Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 31

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 31
KARLAKÓRINN Fóstbræður er í tónleikaför erlendis. För- inni er fyrst heitið til Helsinki í Finnlandi þar sem kórinn mun halda sameiginlega tónleika með finnsku karlakórunum Akademiska sångföreningen sem stofnaður var 1838 og Muntra Musikanter sem stofn- aður var 1878. Tónleikarnir verða haldnir í Riddarahúsinu í Helsinki í dag, sunnudag. Á efnisskrá eru íslensk og nor- ræn karlakóralög. Jónas Ingi- mundarson píanóleikari, sem er fyrrverandi söngstjóri kórs- ins, verður með í för og annast undirleik með Fóstbræðrum. Frá Helsinki halda Fóst- bræður svo ásamt Muntra Musikanter til St. Pétursborg- ar, en þar halda kórarnir sam- an tónleika í Smolney-tónleika- salnum 10. júní. Fóstbræður hafa tvívegis áður komið til borgarinnar sem þá hét Len- ingrad, árið 1961 og 1976. Hápunktur þessarar ferðar er tónleikar í Fílharmóníuhöll St.Pétursborgar 11. júní, en fyrir um tveimur árum barst kórnum boð um að koma fram á áskriftartónleikum í þessu virta tónleikahúsi sem byggt var árið 1840. Tónleikarnir eru tvískiptir, fyrir hlé verða flutt norræn lög undir stjórn Árna Harðarsonar, en eftir hlé verð- ur svo flutt verkið Öedipus Rex eftir rússneska tónskáldið Igor Stravinsky ásamt Fílharmóníu- hljómsveit St. Pétursborgar undir stjórn Bernharðs Wilk- inssonar og fimm einsöngvur- um frá fjórum þjóðlöndum, þar af tveimur íslenskum, þeim El- ínu Ósk Óskarsdóttur og Snorra Wium. Stjórnandi Fóst- bræðra er Árni Harðarson Fóstbræð- ur leggja í víking LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 31 STÆRSTI aukasalur Háskóla- bíós reyndist furðuómvænn á tón- leikunum með íslenzkri kvik- myndamúsík aðfaralaugardag hvítasunnu. Verra var hvað þessu vel til fundna framtaki í vönduðum flutningi KaSa hópsins reyndist illa sinnt af Listahátíðargestum. Verður e.t.v. helzt tímasetning- unni, á fyrstu stóru ferðahelgi sumarsins, kennt um að aðeins lið- lega hálft hundrað manns sá sér fært að mæta. Í þokkabót skrapp samkundan niður í fjórðung þegar pallborðsumræður hófust eftir hlé. Af þeim umræðum kom fram, að algenga staðhæfingin um að bezta kvikmyndatónlistin „heyrist“ ekki, þ.e. vekur hvergi athygli áhorfand- ans umfram það sem augað sér, sé klisja er sjaldan stenzt. Í nýlegum útvarpsþætti kvað ekki ómerkari tónsmiður en „meistarinn frá Míl- anó“, Nino Rota, hafa hafnað henni með öllu. Enda kvað kunnasti leik- stjórnarsamstarfsmaður hans, Fellini, aldrei hafa fundizt tón- skáldið skyggja á sig og sitt. Né heldur varð þess vart í sýnishorn- unum af íslenzkri kvikmyndatón- list, er öll voru leikin í tilurðarröð undir viðkomandi myndskeið á tjaldi, að tónhöfundar héldu vísvit- andi aftur af sér. Áttu sumir filmusmiðir reyndar hæg heimatök sem bæði leikstjór- ar og tónskáld, eins og elzti fulltrúinn, Loftur Guðmundsson, höfundur fyrstu íslenzku talmynd- arinnar Milli fjalls og fjöru (1949). Ber þess annars að geta, að hér sem í næsta dæmi eftir Jórunni Viðar var tónlistin endurheimt og endurútsett af Þórði Magnússyni eftir hljóðrák myndanna, þar eð raddskrár höfðu týnzt. Virtist það vandasama verk prýðisvel unnið, þótt undirr. hefði að vísu hvoruga myndina séð. Tónlist Jórunnar við Síðasta bæ- inn í dalnum (1950) var skemmti- leg blanda af þjóðlegri rómantík og impressjónisma við háklassíska ballettútfærslu á frónskri huldufót- mennt. Tvö dæmi komu eftir það um filmumúsík Magnúsar Blöndal Jóhannssonar. Fyrst útgáfa fyrir fiðlu og píanó af vókalísunni úr Sveitinni milli sanda sem Ellý Vil- hjálmsdóttir gerði landskunna, og síðan mergjuð rafhljóðlist hans undir rauðkraumandi hraunflóðið úr Surtur fer sunnan; eina elek- tróníska hljóðrás dagsins. Eftir tvö postrómantísk innslög eftir Jón Þórarinsson við Paradísarheimt Rolfs Hädrichs frá 1979 (raunar sjónvarpsmynd frekar en bíó), kom stílleg tónlist Hróðmars Inga Sig- urbjörnssonar við aðra sjónvarps- mynd um Jón Sigurðsson, Mann og foringja (1993). Tónlist Bjarkar við Myrkradans- ara Lars von Triers (2000) vakti hugrenningar um Sibelius; kunn- áttulega skrifuð, þó hvergi sæist útsetjari tilgreindur. Tónlist Jóns Ásgeirssonar við mynd Baltasar Kormáks um Hafið Ólafs Hauks Símonarsonar var sláandi dæmi um þegar klassísk yfirvegun skerpir sjónræna voveifleikann á undiröldu tragískrar hlédrægni. Ekki varð betur heyrt en að hinn bráðgeri leikstjóri Dagur Kári Pét- ursson hafi kunnað að meta Gnossíennur Saties í íðiltærri pí- anótónlist sinni við Nóa albínóa, er féll fullkomlega að myndskeiðinu. Sömuleiðis mátti í einu af 4 sýn- ishornum Hjálmars H. Ragnars- sonar úr Kaldaljósi Hilmars Odds- sonar greina suðrænan enduróm af Nino Rota; að vísu ekki leiðum að líkjast. Annars var tónlist hans meðal glæsilegustu dæma íslenzka kvikmyndatjaldsins um frumlega og hnitmiðaða tónhugsun, sem nýt- ur sín jafnt sjálfstætt sem bak- tjaldsmegin. Loks voru tvö dæmi eftir líklega afkastamesta tónskáld greinarinn- ar hér á landi, Hilmar Örn Hilm- arsson, þ.e. úr Bíódögum Friðriks Þórs Friðrikssonar og In the Cut eftir Jane Campion, er mynduðu hins vegar dæmigerðustu innslögin um svo fullkomna samtvinnun myndmáls og hljóðrásar, að sjálf- stætt líf án myndar virtist nærri óhugsandi. Þar eð tónsýnishorn dagsins tak- mörkuðust við klassískan hljóð- færakost KaSa hópsins, hlaut mei- ripartur íslenzkrar kvikmyndatón- listar – í ætt við ýmis konar popp og tölvutónlist – að verða útundan. En þó að fagurtónrænar aðal- áherzlur kynnu þannig í fljótu bragði að virðast á skjön við blá- kaldan veruleika dvergvaxins kvik- myndaiðnaðar, þar sem tónlistar- val fer fram í vinnslulok þegar afgangsfé er af skornum skammti, var athyglivert að frétta hjá pall- borðsmælendum að klassísku hljóðfærin gætu með góðu skipu- lagi samt staðizt samkeppni við rokksveitir og heimahljóðver. Kvikmyndatónlist í hálfa öld TÓNLIST Háskólabíó Kvikmyndatónlist eftir Loft Guðmunds- son, Jórunni Viðar, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Hilmar Örn Hilmarsson o. fl. KaSa hópurinn. Laug- ardaginn 29. maí kl. 14. LISTAHÁTÍÐ Ríkarður Ö. Pálsson Heimsferðir hafa nú bætt við aukaflugi til Jamaica þann 2. nóvember, en ferðin 11. nóvember er löngu uppseld og með langan biðlista. Jamaica hefur ekki aðeins að bjóða stórkostlega náttúrufegurð og veðurfar, heldur einnig andrúmsloft og menningu sem á sér fáa líka í Karíbahafinu. Hér eru drifhvítar sandstrendur með þeim fegurstu í heimi. Má þar nefna strendurnar við Ocho Rios og Negril. Glæsileg gisting. Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Verð kr. 89.990 M.v. 2 í herbergi á Sandcastles, 7 nætur. Netverð. Verð kr. 99.990 M.v. 2 í herbergi á Renaissance Grande, m.v. 2 í herbergi, 7 nætur. Netverð. – ALL Inclusive. Jamaica Aukaflug 2. nóvember Munið Mastercard ferðaávísunina Topp- lausnin Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum í bílinn. Margar gerðir og stærðir fyrir alla bíla. Verð frá 27.500 kr. ÍSLAND - ÍTALÍA sunnudaginn 6. júní kl 19:45 Íþróttahúsi Kaplakrika Tryggjum strákunum okkar farseðilinn á HM í Túnis ÁFRAM ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.