Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝSKA hljómsveitin Kraftwerk er fræg fyrir sína tæknidýrkun og marg- ir hafa túlkað tónlist hljómsveitarinn- ar sem rómantískan átrúnað á framþróun vísindanna, tækninnar, sem enda muni með því að maður og vél renni saman. Að mínu viti er þetta þó röng túlkun, tónlist og textar Kraftwerk er fyrst og fremst hylling mannsins, hylling hins mannlega og þess sem af mannlegu atgervi hefur sprottið. Það er frekar að þeir Kraft- werk-liðar séu að vara við of mikilli bjartsýni, og mikilli trú á að tækni- framfarir einar eigi eftir að færa mönnum betra líf eða hvernig á ann- ars að skilja lög eins og Sellafield 2 eða Autobahn? Kraftwerk-liðar voru í fararbroddi á sínum tíma í að virkja tæknina, af þýskri nákvæmni og þýsku hyggjuviti – vélvæðing spilamennsku gefur hugsuninni frjálsan tauminn, ef ekki þarf að eyða allri orku í að spila hratt og nákvæmt er meira aflögu til að skapa. Þannig treysta þeir á manns- höndina, hendur spila á tónleikum Kraftwerk, það er ekki verið að spila af bandi. Í Kaplakrikanum fór heldur ekki á milli mála að þeir félagar voru að spila tónlist, ekki bara að leika af bandi, því víða mátti heyra tilbrigði og tilraunir í lögunum. Sumstaðar urðu millikaflar full-langir og full-furðuleg- ir en í öðrum lögum hefðu þeir mátt vera lengri. Hljómur í öllum lögunum var fram- úrskarandi, tær og góður, og greini- legt að þeir félagar hafa lagt nótt við dag í Kling Klang við að endurgera hljóðin. Sviðsumbúnaður var einkar smekklegur, einfaldur og markviss, eiginlega ekkert nema ljós og eitt myndtjald, en þetta var ekkert venju- legt myndtjald því grafíkin og mynd- skreytingarnar sem fylgdu hverju lagi var ævintýraleg í meira lagi. Dæmi um það var hinn ljúfsári tregi sem fylgdi laginu Das Modell, þar sem svart-hvít myndskeið af fegurð- ardísum fyrri tíma undirstrikuðu hverfulleika fegurðarinnar. Í Radio- aktiv undirstrikaði mjög einföld graf- ík og sterkir litir óhugnaðinn sem bjó í textanum. Autobahn var vel mynd- skreytt með gömlum auglýsinga- myndum sem lofsungu hraðbrautina en í fjarska var reykjarkóf verk- smiðjuhverfanna. Loks má nefna Vitamin, sem var snilldarvel gerð grafík sem leiddi hugann að pillunum sem halda í okkur lífinu, nauðsynleg- ar en um leið þvingandi. Sviðsframkoma þeirra félaga var svo rúsínan í pylsuendanum, því hún var engin (sem er vitanlega sviðs- framkoma útaf fyrir sig). Minnsta hreyfingin var hjá Florian Schneider, hann stóð svo grafkyrr fyrsta klukku- tímann að mann tók að renna í grun um að þar væri eitt vélmennið komið. Alls lék hljómsveitin í um tvo tíma, um tuttugu lög taldist mér, og öll þau helstu: Pocket Calculator, The Robots, Das Modell, Tour De France, Vitamin, Computer World, Radio- activity, Autobahn, Die Mensch- Maschine og Trans-Europa Express svo dæmi séu tekin. Hún lét sér ekki nægja að taka eitt uppklapp heldur urðu þau þrjú, þó róbótar hafi tekið að sér að troða upp eitt uppklappið. Kraftwerk er hljómsveit vel við ald- ur, stofnuð fyrir rúmum þremur ára- tugum, en seint verður því haldið fram að hún sé gamaldags. Þannig hljómuðu mörg laganna jafn fram- and- og furðuleg í Kaplakrikanum og á sínum tíma og nýju lögin eru ekki síðri, til að mynda Vitamin af nýju plötunni sem er eitt það besta sem Kratfwerk hefur gert. Ástæða er til að þakka tónleika- höldurum sérstaklega fyrir það þjóð- þrifaverk að fá Kraftwerk hingað til lands. Bíð spenntur eftir Pixies. Hylling hins mannlega Tónleikar þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Kaplakrika. Áhorfendur um 2.500. Haldið sl. miðvikudag 5. maí. Morgunblaðið/Sverrir Árni Matthíasson ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i.12 ára KRINGLAN Sýnd kl. 10 og 12. „Frábærar reiðsenur, slagsmálatrið i, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6. Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Fyrst a stórm ynd suma rsins . FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ SV. MBLVE. DV  Tær snilld. Skonrokk. Stranglega bönnuð innan 16 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 3, 6, 8,9.15,10.30 og 12 á miðnætti. (POWERSÝNINGAR 10.30 og 12 á miðnætti.) POWERSÝNINGAR kl. 10.30 og 12 á miðnætti. I l. . i i. Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 8. „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l i ll l i Sýnd kl. 5.45, 8.10 og 10.20. Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ Sýnd kl. 5.30. B.i. 12. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Það eru 4 leiðir inn í Drekafjöll, en það er ekki allt sem sýnist! Frábær fjölskyldu og ævintýramynd Með íslen sku tali Sýnd kl. 6. Með ísl tali Valin besta breska myndin á BAFTA verÐlaunahátíÐinni Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd. Án efa ein besta myndin í bíó í dag. KD, Fréttablaðið SKONROKK HJ MBL J.H.H Kvikmyndir.com „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ ÓÖH, DV Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu!  Kvikmyndir.is Mögnuð mynd byggð á sönnum arburðum. Með Orlando Bloom (Lord of the Rings, Pirates of the Caribbean), Heath Ledger (A Knight’s Tale), Naomi Watts (The Ring), og Óskarsverðlaunahafinn Geoffrey Rush (Shine). Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Frum sýnd samt ímis um a llan h eim í dag 7. m aí. Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. www.hm.is • Sími 5 88 44 22 TÍSKA  GÆÐI  BETRA VERÐ Strandarpils/ slæða 1.563,- Bikini 2.377,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.