Morgunblaðið - 01.04.2004, Qupperneq 78
78 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 3.45 og 5.50.
Frábær gamanmynd frá leikstjóra
There´s Something About Mary
og Shallow Hal
Sýnd kl. 10.30. B.i.
16 ára.
Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma
kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 16 ára.
Fleiri börn...meiri vandræði!
Sýnd kl. 8 og 10.30.
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk Páskamyndfjölskyldunnar
„Frábær skemmtun
fyrir alla fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Með ensku tali
Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8. Með ísl. tali
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Sýnd kl. 5.50 og 8. Með íslensku tali
Páskamynd
fjölskyldunnar
Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað það.Stórkostleg
skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikin ævintýramynd
eins og þær gerast bestar!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Sýnd kl. 10.10. Síðustu sýningar. B.i. 16 ára.
21
GRAMM
PÍSLARSAGA Krists reis upp um
helgina síðustu og varð á ný mest
sótta myndin í bíóhúsum landsins.
Alls sáu þá 3.577 manns myndina
sem er aðeins um 26% minni aðsókn
en um frumsýningarhelgina fyrir
tveimur vikum. Stríðir það gegn flest-
um lögmálum á markaði þessum og
er vitnisburður um hversu mjög svo
sérstök þessi margumtalaða mynd er.
Eftir 11 daga hafa nú um 12 þúsund
manns séð myndina sem Guðmundur
Breiðfjörð hjá Skífunni bendir á að sé
met þegar mynd á öðru tungumáli en
ensku eða íslensku er annars vegar.
Segist Guðmundur nú bjartsýnn á að
myndin fari nálægt 20 þúsund áhorf-
endamarkinu, sérstaklega þegar mið
sé tekið af því að páskavertíðin sé
fram undan. Upprisa Píslarsögunnar
þýddi að lögguteymið Starsky og
Hutch hopaði niður í annað sæti, og
það þrátt fyrir að myndin gangi
áfram mjög vel. Að sögn Róberts
Wesleys hjá Sambíóunum er hún nú
komin í 11 þúsund manns á 10 dögum
sem endurspegli almennt miklar vin-
sældir myndarinnar í Evrópu um
þessar mundir. Pétur Pan fór og vel
af stað en hún var frumsýnd á föstu-
dag ásamt spennutryllinum Taking
Lives. Rétt tæplega 3 þúsund manns
sóttu nýjustu myndgerðina á ævin-
týrinu um drenginn fljúgandi sem
ekki vill eldast. Jón Gunnar Geirdal
hjá Skífunni sagði áberandi hversu
mikið hefði verið um fjölskyldufólk á
myndinni um helgina sem hann sagði
benda til að hún ætti eftir að verða
vinsæll kostur yfir páskana.
Þá er gaman að geta þess að að-
sóknin á Whale Rider færist sífellt í
aukana. Um síðustu helgi jókst hún
um 58% milli vikna og nú eykst hún
aftur um 10% og hækkar um tvö sæti,
upp í það sjötta. Þetta sýnir hversu
vel þessi nýsjálenska verðlaunamynd
spyrst út meðal íslenskra bíóunn-
enda.
(
)
*
+,$
' )$!-. )
/$. "
0
!1
$)
'
0$
)
2
!-. )
-$3
0
.!') 4+5
4+5
0
!1
$)
-$3
5
$!5,
0
.!') 1
!6)
2!7!/
+ -$,)
$ -!7!-
-
.8'
(
)
3*
((
$!
*
"4 % %
)
$
(
$& $
!
# '
2$5
"6 ), *
$
" )
#
(
(
..!
!
) /* 0
) +
)"1 ) 2*3
9
":;!<"$;!7
9)":;!1$
":!=
":!>.
"
;!?
.;!=
;!? .
;!@9):.
":
9
":;!<"$;!7
9)":;!1$
":!=
":!>.
"
;!@9):.
":;!=
":!>.
"
;!=
;!!? .
;!7
9)":
@9):.
":
9
":;!<"$;!=
":!>.
"
;!?
.;!=
;!? .
;!@9):.
":
7
9)":
A.
);!
":;!
*9
:
":!>.
"
;!@9):.
":;!5
) B#
*
9
":
":!>.
"
;!?
.;!=
":!>.
"
!@9):.
":
9
":;!1$
":
@9):.
":
<"$;!6)
B
9
":;!5
) B#
*
@9):.
":
Upprisa Krists
skarpi@mbl.is
ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustics
föstudag og laugardag.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Caprí-tríó
leikur fyrir dansi sunnudag kl. 20 til
23:30.
BAR 11: Andrúm fimmtudag.
BÁSINN, Ölfusi: Harmonikuball
SÍHU, Sambands íslenskra harmon-
ikuunnenda, laugardag kl. 21 til 02.
Fimm harmonikufélög sjá um fjör-
uga dansmúsík.
BROADWAY: The Hefners föstu-
dag og laugardag.
BÚÁLFURINN, Hólagarði, Breið-
holti: Gulli Reynis föstud. og laugard.
BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi:
Kolbeinn Þorsteinsson föstudag.
CAFÉ AMSTERDAM: Rokktríóið
Penta rokkar föstud. Buff laugard.
CAFÉ ROSENBERG: Markús
Bjarnason og tarot-spákona fimmtu-
dag. Halli Reynis föstud. og laugard.
CATALINA, Hamraborg 11,
Kópavogi: Hermann Ingi Her-
mannsson föstudag og laugardag.
CELTIC CROSS: Spilafíklarnir
skemmta föstudag og laugardag.
DOWNUNDER/KJALLARINN:
Dj Leibbi föstudag kl. 00 til 04.
DRAUGABARINN, Stokkseyri:
Siggi Björns og félagar kynna geisla-
plötuna Patches föstudag kl. 21.
FELIX: Kiddi Bigfoot föstudag.
Atli skemmtanalögga laugardag.
FJÖRUKRÁIN: Hilmar Sverrisson
föstudag kl. 23 til 03. Axel Einarsson
og Guðmundur Eiríksson laugardag
kl. 23 til 03.
GAUKUR Á STÖNG: Mezzoforte
með tónleika fimmtudag. Kung Fú
föstudag. Í svörtum fötum laugardag.
GLAUMBAR: Einar Ágúst og
Gunni Óla fim. til 23, Þór Bæring eft-
ir það, fimmtudag. Dj Steini föstu-
dag. Dj Þór Bæring laugardag.
GRANDROKK: Tenderfoot, Didda,
Minä rakastan sinua, Bessie Smith
fimmtudag kl. 22. Sein, Innvortis kl.
23 föstudag. Pub Quiz kl. 17.30. Meg-
as og Súkkat laugardag kl. 23.
GRÆNI HATTURINN, Akureyri:
Rúnar Júlíusson og hljómsveit föstu-
dag og laugardag.
GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs
Páls föstudag og laugardag til 03.
Boltinn í beinni.
HÓTEL BORG: Maggi Eiríks &
Blúskompaníð, Dóri Braga & Gummi
P., Mood þriðjudag kl. 21. Blúsmenn
Andreu, Smokie Bay Blues Band,
Mick & Danny Pollock miðvd. kl. 21.
HVERFISBARINN: Bítlarnir
fimmtudag. Atli skemmtanalögga
föstud. Dj Kiddi Bigfoot laugardag.
JÓN FORSETI: Sent laugardag.
KAFFI REYKJAVÍK: Siggi Björns
með útgáfutónleika fimmtudag kl. 22.
KAFFI STRÆTÓ: Njalli í Holti
föstudag, Tú og ég laugardag
KAPITAL: Breakbeat.is-kvöld:
Plötusnúðarnir Reynir og Kristinn
fimmtudag á Rewind-kvöldi.
KLÚBBURINN VIÐ GULL-
INBRÚ: Með Hausverk Siggi Hlö. og
Valli sport föstudag. Sssól laugardag.
KRINGLUKRÁIN: Eyjólfur Krist-
jánsson og Íslands eina von föstudag
og laugardag.
LAUGAVEGUR 22: Chuck
(Sunboy) og félagar fimmtudag. Þór-
hallur Skúla er í búrinu föstudag.
Biggi og Palli (Maus) laugardag.
LEIKHÚSKJALLARINN: Johnny
Dee föstudag. Gullfoss & Geysir
laugardag.
NASA VIÐ AUSTURVÖLL: Jet
Black Joe föstudag kl. 23. Papar
laugardag kl. 23.
NIKKABAR, Hraunbergi 4: Viðar
Jóns föstudag og laugardag.
NORÐURKJALLARI MH: Tón-
leikar í tilefni af því að heimasíðan
dordingull.com varð 5 ára 23. mars
fimmtudag kl. 21. Tónleikarnir eru
einnig útgáfutónleikar hljómsveitar-
innar Andláts sem sendi frá sér disk-
inn Mors Longa í byrjun mars. Gest-
ir á tónleikunum verða
hljómsveitirnar I adapt og Forgarð-
ur Helvítis.
PLAYER SPORT BAR, Kópavogi:
Á móti sól föstudag. Saga-klass laug-
ardag.
PRAVDA: Á neðri hæðinni Bling &
Ghetto, á efri hæðinni Áki Pain föstu-
dag, á neðri hæðinni DJ Tommi, á
efri hæðinni Áki Pain laugardag.
RAUÐA LJÓNIÐ: Addi Ása trúba-
dor um helgina.
SJALLINN, Akureyri: Fegurðar-
samkeppni Norðurlands föstudag kl.
19:30. Love Gúrú & The Funky Crew
ásamt DJ Kalla lú laugardag.
ÚTLAGINN, Flúðum: Kungfú
laugardag.
FráAtilÖ
EITTHVERT vinsælasta sjónvarps-
efni síðustu ára er þátturinn 70
mínútur sem er á dagskrá PoppTíví
alla virka daga. Á morgun kemur
út á myndbandi og -diski Besta úr
70 mínútum 2, sem inniheldur tvo
tíma af háði, skopi, spéi, gríni, gam-
anmálum og æringjahætti; fram-
reiddu af Sveppa, Audda og nýja
liðsmanninum, Pétri Jóhanni Sig-
fússyni.
Þessi samantekt innheldur m.a.
aukaefni sem ekki hefur sést áður í
sjónvarpi auk þess sem hægt er að
hlusta á athugasemdir Sveppa og
Audda við atriðin. Fyrsta spólan/
diskurinn, sem út kom síðasta
haust, seldist í um 15.000 eintökum!
Að lokum má geta þess að engar
auglýsingar eru í þetta skiptið, eins
og raunin var síðast.
70 mínútur 2 kemur út á morgun
Enn af æringjahætti
Morgunblaðið/Eggert
Hin sívinsæla Sveppasamloka!
HILMIR SNÆR Guðnason fer með eitt stærsta hlutverkið í
Hárinu, sem sett verður upp í Austurbæ í sumar. Hilmir mun
leika Hud en svo skemmtilega vill til að hann lék einnig í vin-
sælli uppfærslu Baltasars Kormáks árið 1994. Þá lék hann
George Berger og segja má að með því hafi hann skotist upp á
stjörnuhimininn.
Stór hópur listamanna mun standa að uppfærslunni í sumar,
sem frumsýnd verður 2. júlí. Rúnar Freyr Gíslason leikari mun
leikstýra verkinu, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson fer með tón-
listarstjórn og danshöfundur er Lára Stefánsdóttir.
Áheyrnarprufur leikara, söngvara og dansara hefjast næsta
sunnudag. Þær fara fram í Austurbæ. Skráning í prufurnar
hefst stundvíslega kl. 10 um morguninn og prófað verður fram-
eftir degi. Skráning atvinnufólks fer fram á sama stað mánu-
daginn 5. apríl kl. 13. Æskilegt er að þátttakendur í söng-
prufum syngi lög úr Hárinu.
Hilmir snýr aftur
Hárið sló í gegn þegar það var sett upp í Gamla
bíói 1994. Hilmir Snær, sem liggur fremstur,
var þá ein af stjörnum sýningarinnar.