Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 60
DAGBÓK 60 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Akureyrin koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Cielo Di Baffin kemur í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016 Mannamót Aflagrandi 40. Borg- arstjórinn í Reykjavík Þórólfur Árnason kem- ur í heimsókn kl.15 á morgun mánudag. Bólstaðarhlíð 43. Föstudaginn 28. maí verður að sjá Edith Piaf, leikrit með söngv- um eftir Sigurð Páls- son. Lagt af stað kl. 19.15 . Sýningin hefst kl. 20. Skráning og greiðsla á skrifstofu í síma 568 5052 fyrir miðvikudaginn 19. maí. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið er opið virka daga frá kl. 9–17, heitt kaffi á könnuni. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 13–17 handavinnusýning. Gjábakki, Fannborg 8. Helgina 15. og 16 maí verður vorsýning í Gjá- bakka. Þar verða til sýnis nytja- og skraut- munir sem unnir hafa verið í vetur. Sýn- iningin verður opin frá kl. 14–18 báða dagana og verða smiðjur í gangi á sama tíma. Vöfflukaffi. Vesturgata 7, Hand- verkssýning verður föstudaginn 14. maí, laugardaginn 15 maí og mánudaginn 17. maí á föstudeginum kl. 13– 17 leikur Viðar Jóns- son tónlistarmaður fyr- ir dansi í kaffitímanum, á laugardeginum kl. 13–17 leikur Viðar Jónsson á hljómborð og kl. 15 danssýning, nemendur Sigvalda sýna, á mánudeginum kl. 13–17 verður Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir v/flygilinn og kl. 15 kór félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Meðal annars verður sýnt: Handmálað postulín, bútasaumur, myndmennt, tréskurð- ur, mósaík, fjölbreytt handavinna, kór, dans og fleira. Söluhorn Ferðaklúbbur eldri borgara. 8 daga hring- ferð verður um Norð- austurland 21.–28. júní. Rvk, Hornafjörður, Breiðdalsvík,Eg- ilsstaðir, Mjóifjörður, Kárahnjúkar, Norð- fjörður, Raufarhöfn, Hljóðaklettar, Detti- foss, Akureyri suður Kjöl til Reykjavíkur. Skráningar í síma 892 3011 Hannes fyrir 20. maí. Allir eldri borgarar velkomnir. Skátamiðstöðin við Hraunbæ. Sam- verustund verður mánudaginn 10. maí kl. 12 í Skátamiðstöðinni. Súpa og brauð. Bogi og Örvar leiða skátasöng. Kvenfélag Breiðholts, skemmtifundur verður í safnaðarheimili Breiðholtskirkju miðvikudaginn 12. maí kl. 20, gestur fundarins verður Þorvadur Hall- dórsson. Kvenfélag Heymaeyj- ar, lokakaffið verður í Súlnasal Hótel Sögu í dag sunnudaginn 9. maí kl. 14. Kvenfélag Bústaða- sóknar. Fundur má- nud. 10. maí kl. 20 í safnaðarheimilinu. Konur úr Kvenfélagi Háteigssóknar koma í heimsókn. Skemmti- atriði. Kvenfélag Grens- ássóknar heldur vor- fund á morgun mánu- daginn 10. maí kl. 20 í safnaðarheimilinu. Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í s. 588 9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonssamtakanna á Íslandi eru afgreidd á skrifstofutíma í s. 552 4440 frá kl 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.park- inson.is/sam_minning- arkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715 Í dag er sunnudagur 9. maí, 130. dagur ársins 2004, Mæðradag- urinn. Orð dagsins: Enn er það, að vér bjuggum við aga jarð- neskra feðra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum vér þá ekki miklu fremur vera undirgefnir föður andanna og lifa? (Hebr. 12, 9.)     Samfylkingin hefurstöku sinnum kallað eftir því að stjórn- málaflokkar opni bók- hald sitt hverjum sem er til rannsóknar, segir á vefsíðu Heimdallar, ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. „Samfylk- ingin ákvað m.a. þá reglu, á grundvelli opins bókhalds, að gefa upp nöfn þeirra sem gefa meira en 500.000 krónur til flokksins. Í ljós hefur hins vegar komið að flokksleysan hefur fund- ið leið framhjá eigin lof- orðum um opið bókhald.     Flokksleysan fékk eng-in framlög fyrir síð- ustu kosningar yfir 500.000 krónum. Hins vegar fékk flokksleysan fimmtán til tuttugu (framkvæmdastjórinn ekki alveg viss) 500.000 króna framlög. Skýr- inguna er meðal annars að finna í því að Sam- fylkingin óskaði sér- staklega eftir því við fyr- irtæki að fá ekki hærri framlög hjá fyrirtækjum en 500.000 krónur [...] Þannig komst baráttu- félagið um opið bókhald hjá því að opna bókhald- ið sitt. Sannaði flokks- leysan þar með í verki hvernig stjórnmálaflokk- ar myndu bregðast við lögum um opið bókhald: Þeir myndu einfaldlega finna leiðir framhjá því,“ segir á Frelsi.is.     Í Morgunblaðinu áföstudaginn er birt til- kynning frá Karli Th. Birgissyni, fram- kvæmdastjóra Samfylk- ingarinnar. Þar svarar hann þeim fullyrðingum í fjölmiðlum undanfarna daga að Samfylkingin hafi beðið um fjárstuðn- ing sem væri ekki hærri en 500.000 krónur svo ekki þyrfti að gera op- inbert hver styrkti flokk- inn. Segir hann að vísað hafi verið í bréf frá Ís- lenskri erfðagreiningu þessu til stuðnings og lætur hann svarbréfið fylgja með í tilkynning- unni. Svo segir hann: „Þar kemur hvergi fram að Samfylking hafi óskað eftir þessari upphæð frá fyrirtækinu. Fullyrðing fréttamannsins [hjá RÚV] er því röng.“     Fréttir um þetta málhafa aðallega byggst á bréfi Samfylking- arinnar sjálfrar til fyr- irtækja þar sem beðið er um styrk. Ekki á svar- bréfum frá fyrirtækjum enda kemur þar ekki fram hvað Samfylking fór fram á. Svanhildur Hólm Valsdóttir, umsjón- armaður Kastljóssins, sagði í þætti sínum á fimmtudag, þar sem Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir sat fyrir svörum, að í bréfi til Íslenskrar erfðagreiningar væri beðið um styrk „allt að 500.000 krónum“. Hverju er Karl Th. Birgisson að svara með þessari til- kynningu? Af hverju birtir hann ekki bréf Samfylkingarinnar til ÍE? STAKSTEINAR Leið framhjá opnu bók- haldi Samfylkingar Víkverji skrifar... Víkverji hefur undanfarið stundaðþað að fara á hestbak. Það hefur hann í raun ekki gert reglulega frá því hann var unglingur en bauðst nýlega afnot af meri og hefur tekið reiðmennskuna nokkuð alvarlega síðan. Sennilega eru um 15 ár síðan Vík- verji var síðast iðinn við reið- mennskuna og finnst ýmislegt hafa breyst síðan þá, flest til hins betra. Víkverji tók strax eftir því að hjálmanotkun er orðin mjög al- menn. Stórir sem smáir bera hjálm á höfði en þegar Víkverji var ung- lingur man hann aðeins eftir börn- um og „viðvaningum“ á hestbaki með hjálm. Breytt viðhorf til notk- unar á reiðhjálmum er sannarlega af hinu góða og Víkverji setur nú stoltur upp reiðhjálminn áður en hann vippar sér á bak. x x x Víkverji telur að hestamennskansé sífellt að verða vinsælli og þar sem hann hefur fengið bakt- eríuna aftur hvetur hann alla til að stunda þetta skemmtilega tóm- stundagaman. Aðstaða á höfuðborg- arsvæðinu er líka að mörgu leyti góð, en eins og gefur að skilja þrengist þó stöðugt hringurinn utan um t.d. hesthúsahverfi eins og Víði- dal þar sem Víkverji og merin hans hafa höfuðstöðvar. Norðlingaholtið þrengir að hesthúsabyggðinni úr einni áttinni og úr annarri er það mikil uppbygging við Elliðavatn og Vatnsenda. Víkverji skilur þau sjón- armið að byggja þurfi á góðu landi, en vonar að skipulagsyfirvöld taki tillit til þess að reiðmennska er ekki sport fárra í dag heldur tugþús- unda. x x x Kunningjakona Víkverja datt afbaki nýverið, á einum af ágæt- um reiðstígum við Víðidalinn. Ekki var þar klaufsku hennar um að kenna heldur að eftir reiðstígnum, sem eingöngu er ætlaður hestafólki, kom skellinaðra á fullu (eða svo hratt sem skellinöðrur geta farið!). Fáki konunnar varð svo mikið um að hann stökk út undan sér með þeim afleiðingum að hún datt af baki og handleggsbrotnaði. Tillitsemi er allt sem þarf, er það eina sem Víkverji ætlar að bæta við þetta mál. x x x Víkverji hefur reyndar ýmsarsorgarsögur að segja af hesta- eign sinni í gegnum tíðina. Einn hesta Víkverja endaði sem hunda- matur í Japan, annar var boðinn upp, sá þriðji drapst úr fóðureitrun og sá fjórði datt ofan í skurð og háls- brotnaði. Þetta er þó í raun aðeins hálf sagan. Víkverji er þó ekki af baki dottinn (ennþá) og hlakkar til útreiðartúrsins í vikunni. Morgunblaðið/Ómar Hestamennskan er gefandi tómstundagaman. Fróðleg grein ÉG þakka Helga Mar Árnasyni fyrir fróðlega grein um „Grásleppuverið í Bakkafirði“ sem var í „Úr verinu“, sérblaði Morgunblaðsins um sjáv- arútveg, 29. apríl sl. Haft er eftir sjómanni að hrognkelsi, þ.e. rauð- magi og grásleppa, séu göngufiskar sem koma upp á grunnmið til þess að hrygna síðari hluta vetrar og fyrri hluta vors. Veiðinni er lýst þannig: „Grásleppan er kviðskor- in, hrognin látin renna úr henni en hræinu jafnan hent í hafið aftur.“ Fyrir 30 árum heyrði ég lýsingar af slíkum veiðum, sem ég efaðist um að væru sannar og þá vakna forvitnilegar spurn- ingar, sem kalla á svör. Er grásleppunni ennþá hent lifandi í sjóinn eftir hrognatökuna? Rotna þá ekki hræin á þessum grunnmiðum, þar sem hrognkelsið hrygnir á vorin? Hvað um þorskinn, kolann og skötuna, sem slæðast í netin? Það kem- ur ekki fram hvað verður um það fiskmeti. Er ekki möguleiki á því að nýta þetta fiskmeti í stað þess að henda því aftur í sjóinn? Gamalt máltæki segir: Lengi tekur sjórinn við. Er það virkilega enn í gildi? L.V. Vörn gegn hlaupabólukláða MIG langaði að lýsa yfir ágæti Proderm-húðvarnar froðu vegna hlaupabólu- kláða. Bæði maðurinn minn og barn hafa veikst af þessari leiðindaveiki nýlega en eins og flestir vita valda bólurnar sem koma í kjölfar hlaupabólu miklum kláða. Hann hvarf eins og skot eftir að froð- an var borin á útbrotin. Hefði ekki trúað því að óreyndu hvað þetta virkar vel. Kristbjörg. Dýrahald Tinnu vantar heimili TINNA er svört 3 ára fal- leg læða og hana vantar nýtt heimili. Hún er eyrnamerkt, geld og bólu- sett. Með henni fylgir kattarkassi og ferðabúr. Þeir sem gætu tekið Tinnu að sér vinsamlega hafið samband í síma 553 9893. Kettlingur fæst gefins ÁTTA vikna falleg og kassavön læða, svört og hvít fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 868 0915. Kettlingar fást gefins FJÓRIR kettlingar, 3 högnar og ein læða, fást gefins. Þeir eru 10 vikna og kassavanir. Upplýsing- ar í síma 699 7675 og 694 1259. Páfagaukur í óskilum BLÁR páfagaukur fannst sl. miðvikudag í Hnoðra- holti í Garðabæ. Upplýs- ingar í síma 694 3889. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 landræmur, 4 létu af hendi, 7 karl, 8 fim, 9 lík- amshlutum, 11 siga, 13 aular, 14 tanginn, 15 bráðum, 17 slæmt, 20 augnalok, 22 skræfa, 23 læsir, 24 illa, 25 mannsnafn. LÓÐRÉTT 1 staga, 2 konu, 3 mag- urt, 4 vers, 5 látin, 6 ótti, 10 bjargbúar, 12 elska, 13 hvíldi, 15 mergð, 16 er ólatur, 18 höndin, 19 hreinar, 20 drepa, 21 haka. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gemlingur, 8 galli, 9 rígur, 10 tel, 11 syrgi, 13 aurar, 15 hafts, 18 fagur, 21 Týr, 22 skera, 23 ertan, 24 skapanorn. Lóðrétt: 2 eflir, 3 leiti, 4 nurla, 5 ungur, 6 agns, 7 grár, 12 gat, 14 uxa, 15 hása, 16 flesk, 17 staup, 18 fregn, 19 getur, 20 röng. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.