Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALGERT reykingabann á veitinga- húsum, krám og öðrum almennings- stöðum gekk í gildi í Noregi í gær en aðaltilgangur þess er að vernda starfsmenn fyrir óbeinum reyking- um. Noregur fylgir í fótspor Írlands sem tók upp slíkt bann í mars síðast- liðnum. Bannið miðast einkum við veit- ingastaði og öldurhús en eigendur þeirra þurfa nú að greiða 1.500 norskar krónur eða um 16 þúsund ís- lenskar í sekt fyrir hvern þann sem brýtur bannið. Verði eigandi uppvís að stærra broti á reykingabanninu á hann á hættu að staðnum verði lok- að. Gestir verða því að reykja utan- dyra héðan í frá. Til verndar starfsfólki Rannsóknir hafa leitt í ljós að þjónustufólk veitingastaða og kráa á frekar á hættu að fá lungnakrabba en aðrir starfsmenn sem ekki anda að sér tóbaksreyk. Aukin þekking al- mennings á hættum óbeinna reyk- inga hefur breytt afstöðu fólks til reykinga í Noregi og hefur reykinga- mönnum fækkað um hundrað þús- und frá því frumvarpið var lagt fram. Skoðanakannanir sýna að meiri- hluti Norðmanna er hlynntur bann- inu. Fjórðungur reykingafólks ætlar að hætta að reykja nú þegar bannið hefur tekið gildi og um 80% veitinga- húsa- og kráaeigenda telja að sér muni takast að fylgja banninu eftir. Heilbrigðisráðherra Noregs, Dag- finn Høybraten, fagnar því að bannið dragi úr reykingum en segir það ekki hafa verið upphaflegt markmið þess. Stemningin var rafmögnuð á norskum öldurhúsum þegar nálgast tók miðnætti mánudags, að sögn fréttastofunnar AFP. Norski rokk- slagarinn The Final Countdown eða Hin hinsta niðurtalning glumdi í há- tölurum American Bar í Ósló þar sem kráargestir reyktu í kapp við tímann. Þegar klukkan sló tólf söfn- uðu starfsmenn kráarinnar ösku- bökkunum saman og brutu þá með táknrænum hætti í stórri plastfötu. Starfsfólk barsins bauð gestum bjórkrús í skiptum fyrir sígarettu- pakka og þáðu margir boðið. Reykja bara lax Konungsfjölskyldan er ekki und- anþegin banninu því norska kon- ungshöllin er nú reyklaus með öllu. Haraldur Noregskonungur hætti að reykja þegar hann greindist með krabbamein nýlega og krónprinsess- an Mette-Marit og Martha prinsessa hættu báðar að reykja þegar þær urðu ófrískar. Norsk yfirvöld hafa hrundið af stað kynningarherferð vegna reyk- ingabannsins og má sjá veggspjöld víða í Noregi sem á stendur: „Vel- komin til Noregs. Við reykjum bara lax.“ Reykingabanni komið á í Noregi Norðmenn feta í fótspor Íra og banna reykingar á almenningsstöðum Ósló. AFP, AP. ÍRASKIR stjórnmálasérfræðingar segja ný- skipaða stjórn Íraks undir hæl Bandaríkja- stjórnar og að völdin hafi verið hrifsuð úr höndum Lakhdar Brahimis, sérlegs sendi- manns Sameinuðu þjóðanna, sem átti að hafa umsjón með myndun hinnar nýju rík- isstjórnar. Þeir benda á að væntanlegur forseti Íraks hafi búið í Sádi-Arabíu í fimmtán ár, annar varaforsetinn nýskipaði hafi flúið Írak árið 1980 og forsætisráðherrann tíu árum fyrr. Allir hafi þeir síðan orðið sam- ferða innrásarliðinu í Írak því þeir tengist ráðandi öflum í Washington. „Fólkið sem þjáðist og var pyntað í Írak á skilið þessar stöður,“ segir Hussein Hafed al-Ukaly, sérfræðingur í alþjóðamálum við Bagdadháskóla. Verðandi Íraksforseti, Ghazi al-Yawar, er súnní-múslimi, forsætis- ráðherrann Iyad Allawi er sjía-múslimi, varaforsætisráðherrann Kúrdi og varafor- setarnir tveir Kúrdi og sjíti. Bráðabirgðastjórnarskrá Íraks mælir fyrir um að ríkisstjórnin eigi að end- urspegla samsetningu írösku þjóðarinnar með tilliti til þjóðflokka, trúarhópa og ætt- bálka. „Írakar gera ekki upp á milli sjíta, súnníta, Kúrda, gyðinga eða kristinna. Það er ekki nauðsynlegt,“ segir al-Ukaly og tel- ur það skammsýni bandarískra stjórnvalda að halda að út brjótist þjóðflokkastríð ef uppruni ráðherranna endurspegli ekki samsetningu írösku þjóðarinnar. Ráða Brahimi og Bremer? Samkvæmt áætlunum áttu Brahimi, bandaríski landstjórinn Paul Bremer og framkvæmdaráðið að stjórna myndun rík- isstjórnarinnar en fræðimenn efast margir um að svo hafi verið. Framkvæmdaráðið sagði af sér og er fyrrverandi formaður þess verðandi forseti. Al-Ukaly segir engan botna í því hvað sé á seyði og telur Bremer og Brahimi ráða ferðinni bak við tjöldin. Hassan Alany, stjórnarskrársérfræð- ingur við Bagdad-háskóla, bendir á að for- sætisráðherrann hafi mikla reynslu í ör- yggismálum en hann vann náið með leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA. Þau tengsl eru þó talin líkleg til þess að sverta ímynd forsætisráðherrans í huga Íraka. Írakar fullir efasemda Bagdad. AFP. SÚNNÍTINN og ættbálkaleiðtoginn Ghazi Mashal al-Yawar, formaður framkvæmdaráðs Íraks, var í gær kjörinn til þess að gegna emb- ætti forseta Íraks. Nær engin völd fylgja emb- ættinu, það er fyrst og fremst táknrænt. Al- Yawar, sem er fæddur 1958 og með háskóla- menntun frá Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum hét því í gær að hefja sig yfir flokkadrætti, byggja upp lýðræðislegt ríki sem yrði laust við „alræðisstjórn og misrétti“ og jafnframt hét hann að vinna að endurreisn siðmenningar í landinu. Sumar fjölskyldurnar sem tilheyra Shamm- ar-ættbálki al-Yawars eru úr röðum sjíta. „Ég heiti ykkur því að standa dyggan vörð um vonir ykkar um að þjóðin öðlist á ný fullveldi sitt og að komið verði á lýðræði og sambandsríki þar sem fólk getur notið þess að vera frjálsir borg- arar í ríki laga, reglu og frelsis,“ sagði al-Yawar. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa beitt þrýstingi Adnan Pachachi, sem Bandaríkjamenn studdu, hafði daginn áður hafnað embættinu af persónulegum ástæðum, eins og hann orðaði það. Pachachi er einnig súnníti, 81 árs gamall og fyrrverandi utanríkisráðherra landsins en var áratugum saman í útlegð. Liðsmenn fram- kvæmdaráðs Íraks, sem leysti sig upp í gær og þeir al-Yawar og Pachachi áttu báðir sæti í, sökuðu Bandaríkjamenn um að reyna að þröngva þeim til að velja fremur Pachachi. Talsmaður Bandaríkjamanna í Bagdad, Dan Senor, vísaði þeim ásökunum á bug í gær og sagði ráðamenn í Washington hafa talið báða mennina mjög hæfa til að gegna forsetaemb- ættinu. Al-Yawar hefur verið mjög gagnrýninn á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Sagði hann nýlega að vanhæfni Bandaríkjamanna ætti sök á óöldinni í landinu. Hann hefur hins vegar for- dæmt árásir á liðsmenn herja bandamanna. Nýr forseti starfar með bráðabirgðastjórn sem tekur við völdum í lok júní en bandarískur embættismaður sagði í gær að framkvæmda- ráðið hefði verið leyst upp til þess að nýja stjórnin gæti strax byrjað að hasla sér völl. Lýðræðislegar kosningar eru hins vegar fyr- irhugaðar í Írak í janúar á næsta ári. Þá sagði Lakhdar Brahimi, sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, að Ibrahim al-Jaafari og Rowsch Shaways hefðu verið út- nefndir varaforsetar. Jaafari er leiðtogi Dawa, stjórnmálaflokks sjíta og Shaways er forseti þings Kúrda í borginni Irbil, höfuðborg sjálfs- stjórnarsvæðis Kúrda. Brahimi óskaði í gær þeim al-Yawar og Allawi til hamingju með nýju embættin og sagði írösku þjóðina biðja þess að þeim tækist ætlunarverkið, að endurreisa Írak. Til stóð að Brahimi, sem átti að velja nýju embættismennina í samráði við innlenda aðila, skýrði frá valinu á mánudag en það dróst að sögn vegna deilna framkvæmdaráðsins við Paul Bremer, æðsta embættismann Banda- ríkjanna í landinu. Sagði Brahimi að samninga- viðræðurnar hefðu verið „erfiðar“. Lokaorðið „í höndum Íraka“ Sjía-múslíminn Iyad Allawi, sem verður for- sætisráðherra nýju ríkisstjórnarinnar og nýt- ur stuðnings Bandaríkjamanna, kynnti í gær 33 ráðherra stjórnar sinnar. Hann sagði að Írökum þætti eins og öðrum ekki gott að búa við erlent hernám en þeir myndu þurfa á að- stoð alþjóðlegra herja til að berjast gegn „óvin- um þjóðarinnar“. Er talið að þetta merki að nýja stjórnin muni semja við bandamenn um að herlið þeirra verði áfram í landinu eftir 30. júní. Annar sjíti, Adil Abdel-Mahdi, verður fjár- málaráðherra og við embætti innanríkismála tekur Falah Hassan, sonur hershöfðingja sem flúði land seint á áttunda áratugnum og var virkur í andspyrnunni meðal íraskra útlaga gegn Saddam Hussein. Kúrdinn Hoshyar Zebari verður áfram utan- ríkisráðherra og við embætti varnarmála tekur Hazem Shalan al-Khuzaei. Nýr iðnaðarráð- herra, Hajim al-Hassani, sagði í samtali við ar- abísku al-Jazeera-sjónvarpsstöðina að frá mið- vikudeginum myndu bandarískir ráðgjafar ekki lengur ráða ríkjum í íröskum ráðuneytum. „Ráðuneytin geta notfært sér sérfræðiþekk- ingu sem til ráðstöfunar er en lokaorðið verður í höndum Íraka,“ sagði hann. Skipan bráðabirgða- stjórnar í Írak lokið Nýr forseti hefur gagnrýnt stefnu Bandaríkjamanna í Írak en samt er búist við að erlent herlið verði áfram í landinu eftir valdaskiptin 30. júní Bagdad. AP, AFP. AP Nýr forseti Íraks, Ghazi Mashal Ajil al- Yawar, á fundi í Bagdad í gær þar sem ný ríkisstjórn landsins var kynnt. TVÆR miklar sprengingar heilsuðu nýrri ríkisstjórn í Írak í gær, þrír dóu og 34 særðust af völdum bílsp- rengju við aðalstöðvar annars öfl- ugasta flokks Kúrda í norðurhér- uðum og sjást menn hér kanna tjónið. Einnig var skotið úr sprengjuvörpu á vel víggirta bæki- stöð embættismanna Bandaríkjanna í borginni. Ellefu féllu og á þriðja tug særðist þegar sjálfsmorðingi sprengdi fyrr um daginn bíl sinn upp við inngang herbækistöðvar Bandaríkjamanna í borginni Bayji, um 35 km frá Tikrit, heimaborg Saddams Husseins. „Ég stóð við innganginn að her- bækistöðinni þegar svartur BMW- bíll sprakk upp rétt við bandarískan Humwee-jeppa. Ég er viss um að all- ir hermennirnir í honum dóu. Síðan leið yfir mig,“ sagði Amr Abed Ismail, Íraki sem vinnur í herstöð- inni og særðist lítillega. AP Sjálfsmorðstilræði nálægt Tikrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.