Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Marinó Jónssonfæddist í Mikla-
garði í Eyjafirði 6.
nóv. 1939. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
18. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Guðríður Jóna Guð-
mundsdóttir Waage,
f. 26.7. 1914 og Jón
Andrés Kjartansson,
f. 15.3. 1913, d. 4.10.
1977. Systur Mar-
inós eru Sigríður
Ásta Jónsdóttir, f.
24.10. 1941, gift Jó-
hanni Ragnarssyni, f. 7.2. 1942,
á hún þrjú börn og Lydía Jóns-
dóttir, f. 19.11. 1949, gift Helga
Kristinssyni, f. 4.12. 1948, eiga
þau tvo syni.
Marinó gekk 2. apríl 1961 að
eiga eftirlifandi konu sína,
Hrönn Hámundardóttur, f. á Ak-
ureyri 12.2. 1944, foreldrar
hennar voru Hámundur Eldjárn
Björnsson, f. 15.6. 1917, d. 7.11.
2002, og Guðrún Kristbjörg
Kristjánsdóttir, f. 17.11. 1909,
d.18.10. 1956. Börn Marinós og
Hrannar eru: 1) Jón Hámundur,
f. 11.2. 1961, dóttir hans Kristín
Hrönn, f. 8.6. 1991; 2) Nanna
Guðrún, f. 25.2. 1962, sambýlis-
maður Haukur
Nikulásson, f. 29.11.
1955, sonur hennar
Hákon Freyr Frið-
riksson, f. 25.9.
1981; 3) Edda
Lydía, f. 19. 6. 1966,
maðurinn hennar er
Jóhann Ingason, f.
25.4. 1964, börn
þeirra eru Ingi Þór,
f. 20.5. 1987, Elvar
Már, f. 18.4. 1992 og
Valdís Rún, f. 20.12.
1997; 4) Eydís Ásta,
f. 11. 4. 1972, 5)
Vala Dögg, f. 23.6.
1975, sambýlismaður Guðmund-
ur Otti Einarsson, f. 15.8. 1977,
dætur þeirra eru Stella Marín, f.
3.6. 2000 og óskírð, f. 12.4. 2004;
6) Marinó, f. 14.2. 1977, sam-
býliskona Ágústa Björk Árna-
dóttir, f. 14.8. 1984, dóttir þeirra
Thelma Hrönn, f. 29.7. 2003.
Marinó lærði stálsmíði í Slipp-
stöð Akureyrar og lauk þaðan
prófi 1967, hann vann þar í
nokkur ár en starfaði síðan hjá
bátasmiðjunni Vör. Síðustu ár
hefur hann unnið sjálfstætt sem
stálsmíðameistari.
Útför Marinós fór fram frá
Höfðakapellu á Akureyri 28.
maí, í kyrrþey að ósk hins látna.
Elsku pabbi. Hinsta kveðjan.
Við börnin þín sitjum hér við
eldhúsborðið heima með sáran
söknuð í hjarta. Við minnumst
allra þeirra góðu stunda sem við
áttum með þér í gegnum tíðina
saman eða í sitt hvoru lagi. Fjöl-
skyldan var þér allt og þú varst
okkur allt.
Minning þín verður ætíð ljós í
lífi okkar.
Okkur langar til að kveðja þig
með þessum ljóðlínum:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku mamma, megi guð styrkja
þig á þessum erfiðu tímum
Börnin.
MARINÓ
JÓNSSON
✝ Fjóla Stefáns-dóttir fæddist á
Þverá í Blönduhlíð í
Skagafirði, 9. októ-
ber 1914. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni á Sauðárkróki
föstudaginn 14. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Hjörtína
Hannesdóttir, f. 30.
maí 1878, d. 20. júlí
1968 og Stefán Sig-
urðsson, f. 13. nóv.
1862, d. 23. des.
1933, bændur á
Þverá. Fjóla var yngsta barn for-
eldra sinna. Systkini hennar voru
Ingibjörg, Jón, Halldór, Valdimar,
Þau Fjóla og Vagn eignuðust fjög-
ur börn, þau eru: Stefán Ingi
bóndi á Minni-Ökrum, kvæntur
Sigurlaugu Jónsdóttur, Guðrún
Þrúður húsmóðir á Sauðárkróki,
gift Hreini Þorvaldssyni, Hjörtína
Dóra húsmóðir á Sauðárkróki,
gift Ólafi Pálssyni og Aðalbjörg,
einnig búsett á Sauðárkróki. Þá
ólu þau hjónin upp dótturson sinn,
Þorvald, son Guðrúnar Þrúðar.
Hann er nú búsettur í Ástralíu.
Barnabörnin eru 14 og lang-
ömmubörnin 23 talsins.
Fjóla var mikil húsmóðir, gest-
risin, glaðlynd og viðmótshlý. Þau
hjón voru bæði höfðingjar heim
að sækja. Vagn andaðist 4. okt.
1986. Eftir lát hans bjó Fjóla
áfram á Minni-Ökrum í skjóli son-
ar síns og tengdadóttur, Stefáns
og Sigurlaugar. Síðustu sex árín
átti hún við mikla vanheilsu að
stríða.
Fjóla var jarðsungin frá Mikla-
bæjarkirkju 22. maí síðastliðinn.
Steinþór og Hannes.
Hálfbræður hennar,
eldri, samfeðra, voru
Stefán og Sigurður.
Þau eru öll látin.
Fjóla ólst upp í for-
eldrahúsum og átti
heima á Þverá þar til
hún stofnaði sitt eigið
heimili. Hún giftist
unnusta sínum, Vagni
Gíslasyni frá Miðhús-
um 25. júlí 1937. Þau
hófu búskap á Minni-
Ökrum í Blönduhlíð
árið 1938 og bjuggu
þar allan sinn búskap.
Hjörtína móðir hennar fluttist
með dóttur sinni að Minni-Ökrum
og átti þar heima til leiðarloka.
Ég hafði ekki möguleika á að fylgja
föðursystur minni, Fjólu á Minni-Ökr-
um, síðasta spölinn hér í tímans heimi.
Þótti mér það miður, því mjög var
þessi frænka mín mér hugstæð og
kær. Hún tengist órjúfanlega
bernsku- og æskuminningum mínum.
Hvenær sem ég var í návist hennar
var alltaf bjart. Það var eins og lífs-
gleðin lægi í loftinu. Margar fegurstu
minningar æskuáranna eru tengdar
Þverárheimilinu en þangað lagði ég
leið mína hvenær sem færi gafst og
einn vetur dvaldi ég þar um nokkurt
skeið, af því að skólinn okkar var þá á
næsta bæ. Amma Hjörtína og Fjóla
voru mjög samrýndar og hjartagæsku
þeirra beggja naut ég í ríkum mæli.
Sérstaklega verður mér minnisstætt,
hve fús Fjóla var til að ræða við mig
eins og jafningja sinn, þótt hún væri
fullvaxta ung stúlka, en ég bara lítill
drengsnáði. Hún hlýddi með einlægri
athygli á þau áhugamál mín, sem ég
tjáði henni og virtist taka það alvar-
lega, sem flestir aðrir litu á sem
barnalegt strákaraus. Fjóla frænka
var öðruvísi. Hún var skilningsrík.
Það var svo gott að eiga trúnað henn-
ar.
Eftir að Fjóla fluttist í Minni-Akra
og hóf búskap með sínum mæta og
góða eiginmanni, Vagni Gíslasyni,
fækkaði samfundum okkar. En alltaf
var hún jafn góð heim að sækja og
móttökurnar hefðu sæmt hvaða þjóð-
höfðingja sem væri. Víða hafði ég
kynnst mikilli gestrisni, en sú höfðing-
lega rausn sem gestir á Minni-Ökrum
urðu aðnjótandi, ber held ég af öllu
því, sem ég hefi kynnst. Það var líka
unun að sjá þá ást og umhyggju, sem
Fjóla auðsýndi börnunum sínum, þeg-
ar þau fóru að líta dagsins ljós. Og
móður sína, hana ömmu mína bless-
aða, umvafði hún kærleika sínum. Í
mínum augum var Fjóla hin full-
komna húsmóðir, eiginkona og móðir.
Oftast nær kom ég við á Minni-Ökr-
um þegar ég fór í sumarferð á fornar
æskuslóðir. Stundum var viðstaðan
skemmri en æskilegt hefði verið. En
alltaf var það jafn notalegt að ylja sér
við hið hlýja viðmót frænku minnar og
lauga sig í brosgeislunum hennar
björtu.
Síðustu árin var heilsu hennar mjög
tekið að hnigna. En traust athvarf og
öruggt skjól átti hún jafnan heima á
Minni-Ökrum hjá syni sínum og
tengdadóttur, sem reyndust henni
framúrskarandi vel.
Fjóla andaðist, sem fyrr segir, á
Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks, eftir
nærfellt aldarlanga æviför. Ég bið öll-
um ástvinum hennar, nær og fjær
blessunar Guðs í bráð og lengd. Við
hjónin sendum þeim einlægar samúð-
arkveður. Megi ljósið, sem hún lýsti
svo mörgum með, lýsa henni til lífsins
hæstu helgidóma.
Björn Jónsson.
FJÓLA
STEFÁNSDÓTTIR
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Það verður ósköp
tómlegt að koma í Gilið
og hitta ekki afa. Þegar
við vorum yngri var allt-
af gaman að fá ömmu og
afa í Gilinu suður í heim-
sókn eða koma norður
til þeirra. Í raun má segja að þau hafi
verið okkur frekar fjarlæg, ekki alveg
ókunn samt, þegar við vorum yngri.
Þá var lengra á milli Reykjavíkur og
Akureyrar en er í dag og ferðirnar á
milli ekki jafn tíðar. Það var ekki fyrr
en við fluttum norður eitt og eitt og
heimsóknir til ömmu og afa urðu tíð-
ari að við kynntumst þeim fyrir al-
vöru. Þau hjónin eru ólík, en bæði
yndisleg hvort á sinn hátt og auðvelt
að þykja vænt um þau. Það eru marg-
ar minningar sem við eigum um afa
Nunna. Afi var mikill áhugamaður um
íþróttir og stundaði golfið af kappi um
árabil. Það eru ófáar ferðirnar sem við
barnabörnin höfum farið upp í Höfða
til að leita að golfkúlum fyrir afa sem
hann sló af balanum sínum við Lækj-
argötuna. Í minningunni var afi alltaf
með myndavélina hangandi framan á
sér. Hann tók ógrynni af myndum á
ferðalögum sínum og af afkomendum
svo mörgum þótti nóg um. Fyrir
mörgum árum töldum við myndirnar
hans og þá hlupu þær á þúsundum, og
sjálfsagt hefur annað eins bæst við.
Afa þótti líka afskaplega gaman að
fara í bíltúr, hvort sem það voru lengri
GUNNAR
KONRÁÐSSON
✝ Gunnar Konráðs-son fæddist á Ak-
ureyri 26. júní 1920.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. maí síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Akur-
eyrarkirkju 2. júní.
ferðir eða bara rúntur
um bæinn. Ef það voru
fleiri en tveir í bílnum
sat afi alltaf á sama stað,
hægramegin aftur í og í
minningunni hélt hann
alltaf í handfangið fyrir
ofan hurðina. Hann var
duglegur að minna okk-
ur á að keyra nú varlega
og á löglegum hraða,
átti það meira að segja
til að spyrja hvort okkur
hefði ekki verið kennt
að keyra með báðar
hendur á stýri! Hann
var fróður um umhverfi
sitt og það var gaman þegar hann
sagði frá þeim stöðum sem við fórum
á. Afi keyrði aldrei bíl en lengi vel fór
hann allra sinna ferða á hjóli og átti
það til að blóta ökumönnum fyrir til-
litsleysi við hjólafólk. Afi sagði alltaf
sína meiningu og lá ekki á skoðunum
sínum en gaf sér samt tíma til að
hlusta á rök annarra. Afi var maður
síns tíma, var staðfastur og réttsýnn.
Pólitík, enski boltinn og íslenskt mál
voru tíð umræðuefni og hann lagði
áherslu á það við alla þá sem komu í
Gilið eða urðu á vegi hans að tala rétt
mál, íslenskt mál. Hæ, bæ og ókei
voru eitur í hans eyrum; sæll eða góð-
an daginn voru mun tilhlýðilegri
kveðjur að hans mati. Segja má að afi
hafi verið mikill tækjakarl, skipti oft
um hljómflutningstæki og sjónvörp,
stundum með mjög stuttu millibili,
sem var nú frekar skondið. En hann
vildi hafa gæðin í lagi og ekkert múð-
ur! Hann horfði mikið á sjónvarp hin
seinni ár og þar fann maður hann yf-
irleitt þegar við komum í heimsókn.
Afi hlustaði mikið á tónlist og hefur
sjálfsagt kennt mörgum afkomendum
sínum að meta klassíska tónlist, hann
hafði góða söngrödd en var ekki mikið
að nota hana þegar við heyrðum til.
Hann kom úr mikilli söngfjölskyldu
og það er eflaust ekki síst honum að
þakka að þegar stórfjölskyldan kem-
ur saman er ávallt mikið sungið. Á
seinni árum átti hann það til að lauma
að okkur geisladiskum sem hann
hafði keypt, oftar en ekki klassískum
diskum sem hann vildi að við hlust-
uðum á, sem við og gerðum með glöðu
geði. Þegar hann var einn heima átti
hann það til að spila tónlistina svo hátt
að hann heyrði ekki þegar við komum
inn. Á þeim stundum naut hann
augnabliksins í botn og var ánægður.
Hann átti mörg uppáhaldslög og
munu lög eins og Góða tungl og Þú
komst í hlaðið ávallt minna okkur á
afa Nunna. Afi var ekki bara fagur-
keri á tónlist, hann var yfirleitt mjög
snyrtilegur til fara og hugsaði vel um
það sem hann átti. Hann var ávallt í
vel burstuðum skóm og kenndi sjálf-
sagt mörgum réttu handtökin við það.
Afi var ánægður með að búa í
Gilinu og vildi hvergi annars staðar
búa. Hann hugsaði vel um balann
sinn, var duglegur að væta götuna áð-
ur en hún var loksins malbikuð og
enginn flaggaði eins vel og afi. Hann
vann verkamannavinnu og var með
stóra fjölskyldu á sínu framfæri. Þau
amma hafa sannarlega verið dugleg
um ævina, komið börnum sínum vel til
manns og voru stolt af sínum stóra af-
komendahópi. Afi var mikill barna-
karl og fannst gaman að spjalla við
barnabörnin og barnabarnabörnin
sem eru fjölmörg.
Við kveðjum afa Nunna með sökn-
uði og þökk fyrir allt það sem hann
var okkur. Við vitum að honum líður
vel þar sem hann er nú og fylgist með
sínum fjölmörgu afkomendum, söngl-
andi falleg lög.
Elsku amma, mundu að okkur þyk-
ir mjög vænt um þig og að þú átt okk-
ur ávallt að.
Blessuð sé minning afa Nunna.
Steinunn, Gunnar,
Elísa og Hildur.