Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 53

Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 53 kosningu á bæjarstjóra á Akureyri. Þessir forystumenn, sem leiddu þá meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í kaupstaðnum voru þeir Jón G. Sólnes og Jakob Frímannsson. Bjarni Einarsson var bæjarstjóri á Akureyri í næstum tíu ár 1967–76 og naut vel þess tíma, ekki síst í sam- skiptum við hina ýmsu hópa í bæj- arfélaginu. Kom það oft fram út á við, að hann og kona hans kunnu vel að taka á móti fólki, jafnvel kónga- fólki. Þá voru þau gjarnan fulltrúar Akureyrar erlendis svo sem á 100 ára afmæli Íslendingabyggðarinnar á Gimli 1974. Í sjálfum bæjarmálun- um var aðalglíman á þessum árum við atvinnumál, en fyrri hluti bæjar- stjóraferils Bjarna Einarssonar ein- kenndist af hruni síldveiða fyrir Norðurlandi með augljósum afleið- ingum í norðlenskum bæjum. Eins og þá gerðust kaupin á eyrinni varð bæjarstjórinn að eyða löngum tíma í að greiða úr málum fyrirtækja í bæn- um t.d. Slippstöðvarinnar, Krossa- nesverksmiðjunnar og Útgerðar- félags Akureyringa. Margar voru líka ferðirnar suður til þess að hitta valdsmenn vegna þessara fyrir- tækja. En seinni árin hjá Bjarna á Akureyri var bjartara yfir og ekkert var ofar í huga hans en að efla bæinn. oft nefndi hann eða a.m.k.vonaði að fólksfjölgun á Akureyri yrði „fyrir ofan landsmeðaltal“. Árið 1976 var Bjarni Einarsson skipaður framkvæmdastjóri byggða- deildar Framkvæmdastofnunar rík- isins og síðan aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar 1985, en þar starf- aði hann til 1992. Á þessum starfs- vettvangi gat hann unnið að því áhugamáli, sem hann ól með sér alla ævi, þ.e. að efla og bæta atvinnulíf um allt land og koma með því á „jafn- vægi í byggð landsins“, eins og oft var sagt á fyrstu árum byggðastefnu á Íslandi. Vegna veikinda sinna síð- ustu æviárin fékk hann því miður ekki færi á því að miðla öðrum sem skyldi af hinni miklu reynslu og þekkingu á íslensku atvinnulífi sem hann hafði öðlast á fjörutíu ára starfsferli. Heimir Þorleifsson. Hugurinn leitar aftur í tímann, þegar fréttir berast af láti gamals vinar. Þessi minnig nær aftur til árs- ins 1969, þegar ég réðst til Slipp- stöðvarinnar h.f. á Akureyri, en fyr- irtækið hafði þá átt við mikla fjárhagserfiðleika að etja í nokkur misseri. Bjarni var bæjarstjóri á Ak- ureyri, og þar sem fyrirtækið var einn af máttarstólpunum í atvinnu- málum bæjarins kom það m.a. í hans hlut að hafa atbeina að því á hvern hátt tekið yrði á þessum erfiðleikum. Pólitíkin blandaðist að sjálfsögðu inn í þessi mál, eins og svo tamt var á þessum tíma, og höfðu Framsóknar- menn og Kaupfélagið ákveðna skoð- un á því hvernig mál skyldu skipast. Sjálfstæðismenn með ráðherra Við- reisnarstjórnarinnar í broddi fylk- ingar voru hins vegar ekki aldeilis á því að „missa“ fyrirtækið yfir til þeirra. Undir þesssum kringum- stæðum kom ég inn í þessa mynd og var ráðinn til fyrirtækisins, án þess að gera mér fyllilega grein fyrir út í hvaða hringiðu ég var að fara. Einn af þeim sem ég átti fyrstu samskiptin við var bæjarstjórinn. Hann var framsóknarmaður og hafði verið ráðinn af þeim í embættið. En ég komst fljótt að raun um, að hér var um heilsteyptan og jákvæðan mann að ræða, mann án alls undir- ferlis og mann, sem fyrst og fremst hugsaði um það að vinna að hags- munamálum síns bæjarfélags. Með okkur tókust hin bestu tengsl og fljótlega varð Bjarni einn af þeim mönnum, sem studdu mig af ráðum og dáð í því erfiða hlutverki, sem ég hafði tekist á hendur. Eftir fjárhags- lega endurskipulagningu, þar sem bærinn gegndi veigamiklu hlutverki varð Bjarni varaformaður í stjórn Slippstöðvarinnar og sat í stjórninni þar til ári eftir að hann lét af störfum bæjarstjóra eða í rúmlega sjö ár. Á þessum árum áttum við nána sam- vinnu og minnist ég hans á meðal þeirra manna, sem ég met mest á því sviði. Bjarni átti einstaklega gott með að umgangast fólk, og á póli- tíska sviðinu skipti þá engu hvort það voru hans eigin flokksmenn eða flokksmenn annarra flokka. Sam- vinna hans og tengsl við ofangreinda ráðherra Viðreisnarstjórnarinnar voru t.d. eftirtektarverð og voru án efa bænum til mikils framdráttar. Er mér best kunnugt um, að þau áttu m.a. afgerandi þátt í því, að mál Slippstöðvarinnar leystust á þann farsæla hátt, sem raun bar vitni, enda þótt fleiri hafi þurft að koma að þeim málum síðar, áður en fyrirtæk- ið komst á sléttan sjó. Skal ekki farið nánar út í þá sálma hér. Bjarni sigldi sína stefnu, sem í stuttu máli má segja, að hafi verið „bæjarfélaginu allt“ og uppskar með því traust allra hvar í flokki, sem þeir stóðu. Sannast það m.a. best á því, þegar hann var endurkjörinn bæjarstjóri eftir kosn- ingarnar 1974 með 11 atkvæðum (það er atkvæðum allra bæjarfulltrú- anna), enda þótt vinstri flokkarnir hafi þá myndað meirihluta, en Sjálf- stæðisflokkurinn var í minnihluta. Fleiri orð þarf vart að hafa um það traust, sem Bjarni hafði aflað sér, því þessi niðurstaða segir allt, sem segja þarf um þá staðhæfingu. Mér er það í sérstöku minni hvað Bjarni lét sér annt um fjölskyldu sína, og er hann sennilega einn fyrsti jafnréttissinninn, á borði, sem ég hef kynnst. Laugardagsmorgnarnir voru honum heilagir. Þá þýddi ekk- ert að halda fundi eða sinna öðrum veraldlegum verkefnum. Nei, þá fékk eiginkonan frí. Hún skyldi hafa þann tíma fyrir sig, fara í búðir eða sinna öðrum hugðarefnum. Hann var hins vegar heima, sinnti börnunum og heimilisstörfum og sá til þess að hafa matinn tilbúinn, þegar hún kæmi heim. Þetta var löngu fyrir tíma jafnréttisumræðunnar, en lýsir Bjarna og hans lyndiseinkunn afar vel. Lét alls staðar gott af sér leiða. Að leiðarlokum þakka ég Bjarna fyrir gömlu góðu árin, sem þrátt fyr- ir allt voru okkur lærdómsrík og merla nú í endurminningunni. Ég bið Guð að blessa minningu Bjarna Einarssonar og sendi Gíslínu, börnum þeirra og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Ragnars. Lífið er ljós í æðsta skilningi. Þó man ég ekki að umboðsmenn hins æðsta hafi tekið svona til orða. Þessi setning í upphafi kemur mér í hug þegar ég hugsa um minn æskufélaga og vin. Daddi eins og við kölluðum hann var góðum gáfum gæddur og eftir háskólanám hér heima fór hann í framhaldsnám erlendis. Eftir heim- komuna tók hann að sér ýmis ábyrgðarstörf, meðal annars bæjar- stjórastarf á Akureyri, forstjóri Byggðastofnunar og fleira. Á ung- lingsárum vann hann við heyskap í Reykholti á sumrin, einnig við brúar- smíði hjá Kristleifi á Sturlu-Reykj- um, hann sat ekki auðum höndum. Ég sem þessar fátæklegu línur rita þakka þér innilega, Daddi minn, samfylgdina og það veit ég að allir gera sem áttu með þér samleið í Reykholti og síðar. Nú er fátt eftir þar af því góða fólki sem við ólumst upp hjá, aðeins Dóra frænka þín, og meðan hún dvelur þar finnst manni eins og að koma heim þegar hún allt of sjaldan er heimsótt. Kæri vinur, ég kveð þig með þakk- læti fyrir allt gott. Eiginkonu, börn- um ykkar, systkinum þínum og öll- um öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð. Kristján Þór Þórisson, systur og Halldóra Þorvaldsdóttir. Árið 1947, á þeim tíma þegar mestan part hálffullorðið fólk sótti héraðsskóla landsins, vorum við Bjarni yngstir nemenda í Reykholti, hann þrettán ára, ég tólf. Ég var eins og síli innan um golþorska á heima- vistinni og þeim mun fegnari því að eiga athvarf í kompu Bjarna úti í Prestshúsi. Við vorum ekki bara að fást við frímerki, sem þá voru til- gangur lífsins, heldur líka að byrja að anda að okkur galdri tungumála og lesa fleira en fyrir var sett. Það var mjög að vonum: á heimili for- eldra Bjarna, séra Einars og frú Önnu, var ég í fyrsta sinn staddur á menntaheimili sem var fullt af heimsins bókum og þar var talað við okkur strákana eins og við værum fullgildir aðilar að mannlífinu, líka aðkomupilt sem þá var svo feiminn að hann þorði varla að setjast til borðs og njóta allrar gestrisni og vin- semdar prestshjónanna. Svo keppt- um við Bjarni í sporti og flugumst á nær daglega til að búa okkur undir alvöru lífsbaráttunnar. Áður en við færum hvor í sinn menntaskóla vor- um við farnir að rífast um pólitík. Löngu síðar lágu leiðir okkar Bjarna saman: við tókum þátt í að stofna félag til að hamla gegn offorsi Evrópusinna og reyndum að leggja eitthvað gott til þeirra mála. Við lögðumst ekki beinlínis í endurminn- ingasukk á þeim fundum – en það var gott að vita til þess, að við áttum saman birtu frá þeim sælu og sæt- beisku eftirvæntingardögum þegar allt gerist í fyrsta sinn í lífi unglinga. Fyrir þessa góðu sameign vil ég þakka Bjarna að leiðarlokum og sendi konu hans og afkomendum ein- lægar samúðarkveðjur. Árni Bergmann. Bjarni Einarsson kom beint frá prófborði hag- og viðskiptafræða við Háskóla Íslands vorið 1958 til starfa við Framkvæmdabankann, sem fáum árum áður hafði tekist á hend- ur þjóðhagsreikninga, hagrannsókn- ir og áætlanagerð fyrir íslensk stjórnvöld og til fjölþættra tengsla út á við. Hann kom vel búinn til þess leiks, ekki aðeins fyrir sakir góðrar fagmenntunar, heldur ekki síður fyr- ir meðfæddar gáfur og inngróin, já- kvæð viðhorf til framþróunar og lýð- réttinda. Sem sveitapiltur af menntastétt sameinaði hann með fá- gætum hætti þjóðmenningu, tækni- kunnáttu og vísindaviðhorf, var víð- lesinn á nýjustu tæknirit og vísindaskáldskap og eygði því ýmsar brautir til framtíðar, sem öðrum voru huldar. Slíkir þekkingarþræðir blönduðust stöðugt inn í störf hans og röksemdir, og komu nýjungar hans og hughrif mönnum oft á óvart fram eftir árum. Að valinni starfs- braut beindist þekkingarleitin inn á hagnýt námskeið, sem tilreidd voru af alþjóða- og menntastofnunum fyr- ir efnismenn í fararbroddi, og urðu þau alls fjögur í almennum hagáætl- unum, samgönguhagfræði og byggðaþróun á árabilinu 1961–78. Sjálfur var ég fjarri við framhalds- nám, þegar Bjarni hóf störf, en hann settist að nokkru í erfðagóss mitt í búnaðarhagmálum, og skrifaði vinur okkar mér að þá væri það í góðum höndum. Hugur hans hneigðist fljótt til hagtæknilegra viðfangsefna, sem þá fóru að líta dagsins ljós og stefndu að áætlunum um framkvæmdir fyrir lánsfé, studdum kostnaðar- og nytja- greiningu og þar með ströngu mati arðsemi og greiðsluþols. Þannig komst Bjarni þegar frá upphafi Efnahagsstofnunarinnar inn á og ruddi braut hagrænna samgöngu- áætlana. Slíkar áætlanir, sem og þeim nátengdar byggðaáætlanir af almennara inntaki, voru á vegum þeirrar stofnunar, meðan naut við, en með því var jafnfamt lagður grunnur að mun umfangsmeira slíku starfi síðar á vegum Framkvæmda- stofnunar og Byggðastofnunar. Starf að þessum málum rækti Bjarni af hugsjón og alúð, sprottinn sem hann var upp úr landsbyggðar- jarðvegi. Honum var unun að ræða þessi málefni, hvenær sem færi gafst, enda var hann í þeim ham sem endranær geðprúður og hvers manns hugljúfi. Orðstír Bjarna á þessum vettvangi fór hratt og víða. Þótti því einboðið að sækjast eftir honum sem bæjar- stjóra Akureyrar, þegar sá stóll losn- aði 1967. Hann fylgdi mati starfsins og sjálfs sín þó fast eftir með tilliti til ábyrgðar og áhættu af óstöðugleika, svo að sumir vildu í gamni kalla hann hinn „dýra“. Það festist þó ekki við hann, enda virtist ráðning hans hafa valdið endurmati bæjar- og sveitar- stjórastarfa almennt, og þá bæði til kosta og launa. Þar með var hann kominn hinum megin við borðið í samskiptum ríkis og sveitarfélaga í málefnum byggðanna með ríkum áhrifum í samtökum þeirra nyrðra og á heildina litið, um leið og svo vel vildi til að sérstakt átak var að hefj- ast í byggðamálum hans svæðis. Sambandið milli okkar rofnaði því ekki, og var okkur hjónum minnis- stæð unun að heimsókn til þeirra hjóna nyrðra, þar sem fjölskyldan blómgaðist. Ánægjulegt var að finna, hve vel þeim var tekið þar og hve mikils Bjarni mat samstarfsmenn sína og taldi störf þeirra í öruggum höndum. Mun ekki ofmælt, að þau hjónin hafi talið þennan tíma vera blómaskeið ævi sinnar. Um það bil miðja vegu inn á starfs- tíma hans nyrðra var stefnt að stór- eflingu starfs að byggðaþróun og annarri áætlanagerð með því að safna nokkrum stofnunum í eina stóra Framkvæmdastofnun. Kom áætlanadeildin í minn hlut með báð- ar greinarnar að verksviði, og varð samband okkar nafnanna þá nánara og formlegra, svo sem við önnur samtök landshlutanna. Varð mér strax ljóst, að byggðahluti starfsins félli betur að reynslu og yfirsýn hans og varð okkur stundum á orði, að ég þyrfti að taka frá góðan stól handa honum til endurkomu. Tókst mér að efna það svo bókstaflega, að við brottför mína haustið 1976 og skipt- ingu áætlanadeildar í tvær tók nafni við skrifstofu minni í heilu líki, er hann gerðist framkvæmdastjóri byggðadeildar. Við það skildi leiðir okkar, svo að ég hef ekki beint af framhaldi hans í starfi að segja. Þó snertust starfssviðin þannig, að með- an ég gekk með öðrum undir það ok að fullkomna fjárhagskerfi þjóðar- innar, svo það yrði þess umkomið að takast á við stórvirki, vann nafni að því að hugsa upp og mæla fyrir slík- um stórvirkjum. Ekki mun ætíð meðbyr að eiga endurkomu inn á fyrri vettvang. Að- stæður hafa breyst til andófs við fyrri hugmyndir og stjórnarháttu, svo sem kom skýrt fram, er Fram- kvæmdastofnunin var lögð niður árið 1985, þó að tækist að bjarga byggðadeild yfir í sérstaka Byggðastofnun með breyttri stjórnskipan. Að sama skapi viðrar ekki ætíð vel fyrir samfélags- hugsjónir, sem lýjast og hlaupa af sér horn eigin óraunsæis um leið og þær rekast á horn tregðu og andófs. Alla tíð á sér stað togstreita milli hugsjóna og hagsýni, þar sem hlut- verk hugsjónamanna er að bera sem fyrst fram vænlegar hugmyndir, en hagsýnismanna að halda aftur af þeim þar til fullnægjandi tæknilegar og hagrænar forsendur hafa skapast til framkvæmdar þeirra og fjár- mögnunar. Báðir hafa að nokkru rétt fyrir sér og að nokkru rangt, svo að aldrei verður að fullu úr skorið. Bjarni var að náttúru af fyrri gerð- inni, þótt námi hans væri ætlað að skera honum síðari stakkinn. Mála- fylgja hans fyrir jarðgangagerð er gott dæmi um þetta, sem margir töldu til skýjaborga, en nú eftir þró- un verktækni og fjárhags eru hver göngin boruð af öðrum, svo að varla má stöðva tækin. Annað dæmi er norðvestursamstarfið, sem hann átti verulegt frumkvæði að og kemur nú fram í hverri stofnun og vettvangi af öðrum. Hryggilegt er, hve hart heilsu- brestur sótti að okkar kæra vini und- ir lokin. Náði ég þó að koma til hans góðri myndakveðju undir lokin, sem og að líta hann á dánardægri. Vekur það upp minningar um trúarviðhorf prestssonarins. Trúði hann, að allt kvikt hefði einhverja sál, en æði misstórar, og gætu þær smáu sameinast í stærri, svo að til dæmis gætu einhver hundruð hektólítrar síldar gengið upp í eina mannssál, og kallaði hann síldarsálnakenninguna. Vildi ég liðsinna honum með hana og benti á, að kannske tæki það nokkur heimsskeið milli mikluhvella að þróa allar í eina alveldissál. Við leysum víst ekki þessa gátu fyrr en þegar og ef við hittumst aftur! Að svo sögðu biðjum við Rósa Gísl- ínu og börnunum allrar huggunar og blessunar, sem verða má. Bjarni Bragi Jónsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, langafi og langalangafi, RAGNAR B. MAGNÚSSON vörubílstjóri frá Dal, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 25. mars, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 2. apríl. kl. 13.30. Elísabet Ragnarsdóttir, Erling Sigurðsson, Magnús Ragnarsson, Guðrún Þorbjörnsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTAR KARLS GUÐMUNDSSONAR brunavarðar, Sléttuvegi 13. Ástríður Hafliðadóttir, Jóna Ágústsdóttir, Helgi Gunnarsson, Hafdís Ágústsdóttir, Guðmundur Karl Ágústsson, Hjördís Birgisdóttir, Ástrún Björk Ágústsdóttir, Guðmundur Á. Arnbjarnarson, barnabörn og langafabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS KJARTANSDÓTTIR, Bugðustöðum, Hörðudal, verður jarðsungin frá Snóksdalskirkju laugar- daginn 3. apríl kl. 13:30. Erla Guðrún Kristjánsdóttir, Halldór Magnússon, Gunnar B. Kristjánsson, Kristín Inga Kristjánsdóttir, Magnús Jónsson og ömmubörnin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.