Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 26
UMRÆÐAN
26 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG VAR nýlega að lesa í The
Guardian Weekly þýtt viðtal úr
franska blaðinu Le Monde við breska
rithöfundinn alkunna John Le Carré.
Hann kemur víða við í máli sínu. M.a.
berst í tal ástand heimsmála, ófrið-
arógnir og eymdarbasl almennings í
fátæktarlöndum. Um
það efni hefur Le Carré
m.a. þessi orð: ,,Svo
lengi sem við [vest-
urlandamenn] göngum
á vegum hins frjálsa
markaðar og valds fé-
sýslufyrirtækja, mun-
um við auka á fátækt-
ina og halda áfram
manndrápum.“
Samtímis er ég að
lesa nýútkomna bók
eftir bandaríska konu
af kínverskum ættum,
en þó svo að fólk henn-
ar hefur, svo kynslóðum skiptir, til-
heyrt kínversku þjóðarbroti á Fil-
ippseyjum og stundar þar viðskipti í
stórgróðaskyni. Bókarhöfundur,
Amy Chua að nafni, er prófessor við
lagadeild (lagaskólann) í Yalehá-
skóla, þeirri kunnu menntastofnun í
New Havenborg í Connecticutríki.
Umrædd bók heitir á frummáli
World on Fire (Heimur í báli) með
áherslumiklum undirtitli, sem hljóðar
eitthvað á þessa leið: [Bók] um það
hvernig útflutningur (exporting) á
lýðræði hins frjálsa markaðar elur af
sér kynþáttahatur (ethnic hatred) og
hnattvæddan óstöðugleika (global in-
stability).
Þessar tvær vísanir til skoðana
hugsandi og velmenntaðs fólks í
Bretlandi og Bandaríkjunum stinga
heldur betur í stúf við lofgerðarrollu
íslenskra stjórnmálamanna, háskóla-
kennara, bankastjóra,
,,athafnaskálda“ og
blaðamanna um hnatt-
væddan kapítalisma og
afskiptaleysisstefnu
(laissez-faire) í hans
nafni.
Það sem Amy Chua,
höfundur Heims í báli,
sýnir fram á er, að
hnattvædd við-
skiptaumsvif kapítal-
ismans eru yfirleitt í
höndum ,,þjóðarbrota“
(ethnic groups) innan
fátæktarlanda, þ.e.
minnihlutahópa, sem vinna í nánu
samstarfi við vestræna auðhringa og
fleyta rjómann ofan af því sem arð-
bærast er í hverju landi án þess að
skeyta hið minnsta um heildarhag,
almannavelferð. Gróðinn staðnæmist
í sjóðum þeirra sem standa að brask-
inu í heimalandinu auk þess sem
hann er fluttur úr landi sem verða má
og liggur hnattvæddum kapítalisma
til grundvallar. Arðránseðli óheftrar
auðvaldsstefnu er samt við sig, hvort
sem marxisminn er dauður eða ekki.
Ef marxisminn er dauður er ekkert
líklegra en að hann verði upp vakinn
áður en langt um líður. Skammt er
öfganna milli. Hlýtur ekki ,,miðju-
mönnum“ eins og mér og Halldóri
Ásgrímssyni að óa slík tilhugsun?
Nýkapítalisminn
Nýkapítalismi dagsins í dag er raun-
ar hálfu verri en kapítalismi 19. aldar.
Nútímakapítalismi er altækur í orði
og gerð. Hann hvetur m.a. til þess að
gera hvert mannsbarn að verð-
bréfabraskara. Svo langt gekk kapít-
alismi 19. aldar ekki, jafnvel ekki í
Bandaríkjunum. Verðbréfabrask
takmarkaðist yfirleitt við afmarkaða
hópa efnamanna og fjárglæfra-
manna, hina nýríku. Þorri fólks, dag-
launamenn, verslunar- og skrif-
stofufólk, smáborgarar hvers konar
og sveitamenn — þ.e.a.s. sinnug al-
þýða — tók til sín hvatningu siðlátra
umbótamanna um örugga ávöxtun
sparifjár í sparisjóðum og sameign-
arfélögum ýmiss konar. Þrátt fyrir
uppgang kapítalismans á 19. öld þrif-
ust sparisjóðir og kaupfélög og önnur
samvinnufélög í borgum og sveitum,
allt á grundvelli samhjálpar og fé-
lagshyggju, lýðræðislegs sósíalisma í
víðtækri merkingu þess orðs. Þannig
sniðgekk alþýðan ráðslag kapítalist-
anna og vann stórvirki í sína þágu
meðan það entist. Þá er þess að
minnast að félagshyggja var með
sanni hluti frjálsræðis- og framfara-
stefnu 19. aldar, fjölhyggju þeirrar
eftirminnilegu og frjóu aldar, sem nú
er helst siður að dæma til fyrirlitn-
ingar m.a. fyrir þjóðrækni og sjálf-
stæðisbaráttu þjóða sem lutu erlendu
valdi.
Á 19. öld var heilmikil hnattvæðing
við lýði, nema hvað! Nýlendu- og
heimsvaldastefnan var í algleymingi.
Engin tilraun var gerð til þess að
dylja markmið hnattvæðingar, sem
var það að gera vestrænar þjóðir,
einkum Evrópuþjóðir, sem auð-
ugastar og valdamestar. Að Bretar
hafi staðið framarlega í hnattvæð-
ingu þessa tímabils og Frakkar að
sínu leyti, jafnvel Þjóðverjar og Ítal-
ar, þarf varla að nefna. Ekki er ör-
grannt um að Hollendingar og Belg-
ar kæmu þar við sögu, Portúgalar og
Spánverjar, yfirleitt hvert það ríki
stórt og smátt sem átti land að sjó og
réð yfir haffærum skipum. Jafnvel
Danir (forsjármenn Íslendinga) voru
með í þessum leik. Öll var þessi
hnattvæðingarútþensla Evrópu-
manna á 19. öld byggð á þeim fræga
efnahags- og menningarlega darvin-
isma, að sá skyldi ,,lifa af“ og ráða
sem ,,hæfastur“ væri. Hæfnin réðst
að sjálfsögðu af auðmagni og hern-
aðarmætti og yfirburðum vestrænn-
ar háskólamenningar, einkum raun-
vísinda, sem svo kallast, undirstöðu
margslunginnar véltækni sem þróa
má til hvers sem er í valda- og land-
vinningaskyni. — Þetta var allt
hreint og klárt, næstum að segja sið-
legt og heiðarlegt að því leyti að engu
var leynt um tilganginn, þ.e. heims-
yfirráð vestræns kapítalisma.
Sama meginhugsun ríkir reyndar í
nýkapítalísku kaupsýslukerfi dagsins
í dag að því undanskildu (sem miklu
munar) að óheiðarleikinn er auðsær.
Nú er reynt að dylja markmiðin með
blekkingum og ósannindum. En kap-
ítalisk hnattvæðing er nú sem fyrr
reist á vestrænni fégræðgi, ágirnd
eins og íslenskir þýðendur biblíunnar
orða það. Milljörðum saman nýtur al-
þýða manna í þriðja heiminum einsk-
is af fégróða alþjóðlegra stórfyr-
irtækja. Gróðinn lendir í vasa
milljarðamæringa velmegunarþjóð-
anna og leppa þeirra í fátækt-
arlöndunum. — Þetta vita allir nema
þeir sem ,,menntaðir“ eru í ,,við-
skiptaháskólum“ nútímans heims-
horna á milli frá Brazkzentrum í
Boltzewitze til Bifrastar í Borg-
arfirði. Nemendur slíkra skóla eru
einhliða þjálfaðir til þjónustu við
ríkjandi sjónarmið í verslunar- og
viðskiptamálum, þ. á m. kapítaliska
alþjóðavæðingu, sem er eins og hún
er.
Frá Brazkzentrum til Bifrastar
Ingvar Gíslason fjallar
um nýkapítalisma ’Nýkapítalismi dagsinsí dag er raunar hálfu
verri en kapítalismi 19.
aldar.‘
Ingvar Gíslason
Höfundur er fyrrv.
alþingismaður Framsóknar-
flokksins og fyrrv. ráðherra.
NÚ er senn komið að því að samn-
ingar við kennara renni út. Kenn-
arasambandið hefur sett fram
ákveðnar kröfur,
fullháar að því er mér
finnst. Það verður þó að
viðurkennast að það má
að mörgu leyti líta á
þær sem metnaðarfull
markmið.
Staða kennarans er í
raun og veru sterk.
Hver vill ekki að hæfur
einstaklingur sjái um
kennslu barns síns?
Hver vill ekki að kenn-
arinn fái mannsæmandi
laun og geti lifað á
þeim? Ég vil a.m.k.
ekki hafa laun kennara svo léleg, að
kennari barnanna þurfi að vinna aðra
vinnu og slíta sér út. Mikil aukavinna,
t.d. kvöldvinna, auk almennrar
kennslu er slítandi og getur leitt af
sér að kennarinn mæti þreyttur til
kennslu, nú eða gefi sér ekki þann
tíma sem þarf til þess að undirbúa
kennsluna.
Því eru það hagsmunir allra að
kennarinn uni sáttur við sitt, sé fjár-
hagslega öruggur og glaður með sína
stöðu. Það öryggi og sú gleði mun
smita út frá sér og óbeint leiða til
heilbrigðari kennsluhátta.
Vinnuskylda kennara
og foreldra
Á einu ári eru um 180 kennsludagar
og auk þess nokkrir starfsdagar.
Kennsluárið er nú lengra en áður og
þessu hefur verið reddað með svo-
nefndum vetrarfríum. Starfsdagar
kennara eru því um 200 dagar af 365
dögum sem árið telur. Kennarinn ver
því u.þ.b. 55% af heildardögum árs-
ins í vinnu. Annar hver dagur fer í
vinnu.
Vinnuskylda annarra er auðvitað
misjöfn. Ef við gefum okkur foreldri
sem skilar 240 vinnudögum á ári, þá
ver það foreldri 66% af heildardögum
ársins í vinnu. Tveir þriðju fara í
vinnu. Einnig má benda á að vinnu-
markaðurinn hefur breyst frá því
sem áður var; nú vinna báðir for-
eldrar úti.
Púsluspilið
Á hverju ári standa foreldrar frammi
fyrir þeim vanda að frí í skóla er um
70 virkir dagar. Ég veit ekki hvernig
aðrir leysa sín mál, en ég leysi þau
þannig að fyrst fer annað foreldrið í
frí og svo fer hitt for-
eldrið. Þrátt fyrir þetta
standa um tuttugu dag-
ar eftir. Það kemur því
nokkuð oft fyrir að
maður situr sveittur
heima, leggur höfuðið í
bleyti og gerir lista yfir
þá sem eru líklegastir
til að bjarga málum.
Ömmur og afar eru
oft fyrsta lausnin, en
sumir enda þó á því að
taka börnin með til
vinnu. Sú leið hlýtur að
teljast slæm fyrir for-
eldra og barn, og ósanngjörn gagn-
vart fyrirtækjum.
Lausn
Hægt er að koma til móts við þarfir
foreldra með tvennum hætti. Að við
kennum 11 mánuði á ári, nú eða finn-
um aðra til að sinna ,,kennslu“ þá
daga sem kennarinn er ekki að störf-
um. Þriðji kosturinn er reyndar fyrir
hendi, það er að fjölga kennurum og
láta suma kennara kenna frá ágúst-
lokum fram í byrjun júní. Hinir
kenna frá septemberlokum fram í
byrjun júlí. Þar með náum við 11
mánaða skóla.
Fyrsti kosturinn er máski ekki sá
sem ég er að falast eftir. Í mínum
huga er það bara gott mál að kenn-
arinn þurfi ,,bara“ að skila inn 180
kennsludögum. Þetta eru góð kjör
sem ég er ekkert endilega að falast
eftir að þeir missi. Að auki er ég ekk-
ert viss um að 11 mánaða skóli með
stífri kennslu sé hentugur fyrir börn-
in okkar.
En hvað er þá til ráða? Ég vil að
ákveðin leið verði skoðuð, en hún
byggist þó á 11 mánaða ,,skóla“. Sem
sagt ,,frí“ barna verði um 20 vinnu-
dagar á ári.
Kennarar munu sjá um kennslu
eins og áður. Enda er þarna sér-
menntað fagfólk á ferð. Hina daga
ársins (daga eins og starfsdaga, vetr-
arfrídaga og sumarfrídaga) tekur
annar ,,skóli“ við. Sá skóli verður
byggður á annars konar menntun
sem er ekki síðri. Sá skóli yrði byggð-
ur upp á meiri leik þar sem félagslegi
þátturinn væri númer eitt, tvö og
þrjú. Hér get ég vel séð fyrir mér að
Íþrótta- og tómstundaráð (ÍTR) taki
við. Það væri hægt að ,,kenna“ ýmsar
íþróttagreinar, leyfa krökkunum að
prófa ólíkar íþróttagreinar. Einnig
væri hægt að leyfa krökkunum að
velja hvort þau vildu læra á hljóðfæri
eða myndlist. Nú, eða hugsanlega
hvort tveggja. Þessi skóli gæti líka
byggst á almennri kennslu líkt og er í
skólum í dag.
Að vera í takt við
réttan tíma – nútímann
Vissulega er það svo að ÍTR er með
lausnir á sumrin fyrir börnin. Þær
lausnir eru þó bara námskeið en ekki
heildstæður skóli. En engin lausn er
til með vetrarfríin og því eru börnin
okkar í lausu lofti þá daga. Mín skoð-
un er sú að hér eigi Kennarasam-
bandið að koma að málum með sínar
hugmyndir um breytingar á skól-
anum. Kennarasambandið á ekki
bara að vera launaapparat, heldur
líka samband frumlegra hugmynda,
skólastarfinu til heilla.
Lengi vel vann verkalýðshreyf-
ingin þannig að laun hækkuðu um
mörg prósent. Því var svarað með
margra prósenta hækkun á vöru-
verði. Loks komu menn sér saman
um gáfulegri leið. Sú leið er nefnd
þjóðarsátt. Að hækka laun kennara
umtalsvert án þess að lengja
kennsluárið umtalsvert, mun ekki
skapa sátt, heldur leiða til þess að
sveitarfélögin þurfi að rukka í meira
mæli foreldra, nú eða lækka annað
þjónustustig. Því lítur þetta í hugum
foreldra út sem krafa um að fá allt
fyrir ekkert.
Mín skoðun er sú að það sé löngu
tímabært að við komumst að annarri
sátt. Skólasátt.
Launakröfur kennara –
barn síns tíma?
Pétur Óli Jónsson skrifar
um kjaramál kennara ’Að hækka laun kenn-ara umtalsvert án þess
að lengja kennsluárið
umtalsvert, mun ekki
skapa sátt.‘
Pétur Óli Jónsson
Höfundur er sölumaður.
FYRIR nokkrum árum þekktu
flestir, ef ekki allir íslenskir garðeig-
endur tjöruefnið Sterilite. Það var
notað sem vetrarúð-
unarefni á limgerði og
lauftré yfir vetrartím-
ann, gjarnan á tíma-
bilinu janúar–mars.
Það kom í veg fyrir
súrefnisflutning til lúsa
og fiðrildaeggja sem
lágu í vetrardvala á
berki eða brumum
trjánna þannig að kvik-
indin náðu ekki að
klekjast vorið eftir.
Sterilite er ekki lengur
framleitt, þykir ekki
nógu umhverfisvænt.
Nú er komið vist-
vænt efni sem getur
leyst tjöruefnið af
hólmi. Það er paraff-
ínolía sem er svo vel
hreinsuð að hún er
jafnómenguð og mat-
arolían sem við notum til að steikja
matinn okkar upp úr. Þetta er Flor-
ina-olía. Hún er þó notuð á allt öðrum
árstíma heldur en gamla tjöruefnið.
Gerðar hafa verið tilraunir með efnið,
bæði erlendis og hérlendis af fag-
aðilum. Það hefur fengið samþykki
umhverfisráðuneytisins og Umhverf-
isstofnunar og er skráð á Íslandi sem
plöntuvarnarefni.
Gegn blaðlús og fiðrildaeggjum
verður að nota Florina á vorin eða
snemma sumars af því að hún helst
ekki á gróðrinum eins lengi og tjöru-
efnið gerði. Á vorin þegar farið er að
hlýna klekjast fiðrildalirfurnar úr
eggjunum og skríða inn í brumin.
Gegn fiðrildalirfum er því best að úða
olíunni áður en eggin klekjast eða
rétt á eftir, þ.e. frá því í byrjun maí og
fram í júní.
Það er allt í lagi þótt trén séu byrj-
uð að opna brumin og í raun og veru
er allt í lagi að nota efnið á allaufg-
aðan gróður. Á blaðlús og egg hennar
virkar olían í rauninni allt árið, svo
framarlega að ekki sé frost. Hins veg-
ar verða fiðrildalirfurnar fljótt svo
miklir skrokkar að olían nær aðeins
að bremsa þær minnstu af, en vinnur
ekki á þeim stóru. Olían er notuð
þannig að henni er blandað saman við
vatn og allt yfirborð trésins úðað með
blöndunni. Mjög mikilvægt er að efn-
ið hylji alveg tréð, bæði efra og neðra
borð greina, bruma og blaða. Olían
þarf að leggjast yfir egg eða lifandi
dýr. Hún kemur í veg
fyrir að þau nái í súrefni
svo að þau kafna.
Efnið hefur reynst vel
bæði í Bandaríkjunum
og á Norðurlöndunum.
Til marks um það
hversu vistvæn olían er
má nefna að erlendis er
hún mest notuð á
ávaxtatré og berjarunna
og óhætt er að borða
ávextina beint af trján-
um þótt olían hafi verið
notuð.
Að undanförnu hafa
Gróðurvörur staðið fyrir
tilraunum með efnið við
íslenskar aðstæður.
Umsjón með tilraun-
unum hefur Guðmundur
Halldórsson skordýra-
fræðingur haft. Nið-
urstöðurnar staðfesta erlendar nið-
urstöður og sýna að efnið virkar vel
hér á landi á blaðlús, fiðrilda- og lúsa-
egg og sitkalús í barrtrjám.
Lús og fiðrildalirfur á
Akureyri sumarið 2003
Í byrjun júní 2003 voru gerðar til-
raunaúðanir á Akureyri, m.a. á
alaskavíðilimgerði. Átta metrar af
limgerðinu voru úðaðir með 2% Flor-
ina-olíu. Eftir úðunina voru tekin úr
limgerðinu 8 snið; 4 úr þeim hluta
sem ekki hafði verið úðaður og 4 snið
úr þeim hluta sem hafði verið úðaður
með Florina. Allar lirfur sem fundust
í þessum sniðum voru tegunda-
greindar og taldar. Mjög lítið var af
lirfum tígulvefara og skrautfeta í
þeim sniðum sem ekki höfðu verið úð-
uð og ekkert í þeim sniðum sem höfðu
verið úðuð. 36 lirfur haustfeta og 14
lirfur víðifeta fundust í þeim sniðum
limgerðisins sem ekki var úðað en í
sniðunum sem voru úðuð fundust 4
lirfur haustfeta og 6 lirfur víðifeta.
Heildarniðurstaða þessarar tilraunar
er sú að ,,árangur af úðun með Flor-
ina Prof gegn fiðrildalirfum í birki og
víði virðist vera mjög ásættanlegur
og full ástæða til að huga að frekari
Florin-olía í staðinn
fyrir vetrarúðun
Helga Hauksdóttir skrifar um
úðun á limgerði og lauftré
Helga Hauksdóttir
’Vöndum okkurþegar við notum
varnarefni á
plöntur.‘