Morgunblaðið - 01.04.2004, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.04.2004, Qupperneq 56
UMRÆÐAN 56 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Gleði, glens og gaman í allt sumarUpplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.is Hólavatn Kaldársel Vatnaskógur (skráning hafin) Vindáshlíð Ölver N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 7 0 3 • s ia .i s Gleði, glens og gaman – í sumarbúðum KFUM og KFUK í sumar! Skráning hefst 2. apríl kl. 8.00 KÆRU góðu vinir, Hjartanlegar þakkir fyrir boðið á 30 ára afmælistónleikana nú um daginn. Ég vona, að Íslend- ingar almennt muni fyrr eða síðar skilja og skynja það Grettistak sem þið hafið lyft í tónlistarþróun á Ís- landi. Alltof oft heyrðum við, og með mismun- andi formerkjum, um starfsemi Íslensku óp- erunnar, fyrir hverja, kostnað og sumir jafn- vel spurðu: Hvers vegna sjálfstæð Ís- lensk ópera? Þið viss- uð betur. Skv. lögum var Þjóðleik- húsinu skylt að færa reglubundið upp óperu, og við, sem elskum það listform, fundum sárlega fyrir, hvernig þeim lögum var fylgt eftir, og hversu rík þörfin var. Barátta ykkar á fyrstu árum Ís- lensku óperunnar var gríðarlega erfið, og ekki tilviljun, að bjart- sýnisverðlaunin voru færð Garðari Cortes. Óperan er í annarra hönd- um í dag, og við von- um öll innilega, auðvit- að, að það starf eflist og dafni. En, hefði það ekki verið fyrir hug- rekki, dugnað, ómælda elju og bjartsýni ykk- ar, sem æ ofan í æ tókuð áhættuna, hefði Íslenska óperan verið kæfð nánast í fæðingu. Minna hefur borið á í umfjöllun almennings því framtaki ykkar að stofna Söngskólann í Reykjavík. Á afmæl- istónleikunum og eftir þá fann ég gesti, og jafnvel þá sem ekki komust, en heyrðu af tónleik- unum, skynja gríðarlegt afrek ykk- ar, þessa unga fólks sem á sínum tíma með öllum krafti og þunga stóð að stofnun Söngskólans. Ís- lendingar eru nú loks að átta sig á, hversu mikill máttur ykkar og framlag hefur verið. Söngfólk á heimsmælikvarða hér heima eða í bestu óperuhúsum og tónleikasölum heims fékk leiðandi hönd ykkar í upphafi – og, það sem ekki er minna virði, öguð vinnubrögð í þjálfun og ómælda hvatningu. Þið og samstarfsmenn í Söngskólanum hafið lagt þann grunn að íslenskri sönglist, sem ekki verður af okkur tekinn. Ykkar er sú ímynd sem tónlistar- heimurinn hvarvetna er nú meðvit- aður um: Þegar íslenskir söngvarar stíga á pall í alþjóðaheimi tónlist- arinnar sýna þeir og sanna þá „vöggugjöf“ og vegarnesti, sem þið hafið gefið. Á afmælistónleikunum steig fram hver söngvarinn á fætur öðrum, söngvari sem þegar á eða mun fá gott gengi, hvar sem er í heiminum. Hvílíkt afrek hjá þessari þjóð og hvílíkt fólk sem við eigum að til að brjóta hæstu múra og þróa sönglist Íslendinga svo vel. Við munum í framtíðinni aldrei sætta okkur við annað en bestu faglegu menntun og flutning söngs, í hvaða formi sem er. Besta sönnunin um starfsanda, þjálfun og kröfur til nemenda Söng- skólans heyrðist að sjálfsögðu í Kristni Sigmundssyni, sem á sviðið og áheyrendur, hvar sem hann kemur. Áfram mættum við telja frábæra frammistöðu Elínar Óskar Óskarsdóttur og Ólafs Kjartans Sigurðarsonar, sem brutu blað með frammistöðu á heimsmælikvarða í Söngskólinn í Reykjavík 30 ára – opið bréf Lára Margrét Ragnarsdóttir skrifar um Söngskólann í Reykjavík ’Megi framtíð Söng-skólans, Íslenskrar óp- eru og sönglistar þróast jafnvel í framtíðinni og hún hefur gert und- anfarna áratugi.‘ Lára Margrét Ragnarsdóttir FJÖLSKYLDULÍF er það að börn og foreldrar myndi eðlilegt, heilbrigt tilfinningasamband á grundvelli eðlilegra samskipta. Grundvöllurinn er samskipti, til- finningasamband og traust. Eitt það helsta sem vinnur gegn slíkum grundvelli er skilnaður. Samkvæmt Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna ber þó öll- um einstaklingum réttur til að þekkja foreldra sína og aðskilnaður, t.d. vegna stríðs, átaka eða skiln- aðar foreldra, getur ekki svipt einstaklinginn þess- um rétti. Fjölskyldulíf er einnig hornsteinn mann- réttinda að mati Mann- réttindadómstóls Evr- ópu. Rétturinn til fjölskyldulífs er meginefni þeirra mannréttinda sem tyrkneska ríkið var talið hafa brotið á Sophiu Han- sen í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá sl. hausti. Þannig vernda sáttmálarnir réttinn til fjöl- skyldulífs. Ísland er aðili að báðum þessum sáttmálum. 8. grein Mannréttinda- sáttmálans hefst á þessum orðum: „Sérhver einstaklingur hefur rétt til að einkalífi hans og fjölskyldulífi, heimili hans og bréfasambandi sé sýnd virðing.“ Túlkun dómstólsins á ákvæðinu í máli Sophiu Hansen þýðir að hvers kyns aðskilnaður og sambandsrof milli barna og foreldra sé mann- réttindabrot og stundum jafnvel glæpsamlegt, eins og þegar tyrkneska ríkið tryggði Sop- hiu ekki umgengni við börn sín. Þeir sem stuðla að slíkum mann- réttindabrotum eru því sekir í ljósi Mannréttinda- sáttmálans. Að mati Félags ábyrgra feðra hljóta sýslumenn á Íslandi, margir félagsráðgjafar og lögfræðingar að vera sekir um að hvetja til mannréttindabrota með kröfum og úrskurðum um takmark- aða eða enga umgengni barna og forsjárlausra foreldra (feðra). Svo ekki sé minnst á notkun bréfa frá börnum um mannvonsku föðurins. Umgengnistálmanir Í máli Sophiu Hansen kom glöggt fram að umgengni hennar og dætr- anna var tálmuð ítrekað með lög- legum og ólöglegum ráðum af hálfu forsjárforeldris þeirra. Réttur Sophiu til að fá atbeina yfirvalda til að knýja fram umgengni er að mati dómstólsins skýlaus. Dómstóllinn lítur þannig á að umgengni sé skil- yrðislaus réttur barns og for- sjárlauss foreldris og að yfirvöldum beri ótvíræð skylda til að beita til- tækum úrræðum til að knýja fram umgengni sé hún tálmuð af hálfu forsjárforeldrisins. Hér á Íslandi viðgengst að for- sjárforeldri tálmi umgengni mán- uðum og jafnvel árum saman og yf- irvöld verðlauna þau jafnvel í úrskurðum sínum – þvert gegn dómi Mannréttindadómstóls Evr- ópu. Nýlega úrskurðaði t.d. sýslu- maðurinn í Hafnarfirði svo að engin umgengni skyldi vera milli föður og barns hans. Meðal gagna sem hann byggði úrskurð sinn á var bréf sem barnið var sagt hafa skrifað um að það vildi ekki umgengni. Í bréfinu var föðurnum fundið margt til for- áttu. Vitnisburður barna Á Íslandi er algengt að börn séu látin vitna gegn því foreldrinu sem þau búa ekki hjá (föðurnum) þegar ágreiningur rís um forsjá og um- gengni. Er þá lagt fram bréf frá barninu um að faðirinn sé leið- inlegur, vondur, ofbeldishneigður eða hafi verið vondur við móðurina meðan þau bjuggu saman. Þessi bréf eru að sjálfsögðu málsgögn og ber að íhuga þau sem slík. Í því samhengi er þó nauðsynlegt að at- huga hvernig þau verða til. Um þetta atriði fjallaði Mannréttinda- dómstóllinn í máli Sophiu Hansen. Börn hennar vitnuðu í þrígang á sex árum fyrir dómi um að hún væri leiðinleg, slæm móðir og lauslát. Tilgangur vitnisburðarins var aug- ljóslega að sýna fram á að börnin vildu ekki umgangast móður sína. Niðurstaða dómstólsins var sú að vitnisburður barnanna sýndi að þau hefðu aldrei fengið tækifæri til að rækta samband sitt við móðurina við eðlilegar aðstæður og þess vegna væru þau ekki lengur fær um að tjá sig frjálslega um tilfinningar sínar til hennar án utanaðkomandi þrýstings. Dómstóllinn taldi að að- stæður og forsjárforeldrið hefðu snúið börnunum gegn móðurinni og Sophia Hansen og Hund- Tyrkinn-Íslendingurinn Garðar Baldvinsson skrifar um forsjármál ’Rétturinn til fjöl-skyldulífs nær ekki aðeins til forsjárfor- eldra heldur til allra manna …‘ Garðar BaldvinssonFyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.