Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 31
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 31 ÍBÚUM bæjanna á Suðurnesjum sem næst liggja höfuðborgarsvæð- inu hefur fjölgað umtalsvert á síð- ustu árum. Fólk virðist líta á bú- setu þar sem val- kost þótt áfram sé unnið á höfuð- borgarsvæðinu. Mikið hefur verið byggt í sveitarfélögunum fimm á Suður- nesjum, ekki síst Vogum, Grinda- vík og Garði. Á síðasta ári fjölgaði íbúum í þessum bæjum en fækkaði heldur í Reykja- nesbæ og Sandgerði. Íbúðaverð er mun lægra á Suð- urnesjum en á höfuðborgarsvæðinu og laðar það marga að. Jónas Hólm- geirsson hjá fasteignasölunni Ási í Hafnarfirði segist hafa selt margar íbúðir í Grindavík á undanförnum árum. Telur hann að fólk sé fyrst og fremst að sækja í ódýrara húsnæði. Fasteignaverð hafi þó verið að hækka í Grindavík. Nefnir Jónas að menn geti keypt sér einbýlishús í Grindavík á nítján milljónir en slík hús á höfuðborgarsvæðinu séu föl á 27 til 28 milljónir kr. Verðmunurinn hafi verið enn meiri áður. Þá segir hann að mikið hafi verið selt og úr- valið ekki eins gott og oft áður. Jónas segir að flestir sem kaupi í Grindavík séu af höfuðborgarsvæð- inu þótt eitthvað sé um að menn flytji sig um set innanbæjar. Menn leggi það á sig að keyra á milli, hugsi sem svo að þeir þurfi hvort sem er að keyra í vinnuna og ekki muni öllu hvort ekið sé úr Graf- arvogi eða Grindavík. Hann telur að fólk sé ánægt. Þetta sé góður og vaxandi bær með einsetnum skóla og öflugu íþróttastarfi. Sækir í lægra fasteignaverð Hilmar Þór Bryde hjá fasteigna- sölunni Hraunhamri í Hafnarfirði hefur sömu sögu að segja um Vog- ana og Jónas um Grindavík en hann hefur selt mörg hús þar. Fólk sé fyrst og fremst að sækja í lægra fasteignaverð enda muni 20 til 30% á eignum þar og á höfuðborgar- svæðinu. Fólk hafi getað selt blokk- aríbúð í Reykjavík og keypt sér ein- býlishús í Vogum. Þá henti mörgum að búa í litlu en vaxandi þorpi. Flestir nýir íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd koma frá Hafnar- firði eða Reykjavík, segir Snæbjörn Reynisson, skólastjóri Stóru-Voga- skóla, grunnskóla þorpsins, en hann hefur í starfi sínu fundið mjög fyrir þeirri öru fólksfjölgun sem verið hefur í Vogum síðustu ár. Hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps skipulagði ný íbúðarhverfi og markaðssetti Vogana fyrir nokkrum árum. Lóðir voru boðnar á lægra verði en fólk á almennt kost á. Þetta framtak skilaði sér í örrri fjölgun íbúa og er nú flutt í flest húsin. Skólinn sprengdi utan af sér húsnæðið þótt byggt væri við og það stöðvaði frekari þróun í bili. Nú hef- ur hreppsnefndin ákveðið að blása til nýrrar sóknar, stækka skólann og skipuleggja ný hverfi enda hefur eftirspurn eftir lóðum haldist. Stefnt er að fjölga um 200 íbúa til viðbótar. Snæbjörn skólastjóri segir að fólk hafi getað komið sér upp húsnæði í Vogunum á mun ódýari hátt en á höfuðborgarsvæðinu. Telur hann það helstu ástæðu þess að fólkið hefur flykkst í Vogana. Þannig hafi fólk getað byggt gott einbýlishús fyrir vel innan við tuttugu milljónir kr. Algengast er að fólkið halda áfram að vinna á höfuðborgarsvæð- inu. Hann segist þó verða var við að annað foreldrið vilji gjarnan vera nær börnunum og talsvert sé spurt um ýmis störf í skólanum. Ekki segist Snæbjörn verða var við annað en að nýju fólki gangi vel að samlagast íbúunum sem fyrir eru. Fólk kynnist í gegnum börnin, til dæmis í foreldrastarfi í skólanum eða íþróttunum og hann segist verða var við eldra fólkið í kórstarfi og öðru félagsstarfi. Helstu vaxtarverkirnir eru í skól- anum. Það skapar ákveðið umrót þegar alltaf eru að koma nýir nem- endur og segir Snæbjörn að það þekki menn svo sem í öllum nýjum hverfum í stærri bæjum. Nýtt hverfi í Reykjanesbæ Fram undan er enn meira fram- boð lóða í sveitarfélögunum á Suð- urnesjum. Mest munar um nýtt hverfi í Innri-Njarðvík, Tjarna- hverfi, sem búið er að skipuleggja, gatnagerð að byrja og byrjað verður að úthluta lóðum á næstunni. Lóða- skortur hefur verið í Reykjanesbæ og kann það að vera ástæðan fyrir því að það sveitarfélag hefur ekki verið með í slagnum um fólkið sem velur sér búsetu utan mesta skark- ala höfuðborgarsvæðisins. Upp- bygging Tjarnahverfis ræðst af eft- irspurn og ef eftirspurn eftir lóðum verður mikil getur risið þar fjöl- mennt hverfi á stuttum tíma. Fjölgun í þorpunum næst höfuðborginni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjölgun: Merki fólksfjölgunar birtast stöðugt með nýjum andlitum í Stóru-Vogaskóla. Snæbjörn Reynisson Keflavík | Ljóðatónleikar verða í Duushúsum í dag, fimmtudag, klukkan 20. Hall- veig Rúnarsdóttir sópransöng- kona og Árni Heimir Ing- ólfsson koma fram. Á efnis- skránni eru sönglög eftir Franz Schu- bert, Edvard Grieg, Kurt Weill, Pál Ís- ólfsson, Jór- unni Viðar, Karl O. Run- ólfsson, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson. Meðal annars munu Hallveig og Árni Heim- ir flytja ljóða- flokkinn Haugtussa eft- ir Grieg, sem er eitt af meistaraverkum sönglagsins á 19. öld og mark- aði tímamót í norrænni söng- lagagerð. Fluttu þau flokkinn í Sigurjónssafni síðastliðið haust og hlutu einróma lof fyrir, segir í fréttatilkynningu frá menn- ingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Tónleikar þessir eru í röð landsbyggðartónleika á vegum Félags íslenskra tónlistar- manna sem styrktir eru af menntamálaráðuneytinu en Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og menningarfulltrúi eru sam- starfsaðilar í Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru öllum opnir og kostar miðinn kr. 1.000 en nem- endur Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og gestir undir 18 ára aldri fá frítt inn og eldriborg- arar fá helmingsafslátt. Ljóðatón- leikar í Duushús- um Hallveig Rúnarsdóttir Árni Heimir Ingólfsson „OKKUR líður einstaklega vel hér. Það er eins og við höfum búið hér í fjölda ára,“ segir Linda Jónsdóttir, einn þeirra fjölmörgu nýju Grindvíkinga sem að undanförnu hafa flutt þangað af höfuðborgarsvæðinu. Linda og maður hennar, Ottó Helgi Ver- mundsson, fluttu frá Ísafirði til Hafnarfjarðar fyrir átta árum. Þar bjuggu þau í þriggja her- bergja íbúð með þremur börnum sínum en þau eru á aldrinum frá fjögurra til ellefu ára gömul. Jón Símon er elstur, þá Guðrún og yngst er Helena Björk. Þau vildu stækka við sig húsnæði og óaði við verðinu á höfuðborg- arsvæðinu. „Ég var ekki reiðubúin að fara aft- ur vestur. Hér fundum við ágætt húsnæði í raðhúsi, nærri tvöfalt stærra en við vorum í, og þurftum aðeins að bæta við 700 þúsund kr. Við þekkjum það líka hve gott er að vera með börn á svona stað. Enda hefur það komið á daginn að þau fara bara út til að leika sér og maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af umferðinni eða öðru,“ segir Linda. Hún bætir því við að gott félagsstarf sé fyr- ir börn í Grindavík og mikið íþróttalíf. Guð- rún sé til dæmis byrjuð í fótbolta og körfu- bolta og vel hafi verið tekið á móti þeim í skólanum. Þá hafi engir biðlistar verið á leik- skólanum og yngsti fjölskyldumeðlimurinn gengið beint þangað inn. Linda segir að vissu- lega fylgi því rót að flytja á milli bæjarfélaga á skólatíma og hafi það ruglað námið eitt- hvað. Linda bar nokkurn ugg í brjósti varðandi vinnu því hún hafði heyrt talað um atvinnu- leysið á Suðurnesjum. Hún segist hins vegar hafa verið heppin að komast strax í vinnu, farið að vinna við saltfiskverkun. Ottó Helgi heldur áfram í vinnu sinni hjá Furu í Hafnarfirði enda segir hann að gott sé að vera þar. „Ég kveið því svolítið að þurfa að keyra á milli en það fór strax af. Þetta tekur bara hálftíma. Einn vinnufélagi minn býr hér í Grindavík og annar sem á heima í Keflavík hefur keyrt á milli í tíu ár. Ég hlýt að geta gert það eins og þeir,“ segir hann. Þau eru nýflutt til Grindavíkur en Linda segir að þeim gangi vel að samlagast. Hún segist kynnast fólki í vinnunni og sé aðeins byrjuð að kynnast nágrönnum. „Maður tekur enn eftir því að það er horft á mann, menn sjá nýtt andlit í bænum,“ segir Ómar en Linda bætir því við að það sé fljótt að breytast. „Það stoppaði kona mig á götu og spurði mig hreint út hvort ég væri ekki mamma hans Jóns Símonar og heilsaði mér. Börnin eru enn fljótari að laga sig að nýjum aðstæðum en við,“ segir Linda. Eins og við höfum búið hér í fjölda ára Á nýjum stað: Linda Jónsdóttir og Ottó Helgi Vermundsson ásamt Guðrúnu 10 ára og Helenu Björk sem er á fimmta ári. Heimilishundurinn fékk að vera með á myndinni. „ÉG sagði þeim það í vinnunni að ég þyrfti að taka skrefið yfir höf- uðborgarsvæðið,“ segir Ómar Pét- ursson sem flutti með fjölskyldu sinni frá Dalvík til Grindavíkur í haust. Hann vinnur í Hafnarfirði og setur keyrsluna ekki fyrir sig. Það var tilviljun að Grindavík varð fyrir valinu hjá Ómari. Hann segist hafa viljað skipta um vinnu en ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir norðan og hafi hann því ákveðið að þiggja vinnu sem bauðst hjá heildsölufyrirtækinu Ísfelli í Hafnarfirði. „Sigrún var heilan vet- ur fyrir norðan með krakkana, okk- ur fannst nóg rót þótt við færum ekki að færa þau milli skóla á þeim tíma,“ segir Ómar. Þau voru að skoða íbúðir í Hafn- arfirði á síðasta ári þegar það barst í tal í heimsókn til bróður Ómars í Grindavík að gott hús væri þar á lausu, hús sem tengdaforeldrar hans hefðu ætlað að selja. Úr varð að þau keyptu það. Fleira en eitt réði þeirri ákvörðun Ómars og Sigrúnar Ingibjargar Guðmundsdóttur að flytjast til Grindavíkur. Hann er frá Bakkafirði en hún frá Akureyri og kunna þau betur við sig á minni stöðum en stærri og telja það einnig betra fyrir börnin þrjú að alast upp í þannig umhverfi. „Hér fær maður líka meira fyrir peningana,“ segir Ómar og vísar til þess að þau hefðu fengið 125 fermetra einbýlishús með bíl- skúr fyrir sama verð og 100 fer- metra blokkaríbúð í Hafnarfirði. Á móti lægra húsnæðisverði kem- ur kostnaður við að aka til og frá vinnu í Hafnarfirði, um 80 kílómetr- ar á dag. „Sumir í vinnunni skildu ari í vinnuna en ég.“ Ómar bætir því við varðandi kostnaðinn við að aka á milli að það sé hægt að aka nokkuð langt fyrir þær tíu milljónir sem hann sparaði við húsakaupin. Ómari og fjölskyldu hans líður vel í Grindavík. Hann talar um að gott sé að vera laus við bæjarstressið. Þau eiga þrjú börn, Ingibjörgu sem er að verða tíu ára, Friðmar Örn sjö ára og Sigríði Erlu sem er að verða 10 mánaða. Sigrún Ingibjörg er leikskólakennari í barneign- arorlofi. Hún hefur fengið vinnu í leikskóla í Grindavík þegar því lýk- ur. „Grindavík er heldur stærra bæj- arfélag en Dalvík en bæjarandinn er svipaður. Eldri stelpan er byrjuð í barnakór og körfubolta og við höf- um aðeins kynnst öðrum foreldrum í gegnum það. Svo hjálpar það okkur að komast inn í samfélagið að bróðir minn býr hér,“ segir Ómar. Hann segist mest sakna þess að geta ekki fengið útrás fyrir veiði- delluna, með sama hætti og fyrir norðan. Eins sé lengra að heimsækja nánasta skyldfólk þeirra sem búi fyrir norðan og austan. Tók skrefið yfir höfuðborgarsvæðið Morgunmatur: Sigríður Erla hafði meiri áhuga á að fylgjast með óvæntum gesti en föður sínum, Óm- ari Péturssyni, sem var að hjálpa henni að matast. ekkert í því að ég væri að þvælast alla þessa leið í vinnuna. Þegar mál- ið er skoðað aðeins nánar má segja að fjarlægðin sé afstæð því þeir sem búa uppi í Grafarvogi eru ekki fljót-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.