Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÖLLUM starfsmönnum Íslensks sjávarfangs ehf. í Hrísey hefur verið sagt upp störfum frá og með morg- undeginum. Næstu mánuðir verða notaðir til að endurskipuleggja reksturinn og leita leiða til að tryggja framtíð félagsins. „Þetta er gríðarleg blóðtaka fyrir Hrísey ef rétt reynist,“ segir Ragnar Jörundsson, sveitarstjóri í Hrísey. Hann segir uppsagnirnar bitna illa á samfélaginu. „Svo virðist sem verið sé að slátra þessu samfélagi gjör- samlega, með þessum aðgerðum og þeim sem hafa verið hér undangeng- in ár, alveg frá því um áramótin 1999–2000, þegar Snæfell fór héðan með alla vinnslu og allan kvóta.“ Íbúar í Hrísey eru nú um 175 tals- ins en hefur, að sögn Ragnars, fækk- að um hundrað á örfáum árum. Íslenskt sjávarfang er annar stærsti vinnustaðurinn í Hrísey, hinn er Hvammur, en á bilinu 14–20 manns hafa unnið hjá hvoru fyrir- tæki um sig við fiskvinnslu. Ragnar segir að Hvammur hafi staðið nokk- uð traustum fótum. „Þessi fallega eyja virðist hafa verið skilin eftir af stjórnvöldum gjörsamlega,“ segir Ragnar. „Við höfum verið að reyna að koma með nýja atvinnuvegi hér og fáum ákaf- lega lélegar undirtektir.“ Ragnar bendir á að menn hafi reynt fyrir sér í kræklingarækt, en fengið allt of lít- inn stuðning. „Þetta er borðleggj- andi ef vel er staðið að þessu,“ segir Ragnar. Fyrirtækið Norðurskel hef- ur staðið fyrir kræklingarækt í Hrís- ey og hefur að sögn Ragnars barist í fjögur ár og fórnað sér alveg í þetta. Markaðir lofi góðu en starfsemin sé lömuð sökum skorts á fjármagni. Þó sé hún vonandi að glæðast. Ragnar segir Hríseyingum finnast þeir eiga rétt á stuðningi eins og önnur byggðarlög sem lent hafi í vanda vegna fiskveiðistjórnunarinn- ar. „Þetta þorp byggist á sjávarfangi og það datt engum í hug þegar verið var að byggja þetta upp að einhverj- ir einn eða tveir aðilar geti bara farið og stútað heilu samfélagi. Eftir situr fólkið með verðlausar eignir og bundið áttahagafjötrum en það reyn- ir nú að fara í burtu fremur en að gera ekki neitt.“ Ragnar segir Hrís- eyinga vita að ástandið sé ekki þeim að kenna, það stafi t.a.m. ekki af of mikilli framkvæmdagleði. „Hér er reynt að þrauka en þetta er afleið- ingin af fiskveiðistjórnuninni og sýn- ir, hvernig hún kemur niður á litlum samfélögum.“ Hríseyingar eru nú í sameining- arviðræðum við Akureyri og segir Ragnar að vonast sé til þess að sam- eining muni bæta mannlífið í eynni. Hríseyingar sjái vart annan kost en að sameinast Akureyri, eins og staða mála sé. „Ef það verður ekki sam- þykkt veit ég ekki hvernig þetta fer því sveitarfélagið hefur ekki tekjur til þess að sinna þeirri lögboðnu þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að gera. Við stefnum að því að kosið verði um sameiningu um leið og forsetakosningar verða 26. júní í sumar,“ segir Ragnar. Íslenskt sjávarfang ehf. framleiðir fiskbita og fullunna fiskrétti og selur á innanlandsmarkaði, þ.e. í stór- mörkuðum, til mötuneyta og stórra eldhúsa og ennfremur hefur talsvert af afurðum fyrirtækisins verið selt á erlendum mörkuðum. 14 manns starfa hjá fyrirtækinu, í tæplega 12 stöðugildum, en þar af eru um 10 í Hrísey. Fyrirtækið náði nauðasamn- ingum við helstu lánardrottna fyrir um ári, en þær aðgerðir skiluðu ekki tilætluðum árangri og hefur fyrir- tækið verið rekið með tapi. „Það eru ýmis batamerki í rekstr- inum en verðfall á erlendum mörk- uðum og aukin samkeppni á innan- landsmarkaði eru aðalástæðurnar fyrir því að reksturinn hefur ekki gengið samkvæmt áætlunum,“ segir Kristján Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Íslensks sjávarfangs. Hann segir að unnið verði að end- urskipulagningu á rekstrinum en ný- verið hafi félagið t.a.m. gert samning við SÍF um sölu nýrra afurða sem framleiddar verða í Hrísey. Ýmissa leiða hafi verið leitað til að styrkja reksturinn í sessi og segir Kristján að þeirri vinnu verði haldið áfram. FUNDUR var haldinn í gær með starfsfólki og fulltrúum verkalýðs- félagsins Einingar-Iðju þar sem uppsagnirnar voru tilkynntar og málin rædd. Elísabet Jóhannesdóttir, formað- ur stéttarfélagsins Einingar-Iðju í Hrísey, segist ekki svartsýn fyrir hönd starfsfólks Íslensks sjáv- arfangs. Hún segir fyrirtækið hafa stokkað mikið upp í rekstrinum að undanförnu og gert stóra samn- inga. Því sé engin ástæða til ann- ars en að ætla að takist að end- urskipuleggja reksturinn. „Ég held að þeir hafi þetta af. Það merki ég af samtölum mínum við starfsfólk fyrirtækisins, það er bjartsýnt á að úr rætist. Auðvitað er einhver uggur í fólki þegar svona tíðindi berast, ástandið á vinnumarkaðnum er þannig að enginn veit hver staðan verður á morgun. Það á við hér eins og alls staðar annars staðar,“ segir Elísabet. Bjartsýni meðal starfsfólks Íslenskt sjávarfang segir öllum upp Morgunblaðið/Kristján Öllu starfsfólki Íslensks sjávarfangs hefur verið sagt upp störfum og er framtíðin afar óviss vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika. „Verið að slátra þessu samfélagi með þessum aðgerðum“ SAMNINGURINN sem Orkuveita Reykjavíkur og Jarðboranir hafa skrifað undir um boranir á tíu holum á Hellisheiði er skilyrtur þannig að Orkuveitan getur rift honum fyrir lok maí næstkomandi, komi til þess að samningar takist ekki við Norð- urál um stækkun álversins á Grund- artanga. Þrátt fyrir ofangreind ákvæði mun Orkuveitan láta bora fjórar holur á þessu ári. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hljóðar samning- urinn upp á 2,3 milljarða króna, og er sá stærsti sem gerður hefur verið hér á landi á þessu sviði. Verkinu á að vera lokið í nóvember á næsta ári. Útboð fór fram á Evrópska efna- hagssvæðinu. Þrír aðilar lýstu yfir áhuga á að bjóða í verkið og sendu inn gögn. Að því loknu var tveimur boðið að gera tilboð, Jarðborunum og Ístaki en eingöngu Jarðboranir sendu tilboð á endanum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var Ístak með erlendan samstarfsaðila sér við en ekkert varð af tilboðsgerð. Eiríkur Bragason, verkefnisstjóri Hellisheiðarvirkjunar fyrir OR, seg- ir að framkvæmdir hefjist fljótlega eftir páska. Byrjað verði á að stækka borteiga og síðan hefjist for- borun með bornum Saga. Jarðbor- anir munu síðar nota Jötun um leið og nýjan og tæknilegan bor, Sol- imec, sem fluttur verður sérstaklega til landsins vegna verksins. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin á undirskrift samnings milli Norðuráls, OR og Hitaveitu Suð- urnesja en verið er að leggja loka- hönd á samningstexta og ganga frá fjármögnun stækkunarinnar. Vonir höfðu verið bundnar við undirskrift í mars en nú er ljóst að það frestast fram í apríl. Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, og Alfreð Þorsteinsson, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur, skrifa undir samninginn um boranir. Borsamningi rift ef ekki semst um stækkun Norðuráls DORRIT Moussaieff for- setafrú opnar í dag norræna hönnunarsýningu í Mílanó. Um er að ræða viðamikla yfirlits- sýningu á norrænni hönnun í La Triennale di Milano sýning- arsalnum. Alls eiga 22 íslenskir hönnuðir verk á sýningunni. Á opnunarhátíðinni í dag verða sýnd verk sjö íslenskra fata- hönnuða og fjögurra hönnuða skartgripa og fylgihluta. Heiti sýningarinnar er „Scandinavian Design - Beyond the Myth“ en hún spannar síð- astliðna hálfa öld í norrænni hönnun. Meira en 200 verk frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi verða á sýningunni, þar af 30 íslensk. Norræna ráðherranefndin styrkir sýninguna. Fyrirhugað er að sýningin fari víðar um Evrópulönd, Bandaríkin og Kanada, að því er segir í til- kynningu frá embætti forseta Íslands. Verk eftir 22 íslenska hönnuði sýnd í Mílanó SNJÓKOMAN á höfuðborgar- svæðinu síðustu daga hefur komið þeim á óvart sem voru farnir að fagna vorinu og jafnvel búnir að skipta yfir á sumardekk á öku- tækjum sínum. Áður en jörð hvítnaði var gróður einnig víða farinn að taka við sér og garðlaukar að spretta upp úr moldinni. Aðspurð hvaða áhrif snjórinn hafi á garða og gróður segir Guðný Olgeirsdóttir, skrúð- garðyrkjumeistari hjá Reykjavík- urborg, að garðeigendur geti verið áhyggjulausir á meðan ekki frystir að neinu ráði. Miðað við hitastigið samfara snjókomunni hafi gróður- inn miklu frekar hlotið skjól held- ur en skaða af. Snjórinn óskaðlegur gróðrinum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.