Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 153. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Allt að gerast í
Reykjavík?
Söngvari Starsailor talar með norð-
lenskum hreim | Fólk í fréttum
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið |Sportbílar Austurlenskur grillréttur Álfar og
huldufólk Þorvaldur Þorsteinsson Umboðsmaður okkar
Atvinna | Forgangur til atvinnuleyfa Halda þétt um taumana
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
ÞEIR voru glaðbeittir á svip, sjómennirnir
Eggert Daði Pálsson og Jóhann Ólafsson,
sem lönduðu úr Sighvati í Grindavík þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um
höfnina. Sjómannadagurinn er nú haldinn
hátíðlegur um allt land og um að gera að
taka þátt í fjölbreyttri hátíðardagskrá.
Hátíðahöld sjómannadagsins í Reykjavík
hefjast klukkan 14 á Miðbakka í gömlu höfn-
inni, en Hátíð hafsins stendur alla helgina
með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjöl-
skylduna víða um borgina.
Morgunblaðið/RAX
Til hamingju með daginn, sjómenn!
„ÞAÐ setur að mér mestan kvíða þegar ég
tel mig geta merkt að einhvers konar hroki
ráði afgreiðslu eða framkomu. Þeir sem
starfa í þágu hins opinbera verða að gæta
þess að stjórnsýslan er ekki til fyrir starfs-
menn hennar. Hún er til að þjónusta borg-
arana og leysa úr málum þeirra, sam-
kvæmt þeim lagareglum sem settar hafa
verið.“
Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, um-
boðsmaður Alþingis, m.a. í viðtali í Tímariti
Morgunblaðsins, spurður hvort „gamli,
góði geðþóttinn“ sé enn við lýði í íslenska
stjórnkerfinu. Tryggvi heldur því hins veg-
ar fram að valdhroki heyri til undantekn-
inga í stjórnsýslu nú á dögum. Starfsfólk
stjórnsýslunnar sé stór og fjölbreyttur
hópur einstaklinga og alltaf geti komið upp
álitamál um „þessa mannlegu hegðan sem
þetta snýst allt um. Störf í stjórnsýslunni
eru alls ekki vandalaus.“
Athugasemdir um stjórn-
sýsluna ekki refsiverðar
Fyrrnefnd spurning blaðamanns kom í
kjölfar þessara ummæla umboðsmanns Al-
þingis í viðtalinu: „Eitt verð ég þó að nefna
sem veldur mér nokkrum áhyggjum. Það
er þegar ég heyri fólk, gjarnan t.d. for-
svarsmenn fyrirtækja, segja: „Nei, ég get
ekki verið að kvarta. Ef ég geri það fæ ég
eitthvað í bakið.“ Við þessu sjónarmiði
verður að gjalda varhug. Stjórnsýslan má
aldrei bregðast þannig við athugasemdum,
sem gerðar eru við starfshætti hennar,
hvort sem það er með réttu eða röngu, að
borgararnir fái á tilfinninguna að þeim
verði með einhverjum hætti refsað.“
Umboðsmaður Alþingis
Stjórnsýslan
ekki til fyrir
starfsmenn
hennar
Tímarit
BANDARÍKJAMENN og Bretar
hafa breytt orðalagi í ályktun sem
þeir hafa lagt fyrir öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna um framtíð Íraks
og er nú kveðið á um að ný bráða-
birgðastjórn hafi rétt til að segja er-
lenda hernámsliðinu að hverfa úr
landi, sýnist henni svo.
Fulltrúar margra ríkja sem voru
andvíg innrásinni í Írak, þ.á m.
Frakklands, Rússlands, Kína og
Þýskalands, hafa gagnrýnt ályktun-
ardrögin og telja að ekki sé nægilega
tryggt að Írakar endurheimti í reynd
fullveldi sitt. Með ákvæðinu um rétt
til að reka hernámsliðið á brott þykir
ljóst að komið sé til móts við gagn-
rýnina. Ekki eru þó taldar miklar
líkur á að þetta ákvæði verði notað.
Talsmenn væntanlegrar Íraks-
stjórnar hafa tekið skýrt fram að
þörf sé á erlendu herliði um sinn
vegna óaldarinnar í landinu.
Bráðabirgðastjórnin tekur form-
lega við völdum af hernámsstjórn
bandamanna 30. júní. Áhrifamestu
klerkar íraskra sjía-múslíma og um-
bótasinnar í grannlandinu Íran hafa
þegar lagt blessun sína yfir hana,
þótt þeir taki fram að þeir séu ekki
að öllu leyti sáttir við skipan bráða-
birgðastjórnarinnar.
Ályktun um Írak
Heimild til
að reka
hernámslið
á brott
Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.
RANNSÓKN sem gerð var á erfðaefni ís-
lenskra húsamúsa gefur til kynna að þær
séu af vestrænu afbrigði, en ekki því nor-
ræna eins og lengi hefur verið talið. Frá
þessu segir í bókinni Íslensk spendýr sem
kom út í síðustu viku og Páll Hersteinsson
prófessor ritstýrði.
Nokkrar húsamýs sem veiddust í Vest-
mannaeyjum og á Reykjavíkursvæðinu
reyndust allar vera af vestræna afbrigðinu,
sem kom mjög á óvart, að sögn Páls. „Það
hefur verið hálfgerð trúarsetning að ís-
lenska húsamúsin væri sama mús og finnst
í Skandinavíu og austanverðri Evrópu.“
Ljósmynd/Villt íslensk spendýr
Íslenskar húsa-
mýs vestrænar
en ekki norrænar
Fábreytt á landi/22
GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti reynir nú að
hvetja landa sína og bandamenn til dáða í baráttunni
gegn hermdarverkamönnum og biður þá að gefast
ekki upp við að leggja grunn að lýðræði í Mið-Aust-
urlöndum. Hann varaði í vikulegu útvarpsávarpi sínu
í gær fólk við því að láta óþolinmæði og „sjálfstortím-
andi svartsýni“ ná tökum á sér. Forsetinn kom fram á
blaðamannafundi í Róm í gær með Silvio Berlusconi,
forsætisráðherra Ítalíu, en síðar um daginn hélt hann
af stað til Parísar á fund með Jacques Chirac, forseta
Frakklands.
Í dag, sunnudag, mun Bush taka þátt í hátíðarhöld-
um í Normandí í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því
að herir bandamanna gengu þar á land til að berjast
gegn herjum Adolfs Hitlers. Söguleg tímamót verða
við athöfnina vegna þess að í fyrsta sinn mun kanslari
Þýskalands taka þátt í athöfninni með leiðtogum
Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Rússa. Bush
hyggst nota Evrópuferðina til að afla stuðnings við
stefnu Bandaríkjamanna í Írak þar sem stefnt er að
því að bráðabirgðastjórn innlendra aðila taki við um
mánaðamótin.
„Nú er ekki rétti tíminn fyrir óþolinmæði eða
sjálfstortímandi svartsýni,“ sagði forsetinn í útvarps-
ávarpinu. „Við höfum verk að vinna við að verja land
okkar og til góðs fyrir mannkynið og ef við gerum
skyldu okkar og höldum fast við gildi okkar mun nú-
lifandi kynslóð sýna heiminum mátt frelsisins.“
Dick Cheney varaforseti og Donald Rumsfeld
lögðu einnig í vikunni áherslu á nauðsyn þess að gef-
ast ekki upp þótt staðan væri erfið í Írak. Sagði
Rumsfeld í gær að ef Bandaríkjamenn yfirgæfu Írak
núna myndi það geta haft borgarastríð í för með sér
og niðurstaðan gæti orðið að nýr harðstjóri á borð við
Saddam Hussein kæmist þar til valda.
Cheney vísaði því á bug að Íraksstríðið hefði ýtt
undir andúð á Bandaríkjunum og þannig lagt grund-
völl að fleiri hryðjuverkum.
„Hryðjuverkamenn gera ekki árásir vegna þess að
valdi er beitt. Þeir ganga á lagið ef þeir telja að veik-
leiki sé fyrir hendi.“
Kannanir í Bandaríkjunum sýna vaxandi efasemd-
ir um stefnu Bush í málefnum Íraks en þar hafa nú
alls 815 bandarískir hermenn fallið frá því að ráðist
var inn í landið síðastliðið vor. Birt var Gallup-könnun
í Bandaríkjunum á fimmtudag og sögðu 49% að-
spurðra að Íraksstríðið hefði ekki verið „réttlátt“ en
jafnhátt hlutfall var á öndverðri skoðun. Er spurt var
um Persaflóastríðið 1991 voru 66% jákvæð og um
90% töldu að rétt hefði verið að berjast í seinni heims-
styrjöld.
Bush varar við óþol-
inmæði og svartsýni
Washington, Róm, París. AFP, AP.
Reuters
Bush Bandaríkjaforseti og Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu, heilsast fyrir fundinn í gær.