Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 51

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 51 DAGBÓK KIRKJUSTARF Háteigskirkja Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt kl. 13–15. Kaffi.Skráning í síma 511 5405. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í dag er samkoma kl. 20.00. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnastarfið er komið í sumarfrí en það er boðið upp á gæslu fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Athugið breyttan samkomutíma í sumar, nú eru samkomurnar klukkan 20.00 á sunnudög- um. Nánari upplýsingar á www.kefas.is. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11:00 Ræðumaður Theodór Birgisson Almenn samkoma kl. 20:00 Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Miðvikudaginn 16. júní kl. 20:00 er bænastund. Bænastundir alla virka morgna kl. 06:00. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Vegurinn: Almenn samkoma kl. 20:00, Anita Björk frá Arken í Svíþjóð predikar, lof- gjörð, brauðsbrotning, fyrirbænir og sam- félag eftir samkomu í kaffisal. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert glaðlynd og listræn hugsjónamanneskja. Á kom- andi ári muntu hnýta lausa enda og sleppa tökunum á hlutum sem eru úreltir í lífi þínu. Það er kominn tími á eitthvað nýtt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður tími fyrir þig til að fara á námskeið eða hella þér út í lestur og skriftir. Þú hefur þörf fyrir að læra eitt- hvað nýtt og nota huga þinn á uppbyggilegan hátt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Skrifaðu niður fjáröfl- unarhugmyndir þínar. Þú hef- ur yfirleitt gott lag á að afla peninga og ávaxta þá og nú eru þessir hæfileikar þínir með mesta móti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Merkúr er nýkominn inn í merkið þitt og það vekur með þér mikla forvitni um allt í kringum þig. Þú vilt kanna umhverfi þitt og læra eitthvað nýtt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur mikla þörf fyrir ein- veru og ættir helst að vinna ein/n næstu vikurnar ef þú mögulega getur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt njóta þess að tala við vini þína og kunningja á næstu vikum. Þú hefur gaman af hugmyndaflæðinu sem skap- ast og hver veit nema þú lærir eitthvað nýtt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú munt líklega eiga mik- ilvægar samræður við yf- irmenn þína og aðra yfirboð- ara á næstu vikum. Fólk er tilbúið að hlusta á það sem þú hefur að segja. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur mikla þörf fyrir að víkka sjóndeildarhring þinn og ættir því að leita uppi áhugaverðar samræður og skoðanaskipti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til að ganga frá lausum endum varð- andi eignir og skuldir, trygg- inga- og erfðamál. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt líklega eiga upp- byggilegar samræður við maka þinn í dag. Þú átt auð- velt með að tjá þig á skilmerki- legan hátt og ert auk þess tilbúin/n að hlusta á það sem aðrir hafa að segja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hikaðu ekki við að deila hug- myndum þínum um hagræð- ingu í vinnunni með öðrum. Þú veist hvað þú ert að tala um og hvernig stofnunin virkar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur áfram mikla sköp- unarhæfni og því er þetta góð- ur tími til skrifta og hvers kon- ar listsköpunar. Mundu að við erum það sem við gerum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt eiga mikilvægar sam- ræður við fjölskylduna á næst- unni. Þú vilt fá ákveðna hluti á hreint og finna lausnir á hversdagslegum vandamálum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÉG BIÐ AÐ HEILSA Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT 60 ÁRA afmæli. Í dag,6. júní, er sextugur Jón G. Baldvinsson versl- unarmaður, Vallarási 5, Reykjavík, fyrrverandi for- maður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Lands- sambands stangaveiði- félaga. Eiginkona hans er Elín Möller. Þau hjónin eru stödd úti í guðsgrænni nátt- úrunni. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 6. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Steingrímur Kristinsson og Guðný Friðriksdóttir, Hvanneyrarbraut 80, Siglufirði, en Guðný verður einnig 72 ára þann sama dag. LEITIN að fullkomnun getur ekki farið fram við spilaborðið – brids er lík- indaspil og það sem heppnast í eitt skipti getur kolfallið í því næsta. Kúnstin er að taka ákvarð- anir sem eru oftar en ekki réttar – vera yfir 50% markinu að meðaltali. Hver er hin hagsýna ákvörðun í þessu spili? Norður ♠53 ♥K ♦ÁDG6542 ♣642 Vestur Norður Austur Sauður -- -- 1 hjarta Dobl 3 hjörtu ? Keppnisformið er sveitakeppni og það er enginn á hættu. Suður vekur á Standard hjarta, makker doblar, og vestur hindrar með stökki í þrjú hjörtu. Hvað á norður að segja? Þessi þraut blasti við keppendum á landsliðsæf- ingu um síðustu helgi. Fyrsta hugsunin er sú að stökkva í fimm tígla og það gerðu sumir. En kannski er ástæðulaust að afskrifa þrjú grönd. Þrátt fyrir allt eru mótherjarnir AÐEINS komnir í þrjú hjörtu og makker gæti hæglega átt eitthvað bita- stætt í hjarta. Og svo á opnarinn út. Hann er lík- legri til að eiga hjartaás- inn og varla fer hann að leggja hann niður í byrjun, því hann hefur ekki hug- mynd um að norður eigi rennandi tígul. Norður ♠53 ♥K ♦ÁDG6542 ♣642 Vestur Austur ♠G842 ♠Á1076 ♥7652 ♥DG1098 ♦1073 ♦-- ♣ÁG ♣K875 Suður ♠KD9 ♥Á43 ♦K98 ♣D1093 Fimm tíglar fara snar- lega niður, en þrjú grönd eru á borðinu. Kannski á suður ekki dæmigert opn- unardobl, en samt benda sagnir til að hann sé með þrílit í hjarta og þá frekar flatur. Alla vega dæmast þrjú grönd vera prósentu- sögnin. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rc6 4. Bxc6+ bxc6 5. 0-0 e5 6. c3 Bg4 7. h3 Bxf3 8. Dxf3 Rf6 9. d3 Be7 10. Be3 0-0 11. Rd2 d5 12. Df5 Rd7 13. Dg4 Þegar Sóvétríkin sálugu voru og hétu var á hverju ári haldið meistaramót landsins sem var á meðal sterkustu móta hvers tíma. Þó að rúss- nesku meistaramótin hafa í gegnum tíðina verið öflug þá komast þau ekki í hálfkvisti við fyrirrennara sinn. Í ár verður væntanlega breyting á þessu þar sem nýr formaður rússneska skáksambandsins í Pétursborg hyggst nota banka sinn, Viking bank, til að fjármagna ofurmót í haust þar sem Kasp- arov, Kramnik og Karpov verða á með- al keppenda. Fyrir stuttu voru haldnar undanrásir fyrir of- urmótið og þar kom þessi staða upp á milli Vitaly Tses- hkovsky (2.564), svart, og Sergei Silivanov (2.291). 13. – h5! 14. Dxh5 14. Dg3 hefði ekki verið skárra vegna 14. – Bh4. 14. – d4 15. cxd4 cxd4 16. Bxd4 exd4. Svartur er nú manni yfir og nýtti hann sér það til vinnings. 17. f4 Hb8 18. b3 Hb5 19. e5 Rf6 20. Df3 Rd5 21. g3 Re3 22. Hfc1 Dd7 23. Hxc6 Dxh3 24. Hc7 Hb6 25. He1 Hh6 26. He2 Hc8 27. Hxc8+ Dxc8 28. Rc4 Bc5 29. Rxe3 dxe3 30. f5 Bd4 31. Kg2 Dc1 og hvítur gafst upp. Hraðskákmót Íslands hefst í dag og eru nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Salou 17. júní frá kr. 29.995 Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl. Verð kr. 29.995 á mann M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. Verð kr. 39.890 á mann M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. Blómaskreytingarnámskeið 21.-25. júní • 5 daga námskeið, ca 40 klst. Kennt verður: Blómvendir, brúðarvendir, skreytingar, kransar, krossar og margt fleira úr ræktuðu náttúruefni. Skráning í síma 555 3932 Sæunn og 897 1876 Uffe Uffe Balslev, blómaskreytir, Hvassahrauni. Upplýsingar veita Birgir í síma 822 7896 og Erla í síma 821 7896 eða cranio@strik.is Upledger höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð Kynningarnámskeið á Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð verður haldið í Reykjavík dagana 11. og 12. júní næstkomandi. Námskeiðið er haldið í húsakynnum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut. Námskeiðið er ætlað öllum þeim, sem hafa áhuga á að fræðast um þetta meðferðarform MEÐ MORGUNKAFFINU Fáum okkur að borða á Holtinu, Snúlla!?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.