Morgunblaðið - 07.05.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 07.05.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „DAGURINN heppnaðist mjög vel,“ segir Kristín Björg Viggósdóttir, starfsmaður Klúbbsins Geysis, um aðstandendadag klúbbsins sem haldinn var um síðustu helgi. Hún bætir því við að milli 120 og 130 gestir hafi komið í klúbbhúsið, Skip- holti 29, á aðstandendadeginum; kynnt sér starfsemina og notið góðra veitinga. Klúbburinn er fyrir fólk sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða. Hann starfar eftir hug- myndafræði Fountain House og hef- ur það að markmiði að aðstoða fé- laga út í atvinnulífið, eða eins og segir á vef klúbbsins: „Markmið okkar er að brúa bilið milli stofnana og samfélagsins.“ Kristín segir að tilgangur að- standendadagsins hafi verið að kynna starfsemina fyrir aðstand- endum félaga. Gestir voru leiddir um húsið og þeim kynnt sú starf- semi sem þar fer fram. „Við fundum hvað það er mikilvægt að vera í góð- um tengslum við aðstandendur.“ Hún segir að þeir hafi líka verið ánægðir með daginn og nú sé talað um að hafa svona dag á hverju ári. Morgunblaðið/Jim Smart Starfsmenn, félagar og aðstandendur Klúbbsins Geysis stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á aðstandendadeginum. Góð tengsl við aðstandendur mikilvæg Fjölmennt var á aðstandendadegi Klúbbsins Geysis TENGLAR ..................................................... www.kgeysir.is LÖGREGLA telur að á milli 450 og 500 manns hafi þegar mest var stað- ið í kuldanum á Austurvelli í gær til að mótmæla fjölmiðlafrumvarpi rík- isstjórnarinnar. Starfsmannafélög Norðurljósa stóðu fyrir fundinum en margt af þekktasta tónlistarfólki landsins tróð upp á milli þess sem barátturæður voru fluttar. Til stóð að afhenda menntamála- ráðherra, Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur, lista með undirskriftum 400 starfsmanna Norðurljósa þar sem fjölmiðlafrumvarpi er mótmælt. Ráðherrann sá sér ekki fært að taka við listanum. Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem lét sjá sig á mótmælafundinum. Reynir Traustason, blaðamaður á Fréttablaðinu, vandaði formönnum stjórnarflokkanna ekki kveðjurnar í ávarpi sínu á fundinum. Sagði hann „tvíhöfðalýðræði“ Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar ríkja á Ís- landi og kallaði þingmenn stjórnar- flokkanna „húsbóndaholla henti- stefnumenn“. Að lokum hvatti Reynir almennning til að sýna sam- stöðu og mótmæla frumvarpinu. Morgunblaðið/Júlíus Andstæðingar fjölmiðlafrumvarps létu hret og kulda ekki aftra sér frá því að mótmæla á Austurvelli í gær. Starfsmenn Norðurljósa mótmæltu á Austurvelli STJÓRN Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) ætlar að una ákvörðun sam- keppnisráðs um að félagið hafi brotið samkeppnislög og viðhaft ólöglegt samráð með því að láta semja kostn- aðargrunn fyrir lögmannsstofur og birta hann. Taldi samkeppnisráð að félagið hefði með þessu hvatt til hækkunar og samræmingar á gjald- skrá lögmanna og var félaginu gert að greiða 3,5 milljónir króna í stjórn- valdssekt. Í bréfi til félagsmanna segir Gunn- ar Jónsson, formaður þess, að nið- urstaða samkeppnisráðs hafi verið „vitaskuld áfall fyrir LMFÍ“, það verði að læra af „mistökunum“ og hafa samráð við samkeppnisyfirvöld ef ráðast eigi aftur í upplýsingaöflun af þessu tagi. Samkvæmt bréfi formannsins fól stjórnin hópi valinna lögmanna að fara vandlega yfir málið. Gunnar segir niðurstöðu hópsins ekki hafa verið afgerandi um hvort ákvörðun samkeppnisráðs ætti að áfrýja eða ekki. „Þó voru lögmennirnir sam- mála um að ólíklegt væri að áfrýjun leiddi alfarið til sýknu, enda þótt ákvörðun samkeppnisráðs væri á ýmsan hátt gagnrýnisverð og viður- lög harkaleg miðað við tilefnið,“ seg- ir formaðurinn en það var mat stjórnar LMFÍ að ekki væri næg ástæða til kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í áðurnefndri ákvörðun sam- keppnisráðs var m.a. vísað til krafna um þekkingu stjórnenda LMFÍ á samkeppnislögum og þess að félagið hefði áður brotið gegn lögunum, eða árið 1997. Lögmenn kæra ekki MEIRIHLUTI svarenda í skoðana- könnun, sem Gallup hefur gert fyrir fjölmiðlafyrirtækið Norðurljós, eða 64,5% segjast vera andvíg fjölmiðla- frumvarpi ríkisstjórnarinnar en 24,1% eru hlynnt frumvarpinu. 11,5% sögðust hvorki hlynntir né andvígir frumvarpinu. Könnunin var gerð dagana 28. apríl til 4. maí. Í tilkynningu frá Norðurljósum segir að tæplega 40% af þeim sem sögðust styðjast ríkisstjórnina séu frekar eða mjög andvígir frumvarp- inu en 45,6% stuðningsmanna ríkis- stjórnarinnar eru frekar eða mjög hlynntir frumvarpinu. Hringt var í var 937 manns en þar af svöruðu 590 og er svarhlutfallið því 63%. Meirihluti andvígur fjölmiðla- frumvarpi ♦♦♦ VERÐBRÉFAKAUP erlendis námu tæpum 25 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi í ár og þreföld- uðust frá sama tímabili í fyrra þegar þau námu tæp- um 8,3 milljörð- um króna. Erlend verð- bréfakaup í marsmánuði einum í ár voru tæpir 11 millj- arðar króna og hafa ekki áður orðið jafnmikil í einum mánuði síðan kerfis- bundið var farið að fylgjast með þessum kaupum árið 1994 Erlend verðbréfakaup hafa næst- mest orðið á fyrsta fjórðungi ársins 2000 þegar þau námu tæpum 16 milljörðum króna, en lækkuðu veru- lega og voru einungis 4,6 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi árið eftir. Þetta er gert að umtalsefni á vef Landssamtaka lífeyrissjóða, en gera má ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir standi á bakvið stóran hluta af þess- um verðbréfakaupum. Fram kemur að mikil aukning á erlendum verð- bréfakaupum í ár eigi sér margar skýringar, meðal annars lágt gengi Bandaríkjadals og hagstætt verð á bandarískum hlutabréfum. Fram kemur að í lok febrúar í ár námu eignir lífeyrissjóðanna í er- lendum verðbréfum 170 milljörðum króna. Erlend verð- bréf fyrir 11 milljarða                              !  ÞRÍTUGUR maður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir inn- flutning á 119 grömmum af kókaíni sem hann keypti í Amsterdam og ætlaði til sölu í ágóðaskyni hér á landi. Brotið átti sér stað í október sl., en maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,46 grömm af hassi, sem lögregla fann við húsleit á heimili hans daginn eftir. Af hinni átta mánaða refsingu var fullnustu fimm mánaða af refsivist- inni frestað og fellur sá hluti hennar niður eftir þrjú ár haldi maðurinn al- mennt skilorð. Manninum var gert að sæta upp- töku á fíkniefnunum, sem og pípu og haus til hassreykinga, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Honum var og gert að borga allan sakarkostnað, þar með talda 40.000 króna þóknun skipaðs verjanda síns. Dóminn kvað upp Jónas Jóhanns- son héraðsdómari. Verjandi manns- ins var Örn Clausen hrl. Dæmdur fyrir kókaín- smygl ♦♦♦ TVEIR 29 ára karlmenn og 24 ára kona hafa verið dæmd í 8–15 mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir nytjastuldi, skjalabrot og þjófnað, fíkniefnabrot, grip- deildir, umferðarlagabrot, ólög- mæta meðferð fundins fjár og fjár- svik á þessu ári og því síðasta. Karlmennirnir voru dæmdir í 12 og 15 mánaða fangelsi og til frá- dráttar refsingunni dregst gæslu- varðhald sem þeir hafa sætt frá 2. apríl. Fullnustu átta mánaða refs- ingar konunnar var hins vegar frestað um þrjú ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi hún skilorðið. Sá mannanna er þyngri dóminn hlaut var sviptur ökurétti í einn mánuð frá ágústmánuði nk. að telja. Alls var fólkið dæmt til að greiða tæplega 370 þúsund krónur í málsvarnarlaun og kostnað, auk rúmlega 20 þúsund króna í skaða- bætur. Dóminn kvað upp Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari. Verjendur ákærðu voru Kristján Stefánsson hrl. og Hilmar Ingimundarson hrl. Þrennt dæmt fyrir fjölda brota

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.