Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Við verðum að færa eitthvað af heraflanum austur fyrir fjall, hershöfðingi. Svarthempur
hóta heilögu stríði.
MARGMIÐLUNARVERKEFNI um landnámsskálann
á Hofsstöðum í Garðabæ hlaut norrænu NODEM verð-
launin sem veitt eru fyrir notkun stafrænnar tækni í
safnastarfi.
Margmiðlunin byggist á fornleifarannsókn Þjóðminja-
safns Íslands á Hofsstöðum, sem Ragnheiður Trausta-
dóttir fornleifafræðingur stjórnaði, og sýnir á mynd-
rænan hátt frá lífi og starfi fólksins sem bjó á þessum
stað á landnámsöld. Við Hofsstaði fundust við uppgröft-
inn minjar af næststærsta landnámsskála sem fundist
hefur á Íslandi.
Bærinn stóð þar sem miðbær Garðabæjar er nú en þar
hefur verið gerður minjagarður sem gefur hugmynd um
hvernig hefur verið umhorfs á þessum stað um og upp úr
landnámi. Garðurinn er hannaður af Ragnhildi Skarp-
héðinsdóttur landslagsarkitekt.
Ásdís Halla Bragadóttir tók við verðlaununum í Hels-
inki í Finnlandi í gær fyrir hönd Garðabæjar og sam-
starfsfyrirtækisins Gagaríns sem hannaði margmiðl-
unarefnið. Minjagarðurinn, sem er á lóð Tónlistar-
skólans, verður opnaður formlega 21. maí nk.
Alls voru send inn 48 verkefni, en dómnefnd valdi 11
verkefni af þeim sem voru tilnefnd til verðlauna í fjórum
flokkum. Ráðstefnugestir kusu á milli verkefna í hverj-
um flokki og var tilkynnt um úrslitin í gær.
„Hugmyndin var að setja efnið fram á sjálfum minja-
staðnum,“ sagði Ragnheiður Traustadóttir við Morgun-
blaðið. „Í garðinum verður hægt að fara í gegnum alla
rannsóknina á flettiskjám. Við höfum reynt að glæða
þetta lífi með því að búa til íbúa sem hugsanlega hefðu
getað átt heima á staðnum og sýna hvernig fólk lifði á
þessum tíma.“
Ragnheiður segir margmiðlunarefnið 45 mínútur og
aðgengilegt bæði á íslensku og ensku. „Þarna má finna
myndir af ýmsum gripum og frá sjálfum uppgreftrinum.
Þá er mikið af þrívíddarteikningum.“
Margmiðlunarefni
um landnámsskála
verðlaunað
Teikning/Gagarín
Dæmi um framsetningu á efni tengdu uppgreftrinum
við Hofsstaði í Garðabæ.
Nýjar námsbrautir í Háskólanum á Hólum
Fiskeldi og
ferðamálafræði
Í haust verður boðiðupp á þrjár nýjarnámsbrautir í Há-
skólanum á Hólum, BS-
nám í fiskeldi og fiska-
líffræði, BA-nám í ferða-
málafræðum og eins árs
nám í svokallaðri frum-
greinadeild sem er und-
irbúningsnám fyrir há-
skólanám. Hingað til
hefur verið boðið upp á
eins árs diplómanám í
fyrrnefndu greinunum
tveimur en frumgreina-
deildin er ný.
Í Hólaskóla eru nú um
100 nemendur í þremur
deildum, ferðamála-,
fiskeldis- og hrossarækt-
ardeild. Þónokkrir út-
lendingar nema við skól-
ann og þá sérstaklega í
hrossaræktardeildinni.
Um 160–200 manns búa á
Hólum og hefur íbúum
fjölgað um 36% á síðustu
tveimur árum. Skúli
Skúlason er rektor Hóla-
skóla.
Hvers vegna ákváðuð þið að
breyta náminu?
Veruleg þörf er fyrir frekari
menntun í þessum tveimur
greinum sem báðar skipa æ
stærri sess í atvinnulífi þjóðar-
innar. Ferðaþjónusta er orðin
næststærsta atvinnugreinin í
landinu hvað gjaldeyristekjur
varðar og fiskeldið er álitið vera
einn helsti vaxtarbroddurinn í
verðmætasköpun í sjávarútvegi.
Þar er þekking algjört lykilat-
riði. Þá er þetta einnig liður í að
efla háskólastarf á landsbyggð-
inni.
Hentar Hólaskóli vel fyrir
þetta nám?
Já, síðustu fimmtán ár höfum
við stefnt að því að vera lítill
sérhæfður háskóli þar sem
stundaðar eru öflugar rann-
sóknir og veitt fagmenntun á
þessum afmörkuðu sviðum. Að-
stæður hér í Skagafirði eru
mjög góðar og á Hólum hefur
allt verið byggt upp með tilliti
til þessara þriggja greina. Við
erum nýbúin að opna rann-
sókna- og kennslumiðstöð á
Sauðárkróki í samvinnu við
Fiskiðjuna Skagfirðing. Náttúr-
an og safnaumhverfið gefa
ferðamálanáminu flottan
ramma og um hrossarækt í
Skagafirði þarf ekki að fjölyrða.
Þá má nefna að við erum að
opna nýjan nemendagarð með
22 íbúðum og á næsta ári verða
teknar í notkun 20 íbúðir til við-
bótar.
Hvað læra menn í fiskeldis-
og ferðamálanáminu?
Í fiskeldisnáminu hjá okkur
er mikil áhersla lögð á líffræði-
lega þætti fiska og tæknilegar
hliðar í fiskeldi. Í ferðamála-
fræðinni leggjum við áherslu á
afþreyingu og þjónustu en í öðr-
um skólum er slíkt nám oftast
meira rekstrartengt.
Við leggjum til
dæmis mikið upp úr
því að nemendur
skoði sitt svæði, þ.e.
læri að nýta auðlind-
irnar sem felast í
menningu og náttúru á staðnum
sem þeir búa á, hvort sem það
er t.d. Reykjavík, Stokkseyri
eða Reyðarfjörður.
Er mikil ásókn í fiskeldisnám-
ið?
Já, síðustu ár hefur aðsóknin
aukist og erum við nú með um
15 nemendur á ári. Áhugi á fisk-
eldi hefur farið vaxandi í þjóð-
félaginu og við finnum því fyrir
aukinni aðsókn.
En ferðamálanámið?
Já, sérstaklega þar sem okkar
áherslur eru á helstu vaxtar-
broddana í greininni, afþrey-
ingu og þjónustu. Fjarnámið er
vinsælt enda er það frábær
kostur fyrir fólk sem á ekki
heimangengt frá rekstri sinna
fyrirtækja.
Nú eruð þið í samstarfi við
háskólann í Guelph í Kanada.
Segðu mér frá því?
Sá skóli er nokkurs konar
systurskóli okkar, á sér sam-
bærilega sögu og Hólaskóli, er
t.d. upprunninn úr landbúnaðin-
um. Þar er einnig lögð áhersla á
fiskalíffræði, ferðamál og
hrossarækt.
Það er mjög mikilvægt fyrir
okkur að vera í samstarfi við svo
öflugan erlenda háskóla en í
honum eru 40 þúsund nemend-
ur. Þá mun nemendum gefast
kostur á að taka annir í Kanada
og nemar frá þeim koma hingað.
Þá ber að nefna að við erum líka
í öflugu samstarfi við skóla hér-
lendis, auðlindadeild Háskólans
á Akureyri og líffræðiskor og
jarð- og landafræði-
skor Háskóla Íslands.
Hvernig verður
frumgreinadeildin?
Algengt er að fólk
með mikla reynslu úr
atvinnulífinu en sem
uppfyllir ekki endilega inntöku-
skilyrði vilji komast í há-
skólanám. Í frumgreinadeild-
inni er komið til móts við þarfir
þeirra en þar verður hægt að
fara í eins árs undirbúningsnám
sem boðið verður upp á í sam-
starfi við Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðár-
króki.
Skúli Skúlason
Skúli Skúlason er fæddur ár-
ið 1958 á Akureyri. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri og útskrifaðist með
BS-próf í líffræði frá Háskóla
Íslands 1981. Þá lauk hann
mastersprófi 1986 og dokt-
orsgráðu í dýravistfræði frá
háskólanum í Guelph í Kanada
1990. Hann tók við starfi rekt-
ors Háskólans á Hólum árið
1999 og hefur starfað þar síð-
an. Skúli er kvæntur Sólrúnu
Harðardóttur, verkefnisstjóra
hjá Hólaskóla og námsefnishöf-
undi.
Íbúum fjölg-
aði um 36%
síðustu tvö ár