Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 39
Ég sakna þín amma mín.
Ég er mjög leið yfir að þú
sért dáin.
Ég vona að þú hafir það
gott hjá Guði.
Þú varst góð langamma,
sú besta sem ég hef átt.
Ég minnist þín og sakna
þín mjög, mjög mikið.
Þín langömmustelpa
Guðný Halla.
HINSTA KVEÐJA
þar frið frá amstri hversdagsins. Með
aldrinum jókst enn virðing okkar fyr-
ir ömmu Dúddu og maður upplifði
hana sem vin og góðan félaga. Alltaf
vissi hún hvað klukkan sló og hvernig
málum var háttað og fáir gátu gefið
manni betri ráð en amma Dúdda.
Það var gaman þegar amma sagði
okkur sögur frá þeima tíma, þegar
hún var að ala upp syni sína í Skjól-
unum og af bernskuárum sínum á
Sauðárkróki. Einnig talaði hún mikið
og af hlýju um afa Villa og var greini-
legt að hún saknaði hans sárt. Það er
ánægjulegt og mikilvægt að börnin
okkar fengu að kynnast ömmu og
eiga minningar um hana. Og ekki
vantaði væntumþykjuna og hólið frá
henni til þeirra líka. Það voru forrétt-
indi að fá að alast upp með ömmu
Dúddu og fá að kynnast lífsviðhorfum
hennar, kærleika og hlýu.
Minningarnar lifa í hugum okkar
og í okkur má finna brot af kímni
hennar og karakter. Þannig var hún
amma Dúdda og þessar yndislegu
minningar sem eru svo kærar mun-
um við geyma í hjörtum okkar og
hugsa til þeirra með söknuði.
Sigurlaug, Kristinn
og Ari Rafn.
Elsku besta amma, það er sárt að
hugsa til þess að þú sért farin en það
huggar okkur í sorginni að vita að þér
líði vel núna.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann. Amma Dúdda var mik-
ill og sterkur karakter. Hún hafði
gaman af því að segja sögur og sagði
skemmtilega frá. Oft sagði hún sögur
af strákunum sínum þegar þeir voru
litlir, hversu ólíkir þeir voru og er
gaman að sjá hvað hegðun þeirra sem
börn er í þeim enn.
Margar góðar stundir áttum við
með ömmu og afa norður á Fossi á
Skaga, þar var þeirra sælureitur og
okkar líka. í Skjólunum áttum við öll
okkar góðu stundir með ömmu og afa
og nú síðast á Aflagrandanum, en þar
bjó amma eftir að afi dó.
Elsku amma Dúdda, þú skilur eftir
þig stórt skarð sem erfitt verður að
fylla.Takk fyrir allt sem þú varst okk-
ur.
Guð blessi minningu þína, hún lifir
í hjörtum okkar.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hulda, Ingibjörg og Vilberg.
Nú þegar við systkinin setjumst
niður til að skrifa nokkur minning-
arorð um hana ömmu Dúddu, hellast
yfir okkur ljúfar minningar.
Minnisstæðar eru heimsóknir okk-
ar til ömmu og afa í Skjólin og norður
á Skaga og svo síðar til ömmu á
Aflagranda, þar sem ávallt var tekið
vel á móti okkur. Alltaf var eitthvað
góðgæti á boðstólum sem höfðaði til
yngri kynslóðar en það minnis-
stæðasta við heimsóknir til hennar
voru samræður við hana um daginn
og veginn. Hún var gríðarlega
minnug á gamla tíma og hafði frá
mörgu að segja en hennar stærsta
umræðuefni og áhugamál var ávallt
fjölskyldan og má með sanni segja að
hún hafi haldið allri stórfjölskyldunni
vel upplýstri. Amma var einstaklega
orðheppin og gerði það allar frá-
sagnir hennar skemmtilegri fyrir vik-
ið.
Amma Dúdda var alveg einstakur
persónuleiki og mun hún ávallt lifa í
minningum okkar systkina.
Benedikt, Arnar og Hildur
Hún Dúdda er farin, eftir langa og
stranga sjúkdómslegu.
Við sendum öllum aðstandendum
hennar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Það var ekki til nema ein Dúdda og
þeir sem kynntust henni gleyma
henni aldrei, vegna hins sérstæða
persónuleika hennar og einstakrar
kímnigáfu sem entist henni til síðustu
stundar.
Við þekktum hana mestan hluta
ævi okkar og viljum með þessum orð-
um þakka henni samfylgdina, vinátt-
una og tryggðina.
Við eigum svo margar góðar og
skemmtilegar minningar um Dúddu,
að það væri ógerningur að telja þær
upp hér.
En hún var alltaf hrókur alls fagn-
aðar í góðra vina hópi.
Við biðjum henni blessunar að ei-
lífu.
En kannske á upprisunnar mikla morgni
við mætumst öll á nýju götu horni.
(Tómas Guðmundsson.)
Vertu sæl, elsku Dúdda, og þakka
þér fyrir allt.
Pála og Hálfdán,
Ásta og fjölskylda.
✝ Laufey Guðjóns-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 16.
desember 1914. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 1. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guðjón
Þorleifsson, f. 6.5.
1881 á Ytri-Sólheim-
um í Mýrdal, d. 26.3.
1964, og Sigurborg
Einarsdóttir, f.
17.10. 1884 á Ásólfs-
skála í Holtssókn, d.
10.5. 1958. Systkini
Laufeyjar eru: Alda
Ísfold, f. 13.1. 1918, d. 19.9. 1990;
Þórleif, f. 31.1. 1923; Anna Sig-
urborg, f. 24.8. 1928, d. 7.11.
2001. Tvo hálfbræður átti Lauf-
ey: Anton Júlíus, f. 1907, d. 15.9.
1991, samfeðra, og Einar Vídalín,
f. 1907, d. 4.10. 1990, sammæðra.
Í október 1936 hóf Laufey sam-
búð með Jóni Jóhannesi Bjarna-
syni skipstjóra og síðar segla-
saumara, f. 27.12. 1875 á
Tannanesi í Önund-
arfirði, d. 7.4. 1964.
Foreldrar hans voru
Bjarni Jónsson, f.
1839 í Núpssókn
V-Ís. og Rósamunda
Jóhanna Guðmunds-
dóttir, f. 1850 í
Næfranesi. Börn
Laufeyjar og Jóns
eru: 1) Högni, f.
16.8. 1938, maki
Birna Sigurðardótt-
ir, f. 5.10. 1936,
þeirra börn eru:
Þórdís og Laufey
Jóna. 2) Sigurborg,
f. 28.2. 1943, maki Sigurður Þór-
arinsson, f. 12.6. 1940, þeirra
börn eru Þórarinn og Jón Jó-
hannes.
Laufey starfaði nánast alla
sína starfsævi við matvælaiðnað,
fyrst í Vestmannaeyjum, síðan í
Borgarnesi.
Útför Laufeyjar verður gerð
frá Borgarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Laufey móðursystir okkar er lát-
in, elst af fjórum systrum frá Fag-
urhóli. Við kölluðum hana alltaf
Laufeyju í Grafó. Auðvitað vest-
mannaeyskt þar sem allar stytt-
ingar enda á ó. Grafó er stytting úr
Grafarholti, en þar bjó hún Laufey
með honum Jóni sínum og börnum.
Fagurhólssystur voru alla tíð mjög
samrýndar, áttu börn á svipuðum
aldri og var samgangur mikill milli
heimilanna meðan þær bjuggu all-
ar í Eyjum. Laufey var mikil hann-
yrðakona og þær systur allar.
Kannski var hún fyrirmyndin þar
sem hún var elst. Allavega voru
þær alltaf að sauma og föndra.
Laufey hafði atvinnu af saumum,
merkti handklæði og sængurföt í
tugi ára með annarri vinnu. Var
handbragð hennar annálað.
Við systkinabörn hennar nutum
góðs af handavinnu hennar. Hún
saumaði föt og aðstoðaði mömmu
með það sem hún var að sauma á
okkur ef á þurfti að halda. Hand-
klæðin og sængurfatnaðurinn sem
hún saumaði handa okkur öllum og
okkar börnum gegnum tíðina er
óteljandi og tölum við ekki um
handavinnuna sem hún lagaði eða
lauk fyrir sýningar í skólanum, fyr-
ir „ómyndarlegri“ hluta systra-
barnanna.
Um Laufeyju mátti segja „marg-
ur er knár þótt hann sé smár“. Lít-
il en snaggaraleg, alltaf að grínast.
Bindindismanneskja alla tíð. Það
má segja að það hafi verið tákn-
rænt að hún lést 1. maí. Hún bar
hag alþýðunnar fyrir brjósti, var
krati af gamla skólanum eins og
faðir hennar.
Stundum datt okkur í hug að
hún hafi fengið öll söfnunargenin í
ættinni, það var varla til það sem
hún ekki safnaði. Fingurbjargir,
póstkort, spil og mjólkurfernur,
svo fátt eitt sé nefnt. Það var alltaf
gaman að skoða öll söfnin og allan
útsauminn þegar við heimsóttum
hana og það var tekið vel á móti
okkur, sama hvað við vorum mörg
sem flæddum inn til hennar í kjall-
araíbúðina á Þorsteinsgötunni.
Þótt síðustu árin hafi verið Lauf-
eyju erfið og mikið af henni dregið
lifir hún í hjörtum okkar sem eld-
hress og óþreytandi, alltaf með
spaugsyrði á vör.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Innilegar samúðarkveðjur okkar
til Sigurborgar, Högna og fjöl-
skyldna.
Þórubörn og fjölskyldur.
Komið er að kveðjustund. Nú
hefur elskuleg Laufey okkar kvatt
þennan heim. Það kom engum á
óvart sem til þekktu, augljóst var
að hverju stefndi. Það er alltaf
jafnþungbært þegar stundin renn-
ur upp og söknuðurinn sár. En við
huggum okkur við að erfiðri bar-
áttu er lokið.
Nú er ferðin hafin yfir í annan
heim, og ég er fullviss um að þar
verður henni vel fagnað og kærir
ástvinir sem farnir eru munu bíða
með opinn faðminn.
Margar kærar og ljúfar minn-
ingar streyma fram um einstaka
konu sem átti fáa sér líka.
Laufey hafði sérlega létta lund,
hafði lag á að láta öllum líða vel í
návist sinni og sá björtu hliðarnar
á lífinu. Það var alltaf mikið til-
hlökkunarefni þegar Laufey kom í
sínar árlegu heimsóknir hingað í
Laxárhlíð, beðið var eftir þeim
með óþreyju. Oft var líka glatt á
hjalla og margt sér til gamans
gert.
Féll það vel í kramið hjá unga
fólkinu þegar Laufey gekk að út-
varpinu með sinni gamalkunnu
glettni og hækkaði poppið í botn,
en svona var Laufey, alltaf stutt í
glaðværðina.
Ég var svo heppin að á mínum
unglingsárum dvaldi ég nokkra
vetur á heimili Jóns og Laufeyjar.
Var það ógleymanlegur tími. Þar
ríkti þessi sanni góði heimilisandi,
og eftirminnileg er sú virðing og
hlýja sem þau sýndu hvort öðru,
gagnkvæmur skilningur og ást.
Fyrir þennan tíma fæ ég aldrei
fullþakkað. Þá tengdist ég fjöl-
skyldunni sterkum vináttuböndum
sem aldrei hefur borið skugga á.
Laufey var mikil hannyrðakona
sem féll aldrei verk úr hendi og
hafði gaman af að skapa fallega
hluti. Ótaldir eru þeir munir sem
hún vann svo snilldarlega og marg-
ir fengu að njóta. Gjöfunum frá
Laufeyju verður seint gleymt, báru
þær gefandanum fagurt vitni.
Laufey naut þeirrar gæfu að
eiga góða fjölskyldu sem reyndist
henni með eindæmum vel og ekki
síst þegar hún varð fyrir þeirri
þungbæru raun að missa heilsuna
fyrir nokkrum árum. Var aðdáun-
arvert að sjá þá umhyggju sem
henni var sýnd.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um þökkum við fjölskyldan í Lax-
árhlíð Laufeyju áralöng kynni,
tryggð og vináttu, og fyrir allt sem
hún var okkur, og biðjum henni
guðs blessunar.
Elsku Sigurborg, Högni og fjöl-
skyldur við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Góð-
ur guð styðji ykkur og styrki.
Sigríður
Guðmundsdóttir.
LAUFEY
GUÐJÓNSDÓTTIR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AXELÍNA L. STEFÁNSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Grund laugardaginn
24. apríl. Útförin hefur farið fram.
Þökkum starfsfólki á deild V-2 á Grund fyrir frá-
bæra umönnun og hlýju.
Viðar Sigurbjörnsson,
Margrét Sigurbjörnsdóttir, Sigurður Ingvarsson,
Steinunn Sigurbjörnsdóttir, Tómas Hansson,
Stefán Geir Sigurbjörnsson, Guðbjörg Jónsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg systir mín,
JENNÝ SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
lést í Svíþjóð fimmtudaginn 29. apríl. Jarðarförin fer fram í Stokkhólmi
miðvikudaginn 19. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svava Sveinbjörnsdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
HALLA EYJÓLFSDÓTTIR
frá Ólafsvík,
Safamýri 56,
lést miðvikudaginn 5. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hörður Sigurvinsson,
Eyjólfur V. Harðarson, Sigþrúður I. Sæmundsdóttir,
Hulda Harðardóttir,
Anna Sess. Harðardóttir,
Ólafur Harðarson
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
BELLA KRISTÍN ÓLADÓTTIR,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn
4. maí.
Freysteinn Gíslason,
Óla Kristín Freysteinsdóttir, Þorgrímur Jónsson,
Gísli Björgvin Freysteinsson, Margrét S. Traustadóttir,
Bella Freydís Pétursdóttir, Gunnar Örn Arnarson,
Jón Fannar Þorgrímsson,
Kristín Fanney Þorgrímsdóttir,
Freysteinn Gíslason,
Bjarni Gíslason,
Sigmar Ingi Gíslason,
Björgvin Gíslason,
Þorkell Pétursson, Guðrún Eiríka Snorradóttir
og barnabarnabörn.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar).