Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 43

Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 43 minningu um góðan dreng. Fyrstu kynni mín af Jóni urðu fyrir hartnær 30 árum þá kynntist ég af eigin raun hversu dyggilega hann studdi systur sínar. Ég var á 11. ári og hafði brugð- ið mér af neðri skaganum í heimsókn til bekkjarbróður míns sem bjó í næsta nágrenni við fjölskyldu Jóns. Félagi minn vildi sýna mér hvar hann og aðrir krakkar í hverfinu lékju sér og fór því með mig í þeim tilgangi út á Steinsholt. Þar sem ég stóð og virti fyrir mér nosturslega byggð bú undir moldarbörðum sá ég hvar þrjú börn komu með miklum at- gangi. Voru þar systur Jóns studdar hans fulltingi, komin til að að reka á brott varg í véum, önnur úfin og hin, þá á 5. ári, í krummafót og er sú nú mín eiginkona. Ekki var um annað að ræða fyrir okkur félagana en að hörfa undan samstilltri atlögu systk- inanna. Á framhaldsskólaárum mín- um tók ég sérstaklega eftir þeim ein- staklega góða félagskap sem Jón var í. Var í þeim hópi hver öðlingsdreng- urinn af öðrum og má með sanni segja að máltækið „Af félögunum skulið þér þekkja þá“ hafi átt við um Jón. Í dag bera þessir sömu sveinar æskufélaga sinn til foldar. Þegar við Sólborg vorum að draga okkur saman hófust kynni mín af Jóni fyrir alvöru og um nokkurt skeið bjuggum við undir sama þaki í skjóli foreldra hans. Varð ég þess fljótt var að þar fór ungur maður sem leiddist ekki langar rökræður þar sem hann var fastur fyrir, ekki sporgöngumaður, með breitt áhuga- svið og trúr sínum skoðunum. Seinna þegar við báðir sóttum framhalds- nám til Reykjavíkur áttum við ófáar ferðir saman fyrir fjörð eftir helg- ardvöl í Jörundarholti. Einnig er mér minnisstæður sá tími er Jón og Gurrý voru í tilhugalífinu. Þann tíma var pilturinn fjarrænn, utanvið sig og greinilega gersamlega hugfang- inn af stúlkunni, þar hafði hann fund- ið félaga og lífsförunaut. Samband þeirra einkenndist alla tíð af ein- stakri samstöðu og djúpri ást. Að námi loknu héldu þau hjónin með syni sína til Noregs til frekara náms, Gurrý nam hjúkrunarfræði og Jón fór í doktorinn. Þrátt fyrir fjarlægð- ir, mikla vinnu og stopula fundi hélt hann alltaf góðu sambandi, þá sér- staklega við systur sína. Ég þakka fyrir samfylgdina. Þín er sárt saknað af fjölskyldunni í Norðurtúni. Hvíl í friði. Þinn mágur Einar Geir. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradöggvar falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt. – (Jónas Hallgr.) Við vorum ellefu frændsystkinin, börn systkinanna í Miðtúni 10 í Reykjavík. Það var því oft líf og fjör við þau fjölmörgu tækifæri sem fjöl- skyldunni hafa gefist til að hittast og gleðjast saman, því langoftast hefur tilefnið verið gleðilegt. Það er gæfa að eiga sterka og samstillta fjöl- skyldu og við frændsystkinin hljót- um að teljast gæfusöm. Við höfum al- ist upp við allsnægtir og ástríki og foreldrar okkar hafa nestað okkur vel í það ferðalag sem lífið er. Elstu fjölskylduminningar okkar tengjast ærslum og gleði í fjölskylduboðum, og enn í dag erum við dugleg að hitt- ast, þó að ný kynslóð sjái orðið um mesta fjörið. Jón Þorvaldur var sjöundi í röð okkar frændsystkinanna. Hann var ljúfur og góður drengur og einn af þeim rólegri í hópnum. Hann gat verið svolítið stríðinn og hafði jafnvel stundum gaman af því að ögra þeim sem ef til vill voru uppteknari af því að falla inn í viðurkennd samfélags- mynstur. En allt var þetta í gamni gert því illkvittni átti hann ekki til. Jón fór oft sínar eigin leiðir, en hann var aldrei einn. Hann átti marga vini og kunningja sem tengdust hinum ýmsu áhugamálum hans. Hann var maður skoðana, en fór aldrei mikinn. Hann var kannski sá okkar sem hef- ur sýnt hvað mestan þroska og yf- irvegun. Hann var ekki fyrir að ber- ast á eða hreykja sjálfum sér. Látleysi og æðruleysi einkenndu hann öðru fremur. Hið sama verður sagt um hana Gurrý sem hann var svo lánsamur að eiga að lífsförunaut. ,,Okkur líður bara svo vel saman,“ voru orðin sem hann notaði þegar hann sagði okkur frá sambandi þeirra. Og okkur hefur liðið vel í ná- vist þeirra. Þau Gurrý eignuðust tvo yndislega drengi og þrátt fyrir að þau hafi dvalið í Noregi undanfarin ár hafa þau reglulega heimsótt Ís- land og haldið góðum tengslum við ættingja og vini. Kveðjustundin kom allt of fljótt. Við áttum ekki von á því að neitt okk- ar hyrfi á braut fyrr en að loknum fjölmörgum jólaboðum og fjöl- skylduferðum til viðbótar. Það er sárt að sjá á eftir einum úr hópnum svona langt um aldur fram. Við tíu sem eftir erum sitjum hnípin og beygð því höggið var þungt. Við vilj- um með þessum fátæklegu orðum þakka Jóni samfylgdina. Jafnframt sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til Gurrýjar, drengj- anna tveggja, þeirra Ingjalds Boga og Ásmundar Loga, foreldra Jóns, Ingjaldar og Ingibjargar, og systra, Sólborgar og Ingu Steinu og fjöl- skyldna þeirra. Það er von okkar að þau finni styrk í minningu um góðan dreng sem genginn er. Frændsystkinin. starfaði við símaþjónustu á skipti- borði Tæknivals í tæp sex ár. Hún þjónustaði viðskiptavini okk- ar af einstakri samviskusemi og skilningi. Símaþjónusta er krefjandi starf því oft skortir skilning sam- starfsmanna á erfiðum aðstæðum þeirra sem þjónustunni sinna. Oddný lagði sig alla fram um að sjá til þess að viðskiptavinir kæmust í samband við rétta aðila innanhúss og fengju þá þjónustu sem þeim bæri. Þegar þörf krafði stökk hún frá símanum með símasnúruna í eftirdragi og hljóp á eftir viðkomandi starfsmönnum til að tryggja þjónustuna. Oddný var mjög jákvæð og fé- lagslynd, með einstaklega notalega nærveru. Hún átti góðan vinahóp og nána fjölskyldu og það virtist alltaf eitthvað skemmtilegt á döfinni í fé- lagslífi Oddnýjar. Hún tók einnig virkan þátt í skemmtunum á vegum starfsmannafélags fyrirtækisins og mætti þá gjarnan með Dóra sinn með sér í dansinn. Oddný reyndi að láta veikindi síðustu mánaða ekki stöðva sig í að taka þátt í félagslífinu. Hún mætti m.a. ótrauð með brauð og bakkelsi handa herrunum á bóndadaginn og hélt upp á konudag- inn með okkur í febrúar; einn skemmtilegasta dag ársins fyrir kon- ur í Tæknivali. Við fórum þá í okkar árlegu óvissuferð í boði herranna í Tæknivali og skemmtum okkur kon- unglega saman. Við erum óendan- lega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru hennar á þessum stundum. Mörg okkar hefðu gjarnan viljað fá tækifæri til að kveðja hana betur en eins og oft vill verða, kallið kom fyrr en nokkurn grunaði. Elsku Oddný, við þökkum þér fyr- ir samstarfið og samveruna. Við munum minnast þín sérstaklega þeg- ar við komum saman næst. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Hall- dórs, barnanna og fjölskyldu Odd- nýjar. Kæri Dóri, megi allar góðu minningarnar um Oddnýju styrkja þig í sorginni. Með kærri kveðju, samstarfsfólk í Tæknivali. Það var vorið 1953. Staðurinn var Kamp Knox, hverfi þeirra er ekki höfðu bolmagn til að reisa sér hús. Ekki var annað í boði fyrir láglauna- fólkið. Þarna hittumst við fyrst, þær voru þá þegar kunnugar Oddný og Sonja. Við þrjár urðum vinkonur. Við Oddný bjuggum við C-götu, sem var nú bara gangstéttin á milli bragga- endanna er að henni sneru, við áttum heima í hálfum bragga hvor, hinn endinn tilheyrði annarri gangstétt, annarri götu. Oddný var tveimur ár- um yngri en við Sonja en það gerði ekkert til. Þetta fyrsta sumar leið við leik og barnapössun. Þetta er ennþá svo óraunverulegt, svo erfitt að skilja að hún skuli vera farin. Hún var fyrsta barn foreldra sinna, björt yfirlitum með sítt og fal- legt hár sem gaman var að greiða og búa til slöngulokka. Það bættust sex við í hópinn þeirra Mundu og Steina. Oddný passaði þau yngri, hjálpaði til inni á heimilinu og fór að vinna korn- ung í fiski á sumrin í Bæjarútgerð- inni, svo í Aggabúð í Sörlaskjóli. Þegar barnaskóla lauk fór hún í kvöldskóla KFUM og K, gekk henni mjög vel að læra enda mjög sam- viskusöm, nákvæm og skipulögð. Hún var fádæma talnaglögg sem nýttist henni vel alla tíð. Það er svo margs að minnast, við eyddum öllum lausum stundum sam- an. Oft um helgar á sumrin gengum við niður á Ægisíðu með teppi og nesti til að fara í sólbað, eða í Naut- hólsvíkina. Við vorum skotnar í sama stráknum. Við fórum í bíó, áttum okkar uppá- haldsleikara og svo á rúntinn á eftir, gengum svo heim, því við urðum að vera komnar heim á fyrirfram til- teknum tíma. Heima hjá okkur var ekki bað, en við fórum alltaf í Bað- húsið sem stóð rétt við Alþingishúsið, það var nú meiri dýrðin að ganga þaðan út hreinar til sálar og líkama, en braggalyktin fylgdi okkur. Við minntumst þess oft þegar við sátum við eldhúsbekkinn með eyrun límd við lítið og lágt stillt útvarps- tæki (svo enginn vaknaði) að hlusta á danslögin, hvísluðumst á og stundum nagandi kaldar kótilettur. Uppá- haldslögin voru mörg. Oddný hafði alla tíð yndi af góðri tónlist. Saman fórum við í Húsmæðraskól- ann á Laugarvatni haustið 1958, þar eignuðumst við margar góðar vin- konur og stofnuðum saumaklúbb. Þegar við komum heim í jólafrí frá skólanum þóttumst við nú heldur en ekki getað tekið til hendinni, svona líka forframaðar, við skyldum hjálpa mæðrum okkar og baka til jólanna. Í stóran tinþvottabala var nú hlaðið hráefni fyrir okkur og með þvotta- balann á milli okkar fórum við til konu sem hafði leyft okkur að vera í eldhúsinu sínu og nota Rafha-vélina sína. Heima hjá okkur voru bara kola- eldavélar. Ekki mundum við seinna eftir bakkelsinu en móðir mín fór út í bakarí og bjargaði heiðri okkar þann daginn. Einu sinn komumst við yfir eitt- hvert bókarkorn, sem ekki átti að liggja á glámbekk. Settumst við utan dyra og lásum saman, svona ritmál hafði ekki borið fyrir augu okkar áð- ur og mikið var pískrað og flissað. Eftir veruna á Laugarvatni var nú kominn tími á að við reyndum að standa á eigin fótum. Við unnum báð- ar í Kóka kóla-verksmiðjunni við Melhaga. Leigðum saman herbergi með baði við Hjarðarhaga og nutum þessa frelsis. Við borðuðum heima hjá fjölskyldum okkar og vorum áfram undir vökulum augum mæðra okkar. Við fórum að kanna skemmtana- lífið og fannst mest gaman á gömlu dönsunum, þá fórum við að stunda af kappi, enda heilsurækt góð. Oddný varð frábær á dansgólfinu og hafði mikla ánægju af alla tíð. Í dansinum mættust þau Dóri og þá hófst nýr kapítuli í hennar lífi. Það er mikill söknuður í hjarta mér en líka þakklæti fyrir langa sam- fylgd og dýrmæta vináttu. Oddnýju minni þakka ég allt sem hún var mér og mínu fólki alla tíð. Elsku Dóri minn og fjölskylda, elsku Munda mín og fjölskylda, við Örn, Þór, Páll og dætur sendum ykkur öll- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, hugur okkar er hjá ykkur öllum þó við séum fjarri. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hulda Gudmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Jón Þorvald Ingjaldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Odd- nýju S. Aðalsteinsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARS GUNNARS ÓSKARSSONAR fyrrverandi borgarbókara, Ásvallagötu 42, Reykjavík. Kolbrún Valdemarsdóttir, Gísli Óskarsson, Vala Valtýsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Simone Parker, Óskar Bjarni Óskarsson, Arna Þórey Þorsteinsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra MARÍA BJARNASON frá Bakka í Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar sunnudaginn 25. apríl, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 10. maí kl. 14:00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar njóta þess. Fjölskylda hinnar látnu. Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs og frænda, HRAFNS JÓNASSONAR frá Melum. Elín Þ. Þórhallsdóttir, Jónas R. Jónsson, Elsa Jónasdóttir, Gunnar Guðjónsson, Ína H. Jónasdóttir, Eggert Sv. Jónsson, Þóra Jónasdóttir, Birna Jónasdóttir, Gunnar Vignisson, systrabörn og fjölskyldur. Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU JÚLÍÖNU SIGURÐARDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 2B Hrafnistu Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Örn Arason, Sigríður Árnadóttir, Erla Aradóttir, Jón Níels Gíslason, Vildís Halldórsdóttir, Kristjana Aradóttir, Þorgeir Ingi Njálsson, Kristján Arason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Arndís Aradóttir, Stefán Þorri Stefánsson og barnabörn. Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU HELGADÓTTUR frá Ey, Njálsgerði 10, Hvolsvelli. Margrét Karlsdóttir, Hallbjörg Karlsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Gunnar Helgi Karlsson, Berglind Bergmann, Kristinn Arnar Karlsson, Irina Kamp, Sigríður Karlsdóttir, Sölvi Sölvason og ömmubörn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð vegna jarðarfarar frá hádegi í dag, föstudaginn 7. maí. Ásgeir Einarsson ehf., Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.