Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 43
Sendinefndin kynnti sér með-al annars starfsemi Alþing-is, hitti þingmenn að máliog sat fundi með fulltrúum
utanríkismálanefndar og ráðuneyt-
isstjóra utanríkisráðuneytisins. Til-
gangurinn var einkum að kynnast
lýðræðislegum stjórnarháttum á
Norðurlöndunum og afla upplýsinga
um stjórnkerfið í heild sinni en
sendinefndin hefur í för sinni síðustu
daga heimsótt flest Norður-
landanna.
Mohammad Al Sharief, formaður
nefndarinnar, segir heimsóknina til
Íslands hafa verið einkar ánægju-
lega og þá gagnlegustu í þessari yf-
irreið auk þess sem náttúra landsins
spilli ekki fyrir, hún sé ólík því sem
hann hafi áður kynnst. Al Sharief á
sæti á 120 manna ráðgjafaþingi sem
konungur landsins velur en engar
beinar kosningar eru í landinu og
konungur velur ríkisstjórn. Blaða-
maður settist niður með Al Sharief í
anddyri Hótel Sögu á dögunum og
lagði fyrir hann nokkrar spurningar.
Hvernig meturðu ástandið í Mið-
Austurlöndum og hvert er hlutverk
Sádi-Arabíu í því samhengi?
„Ástandið er mjög slæmt á svæð-
inu. Sádi-Arabía er að reyna að
miðla málum í Palestínu og Mið-
Austurlöndum og við höfum tekið
þátt í því frá byrjun. Við trúum því
að Palestínumenn eigi að öðlast rétt-
indi og við erum fylgjandi öllum
ályktunum Sameinuðu þjóðanna og
höfum sett fram okkar eigin tillögur.
Vandamálið er að Ísrael samþykkir
ekki eina einustu ályktun Samein-
uðu þjóðanna eða frá Sádi-Arabíu.
Meðan Sharon er við völd verður
engin friðsamleg lausn á málum,
hann samþykkir engar tillögur um
lausn vandans, meira að segja ekki
frá eigin bandamönnum.
Hvað varðar Írak var Sádi-Arabía
eitt af þeim ríkjum sem lögðust gegn
hernámi Bandaríkjanna. Við teljum
að það sé mál Íraka sjálfra að skipta
um ríkisstjórn í Írak en ekki mál ut-
anaðkomandi aðila. Bandaríkin not-
uðu orðróm um hugsanleg gjöreyð-
ingarvopn sem afsökun til að
hernema Írak. Allur heimurinn sér
að það eru engin gjöreyðingarvopn á
svæðinu. Bandaríkin áttu að hörfa
um leið og engin vopn fundust og af-
sala sér völdum til Íraka og hverfa á
brott úr landinu.“ Al Sharief segir
það ástand sem skapast hafi í Írak
og hryðjuverk sem þar eru framin
nánast daglega fyrst og fremst af
völdum hernáms Bandaríkjamanna.
Óttast hryðjuverk
„Hvað varðar hryðjuverk og of-
stækismenn á svæðinu hefur Sádi-
Arabía mátt þola mikið af hryðju-
verkum og áður en Bandaríkin urðu
fyrir hryðjuverkaárásum. Við vor-
um alltaf fylgjandi því að heimurinn
allur myndi berjast á móti hryðju-
verkum. Við teljum að til að unnt
verði að berjast gegn þeim verði
fyrst að skilgreina hvað er „hryðju-
verk“. Ef við getum skilgreint það
þá er einfaldara að berjast á móti
þeim. Eins og er eru Bandaríkin og
Vesturlönd ekki tilbúin að setjast
niður og skilgreina hryðjuverk og
vilja í raun og veru auka sína íhlutun
í þessum ríkjum undir því yfirskyni
að þau séu að berjast gegn hryðju-
verkum,“ segir Al Sharief og undir-
strikar að mannréttindi á íbúum séu
þverbrotin.
Hann segir Sádi-Araba vilja fyrir
alla muni koma böndum á hryðju-
verkamenn og að þjóðin
óttist hryðjuverk og
þjáist vegna þeirra.
Sumir atburðir sem
eigi sér stað í Mið-Aust-
urlöndum og Bandarík-
in álíti hryðjuverk séu
hins vegar ekki hryðjuverk í þeirra
augum heldur „sjálfsvörn“.
„Eins og ég sagði áðan verður að
skilgreina „hryðjuverk“ til að að-
skilja á milli þeirra og sjálfsvarnar,
t.d. í Palestínu. Þegar Ísraelar eru
að sprengja hús yfir fólk og kalla það
sjálfsvörn teljum við og Palestínu-
menn það vera hryðjuverk.
Þannig köllum við sjálfsmorðs-
árásir kannski sjálfsvörn en Ísraelar
álíta það hryðjuverk. Í okkar trú er
sjálfsvörn almennt viðtekin. Fólk
hefur rétt til að verja heimili sitt.
Það er stærra mál þegar ríki fremja
hryðjuverk. Allt það sem Bandarík-
in gera er undir yfirskini þess að þau
séu að berjast gegn hryðjuverkum. Í
svona tilvikum er það stundum
versta hryðjuverkið í augum al-
mennings. Andstaðan við Bandarík-
in eykst, til dæmis í Írak, þar sem
ríkir óöryggi og hræðsla meðal al-
mennings og það teljum við vera
hryðjuverk,“ segir Al Sharief.
Hann undirstrikar að Sádi-Arab-
ar séu á móti sjálfsmorðsárásum
sem beinist gegn saklausu fólki.
Bin Laden nýtur
ekki fylgis
„Þetta er alveg skýrt í okkar trú. Í
Kóraninum segir að í stríði megi
ekki drepa gamalmenni, konur og
börn. Þetta er skipun frá Guði og við
getum aldrei samþykkt að saklaust
fólk sé fórnarlömb. Við styðjum hins
vegar fólk sem er að verja sjálft sig
og vill reka hernámsliðið burt.“
Hann tekur sem dæmi af morði Ísr-
aela á Sheikh Ahmed Yassin, and-
legum leiðtoga Hamas-samtakanna,
á dögunum.
„Yassin var lamaður maður og gat
aldrei haldið á vopni. Þetta teljum
við vera verstu tegund af hryðju-
verkum.“
Nýtur Osama bin Laden
fylgis í Sádi-Arabíu?
„Osama bin Laden
nýtur alls ekki fylgis í
Sádi-Arabíu meðal al-
mennings. Það var
stuðningur Bandaríkj-
anna við bin Laden sem
gerði hann að því sem hann er. Hann
var þjálfaður í Afganistan af Banda-
ríkjamönnum þegar þeir voru að
berjast við Sovétríkin. Bandaríkja-
menn vildu nota þessa menn til að
berjast við Sovétríkin. […] Þegar
þau drógu sig út úr Afganistan voru
engin not fyrir þessa menn lengur,“
segir hann og bætir við að þá þegar
hafi al-Qaeda samtökin náð að breið-
ast út og ekkert varð lengur við ráð-
ið.
„Við höfum misst marga unga
menn sem voru afvegaleiddir af
Bandaríkjunum og Bin Laden til að
berjast í Afganistan. Meðal annars
þessa menn sem voru í flugvélunum
sem tóku þátt í hryðjuverkunum 11.
september. Við vitum að þessir 15
sem voru í flugvélunum voru frá
Sádi-Arabíu en það er engn sönnun
þess að þeir hafi tekið þátt í hryðju-
verkunum. Þetta eru hins vegar
menn sem höfðu barist í Afganistan
með stuðningi Bandaríkjamanna.“
Vildu kynnast reynslu
Íslands af lýðræði
Um heimsókn sína og nokkurra
meðlima ráðgjafaþings Sádi Arabíu
til Íslands segir Al Sharief:
„Fyrst og fremst vildum við kynn-
ast Íslandi, þessu fallegu landi og
kynnast reynslu Íslendinga af lýð-
ræði. Annar tilgangur ferðarinnar
var að skýra afstöðu okkar í þeim
málum sem ég hef minnst á áðan en
við teljum að rödd okkar heyrist lítt
á Íslandi sem og annars staðar.“
Hann telur ferðina árangursríka og
þá best heppnuðu af heimsóknum
þeirra til Norðurlandana.
„Ég vil þakka Alþingi sem sýndi
mikinn áhuga á að aðstoða okkur.
Við höfum hitt þingforseta og
þingmenn og fengið upplýsingar um
starf þeirra og kynnt okkar stjórn-
kerfi. Við erum að gera mikilvægar
umbætur á stjórnkerfi
okkar, meðal annars á
sveitarstjórnarstiginu.
Við reyndum það síðast
fyrir 30 árum og ég tók
þátt í því á sínum tíma
en það tókst ekki vegna
ýmissa mistaka, meðal annars þar
sem samfélag okkar er mjög íhalds-
samt. Við erum nú búin að læra af
reynslunni og ætlum að endurtaka
þessa tilraun og trúum því að það
muni takast,“ segir Al Sharief en
sveitastjórnarkosningar eru áform-
aðar í fyrsta sinn í landinu fyrir lok
þessa árs.
Byggja á „shura“ lýðræði
Þið hafið lýst því yfir að litlar líkur
séu á að þingmenn verði kjörnir í
lýðræðislegum kosningum að sinni?
„Við byrjum skref fyrir skref,
fyrst á sveitarstjórnarkosningum og
sjáum hvernig gengur og reynum að
læra af reynslunni. Ef það tekst vel
og við trúum að það muni takast vel
þá er það fyrsta skrefið. Við höfum
okkar eigin lýðræði sem er shura
lýðræði og erum stoltir af því. Það
hefur verið við lýði í 75 ár og byggist
á því að guð bað konung eða þjóð-
höfðingja að fá ráð frá frammá-
mönnum í þjóðfélaginu. Þetta er
skýrt í Kóraninum. Hann getur ekki
verið einráður heldur verður að hafa
fólk í kringum sig sem hann ráðgast
við. Ráðgjafaþingið er skipað 120
manns sem konungurinn velur úr
röðum frammámanna í samfélaginu.
Þetta er fólk með gífurlega reynslu
og starf þeirra er svipað starfi þing-
manna annars staðar.“
Meðlimir ráðgjafaþingsins eru
skipaðir til fjögurra ára í senn.
Á fundi sendinefndarinnar með
utanríkismálanefnd á dögunum var
meðal annars fjallað um réttindi
kvenna og kom fram að þótt fáar
lagalegar hindranir væru fyrir þátt-
töku kvenna í samfélaginu væri
samfélagið mjög íhaldssamt sem
kæmi í veg fyrir að konur stæðu
jafnfætis karlmönnum í Sádi-Arab-
íu.
Hver er staða kvenna, m.a. með
tilliti til menntunar?
„Fleiri konur en karlar útskrifast
úr háskólum landsins og þær starfa
við ýmislegt, bæði í opinbera geir-
anum og einkageiranum. Réttindi
kvenna eru raunar tryggð í Kóranin-
um, meðal annars er skylda karl-
mannsins að sjá um fjárhagslegar
þarfir konunnar. Hann þarf að út-
vega henni húsnæði og allt sem hana
vanhagar um. Þótt hún væri stórefn-
uð væri hún ekki skyldug að skaffa
eitt né neitt til heimilisins. Það er
hlutverk karlmannsins.“
Sádi-Arabía hefur gjarnan verið
nefnd vagga trúarbragða múslima.
Al Sharief segir að allir Sádar séu
múslimar en útlendingar sem komi
til landsins í atvinnuleit og dvelja
þar tímabundið geti iðkað sína trú
óáreittir án afskipta stjórnvalda.
Hver eru ítök bókstafstrúar-
manna í stjórnkerfi landsins?
„Við köllum þá ofsatrúarmenn.
Þeir hafa framkvæmt ýmis hryðju-
verk í samfélagi okkar og ríkis-
stjórnin er að reyna sitt besta til að
minnka ítök þeirra, reka þá burt frá
störfum sem þeir sinna, til dæmis
kennslustörfum og banna þeim að
gefa út trúarlegar tilskipanir til
sanntrúaðara múslima (fatwa). Ég
myndi segja að við hefðum dregið
mikið úr áhrifum þeirra“.
Vilja færa störf til innfæddra
Al Sharief segir samfélagið í Sádi-
Arabíu tiltölulega ungt að árum og
að hröð framþróun þess hafi skapað
vandamál. „Meðal umbóta sem við
erum að reyna að koma á er að
minnka atvinnuleysi, finna atvinnu-
tækifæri fyrir fólk og þjálfa það til
ýmissa starfa. Við teljum að með
ýmsum aðgerðum munum við leysa
þessi mál. Þegar landið var að
þróast þurftum við að flytja inn
vinnuafl og í dag eru um sjö milljónir
útlendinga í vinnu í landinu. Þegar
við höfum þjálfað okkar
fólk þurfum við ekki
þennan gífurlegan fjölda
af útlendingum, við mun-
um reyna að losa um sem
flest störf og reyna að
láta innfædda ganga í
störf útlendinga en það gengur hægt
og rólega. Á sama tíma ætlum við að
forðast að skapa aðstæður sem eru
erfiðar fyrir útlendinga,“ segir Mo-
hammad Al Sharief.
Þarf að skilgreina hryðju-
verk til að uppræta þau
Morgunblaðið/Jim Smart
„Réttindi kvenna eru tryggð í Kóraninum, meðal annars er skylda karl-
mannsins að sjá um fjárhagslegar þarfir konunnar. Hann þarf að útvega
henni húsnæði og allt sem hana vanhagar um. Þótt hún væri stórefnuð þá
væri hún ekki skyldug að skaffa eitt né neitt til heimilisins. Það er hlut-
verk karlmannsins,“ segir Mohammad Al Sharief um stöðu kvenna í
Sádi-Arabíu. Fleiri konur en menn útskrifast úr háskólum landsins.
kristjan@mbl.is
Sendinefnd á vegum ráðgjafaþings
Sádi-Arabíu var stödd hér á landi fyrir
skemmstu. Kristján Geir Pétursson
ræddi við formann hennar, Mohammad Al
Sharief, um ástandið í Mið-Austurlöndum,
hryðjuverkaógnina og uppbyggingu
lýðræðis í landinu.
Osama bin Lad-
en nýtur alls
ekki fylgis í
Sádi-Arabíu
Þannig köllum
við sjálfsmorðs-
árásir kannski
sjálfsvörn
æða á ek-
aráðherra
ð breyta
sé mein-
fólksbílar
egur val-
n í laga-
tning til
ri bíla og
g ódýrara
sem getur
úrskurðað
firvöldum
lis að það
í bifreiða-
kvæmni í
kerfið er
tji fólk til
að nota sparneytnari bíla og dís-
ilbíla sem þar að auki eyða minna
eldsneyti og ódýrara eldsneyti. Það
er auðvitað þjóðhagslega hag-
kvæmt.“
Geir sagði að frumvarpinu hefði
verið breytt frá því frumvarpi sem
lagt var fram til kynningar fyrir
tveimur árum. Með breytingunum
væri verið að koma á móts við sjón-
armið sem uppi hafa verið.
„Ég tel að frumvarpið leiði ekki
til hækkunar á flutningskostnaði
úti á landi, a.m.k. ekki þannig að
umtalsvert geti talist. Það getur að
vísu skipt máli hvað bílarnir sem
notaðir eru eyða miklu vegna þess
að upphæð olíugjaldsins fer að
sjálfsögðu eftir því hversu mikið er
notað af olíunni. Ég tel af og frá að
þetta eigi að leiða til stórfelldrar
hækkunar á flutningskostnaði.“
Þeir sem keyra
minna hagnast meira
geir segir að ekki megi heldur
gleyma því að það séu hagsmunir
þess fólks sem búi á landsbyggð-
inni að dísilfólksbílar verði alvöru-
valkostur.
„Þetta er ekki einkamál höfuð-
borgarsvæðisins og það er stað-
reynd að almennu fólksbílunum er
minna ekið úti á landi í daglegum
akstri og þeir sem keyra minna
munu hagnast meira á þessu en
þeir sem keyra meira, a.m.k. hvað
fólksbílana varðar.“
Geir sagðist ekki telja að það
fælist verulegur kostnaður í því að
koma þessu nýja kerfi á. Það væri
að vísu nokkur stofnkostnaður í
tengslum við litun olíunnar. Hann
sagðist telja að of mikið hefði verið
gert úr þessum kostnaði miðað við
þá tækni sem nú væri fyrir hendi.
„Það verður hins vegar minni
kostnaður við þungaskattskerfið
vegna þess að það mun fækka mjög
mikið þeim mælum sem í gangi eru.
Það verða bara 10 tonna bílar og
þyngri sem verða með mæli, en
aðrir mælar hverfa. Það er ekki
óeðlilegt að það verði áfram mælar
í stærstu bílunum, a.m.k. meðan
tæknin er ekki fullkomnari.
Kannski kemur einhver gervihnatt-
artækni síðar sem gerir
þá óþarfa. Hugmyndin
er sú að þessir þyngri
bílar borgi í einhverju
samræmi við það slit á
vegum sem þeir valda.“
Geir sagði áformað að
frumvarpið yrði lögfest í vor og
tæki gildi um áramót. Þeir sem
ættu að vinna eftir nýjum lögum
hefðu því góðan fyrirvara til að búa
sig undir breytingarnar.
Morgunblaðið/Ásdís
etur ekki beðið lengur.“
líu- og kílómetragjald
dísil-
m fjölgi
egol@mbl.is
að langt
sé nauð-
tta milli-
frum-
a til að
taka á
ið settum
er búið
ald
kar at-
var 36,50
rpi en er
óti kem-
agjalds
ð vöru-
a fyrir
á lang-
við lagt
þunga-
kaður um
ð væri
meira á
kkun á
di til
til og frá
yndi hafa
slu- og
k-
Hvatning til
fólks að nota
sparneytnari
bíla