Morgunblaðið - 09.05.2004, Side 28

Morgunblaðið - 09.05.2004, Side 28
28 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Súrefnishjúpurinn sem verndar húðina 20% kynningarafslátturkynning 10. maí – Lyfja Smáratorgi 12. maí – Lyfja Laugavegi 11. maí – Lyf og heilsa Mjódd 13. maí – Lyf og heilsa JL-húsinu 14. maí – Lyf og heilsa Kringlunni 14. maí – Lyf og heilsa Glerártorgi Akureyri U nnendur píanótónlistar urðu him- inlifandi þegar þau tíðindi bárust að kanadíski píanósnillingurinn Marc-André Hamelin héldi tón- leika á Listahátíð í Reykjavík í vor. Þetta er slíkur stórviðburður að ég gat ekki á mér setið að tjá mig og skrifa nokkur orð um þennan merkilega píanóleikara, sem ég heyrði fyrst í af geisladiski heima hjá Gísla Magnússyni fyrir tæpum 10 árum. Fyrst hlýddum við á útsetningu Alkans á 3. píanókonsert Beethovens, þar sem flytjandinn leikur bæði einleikshlutverk píanóleikarans og hljómsveitarpartinn á eitt píanó. Síðan heyrðum við etýður eftir Alkan, þennan samtíðarmann Chopins og Liszt í París, sem samdi óvenju kröfuhörð verk fyrir píanó. Við vorum sammála um að þarna væri á ferð píanóleikari sem hefði slíkt vald á hljóðfæri sínu, að við hefðum sjaldan heyrt slíkt áður, en um leið, og mest um vert, sýndi svo listræna túlkun að leikur hans lyftist á æðra plan, ef svo má segja. Bæði þekkt og óþekkt verk Síðan hef ég heyrt fjöldann allan af píanó- verkum í meðförum þessa óvenju gáfaða snill- ings. Það sem gerir Marc-André Hamelin svo sérstakan er að hann hefur komist yfir að leika ótrúlegan fjölda verka og þrátt fyrir þennan mikla fjölda eru gæðin ávallt í hámarki. Ef við könnum hvaða verk hann hefur leikið eru þau bæði þekkt og óþekkt og stór hluti þeirra með því erfiðasta sem þekkist. Marc-André Hamelin fæddist í Montreal 1961 og stundaði nám við Vincent d’Indy tónlist- arskólann og í Temple-háskólann í Fíladelfíu þar sem hann er nú búsettur. Helstu kennarar hans voru Yvonne Hubert, Harvey Wedeen og Russell Sherman. Í hinni alþjóðlegu Carnegie Hall keppni 1985 vann hann 1. verðlaun og hinn þekkti gagnrýnandi John Allison hjá The Fin- ancial Times kallaði hann „súpervirtúós“ eftir tónleika Hamelins í Wigmore Hall í London. Hamelin hefur síðan haldið tónleika í öllum helstu tónleikasölum austan hafs og vestan auk þess að koma fram sem einleikari með öllum helstu hljómsveitum heims undir stjórn þekktra hljómsveitarstjóra, sem langt mál yrði hér upp að telja. Það sem vakið hefur sérstaka athygli tónlistarunnenda er hve duglegur Hamelin hef- ur verið að vekja athygli á lítt þekktum tón- skáldum. Eins og hann sjálfur hefur sagt er til nóg af lélegum verkum sem vart er ástæða til að eyða tíma í, en samt sem áður er til þó nokkur fjöldi verka sem annaðhvort hafa gleymst eða verið óverðuglega vanrækt af einhverjum ástæðum. Einnig kann að vera að sum þeirra geri það miklar kröfur til flytjanda, að píanó- leikarar hafi veigrað sér við að æfa þau. Fyrir það að takast á við og kynna okkur þessi óþekktari verk erum við Hamelin sérstaklega þakklát. Hér mætti telja tónskáld eins og t.d. Alkan, en Hamelin hefur leikið öll helstu stór- verk hans, 12 nýjar etýður eftir bandaríska samtíðartónskáldið William Bolcom, Battle Piece eftir samtíðartónskáldið Stefan Wolpe, Grande Sonate og Chaconnu eftir Godowsky, Sónötu eftir indverska tónskáldið Kaikhosru Sorabji, píanóverk eftir rússnesku tónskáldin Nikolay Roslavets (1881–1944) og Georgy Cat- oire (1861–1926), Tilbrigðin „The people united will never be defeated“ o.fl. píanóverk eftir bandaríska samtíðartónskáldið Frederic Rzewski (f. 1938), píanóverk eftir Leo Ornstein (1892–2002), píanóverk eftir Heitor Villa-Lobos (1887–1959), píanókonserta eftir Erich Wolf- gang Korngold (1897–1957), Josef Marx (1882– 1964), Adolf von Henselt (1814–1889), William Bolcom og píanókonsertinn „Age of Anxiety“ eftir Leonard Bernstein (1918–1990). Þannig mætti lengi telja. Auk þessa má geta þess, að ungur lék Hamelin hina feikierfiðu „Concord“ sónötu Charles Ives inn á geisladisk. Þessi upp- talning er rétt til að gefa hugmynd um ótrúleg afköst og um leið að allt er þetta leikið á svo sannfærandi hátt að hann virðist eiga auðvelt með að lifa sig vel inn í hvern stíl fyrir sig. Chopin og Godowski Þá er eftir að telja það sem hann er e.t.v. þekktastur fyrir, en þar má telja fyrst etýður Chopins í hinum flóknu og erfiðu útsetningum Godowskis. Píanóleikarar hafa áður leikið að- eins nokkrar þeirra, en Hamelin gerir sér lítið fyrir og leikur þær allar, 54 talsins. Sama má segja um sónötur Nicolai Medtner (1880–1951) sem gera miklar kröfur til flytjanda. Ein og ein þessara sónata hefur heyrst stöku sinnum, en Hamelin hefur leikið þær allar 14 inn á geisla- diska. Mikill fengur er að þessum upptökum, en verk þessi gera einnig kröfur til hlustanda og vinna mikið á við frekari hlustun. Þá má bæta við að Hamelin hefur leikið allar sónötur Skrjabíns inn á geisladiska og verður túlkun hans á þessum merkilegu verkum að teljast með því besta sem heyrst hefur. Einn af nýjustu diskum hans er af öllum Mazurkum Karols Szymanowski. Áður heyrðist stöku mazurki, nú höfum við frábæra túlkun á þeim öllum. Þá er enn að telja enn eina upptöku sem Hamelin hef- ur hlotið góða dóma fyrir, en það er hinn mikli Píanókonsert Ferruccio Busoni. Auk þessa hef- ur Hamelin leikið bæði á tónleikum og upptök- um fjölda þekktari verka eftir Schumann, Brahms, Schubert, Chopin o.fl. Eftir tónleikana hér mun hann leika síðustu sónötur Beethovens í Þýskalandi. Þá ber að nefna að hann semur sjálfur, en hann hefur leikið á upptökum nokkr- ar etýður eftir sjálfan sig og athyglisverða Prelúdíu og fúgu, þar sem kímnigáfa hans fær vel notið sín. Heildstæð túlkun Það sem vekur athygli manns við að hlýða á leik Hamelins yfirleitt er hve heildstæð túlkun hans er og sannfærandi. Hann byggir vel upp, yfirburðatækni gerir það að verkum að við verð- um hennar varla vör, því leikur hans er svo fyr- irhafnarlaus. Samt sýnir hann átök, snerpu, lif- andi áferð og stundum leiftrandi, en einnig mjög fíngerð litbrigði, hefur gífurlegt vald á áslætti og blæbrigðum, fer afskaplega eðlilega og vel með tímann, er bæði yfirvegaður, en tekur einn- ig miklar áhættur. Við má bæta listrænu innsæi og hinum óskilgreinda neista. Í auglýsingu Listahátíðar er getið orða eins gagnrýnanda á þá leið, að Hamelin storki nátt- úrulögmálunum. Lítum á setninguna í heild sinni: „Snilld Hamelins storkar náttúrulögmál- unum, en það er til vitnis um alvöru hans að hann notar hana aðeins til að koma ætlun tón- skáldsins til skila.“ Þetta segir eiginlega allt. Hér væri unnt að telja upp fjölda glæsilegra dóma, af nógu er að taka. Marc-André Hamelin er þegar einn af eft- irsóttustu píanósnillingum heims, en hér á landi er hann smám saman að verða þekktur. Það er því viðburður að fá hann hingað til tónleika- halds. Þess vegna mun hann halda tvenna tón- leika. Þó gott sé að geta heyrt Hamelin á geisla- diski er sjón samt sögu ríkari. Þegar tónlistar- unnendur í framtíðinni hafa áttað sig á stærð Hamelins í tónlistarheiminum væri synd, ef þeir þyrftu að spyrja: „Var það þessi maður sem hélt tónleika hérna?“ Eftirsóttur stórsnillingur Píanóleikarinn Marc-André Hamelin er meðal þeirra fjölda listamanna sem fram koma á Listahátíð í vor, en Hamelin hefur verið einkar duglegur við að vekja athygli á lítt þekktum tónskáldum. Halldór Haraldsson segir hér frá þess- um píanósnillingi. Marc-André Hamelin hefur haldið tónleika í öllum helstu tónleikasölum austan hafs og vestan. Höfundur er píanóleikari. BJÖRN Ægir Hjörleifsson, formað- ur ungmennafélagsins Drangs í Vík, afhenti Sveini Pálssyni, sveit- arstjóra Mýrdalshrepps, 300.000 kr. sem gjöf frá ungmennafélaginu til tækjakaupa í íþróttahúsið í Vík en upphæðin var fengin sem styrk- ur frá íþróttasjóði ríkisins. Björn sagði við þetta tækifæri að sú íþróttaaðstaða sem búið væri að byggja upp í Mýrdalshreppi væri mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf í hreppnum. Við þetta sama tækifæri sagði Sveinn að á fundi sveitar- stjórnar um síðustu mánaðamót hefði verið samþykkt að ganga að tilboði Byggingarfélagsins Klakks í Vík um byggingu á fyrsta áfanga sundlaugar en hún á að vera stað- sett við vesturenda íþróttahússins, en samnýta á búningsklefa og sturt- ur sem byggðar voru með íþrótta- húsinu. Einnig sagði Sveinn að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefði ákveðið að sækja um þátttöku í sparkvallaátaki KSÍ með það að markmiði að koma upp gervigras- klæddum sparkvelli, 18 x 33 metra, á þessu ári, enda hefur verið gert ráð fyrir slíkum velli á skólalóðinni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sveinn Pálsson (t.v.) tekur við 300.000 kr. ávísun ungmennafélagsins úr hendi Björns Ægis Hjörleifssonar í tækjasal íþróttahússins. Mýrdalshreppi afhentir peningar til tækjakaupa Fagradal. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.