Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 63

Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 63 STJÓRN Verkalýðsfélags Akraness hefur sent frá sér ályktun þar sem er skorað á ríkisstjórn Íslands að fella niður virðisaukaskatt af veggjaldi í Hvalfjarðargöngum, en það gæti leitt strax til 14% lækkunar á veggjaldi. „Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill minna á að samgönguráðherra sagði í utandagskrárumræðum á Al- þingi í desember 2003 að ríkisstjórn- in stefndi á að lækka virðisaukaskatt á veggjald í Hvalfjarðargöngum, og í máli hans kom líka fram að það kæmi vel til greina að ríkið tæki á sig hluta af tryggingum ganganna. Verkalýðsfélag Akraness vill benda á hve gríðarlegt hagsmuna- mál þetta er fyrir Akurnesinga, en í skýrslu sem Vegagerð ríkisins lét gera í október 2002 kom fram að um fimmti hver bíll sem fór í gegnum göngin, eða 18%, hefði komið frá Akranesi. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar jafnframt á sveitarstjórnir og verkalýðsfélög á Vesturlandi að taka höndum saman í því að fá stjórnvöld til að afnema virðisaukaskatt á veggjaldi, því eins og fram kom í skýrslu Vegagerðarinnar, voru 40% þeirra sem óku í gegnum Hvalfjarð- argöng búsett á Vesturlandi. Því er það mikið hagsmunamál fyrir Vest- urland í heild sinni að vel takist til í þessu máli. Verkalýðsfélag Akraness vill þakka þeim forsvarsmönnum Spalar ehf. sem með elju og atorkusemi létu þann draum rætast að hægt væri að aka undir Hvalfjörð. Tíminn hefur leitt það í ljós að hér er um eina mestu samgöngubót sem Íslending- ar hafa orðið vitni að. Það er mat stjórnar Verkalýðs- félags Akraness að þetta framtak Spalar ehf. hafi orðið til mikilla hags- bóta fyrir félagsmenn Verkalýðs- félags Akraness, sem og aðra lands- menn.“ Vilja afnema virðisaukaskatt af veggjaldi LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir vitnum að árekstri og af- stungu á bílastæði við Kringl- una, 3. hæð, laugardaginn 20. mars kl. 12:34. Ekið var utan í svartan VW Passat árg. 1999 og hann skemmdur töluvert. Tjónvaldur yfirgaf vettvang án þess að tilkynna tjónið lögreglu eða hlutaðeigandi. Tjónvaldur- inn er beðinn um að hafa sam- band við lögreglu svo og vitni sem gætu veitt upplýsingar. Lýst eftir vitnum Málþing um fiskveiðistjórnun og málefni fiskimanna á Íslandi verður haldið í Sjómannaskólanum í dag, föstudaginn 26. mars kl. 13, á vegum nemendafélaga skólanna. Einar Örn Einarsson formaður nemendafélags Stýrimannaskólans setur þingið og Böðvar Þ. Kárason nemendafélag Vélskólans er með stutta kynningu. Framsögu hafa m.a.: Helgi Laxdal form VSFÍ, Frið- rik Jón Arngrímsson framkv.stj. LÍÚ, Sævar Gunnarsson form SSÍ, Jón E. Friðriksson framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Árni Bjarnason form FFSÍ. Mál- þingsstjóri Jón B. Stefánsson skóla- meistari. Fyrirlestur Líffræðistofnunar verður í dag, föstudaginn 26. mars kl. 12.20, í stofu 132, Náttúrufræði- húsi Háskólans. Erindi heldur: Stef- án Óli Steingrímsson frá Hólaskóla. Yfirskrift fyrirlestrarins er: Ný sýn á óðalsatferli og fæðunám laxaseiða. Í fyrirlestrinum verður greint frá nýjum rannsóknum á fæðunámi og óðalsatferli einstaklingsmerktra laxaseiða við náttúrulegar aðstæður. Í DAG Opið hús hjá Hólaskóla Starfsfólk og nemendur Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal, verða með opið hús á morgun, laugardaginn 27. mars kl. 13–17, til að kynna starfsemi skólans. Við Hólaskóla starfa þrjár deildir, hrossaræktardeild, fiskeldisdeild og ferðamáladeild. Skúli Skúlason rektor segir frá starfi skólans og framtíðarsýn. Hrossa- ræktardeild kynnir uppbyggingu námsins við deildina og leiðsögn verður um hesthúsin og reiðskemm- urnar og teymt verður undir börn- um. Kynnt verður kynbótastarf í bleikjueldi og leiðsögn verður um rannsóknarstofu og rannsóknarverk- efni kynnt, s.s álaeldi. Ferða- máladeild sér um móttöku gesta og afþreyingu fyrir börnin og deild- arstjóri ferðamáladeildar kynnir nám deildarinnar. Nýir nem- endagarðar verða einnig til sýnis. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Kynningardagur Kennaraháskól- ans Á morgun, laugardaginn 27. mars kl. 13–16 í Kennaraháskóla Ís- lands verður kynning á því námi sem verður í boði næsta háskólaár. Nem- endur, kennarar og námsráðgjafar skólans munu kynna námið og svara fyrirspurnum um nám fyrir grunn- skólakennara, leikskólakennara, íþróttafræðinga, tómstundafræðinga og þroskaþjálfa. Fulltrúar viðkom- andi stéttarfélaga verða á staðnum og svara fyrirspurnum um atvinnu- möguleika, kaup og kjör. Bókasafn og gagnasmiðja verða opin gestum í nýbyggingu skólans. Óvæntur gest- ur mætir á svæðið. Umsóknarfrestur um námið er til 17. maí, sjá nánari upplýsingar á vef skólans www.khi.is. Fræðslufundur Félags eldri borg- ara verður á morgun, laugardaginn 27. mars kl. 13.30, í félagsheimili fé- lagsins Ásgarði í Glæsibæ. Fræðslu- efni nú er „sykursýki aldraðra“ og „hreyfing er holl og nauðsynleg“. Sykursýki meðal aldraðra fer vax- andi með hækkandi aldri, stærri hópi eldra fólks og breyttu mataræði. Guðný Bjarnadóttir sérfræðing í öldrunarsjúkdómum fjallar um syk- ursýki meðal eldra fólks. Seinni hluti fræðslufundarins er um gildi hollrar hreyfingar á efri árum. Guðrún Niel- sen og Soffía Stefánsdóttir fjalla um íþróttir en þær hafa staðið fyrir efl- ingu líkamsþjálfunar á vegum Fé- lags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Vorsýning Garðheima verður á morgun, laugardaginn 27. og sunnu- daginn 28. mars. Á vorsýningunni verður fræðsla og kynning um sem flest sem tengist garðrækt, grænum lífstíl, föndri og skreytingum, að- allega fyrir áhugamanninn en einnig fyrir atvinnumenn í garðrækt. Margvísleg sýnikennsla verður í boði ásamt því að hægt verður að prófa klippur og tæki, skoða mismunandi gerðir af mold og plöntum á ýmsum vaxtarstigum og fræðast um nýj- ungar. Garðyrkjufélag Íslands kenn- ir vorverkin í garðinum. Á útisvæð- inu verður Kraftvélaleigan með kynningu á gröfum og stærri garð- vinnutækjum til leigu. Börnin fá að föndra og prófa að sá fræjum. Sameiginlegt málþing, skák- keppni og skemmtun ungliðahreyf- inga stjórnmálaflokkanna í félags- heimilinu á Seltjarnarnesi laugardaginn 27. mars kl. 14. Ung- liðahreyfingarnar munu kynna starf- semi sína og kappræður verða milli fulltrúa þeirra. kl. 20.30 fer fram keppni í atskák þar sem hver ung- liðahreyfing sendir einn stórmeist- ara. Að Stjórnmáladegi ungs fólks standa: Samband ungra framsókn- armanna, Samband ungra sjálfstæð- ismanna, Ung frjálslynd, Ungir jafn- aðarmenn og Ung vinstri græn. Fundur um skólamál Álftanes- hreyfingin boðar til stefnumóts um skólamál á morgun, laugardaginn 27. mars í sal Álftanesskóla frá kl. 10–13. Erindi halda: Tryggvi M. Baldvins- son tónskáld, Jakob Hagedorn Olsen tónlistarkennari, Hjördís Ólafs- dóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Hanna Ragnarsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands, Júlíus K. Björnsson forstöðumaður Náms- matsstofnunar, Stefán Arinbjarn- arson íþrótta- og tómstundafulltrúi Bessastaðahrepps, Sveinbjörn M. Njálsson skólastjóri Álftanesskóla, Guðlaug E. Gunnarsdóttir aðstoð- arskólastjóri Álftanesskóla og Loft- ur Magnússon skólastjóri Setbergs- skóla. Fundarstjóri er Ólafur Proppé rektor við KHÍ. Á MORGUN GUNNAR Karl Guðmundsson, for- stjóri Skeljungs, og Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV íþrótta- félags, undirrituðu nýverið nýjan þriggja ára samning um áframhald- andi samstarf Skeljungs og ÍBV íþróttafélags um Shellmót í Eyjum. Shellmótið hefur unnið sér sess sem hápunktur knattspyrnunnar hjá 6. flokki drengja um allt land. Shellmót- ið hefur verið haldið síðan 1991 og því er mótið í ár hið fjórtánda í röðinni. Um eitt hundrað knattspyrnulið alls staðar að af landinu koma til Vest- mannaeyja í lok júní ár hvert til að taka þátt í Shellmótinu og lætur nærri að með aðstandendum og öðru fylgd- arliði komi hátt í þrjú þúsund manns til Eyja á ári hverju í tengslum við mótið. Í fréttatilkynningu segir að frá sjón- arhóli ÍBV íþróttafélags þurfi ekki að fara mörgum orðum um samstarfið við Skeljung. Það hafi verið mjög ánægju- legt og farsælt í alla staði. Sé nokkuð víst að erfitt yrði að gera Shellmótið jafn glæsilegt og það hafi verið, kæmi ekki til þetta samstarf. ÍBV íþrótta- félag vonar um leið og það þakkar samstarfið á liðnum árum að það megi halda áfram sem lengst. Óskar Freyr sagði að samstarfið við Skeljung hefði verið mjög gott í gegnum árin og vonaðist hann til að það héldi áfram ásamt því að hann vonaði að strákarnir sem taka þátt í mótinu myndu hvar þeir eiga að taka bensín þegar aldur gefst til. Gunnar Karl upplýsti að hann hefði í fyrsta skipti í fyrra komið á mótið sem gest- ur og þegar hann sá hversu glæsilega var staðið að þessu var ekki spurning í hans huga að hann vildi að Skelj- ungur héldi áfram að vera samstarfs- aðili ÍBV í þessu móti. Shell og ÍBV undir- rita nýjan samning Morgunblaðið/Sigurgeir Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV, og Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, handsala nýjan þriggja ára samning. Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. TÍSKUFATA- og fylgihlutaverslun- in CULT var opnuð í Smáralind 12. mars sl. Þar er úrval af dömu- og herrafatnaði með „funky & gothic“- blæ, dömubelti, armbönd, skór og undirfatnaður o.fl. Verslunin er staðsett á milli Vero Moda og Ice in a Bucket á 1. hæð. Verslunin Pink var opnuð í Smáralind 20. mars sl. Þar fæst allt frá Henson-íþróttagöllunum til bak- poka, bola og derhúfa merktum Spiderman eða Bratz-dúkkum, sem og nafni eiganda bakpokans til dæmis. Verslunin er staðsett á móti hárgreiðslustofunni Space og er við hliðina á sælgætisversluninni nammi.is og ísbúðinni Ís-Inn á 2. hæð. Tvær versl- anir opn- aðar í Smáralind VINSTRI-GRÆNIR í Garða- bæ stofnuðu með sér svæðis- félag 4. mars sl. og eru þá kom- in svæðisfélög VG í öllum sveitarfélögum Suðvesturkjör- dæmis. Stjórn hins nýstofnaða félags skipa eftirtaldir: Bergur Rögn- valdsson formaður, Indriði Einarsson varaformaður, Rögnvaldur Þorleifsson ritari, Níels P. Sigurðsson gjaldkeri og varamaður Árni Þór Árna- son. Helsta hlutverk hinnar nýju stjórnar verður að koma af stað virku starfi Vinstri-grænna í Garðabænum, segir í fréttatil- kynningu. Nýtt svæð- isfélag VG í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.