Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Grettir
Smáfólk
SJÁÐU GRETTIR! MÉR
TÓKST AÐ KOMA
SOKKI YFIR HÖFUÐIÐ
Á MÉR. FINNST ÞÉR
ÞAÐ EKKI SKRÍTIÐ?
ÞAÐ SEM MÉR
FINNST SKRÍTNAST
VIÐ ÞETTA...
ER HVERSU
EÐLILEGT MÉR
FINNST ÞETTA
ÞÚ ERT VÆNTANLEGA
AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR
ÞÉR AF HVERJU ÉG ER
MEÐ DRULLUSOKK Á
ANDLITINU
ÉG NEITA
AÐ TAKA
ÞÁTT Í
ÞESSUM
LEIK ÞÍNUM!
Í LÍFI MÍNU
HEF ÉG
KYNNST
MIKIÐ AF...
ÞÚ ÆTTIR AÐ
PASSA HVAÐ
ÞÚ SKRIFAR Í
ÆVISÖGUNA!
EF ÞÚ
SEGIR SLÆMA
HLUTI UM
MIG ÞÁ....
SKRÍTNU
FÓLKI.
Risaeðlugrín
© DARGAUD
BRRR! ÞAÐ ER
FREKAR KALT Í DAG
SUMA DAGA LANGAR MANN
BARA TIL ÞESS AÐ VERA UPP
Í RÚMI, UNDIR SÆNG
DAVÍÐ TÆKI ÞAÐ
EKKI Í MÁL VINNAN ER
NÚMER 1, 2
OG 3! SEGIR
HANN ALLTAF
EN....
HEY ÞÚ! ÉG ÞEKKI ÞIG! ÞÚ VARST Á
ÞESSUM SAMA STAÐ Í GÆR. EKKI
NEITA ÞVÍ, ÉG SÁ ÞIG!
LÖGIN ERU ÓTVÍRÆÐ. ÞAÐ ER
BANNAÐ AÐ STALDRA HÉRNA VIÐ Í
SVONA LANGAN TÍMA. ÉG SKIPA
ÞÉR AÐ FÆRA ÞIG Í NAFNI LAGNNA
EÐA ÉG NEYÐIST TIL ÞESS AÐ GERA
ÞAÐ MEÐ VALDI!!
ÞÚ NEITAR AÐ HLÝÐA LÖGUNUM!
ERTU MEÐ MÓTÞRÓA? Í SÍÐASTA
SKIPTI, ÉG TEL UPP Á ÖÖÖ EINUM
ÉG VARAÐI
ÞIG VIÐ!
EINN! HVAÐ? HVAÐ
GERÐIST?
TAKK FYRIR! ÁN ÞÍN HEFÐI ÉG DVALIÐ Í
KALKANUM TÍMUNUM SAMAN
ÞETTA ER ÉG! ÉG
VONA AÐ ÉG KOMI
EKKI OF SEINT
EN
EN...
...OG ÁÐUR EN ÉG NÁÐI AÐ ÁTTA MIG ÞÁ STÖKK
HANN Á MIG OG KYSSTI MIG!
ÞAÐ VERÐUR AÐ
LOKA HANN INNI!
ELSKAN! KOMDU
AFTUR! ÞETTA ER BARA
MISSKILNINGUR!!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞESSA stundina dynur á okkur
orðið ljósvakamiðlar. Orðmyndun-
in finnst mér dæmigert rugl, enda
þótt sjálfur Jónas Hallgrímsson
hafi fundið upp íslenzkt orð fyrit
ether. það var hugmynd manna á
öld Jónasar, að til væri alls staðar
efni, sem bæri ljós, ljósvaki. Þetta
hefur ekki staðist nútímakenning-
ar og er úrelt, í.þ.m. eins og það
var sett fram. Skylt ljósinu eru
aðrar öldur eða einkennilegar
agnahreyfingar. Þetta eru rafseg-
ulbylgjur, sem fara um heim allan.
Það er radíó. Orðið er líklega frá
dögum Leonardo da Vinci, en öld-
ur sáust á kornökrum, er vind-
urinn feykti öxunum eins og radíus
færi um geira.
Árið 1987 var það víst, að orða-
nefnd rafmagnsverkfræðinga aug-
lýsti eftir íslenzku orði fyrir radio.
Þá var það, sem ég stakk upp á
orðinu vak. Fór ég í Orðabók
Menningarsjóðs, og sjáið! - vak er
uppitak silungs í veiðivatni. Allir
vita að þá myndast sammiðja
hringar, sem stækka og stækka.
Eimitt þetta er oft notað til þess
að tákna útvarpsbylgjur. Já, Jónas
sagði í Gunnarshólma; silungar
vaka í öllum ám. Lenti sá sem hér
skrifar í minnihluta nefndarinnar.
Eftir stóran fund og fleiri fundi
gaf nefndin út bók, til þess að
setja upp í hillu. Þráðlaus fjar-
skipti skyldi barnið heita!! Þetta
er alls óhæft í samsetningum. Ég
hefi myndað hátt í hundrað orð á
vakgrunni. Sjálfur er ég vakhugi
eða radíóamtör. Þetta þótti Helga
J. Halldórssyni gott orð, en við
áttum orðastað í Morgunblaðinu
1987 um þessi efni.
Ljósvakamiðlar nota vaköldur.
Þeir senda á sínum vaktíðnum og
hafa sína vakrás, en það heitir á
ensku channel. Tæknimenn eru
vakvirkjar. Vak telur þrjá stafi.
Iðnaðarmenn í öðrum greinum eru
símvirkjar, rafvirkjar ogf vélvirkj-
ar. Þetta skyldi nú vera skárra en
að segja þráðlausrafjarskiptavirkj-
ar.
Mig langaði til þess að fá fjöl-
miðlamenn til þess að minnast
orðsins í vakmiðlum eða á prenti.
Helgi J. Halldórsson var málfars-
ráðunautur Ríkisútvarpsins og
mér vinveittur, fannst mér. Hans
naut samt ekki lengi við. Vinir
mínir í Orðanefnd hittast víst oft
yfir kaffibolla. Lítið hefur mér
samt fundist til um kynningastarf-
semi þeirra. Þetta var sett upp í
bók, sem ég persónulega þakka
fyrir að hafa fengið á sextugs-
afmælinu. Það var helzt, að Rík-
issjónvarpið fór um þetta leiti að
sýna auglýsingu um sitt ágæti. Þar
sást í sjónvarpi kort af landinu.
Vakið var táknað með sammiðja
hringum, sem víkkuðu út frá
Reykjavík, Akureyri og Egilstöð-
um. Þetta var bara frábært. Dett-
ur mér helzt í hug að hin ágæta
Rósa Ingólfsdóttir hafi hannað
þetta af sinni alkunnu snilld. Veit
ég þetta þó ekki. Um þetta leiti fór
ég fyrst að heyra oft og oftar um
ljósvakamiðlana. Ég hafði þá skrif-
að um vakmiðla í Morgunblaðinu.
Menn hafa þó eitthvað misskilið
þetta. Ekki vil ég bera ábyrgðina á
þessu.
Gaman væri ef einhverjir hinna
mörgu ágætu fjölmiðlamannanna,
en þeir bera hvað mesta ábyrgð á
tungutaki okkar, myndu reyna
orðið mitt. Til dæmis gætu þeir
sagt: lög um vakmiðla, - en það er
nýyrði, sem stungið er upp á fyrir
ljósvakamiðla. Orðið er myndað af
orðinu vak, en það er íslenzka orð-
ið fyrir radíó.
SVEINN GUÐMUNDSSON,
verkfr.,
Háteigsvegi 2,
105 Reykjavík.
Vak, vakmiðlar,
ljósvakamiðlar
Frá Sveini Guðmundssyni:
MANNI blöskrar sá djöfulgangur,
hatur og heift, sem fram kemur í
grein Sveins Andra Sveinssonar í
Morgunblaðinu föstudaginn 4. júní
og lýtur að forseta Íslands, herra
Ólafi Ragnari Grímssyni. Það er
engu líkara en að vesalings mað-
urinn sé í algjörri örvilnun enda
segist hann heldur vilja ganga
Margréti Þórhildi á hönd en hafa
Ólaf Ragnar áfram í embætti for-
seta lýðveldisins. Við þessu get ég
aðeins ráðlagt Sveini Andra
tvennt.
Annað er að leita sér aðstoðar
sálfræðings og hitt að flytja til
Danmerkur, Færeyja eða Græn-
lands. Það bannar honum það eng-
inn. Við aðra Íslendinga vil ég
segja þetta: Þegar þjóðin kýs sér
forseta eiga allir að virða það val
og vera ekki með hnútuköst í þann
sem gegnir því embætti. Þetta á
einnig við um þegar forseti beitir
þeim rétti sem hann hefur sam-
kvæmt stjórnarskrá. Og þó að
fyrrverandi forsetar hafi ekki beitt
stjórnarskrárbundnum ákvæðum
getur það aldrei bundið hendur
annarra forseta síðar meir enda er
það ekki á þeirra valdi að ákveða
gildi laga. Höldum vörð um for-
setaembættið og lýðræðið og lát-
um ekki úlfa í sálarkreppu brjóta
það niður.
MATTHÍAS KRISTINSSON
fyrrv. skólastjóri.
Úlfur í sálarkreppu
Frá Matthíasi Kristinssyni:
Fáðu úrslitin
send í símann þinn