Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 32

Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 32
AUSTURLAND 32 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstaðir | Þótt eldri borgarar á Egilsstöðum séu flestir hættir að vinna á hinum almenna vinnu- markaði, hafa þeir síður en svo lagt árar í bát. Leikfimihópur þeirra mætir tvisvar í viku í leikfimi í íþrótta- húsið á Egilsstöðum, þar sem Katrín Gísladóttir stjórnar æfing- um. „Andinn er góður í hópnum og aðdáunarvert hvað fólkið er glatt og jákvætt; það er „no grumpy old people“ á Héraði segir Katrín, sem hefur stjórnað þessari leik- fimi í fjögur ár. Þróttmikið starf Strax í byrjun, fyrir fjórum ár- um, voru þátttakendur, sem eru flestir á aldrinum 60 til 87 ára, milli 30 og 40 talsins. Nú í vetur mæta þátttakendurnir, nær 50 manns, á æfingarnar tvisvar í viku. Auk þess að stunda leikfimina grimmt fer þessi hópur saman út að borða þrisvar á vetri, þar sem haldið er uppi kvöldvökustemn- ingu. Einnig er þróttmikið starf í Fé- lagi eldri borgara á Héraði, sem verður tuttugu ára í ár og hefur aðstöðu á neðstu hæðinni í „Jóns- húsi“ að Miðvangi 22 á Egils- stöðum. Á vegum félagsins, sem ætlar að halda aðalfund sinn nú í viku- lokin, er fjölbreytt starfsemi, svo sem handavinna, dans, blandaður kór og opin kvöld einu sinni í mánuði, þar sem spiluð er fé- lagsvist, bingó og haldin skemmtikvöld. Eldra fólkið á Héraði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að leikfiminni Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Og lyfta! Heldri borgarar á Egilsstöðum stunda leikfimi tvisvar í viku sér til heilsubótar hjá Katrínu Gísladóttur. Breiðdalshreppur | Í fundargerð hreppsnefndar frá 24. mars hefur verið gefið út það álit að sameining sveitarfélaga verði að hafa mjög aug- ljósa kosti í för með sér, svo sem bætta þjónustu og eflingu atvinnulífs. Segir jafnframt að „sameining á ekki að vera markmið í sjálfu sér heldur á hún að verða til þess að styrkja og efla sveitarfélög. Nokkurt jafnræði verður einnig að vera með þeim sveitarfélögum sem sameinast. Tvö eða fleiri fátæk og smá sveit- arfélög verða ekki eitt stórt og öflugt við sameiningu. Samgöngur verða að vera góðar innan hins sameinaða sveitarfélags. Sé talið að sami árang- ur náist með samvinnu sveitarfélaga, þá er það ekki síðri kostur en samein- ing. Við sameiningu verður að setja skýr markmið og ákveða á hvern hátt á að ná þeim markmiðum. Afar brýnt er að auka rannsóknir á því hvort sameining sveitarfélaga sé betri kost- ur en sameining.“ Sameining eða samvinna Fellahreppur | Í Fellabæ er verið að hefj- ast handa um byggingu 500 fermetra fjöl- notasalar. Verður hann byggður við hús þar sem fyrir er safnaðarheimili sókn- arinnar og mun hýsa þjónusturými og íþróttasal. Byggt verður stálgrindahús og er það Tréiðjan Einir sem sér um fram- kvæmdina. Heildarkostnaður er áætlaður um 70 milljónir króna og reiknað með að hægt verði að taka húsið í notkun fyrir næstu áramót. Skortir land undir lóðir Fellahreppur hefur leigt aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum fyrir skólaíþróttir fram að þessu og segir Jens Pétur Jensen, sveitarstjóri Fellahrepps, að byggingin muni koma til með að styrkja skólastarfið í Fellahreppi og spara tals- verðan akstur milli Egilsstaða og Fella- bæjar. „Hér verður betri þjónusta auk þess sem nýta má salinn til ýmissa annarra hluta.“ Jens segir að fyrir liggi að fara í gatna- gerðarframkvæmdir í Fellabæ, við Skóla- brún, þar sem rísa á íbúðarhúsnæði og við Iðjusel sem er í iðnaðarsvæðinu. Þá er orð- ið brýnt fyrir hreppinn að kaupa land, því töluverð eftirspurn er nú eftir lóðum í bæn- um að sögn Jens, en óhægt um vik þar sem lítið er orðið um lausar lóðir innan bæj- arins til bygginga. „Við horfum til norðurs, til lands sem Ekkjufellssel á og höfum verið í viðræðum við þá aðila um nokkurt skeið“ segir Jens. „Við erum búin að vinna þéttbýlisskipulag og ef ekki semst um verð þarf sjálfsagt að fara í eignarnám. Þetta ferli á eftir að taka töluverðan tíma á hvorn veginn sem fer og við hefðum þurft að vera búin að þessu.“ Uppbygging í Fellahreppi Neskaupstaður | Sundlaugin í Nes- kaupstað hefur verið opin í allan vetur í fyrsta sinn síðan um miðja síðustu öld. Lengi vel bauð umhverfi laug- arinnar ekki upp á að opið væri yfir hörðustu vetrarmánuðina, en í fyrra voru gerðar töluverðar end- urbætur á keri og umhverfi laug- arinnar sem hafa gert þessa vetr- aropnun mögulega. Þessar framkvæmdir voru kær- komin andlitslyfting fyrir sund- laugina sem fagnaði sextíu ára af- mæli á síðasta ári. Að sögn Benedikts Sigurjóns- sonar, forstöðumanns íþróttamann- virkja í Fjarðabyggð, verður upp- byggingu sundlaugarinnar haldið áfram á þessu ári, en þá er fyr- irhugað að byggja nýja búnings- aðstöðu austan við laugina. Fastagestir eru að vonum glaðir yfir vetraropnuninni og sammála um að það sé allt annað líf að hafa opið allan ársins hring. Þá er þetta mikil og góð breyting fyrir þá sem æfa sund hjá Þrótti í Neskaupstað, en nú geta þeir í fyrsta sinn verið í sundformi og tekið þátt í mótum allan ársins hring. Aðspurður aðsókn sagði Bene- dikt að alltaf mætti bæta aðsókn en menn væru þó sammála um að yfir köldustu vetrarmánuðina hafi hún verið betri en búist var við. Sundlaugin í Neskaupstað opin allan ársins hring Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Allt annað líf: Fastagestir á laugardagsmorgnum láta líða úr sér í pottinum. Í fyrsta sinn í fimmtíu ár Egilsstaðir | Nemendur við Menntaskólann á Egilsstöðum héldu nýverið opna daga í skól- anum. Þeir Guðmundur Ingi Úlfarsson og Kjartan Svanur Hjartarson segja slegið á létta strengi þessa daga í stað hefð- bundins skólahalds. „Hátíðin er orðin árviss viðburður í fé- lagslífi skólans og heppnaðist hún í alla staði vel og eru bæði nemendur og kennaralið skól- ans hæstánægðir með árang- urinn,“ segja þeir Guðmundur og Kjartan. Meðal þess sem fengist var við á opnu dögunum má nefna laufléttar íþrótta- greinar, námskeið í listum og líkamsrækt, náttúrulífs- athugun og matreiðslukeppni. Sigurlaug syngur fegurst fljóða Guðmundur og Kjartan segja Söngkeppni ME, Bark- ann, sem haldin var viku fyrir opnu dagana einnig hafa heppnast frábærlega. „Keppn- in fór fram fyrir fullu húsi áhorfenda þar sem Sveppi og Auddi af PoppTíví áttu stóran þátt í að skemmta fólki. Fjöldi nemenda tók þátt í henni en Sigurlaug Jónsdóttir, ung snót frá Fellabæ, varð sig- urvegari keppninnar og verður fulltrúi ME í Söngkeppni Fé- lags framhaldsskólanema sem verður haldin 3. apríl nk. í Kaplakrika í Hafnarfirði.“ Þrælvanir í kokkaríinu: Vask- ir menntskælingar takast á við brauðbakstur. Með opinn huga á galopnum dögum Neskaupstaður | Óskar Hrafn Ólafsson og Jeff Clemmensen hafa nýlega stofnsett fyrirtækið Nesk ehf. í húsakynnum Mjólkursamlagsins í Neskaupstað, sem var aflagt árið 2001. Þar er nú unnið að vöruþróun, framleiðslu og sölu á sojavörum, m.a. sojamjólk, tofu og soja- skyri, ásamt annarri framleiðslu í samvinnu við fyrirtækin Fagvörur í Hafnarfirði og Austur- bakka í Reykjavík. Fram til þessa hefur enginn ís- lenskur framleiðandi verið fyrir þennan ört stækkandi markað sem sojavörumarkaðurinn er. Það er mjólkurtæknifræðingurinn Jeff Clemm- ensen sem nú hefur snúið sér að þróun á sojavör- um, en áður hefur hann þróað nýjar vörur á ís- lenskan mjólkurvörumarkað. M.a. var hann frumkvöðull að framleiðslu á fljótandi vöffludeigi í fernum, súrmjólk með bragðefnum í lítrafernum, AB-C mjólk með bragðefnum og drykkjarjógúrt undir nafninu Tumi. Fullunnið í neytendapakkningar á Hellissandi Að sögn Jeffs er framleiðsluferill sojaafurða að mörgu leyti sambærilegur hefðbundinni mjólkur- framleiðslu. Hann segir að lykilhugmyndin sé sú að framleiða ferska vöru fyrir íslenskan markað, en fram að þessu hafa innfluttar sojavörur að mestu verið G-vörur. Jeff segist vilja framleiða heilsusamlega vöru fyrir íslenskan markað án mjólkurpróteins. Sojaafurðirnar eru ýmist framleiddar úr lífrænt ræktuðum og óerfðabreyttum sojabaunum eða úr lífrænu sojamjólkurdufti. Nú þegar er hafin til- raunaframleiðslu á tofu og með stuttum fyrirvara er hægt að hefja framleiðslu á sojamjólk. Tofuið hefur verið flutt á Hellissand þar sem það er unnið í neytendapakkningar, m.a. sem tilbúnir réttir og selt í verslunum Hagkaupa á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrirtækið starfar eins og áður sagði í húsnæði mjólkursamlags Norðfirðinga, sem lagðist af árið 2001. Jeff var áhugasamur um að nýta aðstöðu og tækjakost mjólkursamlagsins til atvinnuskapandi verkefna í Neskaupstað og eftir töluverða yfirlegu varð niðurstaðan sú að einbeita sér að framleiðslu á sojavörum í samvinnu við önnur íslensk fyrir- tæki. Erfitt hefur reynst að fjármagna verkefnið og segist Jeff spyrja sjálfan sig hvað verði um alla þá fjármuni sem fara til nýsköpunar á lands- byggðinni. „Án aðstoðar frá Sparisjóði Norðfjarð- ar og aðkomu Óskars Hrafns Óskarssonar, annars eiganda Nesk ehf., hefði þetta aldrei gengið,“ seg- ir Jeff. Ekki nóg með að unnið sé að vöruþróun og framleiðslu á sojaafurðum hjá Nesk heldur hefur bakaríið í Neskaupstað nú hafið tilraunafram- leiðslu á brauði úr sojakjarna sem til fellur við framleiðslu sojamjólkur hjá Nesk ehf. Sojabauna- brauðið hefur fengið góðar viðtökur í sölubúð bak- arísins og væntanlega verður hafin framleiðsla á brauðinu í verslanir innan tíðar. Vefur Nesk ehf. er www.soja.is og þar er m.a. að finna uppskriftir að sojaréttum. Gamla mjólkurstöðin í Neskaupstað gengur í endurnýjun lífdaganna Ný íslensk sojavöruframleiðsla Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hinn danski Jeff Clemmensen einhendir sér nú í framleiðslu á sojavörum í gömlu mjólkurstöðinni á Norðfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.