Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 32
LISTIR
32 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Laugavegi 32 sími 561 0075
ur þeirra og beitt aðferðum „einsög-
unnar“, sem svo er stundum nefnd.
Hafa þær rannsóknir verið einn
helsti vaxtarbroddurinn í íslenskum
félagssögu rannsóknum á síðustu ár-
um.
Þetta rit er afrakstur rannsókn-
arverkefnis, sem stóð um sex ára
skeið, frá 1997-2003, og tók til þátta í
íslenskri alþýðumenningu, sem
kenna má við rit og bókarmennt,
menntun alþýðufólks og félagshreyf-
ingar. Bókin skiptist í fjóra hluta og
ber hinn fyrsti yfirskriftina „Prentað
mál og handskrifað“, annar nefnist
stutt og laggott „Alþýðumenntun“,
hinn þriðji „Viðtökur og nýting lestr-
arefnis“ og hinn fjórði „Hugmynda-
heimur og félagsleg vakning“.
Hver bókarhluti samanstendur af
tveimur eða fleiri ritgerðum um af-
mörkuð rannsóknarefni og lúta þau
öll með einum eða öðrum hætti að
menntun alþýðufólks, framleiðslu og
útgáfu lesefnis, ýmist á vegum al-
þýðu eða fyrir hana. Ritstjórarnir
rita og rækilegan inngang og eftir-
RANNSÓKNIR á alþýðumenn-
ingu hvers konar, þ.e.a.s. menningu
annarra stétta en yfirstéttarinnar og
þeirra, sem kölluðust lærðir eða
skólagengnir, hafa verið vinsælt við-
fangsefni fræðimanna víða um heim
á undanförnum árum og áratugum.
Íslenskir fræðimenn eru engin und-
antekning í þessu efni og hér á landi
hafa komið út ágæt rit, sem fjalla um
menningu alþýðufólks frá ýmsum
sjónarhornum, ekki síst verkmenn-
ingu, ritmenningu bænda og annars
alþýðufólks og heimildir um daglegt
líf. Þar er víða rýnt í heimildir er
snerta einstaklinga og daglegt amst-
mála og kemur fram í inngangi, að
markmiðið með rannsóknarverkefn-
inu var að „skýra hin djúptæku áhrif
sem vaxandi alþýðumenntun, form-
leg og óformleg, samfara stóraukinni
miðlun í rituðu og prentuðu máli,
hafði á hugmyndaheim, félagslega
þátttöku félagslega vitund almenn-
ings á Íslandi 1830–1930“.
Þegar á heildina er litið virðist
mér að rannsóknin hafi náð þessu
meginmarkmiði. Ritgerðirnar í bók-
inni eru alls tíu, auk inngangs og eft-
irmála, og höfundar samtals sjö. Þeir
byggja allir ræðu sína á rækilegri
rannsókn heimilda og allir hafa þeir
margt fram að færa, sem góður feng-
ur er að.
Hér gefst þess enginn kostur að
fjalla um hverja einstaka ritgerð, en
þær eru allar vel skrifaðar og flestar
fróðlegar. Er ekki að efa, að fræði-
menn og aðrir, sem áhuga hafa á við-
fangsefninu, munu taka þessari bók
fagnandi og geta margt í hana sótt.
Hitt er svo aftur þversögn, að hætt
er við því að hinum svokallað al-
menna lesanda, „alþýðunni“, muni
þykja efni ritsins býsna hart undir
tönn. Íslensk alþýðumenning okkar
daga er um flest ólík þeirri, sem um
er fjallað á þessari bók, og þau
menningar- og menntunartæki sem
um er fjallað í ritgerðunum munu
margir kalla úrelt nú á dögum. Er
þar að finna verðugt rannsóknarefni
fyrir fræðimenn með áhuga á al-
þýðumenningu.
Að öllu samanlögðu hygg ég að
góður fengur sé að þessu riti. Hinu
er þó ekki að neita, að það vakti
nokkra furðu mína að lítið sem ekki
er fjallað um eða vísað til rannsókna
þeirra sagnfræðinga sem á síðustu
árum hafa nálgast rannsóknir á ís-
lenskri alþýðumenningu út frá sjón-
arhorni „einsögunnar“, sem áður var
getið. Þær rannsóknir eru þó á
margan hátt hinar merkustu og hafa
hleypt nýju lífi í athuganir á íslenskri
menningar- og félagssögu. Til þeirra
hljóta aðstandendur þessarar bókar
að þekkja.
Fróðlegt ritgerðasafn
BÆKUR
Sagnfræði
Ritað mál, menntun og félagshreyfingar.
Ritstjórar Ingi Sigurðsson og Loftur Gutt-
ormsson. Sagnfræðirannsóknir. Studia
Historica 18. bindi. Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands, Reykjavík 2003. 351
bls., myndir.
ALÞÝÐUMENNING Á ÍSLANDI 1830–1930
Jón Þ. Þór
Dagskráin í dag er eftirfarandi:
Kl. 10 og 13 Bókasafn Kópavogs
Selurinn Snorri – ævintýri í máli og mynd-
um um dýrin í sjónum fyrir börn á leik-
skólaaldri. Myndasýning, sögustund og
skroppið á hvalbak. Þátttaka tilkynnist í
síma: 570 0430.
Leikskólar bæjarins: Opið hús og dag-
skrá í tilefni Kópavogsdaga: Leikskólinn
Efstihjalli kl. 15: Sýning á verkum
barnanna. Leikskólinn Álfaheiði: Danssýn-
ing fyrir hádegi. Leikskólinn Marbakki: Sýn-
ing á verkum barnanna. Leikskólinn
Grænatún kl. 15.30: Útihátíð í garðinum
með skemmtiatriðum. Sýning á verkum
barnanna.
Kl. 15 Lindasafn Krakkar leika á flautur
og önnur hljóðfæri. Þátttakendur í Stóru
upplestrarkeppninni 2004 lesa fyrir börn-
in.
Kl. 20.30 Gjábakki Félagsvist á vegum
eldri borgara.
2.– 11. maí
Kópavogsdagar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Sýningu á ljósmyndum Leifs Þor-
steinssonar, Fólk og borg, lýkur á
sunnudag. Á sýningunni eru svart/
hvítar ljósmyndir teknar á um 40 ára
tímabili, frá 1963 allt til dagsins í
dag.
Hafnarborg
Tveimur sýningum lýkur í Hafn-
arborg á mánudag. Ljósmyndasýn-
ingu Rafns Hafnfjörðs og málverka-
sýningu Bjargar Atla.
Opið alla daga, nema þriðjudaga,
kl. 11–17.
Sýning framlengd
Málverkasýning Guðmundar
Björgvinssonar í Seli Gallerís
Reykjavíkur, Skólavörðustíg 16 er
framlengd til 8. maí. Á sýningunni
eru 12 nýleg akrílmálverk og er við-
fangsefnið mannskepnan.
Sýningum lýkur
SÍÐUSTU sýningar á verki Eugene
O’Neill, Sorgin klæðir Elektru,
verða annað kvöld og sunnudags-
kvöld, kl. 19. Um er að ræða nú-
tímaharmleik, innblásinn af
Óresteiu, þríleik forngríska skálds-
ins Æskílosar. Eldheitar ástríður
og þrár, brennandi afbrýðisemi og
blóðugar hefndir.
Í aðalhlutverkum eru Arnbjörg
Hlíf Valsdóttir, Hilmir Snær
Guðnason, Guðrún Gísladóttir,
Ingvar E. Sigurðsson sem nú leikur
aftur í Þjóðleikhúsinu eftir nokkurt
hlé og Rúnar Freyr Gíslason. Með
önnur hlutverk fara Nanna Kristín
Magnúsdóttir, Baldur Trausti
Hreinsson/Ívar Örn Sverrisson og
Hjalti Rögnvaldsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harmleikur
af sviðinu
KLEINUR, hið góða íslenska kaffi-
brauð, geta haft undarlegustu áhrif
á örlög fólks. Að minnsta kosti á ör-
lög Sigga, aðalsöguhetjunnar í sam-
nefndu leikverki Þórunnar Guð-
mundsdóttur sem Hugleikur
frumsýnir í Kaffileikhúsinu í kvöld.
Leikritið Kleinur sýnir svipmyndir
úr ævi Sigga, þar sem hann lendir í
ýmsum uppákomum í tengslum við
bakkelsið.
„Kleinur koma ítrekað við sögu í
gegnum allt hans lífshlaup,“ segir
leikskáldið, Þórunn Guðmunds-
dóttir, eða dr. Tóta eins og margir
leikfélaga hennar í Hugleik kalla
hana. Þórunn hefur nefnilega dokt-
orsgráðu í söng og kennir við fjóra
tónlistarskóla á höfuðborgarsvæð-
inu, en fæst meðfram því við leik-
ritaskrif. Áður hefur hún meðal
annars skrifað söngleikinn Kol-
rössu, sem Hugleikur sýndi við
miklar vinsældir í Tjarnarbíói fyrir
tveimur árum síðan.
Kleinurnar undu hins vegar upp á
sig, í óbeinum skilningi. „Leikritið
er í fimm þáttum og sá fyrsti er
skrifaður fyrir nokkrum árum. Ann-
an þáttinn skrifaði ég aðeins seinna
og þá fór persónan Siggi og hans
umhverfi og fjölskyldulíf að taka á
sig skýrari mynd. Þá fór ég að fá
spurningar um þennan mann,
hvernig tilhugalífið hafi verið hjá
honum og konunni hans, og hvernig
æska hans hafi verið. Ég var því
hálfpartinn að svara eftirspurn með
því að skrifa fleiri þætti um þennan
mann og upplýsa fólk um þessa sér-
kennilegu en vonandi áhugaverðu
persónu.“
Siggi er leikinn af Sævari Sig-
urgeirssyni, en önnur hlutverk eru í
höndum annara Hugleikara. Leik-
stjóri er Þorgeir Tryggvason.
„Leikritið gerist frá því að Siggi er
fjörgamall maður og þar til hann er
kornabarn og gerist í þessari röð.
Við byrjum þar sem hann er rígfull-
orðinn og fikrum okkur aftur þar til
hann er bara nokkurra daga gamall.
Jafnvel þá hafa kleinurnar líka áhrif
á hann og hans líf.“
Þegar Þórunn er spurð hvort
Siggi sé til í raun og veru, segist
hún vona ekki. „Ég hef samt rekist
á fólk sem býr yfir ýmsum þáttum
sem finna má í fari hans, en kannski
ekki öllum í einu – ég held að það
gæti verið dálítið yfirþyrmandi að
rekast á svoleiðis manneskju,“ segir
Þórunn og hlær. „Hann er bæði um-
hverfisblindur og niðurstöðugjarn –
getur sem sagt verið svolítið erf-
iður, þó að meiningin sé alltaf góð
hjá honum.“
Sýningar á Kleinum verða fjórar.
Þær verða í kvöld, annað kvöld og
sunnudagskvöld, og lokasýning
sunnudaginn 16. maí. Sýningar hefj-
ast kl. 20 í Kaffileikhúsinu.
Kleinur sem
undu upp á sig
Siggi og konan hans, Gunna, ræða saman – kannski um kleinur. Sævar Sig-
urgeirsson og Hulda B. Hákonardóttir í hlutverkum sínum.
ingamaria@mbl.is
Í FÉLAGSHEIMILINU Klifi í
Ólafsvík verður dagskrá tileinkuð
Jóhanni Jónssyni skáldi frá Ólafs-
vík. Dagskráin hefst kl. 15 á morg-
un, laugardag, og er yfirskriftin
,,Gráttu ekki góða mamma“. Verk
og lífshlaup skáldsins verða kynnt í
tali og tónum. Erindi flytja Egill
Þórðarson frá Ólafsvík, Eysteinn
Þorvaldsson prófessor og Óskar
Guðmundsson rithöfundur. Veron-
ica Osterhammer mezzosópran og
Örn Magnússon píanóleikari flytja
lög eftir Jón Leifs við ljóð Jóhanns.
Örn hefur m.a. flutt og gefið út tón-
list Jóns Leifs.
Yfirskriftin að kynningardag-
skránni er tekin úr einu ljóða Jó-
hanns sem hann orti á barnsaldri
eftir lát yngri systur. Vísan hefur
verið sungin fyrir börn í Ólafsvík í
gegnum tíðina. Að sögn Elínar Unu
Jónsdóttur, safnavarðar, muna Óls-
arar enn eftir Steinunni móður
hans, gamalli konu sem bar snjáð
sendibréf frá syni sínum innan á
brjóstinu. Minningin um Jóhann og
örlög hans hefur lifað í heimabæn-
um alla öldina og fram á þennan
dag. Aðalsteina Sumarliðadóttir,
húsfreyja í Ólafsvík, hefur safnað
og varðveitt fróðleik um skáldið um
árabil sem hún kemur nú á fram-
færi. Jóhann lét ekki eftir sig mörg
fullunnin ljóð en
helgaði líf sitt
samt sem áður
ritlistinni og rit-
störfum. Hann
hafði afburða frá-
sagnarhæfileika
og stóð metnaður
hans aðallega til
að skrifa skáld-
sögur. Sögurnar
komust að vísu ekki á blað en hann
samdi margt og sagði vinum sínum.
Töluverðar heimildir hafa varðveist
um líf Jóhanns og verk því hann var
öflugur bréfritari og skrifaðist
reglulega á við marga, m.a. Jón
Leifs, Kristin E. Andrésson, Gunn-
ar Gunnarsson, Friðrik Friðriksson
og Arnfinn Jónsson.
Jóhann Jónsson var fæddur að
Staðarstað á Snæfellsnesi 1896 en
ólst upp í Ólafsvík. Hann barðist við
berkla lungann úr ævinni sem var
stutt og einmanaleg og lauk fjarri
ættlandinu, í Leipzig árið 1932. Jó-
hann dó því aðeins 35 ára gamall
,,frá sál sinni ófullkveðinni, æfi sinni
hálfnaðri og verkum sínum mikils
til óskrifuðum“ eins og Kristinn E.
Andrésson komst að orði forðum.
Þeir sem þekktu Jóhann á barns-
aldri sögðu hann óvenju skynugan
og skáldmæltan dreng.
Ólsarar minnast
Jóhanns Jóns-
sonar skálds
Jóhann Jónsson
NEMENDUR úr söngdeild Tónlist-
arskóla Borgarfjarðar flytja atriði
úr óperunni Hans og Grétu kl. 20 í
sal skólans, Borgarbraut 23, í
kvöld, föstudagskvöld. Óperan hef-
ur að geyma skemmtitónlist eftir
Engelbert Humperdinck.
Önnur og þriðja sýning verða á
laugardag kl. 15 og kl. 17, mánu-
daginn 10. maí kl. 18 og 20.
Óperan Hans og Gréta
flutt í Borgarnesi