Morgunblaðið - 02.06.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 02.06.2004, Qupperneq 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 47 PATREKUR Jóhannesson leikur ekki með Íslendingum gegn Ítölum um næstu helgi í seinni leik þjóð- anna um sæti á HM í handknattleik í Túnis í janúar á næsta ári. Patrek- ur er meiddur í þumalputta og verður frá keppni í sex vikur af þeim sökum. Vegna meiðslanna mun Patrekur ekki geta tekið þátt í öllum undirbúningi íslenska lands- liðsins fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í ágúst, en undirbúning- urinn hefst upp úr 20. júní. Guðmundur Þórður Guðmunds- son landsliðsþjálfari hefur ákveðið að kalla á þrjá leikmenn til viðbótar til æfinga með landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Ítölum. Þetta eru þeir Arnór Atlason, Kristján Andr- ésson og Roland Eradse, markvörð- ur. Ísland sigraði Ítali með sex marka mun, 37:31, í fyrri leik þjóð- anna síðastliðinn laugardag í Te- ramo á Ítalíu. Patrekur frá í sex vikur og ekki með gegn Ítölum Patrekur Jóhannesson  DANÍEL Hjaltason gat ekki leikið með Víkingi gegn FH í úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gærkvöld þar sem hann meiddist í upphitun. Vík- ingar söknuðu einnig Sigursteins Gíslasonar sem tók út leikbann.  ÁSGEIR Gunnar Ásgeirsson hjá FH fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiksins í Víkinni í gær- kvöld.  GRÉTAR Hjartarson varð í gær- kvöld fyrsti leikmaður Grindavíkur til að skora 40 mörk í efstu deild. Hann bætti því enn markamet fé- lagsins í deildinni en hann hefur náð þessum 40 mörkum í aðeins 66 leikj- um.  LOS Angeles Lakers eru komnir í úrslit NBA deildarinnar eftir 96:90 sigur á Minnesota Timberwolves og unnu þar með einvígið 4:2. Þar mæta þeir annaðhvort Detroit Pistons eða Indiana Pacers. Shaquille O’Neal var stigahæstur í liði Lakers með 25 stig og tók ellefu fráköst. Kobe Bryant skoraði 20 stig. Í liði Minne- sota skoraði Latrell Sprewell 27 stig og Kevin Garnett 22 og tók 17 frá- köst. Sam Cassell lék ekki með Minnesota en hann var meiddur.  KAREEM Rush skoraði 18 stig fyrir Lakers sem er það mesta sem hann hefur skorað í úrslitakeppni. Öll stigin skoraði hann fyrir utan þriggja stiga línuna en hann nýtti 6 af 7 tilraunum sínum þar. Þetta er í fimmta sinn á sex árum sem Lakers spilar til úrslita í NBA-deildinni en liðið hafði unnið titilinn fjögur ár í röð áður en San Antonio Spurs stöðvuðu sigurgöngu þess í fyrra.  ÓVÆNT úrslit urðu í fjórðungs- úrslitum opna franska meistara- mótsins í tennis í gær þegar báðar Williams-systurnar, Venus og Ser- ena, féllu úr leik í fjórðungsúrslitum. Serena lá fyrir Jennifer Capriati í þremur settum á meðan Venus tap- aði fyrir Anastasiu Myskina frá Rússlandi í tveimur settum.  DICK Advocaat, þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur kallað hinn 34 ára Paul Bosvelt inn í landsliðshóp sinn fyrir EM í sumar. Bosvelt, sem nú leikur með Man- chester City, kemur í stað Mark Van Bommel sem er meiddur.  UWE Rösler hefur verið ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström frá og með næstu leiktíð en með liðinu leika þeir Gylfi Ein- arsson og Davíð Þór Viðarsson. Rösler, sem lék í tvö ár með Lille- ström, tekur við starfi Arne Er- landsens.  BERT van Marwijk hefur verið ráðinn þjálfari þýska knattspyrnu- liðsins Dortmund í stað Matthias Sammer sem tekið hefur við þjálf- arastöðunni hjá Stuttgart. Marwijk kemur frá Feyenoord sem hann stýrði til sigurs í UEFA keppninni árið 2002 og það gegn Dortmund. FÓLK ÍA 2:1 KA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 4. umferð Akranesvöllur Þriðjudaginn 1. júní 2004 Aðstæður: Logn, rigning. Blautur en góður völlur. Áhorfendur: 932 Dómari: Gísli H. Jóhannsson, Keflavík, 4 Aðstoðardómarar: Örn Bjarnason, Sigurður Óli Þórleifsson Skot á mark: 18(9) - 12(7) Hornspyrnur: 6 - 1 Rangstöður: 1 - 3 Leikskipulag: 4-4-2 Þórður Þórðarson MM Hjálmur Dór Hjálmsson M Reynir Leósson Gunnlaugur Jónsson Andri Lindberg Karvelsson M Julian Johnsson (Ellert Jón Björnsson 68.) Pálmi Haraldsson M Kári Steinn Reynisson M Haraldur Ingólfsson M Grétar Rafn Steinsson (Hjörtur J. Hjartarson 71.) Garðar Gunnlaugsson (Guðjón H. Sveinsson 83.) Sándor Matus M Steinn V. Gunnarsson Atli Sveinn Þórarinsson M Ronni Hartvig M Óli Þór Birgisson Dean Martin M Pálmi Rafn Pálmason Kristján Elí Örnólfsson (Steingrímur Örn Eiðsson 67.) Örn Kató Hauksson M Hreinn Hringsson Elmar Dan Sigþórsson (Jóhann Þórhallsson 72.) 1:0 (6.) Eftir hornspyrnu Kára Steins Reynissonar, sem kom inn á markteigslín- una, náði Gunnlaugur Jónsson að skalla knöttinn í netið, rétt áður en Sándor Matus, markvörður KA, náði til knattarins. 1:1 (54.) Dean Martin tók aukaspyrnu á vinstri vængnum, nokkuð utarlega. Hann sendi boltann inn á vítateig ÍA þar sem Atli Sveinn Þórarinsson gerði vel í að halda Gunnlaugi Jónssyni frá sér og skallaði í netið. 2:1 (72.) Kári Steinn Reynisson óð inn í vítateig KA og var að komast framhjá Óla Þór Birigssyni en féll við. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu sem Har- aldur Ingólfsson skoraði úr. Matus kastaði sér í rétt horn en boltinn fór undir hann. Gul spjöld: Örn Kató Hauksson, KA (6.) fyrir brot.  Hreinn Hringsson, KA (45.) fyrir brot.  Óli Þór Birgisson, KA (46.) fyrir brot. Rauð spjöld: Hreinn Hringsson, KA (80.) fyrir brot. Heimamenn léku án StefánsÞórðarsonar, sem veiktist í gær og gat ekki leikið. Hjörtur Hjartarson kom inn í hópinn í hans stað og Garðar Gunnlaugs- son fór í byrjunarlið- ið. Leikurinn byrjaði fjörlega, bæði lið voru óhrædd við að sækja og boltinn gekk ágætlega inn- an liðanna. Heimamenn komust yfir strax á sjöttu mínútu þegar fyrirlið- inn Gunnlaugur Jónsson brá sér í sóknina þegar liðið fékk hornspyrnu og skoraði með skalla. Hornspyrnan kom eftir þunga sókn heimamanna og fína aukaspyrnu Haralds Ingólfs- sonar sem Sandor Matus, markvörð- ur KA, varði mjög vel í horn. Skagamenn voru sprækari en gestirnir í fyrri hálfleiknum, fengu nokkur færi og hefðu hæglega getað gert ein tvö mörk til viðbótar við mark fyrirliðans. Þegar skotin hittu á markið var Matus sá þröskuldur sem Skagamenn komust ekki yfir. Þrátt fyrir að ÍA hafi verið betri aðilinn í fyrri hálfleik, börðust leik- men KA af krafti og pressuðu varn- armenn ÍA stíft þegar þeir voru með boltann. Heimamenn leystu það þó oftast með ágætum og lentu ekki í teljandi vanda þrátt fyrir pressuna. Gestirnir komu ákveðnir til leiks í upphafi síðari hálfleiks og tókst að jafna með skallamarki Atla Sveins Þórarinssonar eftir aukaspyrnu. Vel gert hjá honum. Skagamenn svöruðu með mikilli sókn sem ekkert varð þó úr því sem fyrr stóð Matus fyrir sínu í markinu. Heimamenn komust yfir á 72. mín- útu með marki úr vítaspyrnu og átta mínútum síðar var Hreini Hrings- syni vikið af velli þegar hann braut á Þórði markverði. Hann fékk sitt ann- að gula spjald og því rautt. Réttur dómur en Þórður hefði átt að fá áminningu líka því þegar Hreinn stumraði yfir honum við að biðjast afsökunar að því er virtist, sló Þórð- ur til hans og þetta gerðist beint fyr- ir framan augun á dómaranum. Gestirnir virtust eflast við að missa mann útaf og það sem eftir var leiks fengu þeir tvö fín færi en Þórð- ur efldist einnig og varði bæði skotin, það síðara á síðustu sekúndunni al- veg meistaralega. Pálmi Rafn Pálmason tók þá aukaspyrnu rétt ut- an teigs og sendi boltann neðst í vinstra hornið. Þórður var eldsnögg- ur niður og varði gríðarlega vel, bolt- inn fór út í fót eins KA-manns sem fygldi vel eftir og þaðan aftur fyrir endamörk. Heimamenn önduðu létt- ar. Fyrsti heimasigur þeirra í deild- inni staðreynd og liðið komið í efsta sæti. Skagamenn vilja ekki veita viðtöl Eftir leikinn óskaði Morgunblaðið eftir að fá að ræða við fyrirliða Skagamanna, en þau skilaboð bárust að Skagamenn veittu engin viðtöl. Hver ástæða Skagamanna er fyrir því að vilja ekki segja lesendum blaðsins skoðun sína á hvernig liðið lék í gær, er ekki vitað. En eins og margir vita þá eiga Skagamenn fjöl- marga stuðningsmenn víða um land sem fylgjast með gangi sinna manna meira og minna í gegnum fjölmiðla. Skagamenn vilja ef til vill leika fyrir luktum dyrum þannig að enginn trufli þá? Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Heimasigur Skagamanna SKAGAMENN komust í efsta sæti efstu deildar karla í knattspyrnu í gær með 2:1 sigri á KA á Akranesi. Tveir síðustu leikir liðanna á Skipaskaga enduðu 1:1 og lengi var útlit fyrir að þau yrðu einnig úr- slitin í gær, en ÍA gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Þórður Þórð- arson, markvörður ÍA, bjargaði öllum stigunum á lokasekúndunum þegar hann varði meistaralega aukaspyrnu gestanna. Skúli Unnar Sveinsson skrifar ENGLAND og Japan gerðu 1:1 jafn- tefli í vináttulandsleik í gærkvöldi á Manchester-mótinu. Michael Owen kom Englendingum yfir á 22. mínútu en Shinji Ono jafnaði metin fyrir Jap- an á 53. mínútu. Englendingar náðu sér ekki á strik og Sven-Göran Er- iksson, þjálfari Englendinga, var ekki mjög ánægður eftir leikinn. Frank Lampard, leikmaður Chelsea, var í byrjunarliði Englend- inga en miklar vangaveltur voru í breskum fjölmiðlum undanfarna daga um hvort hann yrði í byrjunarliðinu. „Frank verðskuldaði að fá tækifæri í kvöld. Hann var frábær í fyrri hálf- leik. Ég hef ekki ennþá ákveðið hvernig byrjunarlið Englands verður í Evrópukeppninni,“ sagði Eriksson. Zico, þjálfari Japan, var ánægður með spilamennsku sinna manna. „Eftir að við jöfnuðum metin lékum við mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna í kvöld. Ég held að England eigi ágætis möguleika gegn Frökkum í Evrópukeppninni,“ sagði Zico. England og Japan skildu jöfn Michael Owen og David Beckham fagna. Matt Garner, leikmaður ÍBV, á hér í höggi við Kjartan Henry Finnbogason, KR-ing.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.