Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 28

Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 28
DAGLEGT LÍF 28 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ RISASTÓRUM og alíslenskum óróa hefur verið komið fyrir í nýrri barnavöruverslun Baby Sam sem opnuð verður um helgina í 350 fer- metra verslunarrými í Smáralind, gegnt kaffihúsinu Café Adesso. Þegar eigendur verslunarinnar, hjónin Herdís Jónsdóttir og Sverrir Þorsteinsson, fóru að velta fyrir sér útliti búðarinnar, voru þau sam- mála um að tónninn ætti að vera bjartur og léttleikandi enda væru barneignir alltaf gleðiefni. Þau fengu Birgi Ingimarsson hjá teiknistofunni Taktik ehf. í lið með sér til að velta vöngum yfir því hvað hægt væri að gera skemmtilegt inni í tíu metra lofthæð í versluninni. Niðurstaðan varð risaórói, en hug- myndasmiðurinn að baki honum er aðallega Grímkell Sigþórsson, graf- ískur hönnuður hjá Taktik. Fullorðnir í spor barna Fyrirmynd óróans er sótt í óróa frá bandaríska fyrirtækinu Tiny Love, sem Baby Sam hefur einka- umboð fyrir á Norðurlöndunum, en þeir hanga gjarnan yfir barnarúm- um og spila klassísk tónverk eftir gömlu meistarana, börnum til ánægju og yndisauka. Vel hefur tekist til við gerð óró- ans, sem er sex metrar í þvermál og um tíu metrar á hæð. Á honum hanga 35 mismunandi fígúrur, sem saumaðar hafa verið af Helgu Rún Pálsdóttur, búningahönnuði. Mynd- ir voru þrykktar á efni og púðafyll- ing notuð innan í. Óróinn tengist svo ævintýraver- öld, sem máluð hefur verið á einn vegg verslunarinnar, en óróinn er ekki síður ævintýralegur fyrir hina fullorðnu en fyrir börn. „Nú getur fullorðna fólkið sett sig í spor litlu krílanna, sem liggja í rúmunum og horfa upp í óróa, með því að standa fyrir neðan risaóróann og horfa upp,“ segir Herdís. Baby Sam-verslunin í Smáralind er önnur sinnar tegundar hér á landi en að sögn Herdísar verður Baby Sam-verslunin í Skeifunni áfram rekin á þeim stað. Baby Sam tilheyrir danskri verslunarkeðju og verslar með barnavörur fyrir 0–3 ára auk þess sem eigendurnir stefna að því að bæta óléttufatnaði við úrvalið. Risa- órói Morgunblaðið/Jim Smart  HÖNNUN LUKKUDÝR koma til með að setja svip sinn á komandi knattspyrnu- sumar ef að líkum lætur því nokkur munu nú vera á leið til landsins eftir framleiðsluferil vestanhafs. Frum- kvöðull og hönnuður „íslensku“ lukkudýranna er Jóhann Waage, sem getið hefur sér gott orð sem hönnuður lukkudýra og gangandi vörumerkja fyrir fyrirtæki á Am- eríkumarkaði. Nærri lætur að hann hafi nú þegar hannað um tuttugu  ÍÞRÓTTAFÉLÖG| Ljón, tígrisdýr, selir, fuglar, refir og karlar með skalla Lukkudýrin stjórna stemmningunni Lukkudýr skapa oft skemmtilega stemmningu á íþróttakappleikjum. Rauða ljónið steig sín fyrstu skref í vesturbænum sumarið 1999 og nú hafa lukkudýr verið hönnuð fyrir fjölda íþróttafélaga. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Jóhann Waage hvernig lukkudýr yrði til. Haukar Breiðablik Fylkir lukkudýr fyrir hátt í tíu íslensk íþróttafélög og fleiri munu vera að hugsa sinn gang, en Fylkismenn stefna að því að frumsýna sitt lukkudýr í Ár- bænum í fyrsta sjón- varpsleiknum á móti FH 23. maí næstkom- andi. „Lukkudýr Fylkis er í formi tígrisdýrs í appels- ínugulum og svörtum föt- um og er auðvitað sett til höfuðs KR-ljóninu, sem hald- ið hefur uppi fjörinu í vest- urbænum frá árinu 1999. Fylkis-tígrisdýrið tók dágóðan hönnunartíma og var farið í gegnum alls konar skissur, breytingar og fínstillingar áður en að menn urðu fullkomlega ánægð- ir,“ segir Jóhann. Fleiri lukkudýr eru á leiðinni til landsins fullmótuð, en nefna má að Breiðablik kemur til með að státa gráum sel í grænum bún- ingi. Lukkudýr Valsara og Hauka eru í fuglslíki. Ís- björn hitar upp fyrir KFÍ á Ísafirði, refur fyr- ir Framara, bangsaleg fígúra fyrir Fjölni og með- al dyggustu stuðningsmanna Þórs á Akureyri verður lukkudýrið lítill búttaður karl með skalla og rautt yf- irvaraskegg, ekki ósvipað eldingu, sem minnir á þrumuguðinn Þór. Jó- vörumerki í formi lukkudýra fyrir félög og fyrirtæki vestra. Frá því í haust hefur hann verið að kynna hugmyndir sínar að lukkudýrum fyrir forsvarsmönnum íþróttafélaga hér á landi. Þær þreifingar hafa nú leitt til þess að nú þykir ekkert félag alvöru félag sem ekki getur státað af lukkudýri. Jóhann hefur nú hannað Þór Akureyri ÍR Skórnir eiga að hæfa fótunum en ekki öfugt! Segðu það með augunum! w w w .h ei m sæ kt u la nc om e. co m HVAÐ VILTU AÐ MASKARINN GERI FYRIR AUGNHÁRIN ÞÍN? LANCÔME uppfyllir allar óskir varðandi augnhár - og bætir jafnvel um betur! Hvort sem óskin er lengri, þéttari, meira uppbrett, náttúruleg…… og svo til að kóróna árangurinn: CILS BOOSTER sem notast undir maskarann og MARGFALDAR árangur hans. TILBOÐ Á NÆSTA ÚTSÖLUSTAÐ LANCÔME Maskaraöskjur: Með hverjum maskara fylgir Bi- Facil augnhreinsivökvi og mini Cils Booster XL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.