Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 60
UMRÆÐAN
60 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sumar-
skórnir
komnir
Teg. 4002
Litur: Bleikur og svartur
St. 36-41
Verð 7.995
Teg. 2390
Litur: Gulur, rauður,
hvítur, svartur, og beige
St. 36-41
Verð 7.995
Teg. 9923233
Litir: Grænt, gulur,
rauður, orange, hvítur og
svartur.
St. 36-41
Verð 3.995
Teg. 9923211
Litur: Hvítt, svart, gult,
grænt og rautt.
St. 36-41n.
Verð 3.995
Teg. 380
Litur: Svart, brúnt og
camel.
Stærðir: 36-42
Verð 7.995
Teg: 330
Litur: Svart, beige
og brúnt.
Stærðir: 36-42
Verð 9.995
Skóverslun - Kringlunni
Sími 553 2888
www.skor.is
ÞAÐ hefur lengi verið baráttumál
sálfræðinga og skjólstæðinga þeirra
að fá heilbrigðisyfirvöld til að nið-
urgreiða sálfræðiþjónustu. Mark-
miðið er að færa störf sálfræðinga
nær grunnþjónustunni,
þ.e. að almenningur
hafi eðlilegan aðgang að
sálfræðingum, sem
starfa utan sjúkrahúsa
og stofnana. Einnig er
mikilvægt að færa þjón-
ustu sálfræðinga inn í
heilsugæslustöðvarnar,
sbr. íslenska könnun
sem gerð var árið 1997
um þörf á sálfræðiþjón-
ustu á heilsugæslunni.
Þótt byggð hafi verið
upp öflug geðlæknis- og
sálfræðiþjónusta á und-
anförnun árum á Geðdeild Landspít-
ala sinnir hún að mestu bráðatilvikum
en eftirfylgd og langtímameðferð hef-
ur að mestu farið fram hjá geðlækn-
um á stofum utan spítalakerfisins.
Auk þess eru mörg tilvik þess eðlis að
almenningur kýs fremur að sækja
sálfræðilega meðferð utan stofnana,
t.d. við áföll ýmiss konar, langvarandi
veikindi, hjónabandserfiðleika o.fl.
Mikil þörf er einnig á auknum með-
ferðarúrræðum fyrir börn og ung-
linga. Dýrara er fyrir skjólstæðing að
sækja þjónustu sálfræðings en geð-
læknis þar sem Tryggingastofnun
niðurgreiðir þjónustu geðlækna.
Samkeppnisstofnun sendi frá sér álit
fyrir nokkrum árum þar sem tekið
var undir sjónarmið sálfræðinga um
að þjónustuaðilum væri mismunað og
þeim tilmælum beint til
Tryggingastofnunar að
semja við sálfræðinga.
Gott samstarf er yf-
irleitt á milli sálfræð-
inga og geðlækna og í
mörgum tilvikum þurfa
báðir aðilar að eiga
samstarf um skjólstæð-
ing til að ná sem bestum
árangri í meðferð hans.
Geðlyfjanotkun og
kostnaður því samfara
hefur aukist gríðarlega
á undanförnum árum. Á
sama tíma hefur mikil
þróun sálfræðilegrar meðferðar átt
sér stað sem sýnir fram á jafngóðan
árangur og lyfjameðferð. Margar
rannsóknir hafa t.a.m. sýnt fram á
ótvíræðan árangur hugrænnar atferl-
ismeðferðar við kvíða og þunglyndi.
Sálfræðileg meðferð er ódýrari og
auk þess er í meðferðinni lögð mikil
áhersla á að kenna fólki færni til að
viðhalda betri geðheilsu og verjast
bakslögum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hefur spáð því að þunglyndi sé sú
röskun sem muni skerða hvað mest
atvinnuþrek og lífsánægju almenn-
ings í kringum 2020 (DALYs: Dis-
ability Adjusted Life Years). Kvíði er
einnig vanmeðhöndlað vandamál,
sem getur valdið langvarandi þján-
ingu sé ekki gripið tímanlega inn í þá
þróun. Rannsóknir sýna að einungis
um 30% einstaklinga með kvíða fái
viðeigandi meðferð.
Með auknum meðferðarúrræðum
er rétt að taka fram að hér er ekki
verið að „sjúkdómsvæða“ eðlilegt
ástand sem fylgir því að lifa og hrær-
ast í þeim öru samfélagslegu breyt-
ingum sem hafa orðið undanfarið.
Auk þess er tímabundin sorg og þján-
ing eðlilegur hluti af lífinu og ekki
nauðsynlegt að viðkomandi hafi alltaf
sérfræðing sér við hlið til að ráða úr
sínum málum. Rannsóknir sýna þó,
að hætta er á endurteknu þunglyndi
hjá þeim einstaklingum, sem áður
hafa fengið þunglyndi. Því er mik-
ilvægt að vinna markvisst að því að
slíkt gerist ekki.
Mikilvægt er þó einnig fyrir al-
menning og stjórnmálamenn að
skoða þróun andlegs ástands þjóða í
víðara samhengi, því vissulega er
geðheilsa almennings einnig háð
þeirri samfélagsgerð sem við búum
við. Hvar þurfum við að staldra við í
hraða nútímans og taka ábyrgð á eig-
in geðheilsu og vellíðan?
Sálfræðingar hafa verið ötulir í að
fylgjast með þróuninni í fræðigrein
sinni. Þróaðar hafa verið forvarn-
araðferðir innan hugrænnar atferl-
ismeðferðar, t.d. til að fyrirbyggja
endurtekið þunglyndi og kvíða. Sál-
fræðingar hafa áttað sig á að horfa
þarf til lengri tíma til að koma í veg
fyrir frekari þjáningar með skertri
starfsgetu og lífsgleði. Rannsókn-
arniðurstöður sýna fram á, að með
slíkum aðferðum má koma í veg fyrir
endurtekið þunglyndi og draga úr
kvíða og þar með auka starfsgleði og
lífshamingju fólks.
Undanfarið hefur nefnd á vegum
Sálfræðingafélagsins sótt það fast hjá
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu að samið verði við sálfræð-
inga um niðurgreiðslu á sálfræðiþjón-
ustu. Svo virðist sem þverpólitískur
skilningur sé fyrir hendi.
Fjárlagagerð stendur nú yfir. Sér-
stök fjárveiting til þessa verkefnis er
forsenda samninga. Kjarni málsins
snýst um að jafna aðgengi skjólstæð-
inga okkar sem búa við þjáningar af
völdum alvarlegra tilfinningalegra og
geðrænna vandamála að fjölbreyttri
þjónustu.
Sálfræðingar og
Tryggingastofnun ríkisins
Margrét Bárðardóttir
skrifar um kjör sálfræðinga ’Dýrara er fyrir skjól-stæðing að sækja þjón-
ustu sálfræðings en geð-
læknis þar sem
Tryggingastofnun nið-
urgreiðir þjónustu geð-
lækna.‘
Margrét Bárðardóttir
Höfundur er sálfræðingur.
FLEST okkar „fá í bakið“ einu
sinni eða oftar á ævinni en sem betur
fer lagast bakverkurinn yfirleitt af
sjálfum sér. Við sem störfum í heil-
brigðisþjónustunni merkjum að sí-
fellt yngra fólk leitar aðstoðar vegna
bakverkja. Mikilvæg
ástæða er líklega að nú-
tímalifnaðarhættir gera
miklar kröfur til stöð-
ugleika hryggjarins þar
sem fólk situr eða
stendur tímunum sam-
an. Þetta veldur m.a. því
að brjóskþófinn á milli
hryggjarliðanna er of
lengi undir sama þrýst-
ingi sem veldur því að
hann getur ekki dregið
til sín nýja næringu.
Þófinn virkar nefnilega
svipað og svampur sem
gefur frá sér vökva/næringu undir
þrýstingi og dregur til sín vökva/
næringu þegar þrýstingnum léttir.
Þessi víxlverkun á milli meiri þrýst-
ings og minni þrýstings á hryggþóf-
ann heldur frumunum í þófanum lif-
andi. Afleiðingin af langvarandi
kyrrstöðu er að hryggþófinn missir
smám saman þann eiginleika og eig-
inleika sem dempari á milli hryggj-
arliðanna og getur jafnvel rifnað.
Það þarf því ekkert að hafa fyrir því
að „fá í bakið“ – bara að sitja eða
standa kyrr nógu lengi.
Á byrjunarstigi lýsa einkennin sér
í þessu tilfelli oft eins og þreytuverk-
ur neðst í bakinu sem
versnar með tímanun
bæði að magni og í
tímalengd. Einkennin
lagast oftast við hreyf-
ingu en koma síðan
aftur þegar ákveðinni
stöðu er haldið um
stund. Þetta verður til
þess að viðkomandi er
á iði þar sem sífellt er
verið að skipta um
stöðu. Í versta tilfelli
geta einkennin orðið
stöðug og brjóskþóf-
inn rifnað og ert
taugar sem liggja niður í ganglim.
Miklar framfarir hafa orðið á sein-
ustu árum í greiningu og meðferð á
álagseinkennum frá hálsi og baki.
Þessar rannsóknir hafa m.a. sýnt að
hreyfistjórn er mikilvægari en
styrktarþjálfun fyrir stóran hóp
háls- og baksjúklinga. Háls- og bak-
sjúklingar fá hins vegar mjög mis-
munandi skilaboð frá heilbrigð-
isstarfsmönnum um hvað sé að, hvað
hægt sé að gera og hverjar batahorf-
ur eru. Þessir sjúklingar eru oft
sendir frá einum til annars innan
heilbrigðiskerfisins sem geta haft
mjög mismunandi þekkingu á því
hver vandamálin eru.
Það vantar sárlega samræmda
þjónusta fyrir háls- og baksjúklinga
eins og þekkist víðast hvar erlendis
þar sem þverfagleg teymi heilbrigð-
isstarfsmanna vinnur saman að því
að greina og meðhöndla sjúklinga
með flóknari einkenni. Það er því
mjög tímabært að koma á fót heilsu-
gæslu fyrir fólk með viðvarandi eða
endurtekin einkenni frá hálsi og baki
hér á landi. Sá hópur sem ekki fær
úrlausn sinna mála fer stækkandi
eins og aukning í útborguðum ör-
orkubótum í þessum málaflokki sýn-
ir. Þegar kostnaður vegna bakverkja
var skoðaður í Noregi kom í ljós að
um 70% af kostnaðinum var vegna
vinnutaps en verkir í baki eru taldir
önnur algengasta ástæða fyrir veik-
indadögum. Tæp 30% af kostn-
aðinum var vegna innlagna á sjúkra-
hús og skurðaðgerða en aðeins um
3% af heildarkostnaðinum vegna
heilbrigðisþjónustu sem þessum
sjúklingum var veitt af heilbrigð-
isstarfsmönnum á einkastofum. Það
er vilji fyrir því hjá sérfræðingum
hér á landi að vinna saman að betri
lausn háls- og bakvandamála til að
fækka veikindadögum og innlögnum
á sjúkrahús. Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin (WHO) leggur á
þessum áratug (2000–2010) áherslu
á þróun betri greiningar- og með-
ferðaraðferða fyrir þann stóra hóp
fólks sem þjáist af einkennum frá
stoð- og hreyfikerfi. Það hefur hins
vegar ekkert heyrst frá íslenskum
stjórnvöldum hvað þau ætla að gera í
þessum málaflokki á þessum áratug.
Sjá íslensk heilbrigðisyfirvöld ein-
hverjar lausnir til að bæta þjón-
ustuna við þennan stóra sjúklinga-
hóp?
Þegar bakið gefur sig
Eyþór Kristjánsson fjallar um
bakverk og hreyfingu ’Ekkert hefur heyrstfrá íslenskum stjórn-
völdum hvað þau ætla
að gera í þessum mála-
flokki á þessum ára-
tug.‘
Eyþór Kristjánsson
Höfundur er fagstjóri
Hreyfigreiningar.