K3. Skúli Sigurðsson og Jón Egilsson sýndu hvernig á að melda og þáðu topp fyrir: 1T – 1H – 2S – 3T (9+) – 4NT – 5L – 5NT – 6H – 7T. Kampakátir framhaldsskólanemar í mótslok. Sveit úr Menntaskól- anum við Sund vann Framhaldsskólamótið BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.