Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 43
ALDARMINNING
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 43
Í dag, 6. júní, eru 100
ár liðin frá fæðingu Jóns
Pálssonar sundkennara.
Hann lést 21. febr. 1983.
Jón var sonur Páls Erl-
ingssonar (1856–1937)
og konu hans Ólafar
Steingrímsdóttur sem
bjuggu að Efra-Apa-
vatni í Grímsnesi. Páll
var einn helsti braut-
ryðjandi sundkennslu á
Íslandi. Hann kenndi
sund, m.a. í Laugunum í
Reykjavík vor og haust
frá 1893 til 1906 og eftir
allt árið til ársins 1921.
Eldri bræður Jóns voru Steingrímur
(1894–1974), Erlingur (1895–1966) og
Ólafur (1898–1981). Allir urðu þeir
þekktir sundmenn og kraftmiklir bar-
áttumenn sundíþróttarinnar. Stein-
grímur varð m.a. annar í Nýárssund-
inu árið 1917. Erlingur var fræknasti
sundmaður landsins um árabil, sigur-
sæll í Nýárssundinu og Íslendinga-
sundinu á árunum 1912 –1926, synti
Drangeyjarsund árið 1927. Hann varð
síðar yfirlögregluþjónn í Reykjavík og
kunnur íþróttafrömuður Ólafur stund-
aði sundkennslu áratugum saman en
starfaði einnig sem þjálfari um langt
árabil, m.a. hjá Glímufélaginu Ármann
1927–1939.
Tveimur árum eftir að Jón fæddist
ákvað Páll að gera sundkennslu að
ævistarfi sínu og fluttist til Reykjavík-
ur með fjölskyldu sína. Kenndi hann
síðan sund í Laugunum til 1921 eins og
áður er sagt.
Ungur hreifst Jón af sundíþróttinni.
Á heimili foreldra hans var sund-
kennslan helsta umræðuefnið og áhug-
inn svo mikill að sundið var æft á stofu-
gólfi, borði og stólum. Hann fylgdist
með kennslu föður síns og Erlings
bróður síns sem byrjaði ungur að að-
stoða föður sinn við kennsluna árið
1909 og kenndi til ársins 1920. Jón varð
snemma sundfær. Aðeins 13 ára gam-
all tók hann þátt í hinu árlega Nýárs-
sundi (50 m sund) í Reykjavíkurhöfn á
nýársdag árið 1918. Hann varð þriðji í
kappsundinu á eftir bræðrum sínum
Erlingi og Ólafi, aðeins 2 sek á eftir
Erlingi sem þá var besti sundmaður
landsins. Árið eftir varð Jón annar á
eftir Erlingi en sigraði svo í sundinu
árið 1922 og einnig árið eftir er það var
síðast haldið. Jón var einn þriggja Ís-
lendinga sem kepptu í sundi á alþjóð-
legu sundmóti KFUM í Kaupmanna-
höfn árið 1927. Hann komst í úrslit í
100 m skriðsundi (frjáls aðferð).
Tveimur árum síðar setti Jón met í 100
m skriðsundi og 100 m baksundi. Jón
naut ekki langrar skólagöngu því
JÓN
PÁLSSON
sundkennsla varð fljót-
lega hans starfsvett-
vangur. Hann var rétt
16 ára gamall þegar
hann tók við af Erlingi
bróður sínum sem að-
stoðarmaður föður síns
við sundkennsluna í
Laugunum. Árið 1922
tóku þeir bræður, Jón og
Ólafur, við allri kennsl-
unni þegar Páll hætti
eftir langt og mikið
starf. Voru báðir ráðnir
sem fastir sundkennar-
ar. Þeir voru reyndar
ekki einasta sundkenn-
arar heldur líka starfsmenn sundlaug-
anna. Þeir þurftu að sjá um alla þjón-
ustu við gesti og annast hreinsun og
viðhald lauganna. Fram til 1937
kenndi Jón í Laugunum en þá gerðist
hann sundkennari við Sundhöll
Reykjavíkur. Árið 1943 var hann sett-
ur sundkennari við framhaldsskóla í
Reykjavík og sinnti því starfi þar til
hann komst á eftirlaun árið 1973.
Sundkennslu hélt hann þó áfram og
kenndi konum í sértímum í heilan ára-
tug. Jón sneri sér ungur að félagsmál-
um sundmanna. Árið 1920 hafði hann
forgöngu um stofnun Sundfélagsins
Gáinn. Hann var þjálfari félagsins og
sat jafnframt í stjórn þess þar til það
var lagt niður árið 1927. Félagið stóð
m.a. fyrir Nýárssundinu árin 1922 og
1923. Jón stóð ásamt nafna sínum Jóni
D. Jónssyni og Eiríki Magnússyni að
stofnun Sundfélagsins Ægir 1. maí ár-
ið 1927. Með stofnun þess hófst nýtt
framfaratímabil í sögu sundsins í land-
inu. Jón sat í stjórn félagsins til 1942
og var reyndar aðaldriffjöður þess og
þjálfari þennan tíma (einnig 1950–
1952). Mun félagið alla tíð hafa staðið
nær hjarta hans en flest annað. Árin
1939–1945 var Jón þjálfari hjá KR.
Hann aðstoðaði einnig önnur félög á
þessum árum. Jón var fyrsti landsliðs-
þjálfarinn í sundi á Íslandi. Hann þjálf-
aði ásamt bróður sínum Ólafi lið
sundknattleiksmanna sem keppti á Ól-
ympíuleikunum í Berlín árið 1936.
Hann þjálfaði einnig þá íslensku sund-
menn sem kepptu á Evrópumeistara-
mótinu 1938 og 1947, Ólympíuleikun-
um í London 1948 og
Norðurlandamótinu 1952. Hann þjálf-
aði sem sagt allt besta sundfólk lands-
ins á þessum tíma.
Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson
þýddi Sundreglur Nachtegalls og gaf
þær út ásamt öðrum Fjölnismönnum
árið 1836. Þegar 100 ár voru liðin frá
dauða Jónasar (sem lést árið 1845) var
ákveðið að gefa út sundkennslubók.
Jóni var falið að skrifa hana. Bókin
heitir „Sund“ og kom út árið 1948 á
vegum fræðslumálastjórnarinnar.
Hún er afar vönduð. Þorsteinn Ein-
arsson, þáverandi íþróttafulltrúi, segir
svo um bókina í minningargrein um
Jón frá árinu 1983: „Lesandi bókarinn-
ar verður fljótt þess var, að til grund-
vallar samningu hennar liggur löng
reynsla, glöggskyggni og nákvæm yf-
irvegun. Hin hentugasta lega líkamans
í vatninu, mótstaða þess og svo beiting
arma og fóta til átaks á það samfara
háttbundinni öndun eru gjörhugsuð
atriði.“
Jón flutti oft erindi um sund í út-
varpið og síðustu æviárin fékkst hann
við að skrifa sögu sundsins. Jafnframt
gerði hann kvikmynd af helstu sund-
aðferðum. Jón var virðulegur maður
svo eftir var tekið. Hann var hár vexti
og bar sig vel, sviphreinn og fríður.
Hann var kurteis í allri framkomu,
skapgóður og sérlega yfirlætislaus.
Úlfar Þórðarson augnlæknir og
kunnur sundmaður naut handleiðslu
Jóns á sundferli sínum. Þeir störfuðu
saman í áratugi að íþróttamálum. Úlf-
ar minntist Jóns m.a. með þessum orð-
um: „Jón Pálsson var ekki einungis
glæsilegur á velli heldur einnig mjög
góðum gáfum gæddur, fróðleiksfús og
fróðleiksveitandi… Hann sagði betur
frá en aðrir menn og gæddi frásögnina
lífi með mjög sláandi eftirhermum. Í
stuttu máli: Jón var einhver skemmti-
legasti maður sem ég hef kynnst og
veit ég að félagar mínir úr Ægi nutu
þess oft og hlökkuðu til funda þegar
þeir voru.“
Frænka Jóns, Ásdís Erlingsdóttir,
sem einnig er merkur sundkennari,
þekkti Jón vel og starfaði lengi með
honum. Hún segir svo í minningar-
grein um hann: „Jón var fjölhæfur og
hafði skemmtilega greind. Hann gat
talað blaðlaust hvenær sem var, og var
rökvís og gagnorður. Honum var létt
um vísnasmíði og elskaði góða tónlist.
Hann var mikill náttúruskoðandi og
sportmaður á sínum yngri árum og
einstakur að meðhöndla og temja dýr.“
Jón giftist Þórunni Sigurðardóttur
sem ættuð var frá Hörgslandi á Síðu.
Þau hjónin eignuðust þrjú börn: Pál,
verslunarmaður (f. 1932), Sigurð (f.
1939. Hann lést af slysförum árið 1978)
og Amalíu Svölu hjúkrunarfræðing (f.
1943).
Margir Reykvíkingar muna eftir
Jóni þar sem hann stóð á laugarbakk-
anum í Laugunum gömlu og síðan í
Sundhöll Reykjavíkur. Hann vann að
framgangi sundíþróttarinnar áratug-
um saman og lagði fram ómetanlegan
skerf til eflingar henni. Sama á við um
föður hans og bræður, Erling og Ólaf.
Jón hlaut margar viðurkenningar fyrir
störf sín. Sundfélagið Ægir gerði hann
að heiðursfélaga sínum og Sundsam-
band Íslands sæmdi hann gullmerki
sínu. Árið 1954 hlaut hann heiðursorðu
Íþróttasambands Íslands.
Ingimar Jónsson.
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HJÖRTUR GUÐMUNDSSON,
Lindargötu 61,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala Fossvogi miðviku-
daginn 26. maí, verður jarðsunginn fá Grafar-
vogskirkju þriðjudaginn 8. júní kl. 13.30.
Ingimundur Hjartarson,
Anna María Hjartardóttir, Júlíus R. Júlíusson,
Gunnlaugur B. Hjartarson, Málfríður S. Gísladóttir,
Alda Hjartardóttir, Sveinn Muller
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GEIR BJARNI JÓNSSON
fyrrverandi bifreiðarstjóri,
Neskaupstað,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað fimmtudaginn 3. júní, verður
jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn
8. júní kl. 14.00.
Jóhanna Björnsdóttir,
Birna Geirsdóttir, Ágúst Jónsson,
Smári Geirsson, María Jórunn Hafsteinsdóttir,
Heimir Geirsson, Lára Birna Hallgrímsdóttir,
Jóhann Geir Árnason, Ingibjörg Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærs sonar okkar, föður, bróður, afa
og mágs,
GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR,
Hörgslundi 4,
Garðabæ.
Fyrir hönd ættingja,
Sigurður Einar Jónsson, Hjördís Guðmundsdóttir.
Hjartans þakkir til allra ætttingja og vina, sem
sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og út-
för ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
BERNÓDUSAR HALLDÓRSSONAR,
Aðalstræti 22,
Bolungarvík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heil-
brigðisstofnunar Bolungarvíkur.
Erla Bernódusdóttir, Ágúst Sigurðsson,
Halldór Bernódusson, Kristín Gissurardóttir,
Guðmundur Bernódusson, Sigríður Halldóra Hannibalsdóttir,
Halldóra H. Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ARNLJÓTUR BJÖRNSSON
fyrrv. hæstaréttardómari
og prófessor,
Kjarrvegi 6,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum á hvítasunnudag,
30. maí, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 8. júní
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Lovísa Sigurðardóttir,
Þórdís Arnljótsdóttir,
Edda Arnljótsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson,
Sigurður Arnljótsson,
Ingibjörg Arnljótsdóttir
og barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR JÓNSSON,
Keilusíðu 12f,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, fimmtu-
daginn 27. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey frá Höfða-
kapellu að ósk hins látna.
Þökkum auðsýndan hlýhug.
Sigríður Haraldsdóttir,
Trausti Haraldsson, Margrét Njálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Mágur minn og frændi okkar,
SIGURÞÓR ÁRNASON
frá Hrólfsstaðahelli,
Freyvangi 9,
Hellu,
andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn
3. júní.
Halldóra Ólafsdóttir,
Jóna Bríet Guðjónsdóttir, Árni Guðjónsson,
Jóhanna Hannesdóttir, Erna Hannesdóttir,
Árni Hannesson, Sigríður Hannesdóttir.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Englasteinar
Legsteinar