Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 2 0 8 9 • s ia .is Námi› veitir fjölbreytta atvinnumöguleika til sjós og lands og tækifæri til áframhaldandi háskólanáms. Nemendur geta afla› sér stigvaxandi starfsréttinda sem n‡tast t.d. í sjávarútvegi, flutningum, orkufyrirtækjum og i›na›i. Viltu komast í nám bara bóknám? sem er Umsóknir og nánari uppl‡singar: Menntafélagi› ehf, Sjómannaskólanum vi› Háteigsveg Sími 522 3300 ekki www.mennta.is Menntafélagi› ehf er n‡r rekstrara›ili Vélskóla Íslands - St‡rimannaskólans í Reykjavík. Námi› er lánshæft hjá LÍN. SÍÐUSTU DAGAR INNRITUNAR STANDA YFIR Nú útskrifast nemendur með stúdentspróf samhliða vélstjóraprófi. Ráðstefna um kvennahreyfingar Árangur einn sá besti í heimi Kvennasögusafn Ís-lands, Háskóli Ís-lands og NIKK, norræn stofnun fyrir kvenna- og kynjarann- sóknir, standa fyrir nor- rænni ráðstefnu um kvennahreyfingar þann 10–12. júní nk. Á ráð- stefnunni verður lögð áhersla á stöðu kvenna- hreyfinga á Norðurlönd- unum. Einnig verður leit- ast við að staðsetja norrænu hreyfingarnar innan hins alþjóðlega samhengis. Dagskrá ráð- stefnunnar má nálgast á: www.gestamottakan.is/isl- and04. – Hvert er tilefni ráð- stefnunnar? „NIKK ber skylda til að efla fræðastarf á sviði kvenna- og kynjafræða á Norð- urlöndunum og gerir það m.a. með því að leiða saman fræða- fólk á fundi og ráðstefnur. NIKK heyrir undir Norrænu ráðherra- nefndina sem styrkir þessa ráð- stefnu veglega. Þegar hugmynd- in kom um þessa ráðstefnu fyrir tveimur árum lá ljóst fyrir að Ís- land tæki við formennsku í nor- rænu samstarfi á þessu ári og því vel við hæfi að halda hana hér.“ – Hver er staða kvennahreyf- inga hér á landi í dag miðað við Norðurlöndin og önnur lönd? „Norrænar kvennahreyfingar vekja athygli umheimsins, eink- um þó árangur þeirra sem er einn sá besti í heimi, og gjarnan er spurt úr öðrum heimshlutum hvernig norrænar konur hafa farið að. Árangurinn er senni- lega sýnilegastur í sterkri stöðu kvenna í stjórnmálum þessara landa, svo og í margvíslegri fé- lagsmálalöggjöf sem snerta stöðu kvenna beint eða óbeint. Hér má nefna uppbyggingu dag- vistarheimila fyrir börn, fæðing- arorlof, og jafnréttislöggjöf land- anna, en í reynd hafa kvennahreyfingar fyrr og síðar látið sér fátt óviðkomandi.“ – Eru kvennahreyfingar dags- ins í dag ólíkar fyrri hreyfingum sem fram hafa komið? „Kvennahreyfingar eiga rætur að rekja til 19. aldar en hafa breytt um baráttuaðferðir og stíl í takt við tímann hverju sinni. Fyrst í stað voru þær mjög formlegar, með hefðbundnu fé- lagsskipulagi, en uppúr 1970 komu fram hreyfingar sem létu slíkt lönd og leið og treystu meira á frumkvæði meðlima til aðgerða hverju sinni. Markmiðið sem stefnt er að er þó ávallt hið sama: betra mannlíf fyrir konur og aðra menn!“ – Hvert er mikilvægi kvenna- hreyfingar fyrir mótun þjóð- félagsins og þjóðfélagsumræð- unnar? „Kvennahreyfingar hafa haft mjög mikil áhrif, en þó vill enn brenna við að þær séu vanmetnar í þjóð- félagsumræðunni. Hversu margir Íslend- ingar skyldu t.d. vita að elsta bygging Landspítalans reis fyrir tilstilli kvenna og fyrir þeirra fé að miklu leyti? Eða að Hringskonur halda uppi barna- spítalanum?“ – Gætirðu tæpt á fyrirlestrum ráðstefnunnar? „Ein málstofan er helguð sögulegri úttekt á kvennahreyf- ingum en aðrar málstofur fjalla um jafnrétti og samþættingu kynjasjónarmiða, karlmenn og femínisma, rannsóknir á og upp- lýsingamiðlun um kvennahreyf- ingar, listir og menningu sem spretta af kvennahreyfingum, fjölmiðla og kvennahreyfingu, hið kynjaða vísindasamfélag og loks vændi, mansal og ofbeldi gagnvart konum sem er það við- fangsefni sem brennur sennilega mest á kvennahreyfingum í dag. Ráðstefnugestir fá einnig góð- an skammt af menningu. Finnski rithöfundurinn Märta Tikkanen tekur þátt í einni málstofanna og kemur fram undir sérstökum dagskrárlið, og íslensku skáldin Linda Vilhjálmsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir flytja gestum ljóðlist með hádegismatnum. Í tengslum við ráðstefnuna verður opnuð sýning tileinkuð íslensk- um kvennahreyfingum fyrr og nú í Þjóðarbókhlöðu hinn 11. júní og er hún styrkt af Nordisk kult- urfond. Meginhluti ráðstefnunnar fer fram í lokuðum málstofum, ætl- aðar þeim sem skrá sig og greiða ráðstefnugjöld. Fyrirlestrar og pallborðsumræður verða þó opin öllum gegn mjög vægu gjaldi. Fyrirlestrarnir fjalla um bylgjur í kvennahreyfingum annars veg- ar og hins vegar um málefni inn- flytjendakvenna á Norðurlönd- unum. Um fyrra efnið fjalla félagsfræðingarnir Þorgerður Einarsdóttir og Ute Gerhard, en hið síðara Diana Mulinari, lektor við Lundarháskóla, og Anh-Dao Tran, formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Pallborðsumræður verða um kvenna- hreyfingar meðal íbúa vestnorrænna svæða og nágranna Norður- landanna og þeim stýrir Valgerður H. Bjarnadóttir. Einnig verða pall- borðsumræður um samfélagsleg áhrif kvennahreyfinga undir stjórn Drude Dahlerup, stjórn- málafræðings í Stokkhólmi. Í pallborðum taka þátt meðal ann- arra Berit Ås, Gudrun Schyman, Henrietta Rasmussen, May-Lis- beth Myrhaug og Siv Friðleifs- dóttir.“ Auður Styrkársdóttir  Auður Styrkársdóttir er fædd í Reykjavík árið 1951 og ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún er stúdent og með kennarapróf frá Kenn- araháskóla Íslands, BA-gráðu í þjóðfélagsfræði frá HÍ og doktor í stjórnmálafræði frá Svíþjóð 1999. Var lengi blaðamaður og ritstjóri Þjóðlífs, kenndi við HÍ og var verkefnisstjóri hjá starfsþróunarfyrirtækinu Skref fyrir skref. Hún er forstöðumað- ur Kvennasögusafns Íslands. Kvennahreyf- ingar eiga rætur að rekja til 19. aldar Þú svínar, pjakkurinn þinn. Þú áttir að klára „vellinginn“ fyrst. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.