Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞETTA er eins og í villta vestr-
inu,“ sagði Birkir Jón Jónsson,
þingmaður Framsóknarflokksins,
þegar hann mundaði haglabyss-
una og beið spenntur eftir að
lynghænur spryttu upp úr gras-
inu í landslagi sem minnti á Ari-
zona í Bandaríkjunum. Birkir Jón
varð hlutskarpastur í skot-
veiðikeppni milli þingmanna sem
Skotveiðifélag Íslands, Skotvís,
efndi til í versluninni Veiðihorn-
inu í gær, þar sem þingmennirnir
fengu að prófa nýjan skothermi.
Sigmar B. Hauksson, formaður
félagsins, tilkynnti að allir þátt-
takendurnir myndu fá „vegleg
verðlaun“ þegar rjúpnaveiðar,
sem voru bannaðar síðasta haust,
hefjast að nýju. Birkir Jón vann
tvær lotur af þremur; lynghænu-
veiði og leirdúfukeppnina. Mörð-
ur Árnason, þingmaður Samfylk-
ingar, vann þriðju lotuna, þar
sem skotið var á fashana sem
komu fljúgandi upp úr háu grasi.
„Guðlaugur Þór Þórðarson
[þingmaður Sjálfstæðisflokks] er
veiðimaður, en hinir munu vænt-
anlega byrja veiðar í haust. Ég sá
glampann í augunum á þeim,“
segir Sigmar, sem var ánægður
með frammistöðu þingmannanna.
„Það kom gríðarlega á óvart
hvað þeir stóðu sig vel og hvað
þeir voru gífurlega hittnir og
sérstaklega Mörður Árnason og
Birkir Jón Jónsson, því hvorugur
hafði skotið af byssu áður. Það er
greinilegt að þarna eru leyndir
hæfileikar og ég held að þessir
menn verði gríðarlega góðir
veiðimenn með tíð og tíma og býð
þá velkomna í hóp okkar veiði-
manna,“ segir Sigmar, sem von-
ast til að hafa „smitað“ þing-
mennina af veiðibakteríu.
Skotvís hefur að undanförnu
staðið fyrir átaki til að fjölga fé-
lagsmönnum og var dregið úr
nöfnum nýrra félagsmanna og
þeirra sem öfluðu þeirra. Nafn
Jóhanns Karls Lúðvíkssonar var
dregið úr pottinum og fékk hann
tvíhleypta haglabyssu í vinning.
Skotveiðifélag Íslands efndi til skotveiðikeppni meðal þingmanna
Morgunblaðið/Golli
Guðlaugur Þór mundar haglabyssu með lynghænu í sigti. Birkir Jón og Mörður bíða eftir að röðin komi að þeim.
„Eins og í villta vestrinu“
SVEITARFÉLÖGIN eru tilbúin að
skoða vandlega hugmyndir um
tekjutengingu eða afnám leikskóla-
gjalda að því tilskyldu að fjárhags-
legur grundvöllur þeirra til að
mæta auknum útgjöldum verði
tryggður.
Í skýrslu starfshóps um fátækt á
Íslandi og leiðir til úrbóta, eru
þessar hugmyndir m.a. lagðar fram
í þeim tilgangi að koma til móts við
fátækar barnafjölskyldur. Í starfs-
hópnum voru Fjóla Agnarsdóttir,
fjármálaráðuneyti, Gunnar Har-
aldsson, forsætisráðuneyti, Ingi-
björg Broddadóttir, félagsmála-
ráðuneyti og Magnús Skúlason,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neyti.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands sveitarfélaga seg-
ir hugmyndina að tekjutengingu
eða afnámi leikskólagjalda góða, en
hún kosti peninga sem sveitarfélög-
in eigi ekki til. „Sveitarfélögin hafa
verið að niðurgreiða rekstur leik-
skólans að stórum hlut, um marga
milljarða á ári. Þau verða að horfa
til þess hvernig hugsanleg breyting
kæmi út fjárhagslega.“
Vilhjálmur segir að hugsanlega
myndi tekjutenging leikskólagjalda
ekki auka útgjöld sveitarfélaganna
en þetta þarf að skoða vandlega.
„Ef ríkisvaldið leggur á þetta mikla
áherslu og ef sveitarfélögunum
verða tryggðar viðbótartekjur, t.d.
til að veita ókeypis þjónustu á leik-
skólum, þá eru sveitarfélögin tilbú-
in til viðræðna um það. Þau geta
hins vegar ekki farið í slíka kerf-
isbreytingu og slegið lán og aukið
skuldir sínar.“ Sveitarfélögin eru að
sögn Vilhjálms mörg hver mjög
skuldsett nú þegar.
Í skýrslu starfshópsins segir að
grunnskólinn sé ókeypis og „leik-
skólinn er nú talinn fyrsta skóla-
stigið og er ekki óeðlilegt að hugsa
sér að þátttaka í því skólastigi sé
ókeypis en greitt verði fyrir fæði og
annað sem tengist ekki beint námi
og leik.“ Þá segir: „Ljóst er að slík-
ar aðgerðir auka útgjöld sveitarfé-
laga og þarf því að standa undir
þeirri útgjaldaaukningu með tekju-
öflun eða samdrætti í annarri þjón-
ustu.“
Vilhjálmur segist ekki sjá að
hægt sé að draga úr þeirri þjónustu
sem sveitarfélögin veita í dag.
Hann segir grunnskólann taka 50%
af útgjöldum sveitarfélaga og enn
sé verið að gera auknar kröfur af
hálfu löggjafans um eitt og annað
er að honum snýr.
Sveitarfélögin
tilbúin til viðræðna
um breytingar
DANIR eru að breyta reglum sín-
um um greiðsluþáttöku í lyfjum í
samræmi við þær reglur sem hafa
gilt á Íslandi um árabil, en hug-
myndirnar eiga ekkert skylt við
það sem heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið ráðgerði að hrinda í
framkvæmd 1. maí síðastliðinn.
Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu frá Lyfjahópi FÍS vegna
umfjöllunar í Morgunblaðinu í gær
og í fyrradag um breytingar á
greiðsluþáttöku lyfja sem standa
fyrir dyrum í Danmörku.
Guðrún Ýr Gunnarsdóttir, for-
maður lyfjahóps FÍS, segir að það
kerfi sem verið sé að byrja með í
Danmörku sé sama kerfið og notað
hafi verið hér á landi í þó nokkuð
mörg ár. Það kerfi sem heilbrigð-
isráðherra hafi rætt um á dög-
unum um viðmiðunarverð fyrir
sambærileg lyf sé allt annað en
það danska. „Danir hafa ekki tekið
það kerfi upp ennþá, þó þeir hafi
vissulega skoðað það. Þeir eru
bara að færa sig yfir í það kerfi
sem við erum með núna og erum
búin að vera með í mörg ár,“ sagði
Guðrún Ýr.
Um er að ræða kerfi þar sem
komið er á viðmiðunarverði sam-
heitalyfja þar sem greiðsluþáttaka
miðast við lægsta verð og sjúkling-
urinn borgar mismuninn ef hann
fær dýrara lyf.
Lyfjahópur FÍS um breytingar í Danmörku
Sama kerfið og notað er hér
Jagland, sem er formaður utanrík-
isnefndar norska Stórþingsins, lét
þessi ummæli falla á miðvikudag á
ráðstefnu um Noreg og Evrópusam-
bandið sem haldin var í Ósló. Hann
lýsti þar þeirri skoðun sinni að rík-
isstjórninni bæri að undirbúa viðræð-
ur við Evrópusambandið. Sagði Jag-
land að Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra væri sammála
þeim sjónarmiðum sem hann hefði
kynnt. „Ég ræði oft við hann og veit
að hann vill að slíkar samræður fari
fram,“ hafði norska dagblaðið Aften-
posten eftir Jagland í gær.
Kjell Magne Bondevik, forsætis-
ráðherra Noregs, kvaðst telja að
sjónarmið þau sem Jagland hefði
kynnt væru mikilvæg. Hins vegar
væri hugsun hans í raun sú að Norð-
menn ættu með þessu að búa sig und-
ir aðild að ESB. Svo langt væri málið
á hinn bóginn ekki komið í Noregi.
Jagland sagði í viðtali við Aften-
posten að tillaga sín miðaði að því að
tryggja hagsmuni Norðmanna gagn-
vart Evrópusambandinu. Stæðu
Norðmenn og Íslendingar saman
gætu þjóðirnar fengið hagstæðari
samning um sjávarútvegsmál en
Norðmönnum tókst er þeir sóttu síð-
ast um aðild að ESB árið 1994. Hags-
munir Norðmanna á norðurslóðum
yrðu og best tryggðir með samvinnu
og samtölum við Íslendinga. Það ætti
m.a. við um kjarnorkumál og flutning
á kjarnorkuúrgangi, olíu og gasi á
norðurslóðum. Íslendingar og Norð-
menn ættu að sameinast um að kynna
Evrópusambandinu sýn sína á þessa
málaflokka. Mikilvægt væri að fram-
kvæmdastjórn sambandsins þekkti
afstöðu þjóðanna og gerði sér jafn-
framt grein fyrir þeim auðlindum
sem Íslendingar og Norðmenn réðu
yfir. Sagðist Jagland telja að sam-
vinna við Íslendinga og síðan samtöl
við fulltrúa framkvæmdastjórnarinn-
ar væru mikilvæg óháð því hvort
Norðmenn sæktu um aðild að Evr-
ópusambandinu.
Jagland hefur einnig lagt til að
norska ríkisstjórnin kanni sem fyrst
hvenær Norðmenn gætu tekið upp
evruna ákveði landsmenn að bætast í
hóp aðildarríkja Evrópsambandsins.
Sjávarútvegur og Evrópusambandið
Jagland vill
samstarf við
Íslendinga
THORBJØRN Jagland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur farið
þess á leit við norsku ríkisstjórnina og utanríkisráðherra landsins að hafnar
verði viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál og fleira. Með þessu vill
Jagland að þjóðirnar móti sameiginlega afstöðu og standi þannig betur að vígi
í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu (ESB).
ELDUR kviknaði í íbúð í
Njarðvík í fyrrinótt og voru
hjón sem bjuggu í íbúðinni
handtekin af lögreglu, vegna
gruns um að vera völd að eld-
inum. Fólkið var ölvað og var
flutt í fangageymslur lögreglu.
Neyðarlínunni var tilkynnt
um eldinn um kl. 4 um nóttina,
og þegar lögregla og slökkvilið
kom að logaði eldur á þremur
stöðum í íbúðinni, sem er á
neðri hæð í tvíbýli. Logaði eld-
ur í gardínum í svefnherbergi,
í skreytingu á borðstofuborði
og í skreytingu í stofu.
Slökkvistarf gekk vel. Nokkuð
mikill reykur var í íbúðinni, og
þurfti að reykræsta hana.
Tjón varð einkum af völdum
elds, og reyndist það óveru-
legt.
Handtekin
eftir bruna