Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 41
sólargeislinn í lífi mömmu sinnar og
ömmu. Hann er einstaklega vel
gerður drengur, móður sinni afar
góður og hefur alla tíð verið til mikils
sóma.
Seinna kynntist Fríða Kristjáni
Helgasyni og giftu þau sig í desem-
ber 1997. Það var yndislegt að sjá
hve hamingjusöm þau voru og aðdá-
unarvert hve Kristján hefur reynst
Fríðu góður eiginmaður.
Fríða var bóhem. Hún hafði sterk-
an persónuleika, var glaðsinna og
reyndi eftir fremsta megni að lifa líf-
inu eins og hún vildi en ekki láta
sjúkdóminn fjötra sig meira en
nauðsyn krafði. Aðdáunarvert var
hvað hún átti gott með að sjá já-
kvæðar hliðar á lífinu þrátt fyrir
þverrandi krafta. Það var þungbært
að sjá hvernig sjúkdómurinn tók æ
meiri toll af þessari glæsilegu ungu
konu og yfirbugaði hana að lokum. Í
bók Kahlil Gibrans um Spámanninn
segir m.a. um dauðann:
Hvað er það að deyja annað en standa nak-
inn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og
hvað er að hætta að draga andann annað
en að frelsa hann frá friðlausum öldum
lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund guðs
síns?
Á leiðarlokum vil ég og fjölskyld-
an öll votta Sveini Hólmari, Krist-
jáni, Jóni Páli og öðrum ástvinum
Fríðu innilega samúð. Megi góður
guð blessa minningu frænku minnar,
Hólmfríðar Ástu.
Ása St. Atladóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 41
Söknuður minn er mikill. Ég hef
líka svo ótal margt að þakka fyrir.
Gott að þú komst, voru viðtekin
kveðjuorð okkar á milli. Það er því
við hæfi að kveðja mín til Níelsar
séu þessar fallegu ljóðlínur Önnu S.
Björnsdóttur, enda segja þau allt
sem segja þarf um okkar samband.
Hlýtt
straukst regnið
um kinn mína.
Gott að þú
komst.
Hljótt
bærðist golan
í hári mínu.
Gott að þú
komst.
Heitur
var faðmur þinn
þegar þú sagðir.
Það var gott
að þú
komst.
Magdalena S. Ingimundardóttir.
Á gömlum slóðum í Skarðshlíð-
inni rifjuðum við upp gömul og góð
kynni janúarkvöld fyrr á þessu ári.
Níels var í heimsókn og læri var
stungið í ofninn. Við fórum yfir
margar sameiginlegar gleðistundir
og eitt og annað bar á góma. Hann
staldraði lengi við. Þetta kvöld í
janúar sáum við hann síðast.
Heyrðum oft í honum í síma eftir
það. Og þótti leitt að heyra að hann
hefði greinst með krabbamein
skömmu fyrir páska, aðgerð yfir-
vofandi. Hann ræddi um veikindin
við okkur, en bar sig vel.
Aðgerðin reyndist honum um
megn, hann lést í kjölfar hennar.
Níels höfum við þekkt frá unga
aldri og um langt árabil verið ein-
læg vinátta okkar á milli. Bar aldrei
skugga á í þau nær fimmtíu ár sem
kynni okkar vörðu. Það var gott að
eiga trúnað hans og finna fyrir ein-
lægni hans og góðvild þegar á
þurfti að halda. Ekki síður en að
gleðjast með honum á góðri stund.
Níels var hlýr maður og sérlega
barngóður. Það fundu dætur okkur
alla tíð og áttu í honum góðan vin.
Þær eldri ólust upp í nánu sambýli
við þau hjónin, Hildi og Níels. Til
þeirra var hægt að leita hvenær
sem var. Yngri dæturnar nutu þess
að heimsækja þau á Bíldudal og
Hornafjörð. Voru fullar tilhlökkun-
ar þegar að ferðalaginu kom og
nutu þess mjög að dvelja hjá þeim
að sumarlagi.
Kynni strákanna hófust strax á
unga aldri, þeir léku saman fótbolta
á Oddeyrinni þar sem báðir ólust
upp. Þegar svo systurnar frá Greni-
vík fluttu til Akureyrar á unglings-
aldri byrjaði Dísa að vinna í Kjör-
búð KEA við Brekkugötu 1. Þar
var Níels á meðal starfsmanna,
sporléttur svo eftir var tekið.
Örlögin höguðu því svo á þann
veg að líf okkar fléttaðist saman
þegar unga fólkið, Hildur og Níels
og svo aftur við tvö rugluðum sam-
an reytum. Systurnar voru sam-
rýndar og strákarnir ágætisfélagar,
sem léku saman knattspyrnu með
KA og ÍBA.
Það var svo sameiginleg ákvörð-
un okkar að festa kaup á nýjum
íbúðum í glænýju fjölbýlishúsi við
Skarðshlíð í Glerárhverfi árið 1965
og flytja þangað með fjölskyldur
okkar. Íbúðirnar, á annarri hæð í
stigagangi númer 36, lágu saman.
Samgangur milli fjölskyldna okkar
var því ævinlega mikill, það var
ekki langt að skjótast yfir í kaffi-
sopa og dálítið spjall. Eiga saman
notalega stund. Þurfti enga yfirhöfn
þó að menn væru á bregða sér yfir.
Í minningunni eru þetta góð ár sem
nú að leiðarlokum er gott að rifja
upp. Árin urðu 12, en þá kom að
flutningi, Hildur og Níels keyptu
raðhúsíbúð við Heiðarlund og við
settumst að í Litluhlíð. Þó svo að
meira þyrfti við að hafa til heim-
sókna, inniskórnir einir dugðu ekki
lengur, urðu heimsóknir tíðar sem
fyrr. Það urðu því nokkur viðbrigði
þegar Níels tók við stöðu útibús-
stjóra Landsbankans á Bíldudal og
þau fluttu burtu um langan veg.
Það kom þó ekki í veg fyrir að
áfram var haldið að hittast af og til
og eiga saman góðar stundir. Leiðin
var bara dálítið lengri. Eins var það
þegar Níels varð útibússtjóri á
Höfn í Hornafirði og undir það síð-
asta þegar þau fluttu á Selfoss. Æv-
inlega var gott að koma til þeirra
hjóna, þau voru höfðingar heim að
sækja. Farið var í lengri og
skemmri ferðir og þau voru óþreyt-
andi að sýna helstu undur náttúr-
unnar á þeim stöðum sem þau
dvöldu á hverju sinni.
Margt hefur á dagana drifið, árin
orðin mörg. Og minningarnar ótelj-
andi. Ekki óraði okkur fyrir að svo
snöggt yrði klippt á þráðinn. Að við
ættum ekki eftir að njóta samvista
við Níels lengur. Vissulega dapur-
legt, en engu að síður gangur lífs-
ins.
Við vottum börnum hans, Hönnu
Þóreyju, Steinunni Elsu og Jóni
Viðari og börnum þeirra okkar inni-
legustu samúð okkar nú við skyndi-
legt fráfall föður þeirra. Hann átti
nú hin síðari ár góðar stundir með
vinkonu sinni, Magdalenu Ingi-
mundardóttur sem ásamt börnum
hennar gerðu daga hans eftir lát
Hildar bjartari. Þeim vottum við
einnig samúð okkar.
Eydís og Þór.
Það var orðið dimmt þegar þau
komu. Frammi í eldhúsi var farið
að undrast um ferðafólkið. Svo
heyrðust gamalkunnu óhljóðin í
Bjöllunni. Skyndilega á miðri Öxna-
dalsheiði blasti við opið ræsi þvert
yfir veginn. Bílstjórinn hafði lítið
svigrúm til ákvarðana. Kostirnir
tveir; að nauðhemla eða gefa dug-
lega inn, freista þess að fljúga yfir.
Gat brugðið til beggja vona, hvor
þeirra svo sem yrði fyrir valinu.
Tók þann síðari. Bjallan tókst á
loft. Fjölskyldan skvettist til inni í
bílnum, en allt fór vel.
Bílstjórinn var Níels Brimar
Jónsson. Afrekið þótti frækilegt.
Varð fyrir vikið dálítil hetja. Maður
sem flaug. Fyrir daga súpermanns.
Í það minnsta hafði enginn í
Skarðshlíð heyrt um þann ágæta
mann. En okkar maður fór bara í
stakan jakka daginn eftir. Tók stig-
ann í léttu stökki. Á Bjöllunni niður
í banka. Skildi eftir sig angan af
Old Spice í stigaganginum. Eins og
ekkert hefði gerst.
Örlátur maður, Níels. Mikið fyrir
að gauka aurum að smáfólki. Túkall
vís í hægri vasanum. Stundum bara
upp úr þurru. Líka svo notalegur,
glaðvær. Samt ekkert alltaf skelli-
hlæjandi. Hummaði svolítið. Ræskti
sig. Krakkarnir máttu leita að stilli-
myndinni í sjónvarpinu. Hann setti
plötu á fóninn. Friður í tuttugu
mínútur.
Níels virtist una sér vel alls stað-
ar. Móts við lágvaxna Vaðlaheiði,
undir fjallinu bratta á Bíldudal, rétt
eins og við rætur Vatnajökuls og
flatlendinu sunnan heiða. Að ekki
sé talað um útlönd. Það skipti
mestu að vera ánægður. Sama hvar
var.
Hann hafði ekki smekk fyrir vor-
hreti. Kalsa og hryssingi. Hlýtt, það
átti að vera hlýtt. Uppáhaldsveðrið
án efa sólskin, sunnanandvari,
þokkalegur hiti, 15 gráður fínt.
Svoleiðis hlýindi einmitt í stíl við
hann sjálfan. Ósköp hlýr. Góður. Og
bar einhvern vegin sólskinið með
sér. Hvert sem hann fór.
Margrét Þóra.
Miðvikudaginn 28. apríl barst
okkur andlátsfregn Níelsar B.
Jónssonar, fyrrverandi samstarfs-
manns okkar í útibúi Landsbankans
á Akureyri.
Hann hafið látist á Landspítalan-
um daginn áður, eftir erfiða skurð-
aðgerð.
Þegar kær vinur fellur frá hvarfl-
ar hugurinn til baka og minningar
streyma fram.
Níels hóf störf við útibúið á Ak-
ureyri 1961 og bættist þá í hóp
starfsmanna sem þar unnu undir
stjórn góðra húsbænda. Flest vor-
um við ung að árum og lífið blasti
við okkur. Níels var búinn að finna
sér lífsförunaut, Hildi Sigursteins-
dóttur. Fjölskyldan stækkaði og
börnin urðu þrjú. Margar ánægju-
legar stundir áttum við saman í leik
og starfi. Á hverju sumri fórum við
starfsfólkið í bankanum með mök-
um okkar í ferðalög og skoðuðum
landið okkar fagra og skemmtum
okkur vel. Við héldum árshátíðir og
sáum sjálf um flest skemmtiatriði.
Við stofnuðum starfsmannafélag og
keyptum sumarbústað, þar sem við
nutum hvíldar með fjölskyldum
okkar. Já, þetta voru ljúfar sam-
verustundir. Tíminn leið og hóp-
urinn tvístraðist. Sumir létu af
störfum vegna aldurs, aðrir eru
horfnir á braut og enn aðrir fóru til
starfa í öðrum útibúum bankans,
þar á meðal Níels. Hann gerðist
útibússtjóri á Bíldudal og síðar á
Höfn í Hornafirði. Síðustu starfs-
árin var hann við störf í útibúinu á
Selfossi. Níels var lipur og góður
starfmaður og vinsæll meðal sam-
starfsmanna og viðskiptavina bank-
ans. Þó vík væri milli vina, þá rofn-
aði ekki sambandið og alltaf var
gaman að hitta þau hjónin. Fyrir
fimm árum lést Hildur, eftir erfið
veikindi og var það honum mikið
áfall. Á síðasta ári fréttum við að
hann hefði orðið alvarlega veikur og
átt erfiða daga, en hann komst til
heilsu aftur. Í janúar sl. þegar hann
kom norður og hitti okkur vinina,
þá grunaði okkur ekki að það væri
síðasta samverustundin. Að leiðar-
lokum kveðjum við góðan vin og
sendum fjölskyldu Níelsar innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Níelsar B.
Jónssonar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Samstarfsfólk í Lands-
bankanum á Akureyri.
Elsku afi.
Okkur finnst svo sorglegt að þú
skulir vera dáinn. Það var alltaf
gaman þegar þú komst til okkar á
Akureyri. Og líka þegar við heim-
sóttum þig og ömmu á Selfossi.
Við gerðum margt saman og átt-
um góðar og skemmtilegar stund-
ir sem við munum alltaf.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Nína og Orri.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar
um Hólmfríði Ástu Bjarnason bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
FRIÐFINNUR FRIÐFINNSSON,
áður til heimilis í
Melási 12,
Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ,
mánudaginn 3. maí.
Svava Jenný Jóhannesdóttir,
Guðmundur B. Friðfinnsson, Sigríður Alda Ásmundsdóttir,
Erna Friðfinnsdóttir,
Örn Friðfinnsson,
Pétur Hákon Friðfinnsson, Hjördís Braga Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem
sýnt hafa okkur samúð og vinarhug vegna
fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
EINARS M. JÓHANNSSONAR
fiskvinnslufræðings,
Bleikjukvísl 18,
og heiðrað minningu hans.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður G. Jóhannsdóttir,
Margrét Einarsdóttir, Bogi Ásgeirsson,
Gísli Marteinsson,
Jóhann Einarsson, Hrafnhildur H. Þorgerðardóttir
og barnabörn.
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN HJALTASON,
Vallargerði 4b,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudag-
inn 11. maí kl. 14.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningar-
sjóð Heimahlynningar á Akureyri.
Ásta Valhjálmsdóttir,
Anna Aðalsteinsdóttir,
Björn Aðalsteinsson,
Freyr Aðalsteinsson,
Lilja Aðalsteinsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR I. KRISTJÁNSSON
byggingameistari,
Miðleiti 5,
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudag-
inn 5. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Unnur Runólfsdóttir,
Runólfur Grétar Þórðarson, Sigríður Lúðvíksdóttir,
Kristján Þórðarson, Dóra Kristín Halldórsdóttir,
Kristín Þórðardóttir, Kristinn M. Kristinsson,
Margrét Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR EGGERT SIGURÐSSON,
Hvassleiti 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánu-
daginn 10. maí kl. 13:30.
Björg Sigurðardóttir, Hlynur Andrésson,
Sigurður Kristinn Sigurðsson, Kristín Jóhannesdóttir,
Inga Sigurðardóttir, Sigurður Hergeir Einarsson,
Magrét Sigurðardóttir, Halldór Þorkelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.