Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 24
AKUREYRI 24 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Útiinnsetning | Aðvörun! er titill sýningar sem opnuð verður í Gall- eríi+ í Brekkugötu 35 laugardaginn 8. maí, kl. 16. Þar sýnir listakonan Fee og er sýningin utandyra, nokk- urs konar útiinnsetning, og því hægt að skoða hana allan sólarhringinn. Fee er fædd í Singapúr og lærði myndlist í New York og vann síðan sem sýningarstjóri við listasafnið í Singapúr (Singapore Art Museum) og sá um að skipuleggja sýningar á nútímalist. Hún hóf störf þar 1996 á sama tíma og safnið var opnað. Árið 2000 flutti Fee til Íslands og er þetta fyrsta sýning hennar hérlendis. Búkolla aftur á svið | Leikritið um Búkollu verður sett á svið hjá Leikfélagi Akureyrar á ný, en sýn- ingum var hætt síðastliðið vor fyrir fullu húsi. Leikritið byggist á hinni alkunnu þjóðsögu um Búkollu og strákinn og er hún ævintýraleg, ým- is furðukvikindi koma við sögu önn- ur en þau sem nefnd eru í sögunni. Í leikritinu eru lög eftir Skúla Gautason. Sýnt verður laugardaginn 8. maí og sunnudaginn 9. maí kl. 14 og laugardaginn 15. maí kl. 14 og 16. Parakeppni | Skákfélag Akureyrar heldur árlega parakeppni á föstu- dagskvöld, 7. maí kl. 20. Hún fer þannig fram að keppendur eru dregnir saman í pör í upphafi móts og pörin keppa síðan innbyrðis. Á sunnudag kl. 14 er svo svokallaður Atdagur á dagskrá en þar er bland- að saman hraðskákum og atskákum. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni. Fuglaskoðunarferð | Ferðafélag Akureyrar efnir til fuglaskoðunar- ferðar á morgun, laugardaginn 8. maí. Leiðsögn er í höndum Sverris Thorsteinsen. Farið verður frá skrif- stofu félagsins, Strandgötu 23, kl. 9. Skráning í ferðina er á skrifstofunni í dag, föstudag, frá kl. 17.30 til 19. við bjóðum upp á og margvíslega möguleika sem eldri borgurum stendur til boða í bænum.“ Áhersla verður í komandi dagskrá lögð á mikilvægi þess að vera virkur í samfélaginu. „Dagskráin næstu daga verður fræðandi, en líka létt og skemmtileg,“ sagði Jakob. Öldrunarþjónusta er umfangs- mikil á Akureyri, á fjórða hundrað starfsmanna starfar við þjónustu við aldraða og reksturinn kostar hátt í einn milljarð á ári. Opnunarhátíð Litríka vorsins verður á Glerártorgi í dag, föstudag kl. 16, þar sem Óskar Pétursson syngur sem og Kór eldri borgara. Þá verður opnuð sýning á einkasöfnum LITRÍKT vor – virkir eldri borgarar er heiti á fræðslu- og kynningardag- skrá sem Akureyrarbær stendur fyr- ir, en hún hefst í dag, föstudaginn 7. maí, á Glerártorgi kl. 16. „Við teljum að Akureyrarbær veiti mjög góða öldrunarþjónustu,“ sagði Jakob Björnsson formaður bæj- arráðs sem kynnti Litríka vorið á fundi í gær. Hann sagði umræðu um málaflokkinn hafa einkennst nokkuð af því að skortur væri á hjúkrunar- rýmum í bænum og hún því verið á neikvæðum nótum. „Úrbætur á þeim vettvangi eru í sjónmáli,“ sagði hann. „Við viljum með þessari dagskrá vekja athygli á því sem vel er gert, kynna þá fjölbreyttu þjónustu sem 60 ára og eldri á Amtsbókasafninu kl. 14. Af öðrum dagskrá liðum má nefna að útgerð Súlunnar býður eldri borg- urum í siglingu á sunnudagsmorgun, handverkssýning verður í Hlíð á sunnudag frá 14 til 17, ÍBA og ÍSÍ kynna íþróttir fyrir eldri borgara í Boganum á þriðjudag og fimmtudag, m.a. boccia, golf og stafagöngu. Þá gefst kostur á að kynna sér íþróttina krullu í Skautahöllinni á föstudag. Farið verður í Sólgarð og Smámuna- safnið skoðað á miðvikudag. Kynn- ingarátakinu lýkur svo með fræðslu- degi í Glerárkirkju laugardaginn 15. maí þar sem flutt verða erindi og skemmtiatriði. Fræðslu- og kynningardagskrá fyrir eldri borgara Morgunblaðið/Kristján Hulda Þórey Gísladóttir og Hafdís Hrönn Pétursdóttir, fulltrúar í undirbúningsnefnd, Jakob Björnsson, formaður félagsmálaráðs, og Karl Guðmundsson, sviðsstjóri félagssviðs Akureyrarbæjar. Litríkt vor          SUÐURNES Gæsluvöllum lokað | Fjölskyldu- og félags- málaráð Reykjanesbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að hætt verði að hafa gæsluvelli opna yfir vetrartímann. Á sumrin verði tveir gæsluvellir opnir. Fram kom á fundi ráðsins fyrir skömmu að nýting gæsluvallarins við Heiðarból hafi verið óveruleg í vetur. Alls hafi að meðaltali tvö börn á dag sótt völlinn. Fram kemur að þetta sé sama þróun og í öðrum sveitarfélögum og víðast hvar hafi gæsluvellir verið lagðir niður eða einungis hafðir opnir yfir sumartímann. Fram kom að góð nýting hefur verið á gæslu- völlum í Reykjanesbæ yfir sumartímann, mest þann tíma sem leikskólar fara í sumarleyfi eða 34 börn á dag að meðaltali. Í ljósi þessa lagði fjölskyldu- og félagsmála- ráð til að vetraropnun gæsluvalla í Reykja- nesbæ verði hætt og Frístundaskólanum eða Heiðarskóla afhent húsnæði Heiðarbólsvallar til notkunar yfir vetrarmánuðina. Brekku- stígs- og Heiðarbólsvöllur verði starfræktir sem gæsluvellir í júní, júlí og ágúst.    Buðu best | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við SEES ehf. um fyrsta áfanga undirbúnings nýs bygg- ingasvæðis í Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík og við Nesprýði ehf. um annan áfanga sama verks. Eldgjá ehf. átti lægsta tilboð í bæði verkin en féll frá tilboðum sínum. SEES og Nesprýði voru eftir það lægstbjóðendur með um eða liðlega 78% kostnaðaráætlunar. Sjö til átta buðu í verk- in. SEES vinnur fyrsta áfangann fyrir liðlega 31,5 milljónir og Nesprýði tekur seinna verkið að sér fyrir tæpar 34,5 milljónir.    Kannabisræktun | Lögregla í Keflavík gerði í gærkvöldi á fjórða tug kannabisplantna upp- tækar í heimahúsi í Keflavík. Aðdragandi málsins er sá að í fórum manns á fertugsaldri, sem stöðvaður var við götueft- irlit í bænum, fannst lítilræði af hassi. Fór lög- regla í framhaldi heim til mannsins þar sem kannabisplönturnar fundust. Þetta voru 38 plöntur, þær stærstu um 50 til 60 sentímetrar á hæð. Maðurinn gekkst við því að eiga plönturnar og var honum að svo búnu sleppt úr haldi lög- reglunnar. Lagt var hald á gróðurinn, hassið og tvo gróðurlampa. Reykjanesbær | „Það er mikið að gerast hérna núna. Ég held að tími okkar Reykja- nesbæinga sé kominn,“ segir Halldór Ragn- arsson, framkvæmdastjóri byggingafélags- ins Húsaness ehf., sem fengið hefur úthlutað lóðum fyrir liðlega 100 íbúðir í hinu nýja Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík. Húsanes verður stórtækasti bygginga- verktakinn í hinu nýja hverfi. Í fyrradag út- hlutaði umhverfis- og skipulagsnefnd lóðum fyrir 215 íbúðir og þar af fékk Húsanes lóðir fyrir 102 íbúðir. Íbúðirnar aðallega í fjór- býlishúsum en einnig eitthvað í stærri fjöl- býlishúsum og raðhúsum. Þær eru í ná- grenni Akurskóla sem verið er að byggja. Húsanes hyggst byggja húsin á næstu þremur ár- um. Meirihluti íbúðanna, ef til vill um 60 talsins, hyggst Húsanes eiga og leigja út. Hefur fyrirtækið lánsloforð fyrir þeim. Af- gangurinn verður seldur. Húsanes hefur verið og er að byggja leiguíbúðir í Reykjanesbæ. Nú þegar eru tuttugu íbúðir þar í leigu og byrjað er að reisa hús með tólf íbúðum sem ætlaðar eru fyrir fólk sem orðið er 55 ára. Halldór segir að betur hafi gengið að leigja íbúðirnar út en aðstandendur fyr- irtækisins áttu von á í upphafi. Allar íbúð- irnar gangi jafnóðumút og alltaf fólk á bið- lista. Halldór Ragnarsson er bjartsýnn á þró- unina í Reykjanesbæ. Segir að margt sé að gerast í atvinnumálunum. Nefnir uppbygg- inguna við Helguvíkurhöfn, aukningu í flug- inu, byggingu Reykjanesvirkjunar og fyr- irhugaða sportakademíu. Þá segist hann vita um fjölda fyrirtækja sem áhuga hafi á að setja sig niður í bænum. „Það er loksins að færast líf í þetta. Hér eru góðar aðstæður til að búa og reka fyrirtæki og ég held að menn séu að átta sig á því,“ segir Halldór. Húsanes verður stórtækasti byggingaverktakinn í nýju Tjarnahverfi Held að okkar tími sé kominn Halldór Ragnarsson Reykjanesbær | Framkvæmdir sem unnið er að við uppbyggingu á keppnissvæði hestamanna á Mánagrund vegna Íslandsmóts í hestaíþróttum sem þar verður haldið í næsta mánuði kosta um 11,5 milljónir kr. Reykjanesbær leggur fram 9,5 milljónir samtals en greiðir framlag sitt á þremur árum. Menningar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanesbæjar hefur gert verksamning við hestamanna- félagið Mána um uppbygginguna og framlag Reykjanesbæjar. Skrifað var undir samninginn við athöfn sem fram fór á Mánagrund í fyrradag, við útilistaverkið Mána- hestinn eftir Erling Jónsson. Íslandsmótið verður haldið á Mánagrund dagana 23. til 25. júní næstkomandi. Þangað verður stefnt helstu hestamönnum og gæðingum landsins og er gert ráð fyrir að minnsta kosti tvö þúsund gestum. Hestamannafélagið fagn- ar 40 ára starfsafmæli á næsta ári og mun þá um haustið halda Ís- landsmót barna og unglinga. Meðal þeirra framkvæmda sem ráðist verður í samkvæmt samn- ingum er lagning reiðstígs frá svæðinu að sveitarfélagamörkum gagnvart Garði, gerð upphit- unarbrautar, lenging manar við keppnisvöllinn, lagning bílastæða, bygging nýs dómarahúss við hringvöll og lýsing á reiðstíg sem liggur í gegnum félagssvæði Mána. Framkvæma fyrir 11,5 milljónir á Mánagrund Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Á Mánagrund: Árni Sigfússon bæjarstjóri og Margeir Þorgeirsson, formaður hestamannafélagsins Mána, undirrituðu verksamninginn. Knaparnir fyrir aftan þá eru Sveinbjörn Bragason, Camilla Petra Sig- urðardóttir og Elva Björk Margeirsdóttir. RÚMLEGA tvítugur ökumaður var tekinn á 160 km hraða á Ólafsfjarð- arvegi, við Hámundarstaði, um há- degisbil í gær. Ökumaðurinn var færður fyrir fulltrúa sýslumanns og sviptur ökuréttindum tímabundið í kjölfarið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ökumaðurinn er tekinn fyrir hraðakstur því hann á nokkur óupp- gerð mál í kerfinu vegna hraðaksturs, samkvæmt upplýsingum lögreglunn- ar í Ólafsfirði. Lögreglumenn frá Ólafsfirði og Dalvík voru í samstarfi við hraðamælingar í gær en embættin á þessum stöðum vinna oft saman, þar sem aðeins einn lögreglumaður er á vakt í einu á hvorum stað. Tekinn á 160 km hraða KAUPFÉLAG Eyfirðinga hef- ur veitt 6 styrki, samtals að upphæð rúmar 4 milljónir króna, úr menningar- og styrktarsjóði sínum. Flugsafn- ið á Akureyri hlaut eina milljón vegna uppbyggingar safnsins, Sögufélag Eyfirðinga fékk 500 þúsund vegna útgáfu á Ábú- enda og jarðatali Stefáns Að- alsteinssonar, Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands fékk sömu upphæð vegna tónleikahalds, þá hlaut Listasumar á Akur- eyri 750 þúsund krónur vegna sýninga í sumar. Karlakór Ak- ureyrar-Geysir fékk 500 þús- und króna styrk vegna útgáfu á geisladiski í tilefni 100 ára af- mælis Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og loks fékk Ferða- félag Akureyrar eina milljón króna í styrk vegna uppbygg- ingar á hálendismiðstöðinni við Drekagil í Ódáðahrauni. KEA styrkir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.