Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Sleipnir fer árlega
í baðtúr til strandar við Stokkseyri. Að sögn
Sigurðar Grímssonar, formanns ferða-
nefndar Sleipnis, hefur baðtúrinn verið í ára-
tugi árlegur viðburður í maílok. „Áður fyrr
var þetta gert til að þrífa hrossin eftir inni-
stöðurnar og seltan látin drepa á þeim lús-
ina. Núna er minna um að það sé skipulega
baðað, en yngra fólk fer þarna út og sund-
ríður. Svo riðum við upp með Ölfus-
árbökkum til baka, mjög skemmtilega leið,“
sagði Sigurður.
Morgunblaðið/Golli
Sundriðið til lands við Stokkseyri
GUÐLAUGUR Friðþórsson,
sem bjargaðist með undraverð-
um hætti eftir að Hellisey VE
503 fórst að kvöldi 11. mars 1984,
segir í viðtali við Morgunblaðið
að sér þyki það stundum hafa
gleymst í umfjöllun um slysið að
þótt hann hafi bjargast hafi fjór-
ir félagar hans farist þessa nótt.
Guðlaugur er án efa einn
þekktasti sjómaður Íslendinga
og varð þekktur í einni svipan
eftir að hann synti um 6 km leið í
köldum sjó og gekk síðan yfir úf-
ið hraun til byggða á Heimaey.
Hann segist hafa velt því fyrir
sér eftir á hvers vegna hann hafi
bjargast, en
ekki félagar
hans sem áttu
konur og
börn. Olli
þetta, ásamt
allri athygl-
inni sem hann
fékk, nokkurri
vanlíðan um
tíma. „Svo kom að því að ég
hreinlega tók sjálfan mig í
gegn … og komst að þeirri nið-
urstöðu að ef ég ætlaði að halda
áfram yrði ég að hugsa hlutina
öðruvísi – því lífið hélt áfram hjá
mér. Ég gæti ekki látið þennan
atburð stjórna lífi mínu alla
ævi.“
Spurður um öryggismál sjó-
manna telur Guðlaugur að tölu-
verðar framfarir hafi orðið frá
því hann lenti í sjóslysinu fyrir
rúmlega 20 árum. Nefnir hann
Slysavarnaskóla sjómanna,
björgunarþyrlur, sleppibúnað
björgunarbáta, björgunarbún-
inga og sjálfvirku tilkynninga-
skylduna í því sambandi. Guð-
laugur telur mikilvægt að
sjómenn rifji upp öryggismálin í
Slysavarnaskólanum svo þeir
standi klárir þegar á reynir.
„Það skiptir miklu að kunna að
bregðast rétt við. Menn hafa
engan tíma til að rifja upp þegar
allt er komið í kalda kol. Þá
þurfa viðbrögðin að vera fum-
laus.“ Þess ber að geta að ís-
lenskum sjómönnum er nú skylt
að fara í Slysavarnaskóla sjó-
manna og rifja síðan öryggis-
málin upp á fimm ára fresti.
Guðlaugur hætti til sjós í
haust og starfar nú sem vélstjóri
hjá Ísfélagi Vestmannaeyja.
Hann er í sambúð með Maríu
Tegeder og reka þau gistiheimili
í Vestmannaeyjum.
Þurfa sífellt að rifja upp öryggismálin
Ég var nálægt því að fara/10
NÝ GERÐ greiðslukorta með
örgjörva verður sett í umferð í
haust, að sögn Loga Ragnars-
sonar hjá Fjölgreiðslumiðlun.
Með tilkomu nýju kortanna mun
undirskrift korthafa heyra sög-
unni til, en þeir slá þess í stað
inn PIN–númer sitt á kortales-
ara í verslunum til að staðfesta
greiðslu.
Örgjörvakortin eru hluti af
aðgerðum Visa International og
Mastercard International til að
sporna við kortasvindli, en það
hefur aukist gríðarlega undan-
farin ár í heiminum. Dæmi eru
um að erlendir kortasvikarar
hafi verið að uppgötva Ísland og
aðstæður hér, og þykir því full
ástæða til að auka öryggi við
kortaviðskipti. Notkun korta
með örgjörva hefur aukist er-
lendis undanfarin ár og styttist
til dæmis afgreiðslutími við
kassa með notkun þeirra, þar
sem ekki þarf að hringja inn til
kortafyrirtækis í hvert sinn sem
kort er notað.
Lengi beðið þessara
breytinga
Að sögn Sigurðar Ragnars-
sonar, framkvæmdastjóra Sam-
taka verslunar og þjónustu, hafa
samtökin beðið lengi eftir breyt-
ingu í kortaviðskiptum. Þar
skiptir miklu að með tilkomu
nýju kortanna ber korthafi einn
ábyrgð á notkun kortsins, í stað
núverandi ábyrgðar söluaðila á
að undirskrift sé rétt. Ragnar
Önundarson, framkvæmdastjóri
Mastercard, segir að nýju kortin
verði tekin upp í vetur. „Við það
munu bæði hraði og öryggi í við-
skiptum aukast. Þótt kortanotk-
un hér á landi hafi að mestu
gengið vandræðalaust fyrir sig,
er full ástæða til að auka örygg-
iskröfur. Undanfarið hefur t.d.
borið á því að erlendir korta-
svikarar hafi verið að uppgötva
landið,“ segir Ragnar. Hann
segir það horfa til aukins örygg-
is að nota leyninúmer í stað und-
irskriftar, enda sé alltaf að
koma fyrir að korthafar skrifi
undir með óskiljanlegri rithendi
eða jafnvel með skammstöfunum
eða öðru í hálfkæringi.
PIN-númer koma
í stað undirskrifta
Númer/4
Erlendir korta-
svikarar að upp-
götva landið
TÓNLISTARMAÐURINN Van
Morrison er væntanlegur til
landsins en hann verður með eina
tónleika í Laugardalshöll 2. októ-
ber.
Eru tónleikarnir liður í Jazzhá-
tíð Reykjavíkur og haldnir í sam-
starfi við tónleikafyrirtækið
Concert ehf.
Þetta er í fjórtánda sinn sem
djasshátíðin er haldin en hún fer
fram í ár dagana 29. september til
3. október.
Jazzhátíð Reykjavíkur
Van Morri-
son kemur
60/Van
ÁSDÍS Elva Pétursdóttir sýnir óvenju-
lega muni á sýningu sem var opnuð á
Árbæjarsafni í gær, en um er að ræða
verk unnin úr plasti og plexígleri með
þjóðlegu ívafi. Meðal verka á sýning-
unni er rokkur úr plasti. Sýningin nefn-
ist „Neyðin kennir naktri konu að
spinna“.
„Ég er að leita að því sem býr á bak-
við, og láta fólk skoða hluti frá nýju
sjónarhorni, þá sérstaklega hluti sem
fólk tekur sem sjálfsagða,“ sagði Ásdís í
samtali við Morgunblaðið. „Með því að
færa rokkinn í plast getur fólk horft í
gegnum hann, og þar af leiðandi velt
fyrir sér efninu og sögunni á bak við
hlutinn,“ bætir hún við.
Ásdísi þótti kjörið að hafa rokkinn og
önnur listaverk á sýningu í Árbæj-
arsafni, þar sem Íslenskur heimilisiðn-
aður er einnig með sýningu þar um
helgina. Hún starfar sem textílhönn-
uður, og vinnur til dæmis nytjahluti í
ull. Hún kom fram með þjóðbúninga úr
plasti fyrir nokkrum árum. „Þar var ég
að velta fyrir mér hvað væri íslenskt
við þjóðbúningana, og nú er ég að velta
fyrir mér hvers Íslendingurinn þarfn-
ast,“ útskýrir Ásdís.
Plastrokkur á
Árbæjarsafni
VERSLUN hefst að nýju í svokölluðu Top
Shop-húsi við Lækjargötu í síðari hluta
júní. Í húsinu verður bóka-, ritfanga- og
gjafavöruverslun, kaffihús, sushi- og smá-
réttabar, verslun með ullarvörur og lista-
gallerí, að ógleymdum veislu- og fundarsöl-
um.
Arndís B. Sigurgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hússins og eigandi Iðu,
bóka-, ritfanga- og gjafavöruverslunarinnar
sem húsið verður kennt við, segist hafa of-
urtrú á verslun í miðbænum. „Satt best að
segja hefur gengið ótrúlega vel að fá fólk til
samstarfs og komust færri að en vildu,“
segir hún.
Húsið að Lækjargötu 2a hefur verið að
mestu ónotað frá því að Baugur hætti
rekstri Top Shop þar í ársbyrjun 2003.
„Húsið er frábært og það hefur verið
skemmtilegt verkefni að skipuleggja fjöl-
breyttan rekstur í því. Allur rekstur í Iðu
mun tengjast á einn eða annan hátt, þetta er
opið rými og flæði um það óhindrað. Að-
gengi er mjög gott, bæði rúllustigar og lyft-
ur og þar leggjum við sérstaka áherslu á að-
gengi fatlaðra.“
Arndís segir að Iða verði reyklaust hús
og allir rekstraraðilar í húsinu séu sjálfir
reyklausir.
Vonir standa til að Iða verði opnuð 19.
júní.
Iða í Top
Shop-húsið
Hef ofurtrú/12