Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 84

Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga UNGUR einsöngvari kom fram á tón- leikum í Langholtskirkju í gærkvöldi þegar hinn ellefu ára gamli Ísak Rík- harðsson söng einsöng með Kammer- kórnum Vox academica og Háskóla- kórnum við undirleik kammersveitar- innar Jón Leifs Camerata undir stjórn Hákonar Leifssonar. Á efnisskrá voru þrjú verk, Christ lag in Todes Banden eftir J.S. Bach, nýlegt verk eftir Báru Grímsdóttur við ljóð Williams Blakes sem nefnist Night og Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein, en Ísak söng einsöng í síðast talda verk- inu. Þetta er í annað sinn sem Ísak syngur einsöngshlutverkið í viðkom- andi verki því hann flutti það með Schola cantorum á tónleikum sl. vor. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungum einsöngv- ara fagnað SKÍÐAMÓT Íslands var sett í gær á Ísafirði með keppni í sprettgöngu. Lögð var 80 metra braut úr ískrapa og snjó á Silfurtorgi og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Tveir og tveir keppendur renndu sér saman og komust tuttugu efstu í úrslit. Sá sem lenti í 20. sæti keppti við þann sem var í fyrsta sæti og svo koll af kolli þar til úrslit voru kunn. Hinn heimskunni norski skíða- göngumaður, Thomas Alsgaard, tók þátt í göngunni en hann keppir sem gestur á mótinu. Markús Þór Björnsson, skíðakappi úr Önundarfirði, bar sigur úr býtum í sprett- göngunni eftir harða keppni við Ólaf Th. Árnason frá Ísafirði. Að sögn Marzellíusar Sveinbjörnssonar, sem sæti á í göngunefnd skíðamótsins, var ákveðið að færa sprettgönguna niður í bæ til að setja meiri svip á mótið. Vegna snjóleysis í Tungudal er keppt í alpagreinum á Siglu- firði en keppt er í norrænum skíðagreinum á skíðasvæði Ísfirðinga í Skarðsengi. Mótið stendur fram á laugardag. Til að undirbúa gönguna varð að keyra bílhlöss af ískrapa úr ísverksmiðju bæjarins á Silfurtorg í hjarta bæjarins og snjór síðan borinn ofan á sem sóttur var upp í fjall. Sprettganga í hjarta bæjarins Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Mikið kapp var í skíðamönnum á Silfurtorgi á Ísafirði þegar þeir stukku af stað í sprettgöngu á tilbúnum snjónum. UMFERÐARMERKI trufla víða útsýn ökumanna þar sem þau eru ekki stað- sett rétt að sögn Ólafs K. Guðmundssonar, stjórnar- manns í Landssambandi ís- lenskra akstursíþrótta- félaga, en hann flutti í gær fyrirlestur á ráðstefnu um hönnun umferðarmann- virkja. Segir hann merki oft byrgja ökumönnum sýn við gatnamót og vegamót og huga þurfi mun betur að staðsetningu þeirra. Ólafur segir ennfremur að orsakirnar séu fyrst og fremst hugsunarleysi. Sam- ræmingu vanti í merkingar, þær séu breytilegar frá einu sveitarfé- lagi til annars og oft virðist tilgang- urinn með merkingum ekki nægi- lega skýr. Í erindi Ágústs Mogensen, fram- kvæmdastjóra Rannsóknarnefndar umferðarslysa, kom fram að milli 80 og 90% banaslysa í umferðinni sem nefndin rannsakar ár hvert verði í dreifbýli. Um helmingur þeirra slysa sem nefndin rannsakar er út- afakstur og segir Ágúst umhverfi hafa áhrif á hversu alvarlegar af- leiðingarnar verða. Flestir árekstr- ar verða í þéttbýli og þannig verða 86% umferðarslysa þar sem ein- göngu verður tjón á eignum í þétt- býli en 14% í dreifbýli. Ágúst segir að eftir því sem slysin verði alvar- legri aukist hlutur dreif- býlisins. Fram kom á ráðstefn- unni að Vegagerðin hefur um 140 milljónir króna á þessu ári til að ráðast í lag- færingar á varasömum stöðum á þjóðvegakerfinu og segir Rögnvaldur Jóns- son vegamálastjóri að æski- legt væri að fá meira fé til slíkra aðgerða. Vegamála- stjóri segir fjármuni þessa m.a. notaða til að setja eyjar og hringtorg við gatnamót, setja upp viðvörunarljós við einbreiðar brýr eða lagfæra skurði. Segir hann Vega- gerðina nú vera að taka út umhverfi vegakerfisins með það fyrir augum að áætla kostnað við aðgerðir til að gera vegi og umhverfi þeirra örugg- ara. „Stundum þarf ekki mikið til, fjarlægja einstaka stein, moka ofan í skurði og ýmislegt sem má gera til að lagfæra,“ segir vegamálastjóri. Merkingar geta truflað útsýni Helmingur umferðarslysa er útafakstur  Mikill hraði/12 Merkingar eru of oft í sjónlínu ökumanna eins og þetta skilti sem skyggir á stóran jeppa með kerru. VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á að- alfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær að margir í viðskiptalífinu hegðuðu sér eins og kálfar sem hleypt er út á vori. Var hún að vísa til þess að gífurlegar breytingar hefðu orðið á íslensku við- skiptaumhverfi síðustu árin. Valgerður sagði áhyggjur sínar lúta að fimm þáttum. Í fyrsta lagi að hagræðing væri ekki alltaf drifkraftur breyt- inga heldur valdabarátta; að flókið net samsteypna minnk- aði gagnsæi og gerði yfirsýn erfiðari; að stjórnunarhættir væru ekki eins og best yrði á kosið; að samsteypur gætu knúið fram óeðlilega lágt verð í krafti stærðar og í fimmta lagi að bankar væru farnir í krafti afls að sækja hraðar fram í atvinnulífinu en eðli- legt gæti talist. Viðskiptaráðherra á aðalfundi SVÞ Eins og kálfar á vori  Skiptar skoðanir/2C ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eina mark Ís- lands í 2:1 tapleik liðsins í vináttulandsleik gegn Albaníu sem fram fór í Tirana í gær. Bræður Þórðar, þeir Bjarni og Jóhannes Karl, voru einnig í byrjunarliði Ís- lands en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 1963, er bræðurnir Bjarni, Gunnar og Hörður Fel- ixsynir léku saman gegn áhugamannalands- liði Englendinga í Wimbledon. Þórður var jafnframt fyrirliði í fyrsta sinn á sínum ferli en hann lék sinn 50. lands- leik í Tirana í gær. Þórður skoraði í bræðraleik Þórður Guðjónsson  Landsleikurinn/75 HINN kunni banda- ríski tónlistarmaður Bruce Springsteen er staddur hérlendis um þessar mundir í boði Björgvins Hall- dórssonar. Að sögn Björgvins er Springsteen hér til að skoða landið en einnig til að hljóð- rita með honum dúett fyrir næstu plötu Björgvins. Springsteen vill nota tækifærið á meðan hann er hér til að kynnast íslenskum aðdá- endum sínum og þakka um leið fyrir hlý- legar móttökur með því að halda eina órafmagnaða tónleika, sem verða á Nasa í kvöld. „Hann ætlar að renna yfir ferilinn, enda hefur hann ekki spilað fyrir Íslend- inga áður,“ segir Björgvin. Bruce Spring- steen á Íslandi  Springsteen/80 Morgunblaðið/Eggert ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.