Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 74
ÍÞRÓTTIR 74 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT SKÍÐI Skíðamót Íslands Á Ísafirði fer fram 10 km ganga karla 17–19 ára, 15 km ganga karla 20 ára og eldri og 5 km ganga kvenna 17 ára og eldri. Stigamót í svigi Alþjóðlegt stigamót, FIS, í svigi karla og kvenna fer fram á Siglufirði. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, Intersportdeildin, fyrsti leikur í úrslitum: Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík......19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, RE/MAX-deildin, fyrri leikir í 8 liða úrslitum: Ásgarður: Stjarnan – Grótta/KR.........19.15 Ásvellir: Haukar – FH ..........................19.15 Hlíðarendi: Valur – Víkingur ...............19.15 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppnin Neðri deild karla, C-riðill: Fífan: Afturelding – HK .......................19.15 HANDKNATTLEIKUR Frakkland – Ísland 29:24 Lorient, Frakklandi, vináttulandsleikur, miðvikudaginn 31. mars 2004. Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 5, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 2, Einar Hólmgeirsson 2, Logi Geirsson 2, Vignir Svavarsson 2, Ásgeir Örn Hall- grímsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Róbert Sighvatsson 1, Ragn- ar Óskarsson 1, Rúnar Sigtryggsson. Varin skot: Björgvin Gústavson 5, Guð- mundur Hrafnkelsson 5. KNATTSPYRNA Albanía – Ísland 2:1 Qemal Stafa-leikvangurinn í Tirana, Alban- íu, vináttulandsleikur, miðvikudagur 31. mars 2004. Mörk Albana: Adrian Alaj (42.), Alban Bushi (74.) Mark Íslands: Þórður Guðjónsson (64.) Lið Albaníu: Foto Strakosha (Elion Leka 46.) – Elven Beqiri, Geri Cipi, Adrian Aliaj (Edmond Kappllani 46.) – Besnik Hasi, Ervin Skela (Altoin Haxhi 61.), Altin Lala, Klodian Duro (Ardit Beqiri 79.), Edvin Murati (Hneri Ndreka 88.) – Florian Myr- taj (Elion Lika 46.), Igle Tare (Alban Bushi 73.). Lið Íslands: Árni Gautur Arason – Ívar Ingimarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Pétur H. Marteinsson – Bjarni Guðjónsson (Arn- ar Þór Viðarsson 59.), Brynjar Björn Gunn- arsson, Jóhannes Karl Guðjónsson (Gylfi Einarsson 79.), Þórður Guðjónsson, Indriði Sigurðsson (Kristján Örn Sigurðsson 85.) – Marel Baldvinsson (Veigar Páll Gunnars- son 59.), Heiðar Helguson (Hjálmar Jóns- son 85.) Markskot: Albanía 13 (7), Ísland 8 (4). Horn: Albanía 11, Ísland 5. Rangstaða: Albanía 3, Ísland 3. Gul spjöld: Alban Bushi (82.). Rauð spjöld: Engin Dómari: Paolo Beritni frá Ítalíu. Áhorfendur: Um 12.000. Vináttuleikir Moldavía – Aserbajdsjan ........................ 2:1 Dadu 40. (víti), 65. – Gurban Gurbanov 20. –4.000. Egyptaland – Trinidad/Tobago.............2:1 Treika 59., Halim 64. – Stern John 79. – 5.000. Eistland – Norður-Írland ........................0:1 - David Healy 45. – 3.000. Malta – Finnland...................................... 1:2 Michael Mifsud 90. – Aleksei Yeremenko 51., Jari Litmanen 86. – 1.432. Slóvenía – Lettland ..................................0:1 - Maris Verpakovskis 36. – 1.500. Serbía-Svartfjallal. – Noregur ...............0:1 - Martin Andresen (vítasp.) 76. – 6.000. Búlgaría – Rússland.................................2:2 Dimitar Berbatov 13., 57. – Dmitri Sychev 10., 20. – 15.000. Makedónía - Úkraína ...............................1:0 Stavrevski 25. – 16.000. Króatía – Tyrkland ..................................2:2 Sokota 2., Sma 76. – Biryol 73., Atan 78. – 12.000. Lúxemborg – Bosnía ...............................1:2 Daniel Huss 87. – Zvjezdan Misimovic 61., Elvir Bolic 71. – 2.000 Grikkland – Sviss......................................1:0 Vassilis Tsartas 57. – 21.000. Ungverjaland – Wales..............................1:2 Krisztian Kenesei 18. vítasp. – Jason Kou- mas 20., Robert Earnshaw 76. – 10.000. Írland – Tékkland ....................................2:1 Ian Harte 52., Robbie Keane 90. – Milan Baros 81. – 42.000. Slóvakía – Austurríki...............................1:1 Marek Mintal 72. – Roland Kollmann 90. – 4.520. Þýskaland – Belgía...................................3:0 Kevin Kuranyi 45., Dietmar Hamann 55., Michael Ballack 81. – 46.143. Pólland – Bandaríkin...............................0:1 DaMarcus Beasley 25. – 12.000. Svíþjóð – England ....................................1:0 Zlatan Ibrahimovic 54. – 40.464. Holland – Frakkland................................0:0 47.000. Skotland – Rúmenía.................................1:2 James McFadden 56. – Christian Chivu 37., Daniel Pancu 50. – 20.433. Portúgal – Ítalía .......................................1:2 Nuno Valente 5. – Christian Vieri 40., Fabrizio Miccoli 75. – 20.000. Spánn – Danmörk.....................................2:0 Fernando Morientes 23., Raul 60. 19.000. Túnis – Fílabeinsströndin .......................0:2 - Didier Drogba 34., 63. – 7.000. Undankeppni HM Suður-Ameríka Argentína – Ekvador .............................. 1:0 Hernan Crespo 60. Staðan: Argentína 5 3 2 0 10:3 11 Paraguay 4 3 0 1 8:6 9 Brasilía 4 2 2 0 7:5 8 Uruguay 4 2 1 1 11:8 7 Chile 5 2 1 2 7:6 7 Venesúela 4 2 0 2 3:6 6 Perú 4 1 2 1 6:4 5 Ekvador 5 1 1 3 3:4 4 Bólivía 5 1 0 4 5:12 3 Kólumbía 4 0 1 3 2:8 1  Fjögur efstu liðin komast á HM 2006, fimmta lið fer í aukaleiki við þjóð frá Eyja- álfu. Canela-bikarinn Æfingamót í Canela á Spáni: Fylkir – Valur .......................................... 3:0 Eyjólfur Héðinsson 37., 74., Albert Brynjar Ingason 77. Fram – FH .................................................1:2 Viðar Guðjónsson 76. – Atli Viðar Björns- son 34., Emil Hallfreðsson 68. (vítasp.), Atli Viðar Björnsson. Rautt spjald: Ingvar Ólafsson, Fram, 80. – tvö gul spjöld. Staðan: Fylkir 2 1 0 1 3:1 3 Fram 2 1 0 1 2:2 3 Valur 2 1 0 1 4:4 3 FH 2 1 0 1 3:5 3 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Philadelphia – Golden State ................ 95:71 Milwaukee – Indiana............................ 95:86 Dallas – Cleveland............................ 126:109 Denver – Seattle ............................... 124:119 LA Lakers – New Orleans ................ 107:88 SKÍÐI Skíðamót Íslands Keppni í sprettgöngu á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar: Sex stúlkur tóku þátt í keppni kvenna og varð Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði, sigurvegari í keppni við Jónu Lindu Karls- dóttur, Ísafirði, í úrslitum. Auður Yngva- dóttir, Ísafirði, fékk brons. Sextán karlmenn mættu til leiks og varð Magnús Þór Björnsson, Ísafirði, sigurveg- ari – vann Ólaf Th. Árnason, Ísafirði, í úr- slitum. Jakob Einar Jakobsson, Ísafirði, fékk brons. ÍSHOKKÍ Heimsmeistaramót 18 ára liða, 2. deild A, í Ungverjalandi. Ísland – Belgía ..........................................4:3 Daníel Eiríksson skoraði þrjú mörk og Gauti Þormóðsson sigurmarkið þegar 1.46 mín. voru til leiksloka.  Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum fyrir Hollandi 11:1. Í DAG VEIGAR Páll Gunnarsson, leikmaður með Stabæk, átti góða innkomu í síðari hálfleik. Hann frískaði mikið upp á leik íslenska liðsins í síðari hálfleik. Jöfnunarmarkið sem Þórður skoraði kom eftir fínan undirbúning Veig- ars og ekki mátti miklu muna að honum tækist að skora sjálfur skömmu síðar. „Ég ætlaði bara að setja boltann í hornið en boltinn skoppaði illa á ósléttum vellinum sem gerði það að verkum að ég náði ekki stýra honum. Á betri velli hefði ég örugglega skorað í þessari stöðu. Sárt að ná ekki jafntefli Það var sárt að ná ekki í það minnsta jafntefli, en alb- anska liðið er mjög sterkt og ekki skrýtið að því skuli hafagengið svona vel á heimavelli sínum. Ég fann mig vel þegar ég kom inn á. Ég hef mikinn metnað fyrir því að halda mér í landsliðinu og því er mikilvægt að nýta hvert tækifæri velsem gefst. Það var verst að mér skyldi ekki takast að skora en ég vil kenna vellinum þar um,“ sagði Veigar Páll. „Ójafna kom í veg fyrir að ég skoraði“ Ljósmynd/ALNA photo Heiðar Helguson, framherji landsliðsins, var að venju harður í horn að taka í baráttunni um knöttinn gegn Albönum í Tirana. Það er verst að hafa tapað þess-um leik sem verður eftirminni- legur fyrir mig, bræður mína og fjölskyldu. Við höf- um beðið eftir þessu augnabliki ansi lengi og það var því mjög gaman að fá að spila saman. Þetta var stór dagur hjá fjölskyldunni og stórum áfanga náð. Það var gaman að skora í 50. leiknum en verst að það skyldi koma í tapleik,“ sagði Þórður Guðjónsson við Morgun- blaðið. Þórður sagðist ekki hafa verið sáttur við leik liðsins í fyrri hálfleik. „Við vorum of rólegir en takmarkið var fyrst og fremst að hugsa vel um vörnina sem við ætlum okkur að gera í útileikjunum. Við gerðum of lítið að að spila boltanum innan liðs- ins í fyrri hálfleik en í þeim síðari var allt annað uppi á teningnum. Við náðum þá mörgum góðum sóknum og eftir að við jöfnuðum fannst mér við vera nær því að komast yfir heldur en þeir. Þegar á heildina er litið var ég sáttur við margt í okkar leik. Við erum að byrja upp á nýtt en Albanarnir spiluðu gegn Svíum í síðasta mán- uði svo þeir hafa ákveðið forskot. Ég held að þessi úrslit séu ekkert til að skammast sín fyrir. Við get- um lært mikið af þessum leik og hann sýnir okkur að við getum ekki beðið með það fram til síðari hálf- leiks að spila boltanum og halda honum innan liðsins. Það var stress í mönnum í fyrri hálfleik enda var völlurinn hættulegur og við pöss- uðum okkur á því að gera ekki mis- tök.“ „Spilum vonandi oftar saman“ „Ég er hundfúll að hafa tapað leiknum því að mínu mati áttum við skilið í það minnsta jafntefli. Mér fannst ósanngjarnt að Albanarnir skyldu ná fram sigri því við vorum mun betri en þeir í seinni hálfleik og í stöðunni 1:1 fengum við tvö fín færi til að skora. Kannski vorum við of ákafir í því að ætla að knýja fram sigur því við gleymdum okkur aðeins í varnarleiknum og var um- svifalaust refsað fyrir,“ sagði Jó- hannes Karl Guðjónsson við Morg- unblaðið. Það hefur nú verið svolítið sér- stakt að spila með tveimur bræðr- um sínum í landsliðinu? „Það var mjög gaman og vonandi að það verði oftar. Það er frábært að þetta skuli hafa gerst en ég leit auðvitað á þá sem hverja aðra með- spilara í liðinu. Upp á ferilinn að gera er þetta auðvitað mjög skemmtilegt og við komum líklega aldrei til með að gleyma þessum leik þó svo hann hafi tapast,“ sagði Jóhannes Karl. Stór dagur hjá fjölskyldunni Í FYRSTA skipti í rúm fjörutíu ár léku þrír bræður í byrjunarliði ís- lenska landsliðsins þegar Þórður, Bjarni og Jóhannes Guðjónssynir voru í liðinu sem atti kappi við Albana í gærkvöld. Bræðurnir frá Akranesi munu sjálfsagt muna eftir þessum leik um ókomin ár og þá sérstaklega Þórður Guðjónsson. Þórður lék í gærkvöldi sinn 50. landsleik og af því tilefni var hann fyrirliði landsliðsins í fyrsta skipti og hann skoraði eina mark Íslands, sitt 13. á landsliðsferli sínum. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Tirana Ljósmynd/ALNA photo Byrjunarlið Íslands: Heiðar Helguson, Ólafur Örn Bjarnason, Marel Baldvinsson, Ívar Ingimars- son, Brynjar Björn Gunnarsson, Pétur Marteinsson. Neðri röð frá vinstri: Bjarni Guðjónsson, Jó- hannes Karl Guðjónsson, Árni Gautur Arason, Þórður Guðjónsson fyrirliði, Indriði Sigurðsson. Bræðurnir Þórður, Bjarni og Jóhannes í byrjunarliði FRAKKINN Emmanuel Petit segir að það sé ekki nóg fyrir Chelsea að kaupa dýra leikmenn í löngum röð- um til þess að vinna titla og raunar þykir honum Roman Abramovich hafa farið of djarflega í þær sakir síðan hann keypti félagið á síðasta ári. Það sé alls ekki nóg að kaupa sterka leikmenn, velgengni byggist fyrst og fremst á traustum grunni sem síðan sé hægt að byggja ofan á. Þetta segir Petit m.a. í viðtali við France Football. Petit segist standa heilshugar við bakið á Claudio Ranieri knatt- spyrnustjóra sem vinni við erfiðar aðstæður. „Skuldinni fyrir öllu því sem miður fer hjá Chelsea er skellt á Ranieri. Ég vorkenni honum en ber um leið mikla virðingu fyrir honum og störfum hans.“ Vill vera áfram í London Petit, sem lék áður með Arsenal, sem seldi hann til Barcelona og það- an kom hann til Chelsea, hefur mik- inn hug á að vera áfram í Englandi og þá í London. Hann er sagður tilbúinn til að leika með Tottenham, Fulham eða Charlton. Petit ekki ánægður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.